Alþýðublaðið - 14.05.1972, Side 4

Alþýðublaðið - 14.05.1972, Side 4
út af venjunni, og í stað þess að birta langa upptaIningu Islendinga sem fæddir eru í Krabbamerkinu völdum við af handahófi Við ætlum að 16, og birtum af þeim hér fyrir neðan. Til gamans má svo athuga hversu mjög lýsingarnar eiga við skapgerð og persónuleika mannanna ERTU FÆDD/FÆDDUR I KRABBAMERKINU - 21. JUNI TIL 20. JULI? HUGBOD Þin SEGIR ÞÉR HVENÆR ÞÚ HEFUR Hin FYRIR TRAUSTAN VIN - GLATIR ÞÚ HONUM SAKNARÐU HANS MIÖG Krabbamerkingar eru flestir til- finningarikir og geð- miklir nokkuð, við- kvæmir á sinn hátt og áhrifag jarnir. Yfirleitt eru þeir örlátirog hjálpsamír og hafa ríka samúð með öllum, sem verða fyrir sjúk- dómum eða óhöpp- um. Oft misnota aðrir sér þessa eigin- leika, vita aö þeir geta hvorki neitaö öðrum um bón né greiða. Y f irleitt eru Krabbamerkingar innhverfir, og oft veitist öðrum erfitt að átta sig á þeim. Þó að þeir unni maka sinum og fjöl- skyldu, eiga þeir til að vera tregir á að láta slikt í Ijós. Öryggi er þeim ákaflega mikils virði, vilja að þeim sé hrósað og að þeir sem þeir umgangast náið, stjani við þá og snúist í kring um þá. Þeir eru flestir mjög tilgangsbundnir, og þegar þeir hafa tekið einhverja stefnu eða ásetning, er þeim ekki úr að aka. Vegna þess að þeir finna hjá sér minnimáttar- kennd, breiða þeir oft og tiðum yfir hana með hranaskap, ofurkappi og einræðishneigð, og blekkja aðra þannig til undanlátssemi. Krabbamerkingar eru þunglyndir og erfiðir i skapi sjálfum sér og öðr- um, stundum svo að nálg- ast geösýki. beir eru oft veikir fyrir siðferðilega, sökum rikrar hneigðar til að taka þátt i einhverju æsilegu. beir geta og látið smámuni setja sig úr til- finningalegu jafnvægi og espað sig upp i þvi sam- bandi, sökum þess hve næmir þeir eru fyrir ytri áhrifum. bá eru þeir oft auö- særðir, og á stundum hjálparvana, en vin- gjarnleg hvatning eða hrósyrði geta þá fengið furöu miklu áorkað. Gagnrýni þola þeir illa, draga sig þá i skel og gefa minnimáttarkennd sinni lausan tauminn. Vegna þess hve viðkvæmir þeir eru fyrir ytri áhrifum, taka þeir allt of mikið til- lit til hvað öðrum finnst. Uafa stöðugar áhyggjur af hvað aðrir segja eða gera, eða hvað aðrir kunni að segja um þá þegar þeir heyra ekki til Krabbamerkingar eru yfirleitt heimilisunnend- ur, illa við allar breyting- ar og seinir að semja sig að þeim, þeir eru fast- heldnir i eðli sinu og ihaldsamir i beztu merk- ingu, en hafa um leið mikinn áhuga á öllu nýju, og er það af andstæðun- um i skapgerð þeirra#en þær eru margar. beim verður tiöhugsað til hins liðna, lifa oft og hrærast i íortiðinni, en horfa fram á leið með nokkrum kviða og tortryggni. Séu Krabbamerkingar reittir til reiði, rennur þeim hún yfirleitt fljótt aftur, og langræknir eru þeirekki i þeim skilningi. En engin ætti að géra sér það að leik að særa til- finningar þeirra. bótt hégómagirnd þeirra geti komið fram á þann hátt að þeir beri alimikla um- hyggju fyrir klæðaburði og útliti, er hún innlæg fyrst og fremst. beir sætta sig ekki við aðrir liti niður á þá, að minnsta kosti ekki að þeir láti slikt i ljós, en um leið hafa Krabbamerkingar ofur- næmt hugboð um hugsan- • ir annarra hvað það snertir og skilja fyrr en skellur i tönnunum, og verði einhver til að særa þessa ínnrí hégómagirnd þeirra, er eins vist að þeir fyrirgefi það aldrei. " Krabbamerkingar hafa margir yndi af tónlist, og margir af þeim eru trú- hneigðir undir niðri. bá aðast þeir og oft að dul- rænum málum, eru þó hálft i hvoru hræddir við að þau kunni að ná of sterkum tökum á þeim, en ráða samt ekki við for- vitni sina. Ileilsufar. Hvað heilsufar og heil- brigði snertir, þá er maginn tiðum veikasta liffærið, einnig eru Krabbamerkingar oft næmir fyrir allskonar smiti. Annars eru þeir i rauninni fremur sterk- byggðir, þegar þeir hafa náð fullum þroska, en samt er alltaf hætt við að áhyggjur og taugaálag hafi neikvæð áhrif á likamsheilsu þeirra, einkum fyrir það hve gjarnt þeim er að láta smámuni hrinda sér úr jafnvægi. Hófsemi i mat, einföld fæða gæti forðað þeim frá meltingarsjúk- dómum, en sá galli er þar á að þeir eru yfirleitt sæl- kerar og hafa mikla matarlyst. Geðslagið hefur mikil áhrif á heilsufarið. Áhyggjur, beizkja, ótti og þunglyndi dregur úr mót- stöðuaflinu. bað er mjög titt að þeir vorkenni sjálf- um sér, og telji sér trú um að þeir séu mun veikari en þeir eru, kenni þeir einhvers lasleika. Titt er að þeir óttist sjúkdóma, og allur sársauki hefur mjög neikvæð áhrif á þá. Yfirleitt eru Krabba- merkingar ekki kapps- miklir i eðli sinu, þó að metnaður þeirra, þörf fyrir hrós og viður- kenningu knýi þá oft til átaka og erfiðis. Helzt kjósa þeir að lifa rólegu og átakalausu lifi og þá er hætt við að nautn þeirra af góðum mat verði til þess að þeir safni holdum, einkum eftir að þeir kom- ast á miðjan aldur. Sækja þá oft á þá meltingar- kvillar, einkum hægðar- tregða og oft er það einnig að nýrun verða veil með aldrinum. Enda þótt Krabbamerkingar séu ekki kjarkmiklir margir hverjir, geta þeir sýnt frábæra hugdirfsku, og hræöast hvorki sársauka né erfiði, ef svo ber undir að þeir þurfa að verja einhvern, vernda eða bjarga honum á annan hátt. Hæfileikar i starfi. Krabbamerkingar geta stundað verzlun og við- skipti með góðum árangri, þar sem þeir eru yfirleitt ráðdeildarsamir, kænir og varkárir. Allt starf i þágu almennings, eins liknarstörf, henta þeim vel og flestir eru þeir meira hneigðir fyrir andleg störf en likamleg. beir geta unnið af miklu kappi að öllum þeim störfum, sem vekja áhuga þeirra, svo að furðu gegnir miðað við eðlislæga hlédrægni þeirra. beir geta og gerst ákaf- ir og harðvitugir leiðtog- ar, en árásir þeirra eru aldrei persónulegar, ef í harðbakka slær, og oftast finna þeir einhverjar leið- ir til að komast hjá bein- um átökum. Takist það ekki geta þeir lagt mjög hart að sér og virzt kjark- miklir, en oftast fær það samt svo mjög á heilsu þeirra, að taugarnar þola ekki álagið er til lengdar lætur. Bezt lætur þeim að vinna að málum sinum og störfum i kyrrþey, og hafa lokið þeim áður en aðrir geri sér grein fyrir að þeir hafi hafizt handa. öll störf öðrum til hjálpar og aðstoðar eru kjörsviö þeirra. Alúð þeirra við börn bendir til þess að þeir geti orðið góðir kennarar. óvenju næmt hugboð þeirra get- ur orðið þeim að miklu gagni i viðskiptum og oft láta þeir tilfinninguna ráða mikilvægustu á kvörðunum sinum fremur en kalda skynsemi. Hæfni þeirra til að meta hlutina og skilgreina vandamálin getur leitt til þess að þeim farnist vel i fasteignavið- skiptum og fjárfestingu. Oft hefur sjórinn sterkt aðdráttarafl á Krabba- merkinga, og er liklegt að þeir uni sér vel um borð i skipi. beir hafa margir áhuga á verzlun og við- skiptum. Verkstjórn get- ur og farið þeim vel úr hendi. Listhneigðir eru Krabbamerkingar flestir, lætur mörgum vel alls- konar listiönaöur, en annars er það mjög ein- staklingsbundið og undir umhverfinu komið/hvort þeir leggja rækt við list- hneigð sina. Leggi þeir út á þá braut, verða verk ■ þeirra tilfinningakennd og stillinn fágaður, og öll sú list sem talar til til- finninganna freistar þeirra. Krabbamerkingar eru yfirleitt manna skyldu- ræknastir og mjög húsbóndahollir. beir fara gætilega með fé, sem þeim er trúað fyrir, og þar eð þeir eru sjálfir undantekningatlitið mjög heiðarlegir I pen ingamálum, þola þeir ekki öðrum neitt i þá veru. Smekkur þeirra einkennist yfirleitt af lát- leysi, en allt sem er áber- andi og ber keim af sundurgerð er þeim flest- um litt að skapi. bað hendir að þá þrýtur þolin- mæðina I leit sinni að öryggi, en oftast nær finna þeir það áður en lýkur. Gerist þeir auðug- ir, er það þvi að þakka að þeir hafa lagt hart að sér i starfi, og eru þeir þá manna liklegastir til að lát þurfandi njóta þess. bvi miður hættir þeim mjög við áhyggjum, ekki hvað sizt þegar peninga- málin eru annars vegar, og áhyggjurnar geta smám saman grafið und- an heilbrigði þeirra. Heimili og fjölskylda Heimili og heimilislif á ákaflega sterk tök I Krabbamerkingum, svo og fjölskylda þeirra, jafn- vel svo að það getur freistað þeirra til nokk- urrar tortryggni og fáleika i garð manna utan heimilis, til dæmis næstu nágranna. Og heimilið þá orðið þeim þungamiðja allrar tilveru, og að þeir óttist allar hugsanlegar breytingar i þvi sam- bandi. Dálæti þeirra á öllu gömlu getur orðið mjög mikið, og þeir hafa sterka hneigð til að safna alls- konar hlutum og geyma þá. Hjá konum, fæddum undir þessu merki fyllast skápar og skúffur fyrr en varir. bó að Krabba- merkingar hafi oft mikla ánægju af ferðalögum, fagna þeir þvi alltaf mest að koma heim aftur. Flestir kjósa Krabba- merkingar að heimili þeirra sé fallegt og vel búið húsgögnum. begar þeir eru á barnsaldri eru þeir mjög háðir foreldr- um sinum og heimili. bcgar þeir eignast sitt eigið heimili, er liklegt að þeir leggi hart að sér til að gera það eins öruggt og þægilegt og frekast er unnt. Heimilið verður að höfða til rómantiskra til- finninga þeirra, og þar verða þeir að njóta ástar og samúðar. Gestrisnir eru Krabba- merkingar, einkum vin- um sinum, og spara ekkert ómak til að taka þeim sem bezt. beim liöur þvi aðeins vel, að heimilislifið sé þeim ánægjulegt. Karlar og konur fædd undir þessu merki, reynast að öllum likind- um heimakærari flestum öðrum. bau eru stolt af heimili sinu og munum, sem það prýðir, og taka feginsamlega hrósi gesta sinna i þvi sambandi. Krabbamerkingar unna börnum, enda oftast nær barnmargir i hjónabandi. Flestum er það mjög mikilvægt að geta veitt börnum sinum gott upp- eldi og góða menntun. beir eru fúsir að taka á sig ábyrgð og skyldur vegna barna sinna, ef svo ber undir, enda uppskera þeir oft ást og þakklæti barna sinna að launum. Börn, fædd undir þessu merki, eru oft og tiðum harla áhrifagjörn, imyndun þeirra frjó - og oft að þeim hættir við að dýrka leiksystkini sin eins og hetjur. bau krefj- ast stöðugrar athygli, gerast jafnvei sek um óhlýðni i þvi skyni fyrst og fremst að þeim verði refsað, og þau komist þannig i sviösljósið. Vinátta. Enda þótt Krabba- merkingar séu yfirleitt hlédrægir og fremur ó- mannblendir, kjósa þeir helzt að vera vinmargir, og margir leita til þeirra með vandamál sin. Enda þótt vinir þeirra áliti þá oftast nær einræna, þá eru þeir haldnir ákafri löngun til að þeimog verkum sé þeirra veitt at- hygli, hrós og viðurkenn- ing. Bregðist vinir Krabbamerkinganna hvað það snertir, geta þeir orðið þungir i skapi og afundnir. Hugboð þitt segir þér hvenær þú hafir hitt fyrir traustan vin, og glatir þú honum, saknarðu hans mjög. bað er ekki óliklegt að Krabbamerkingar beinlinis tigni vini sina og leggi sig i lima til að geðj- ast þeim á allan hátt, einkum ef vinirnir gjalda þaö hrósi. beir gleyma aldrei þvi, þegar vinir þeirra koma vel fram við þá eða gera þeim greiða, ræða oft við vini sina um liðnar stundir og gleyma þeim aldrei. En þvi miður eru Krabbamerkingar ákaf- lega auðsæranlegir, eins og áður getur og oft mis- skilja þeir og móðgast af þvi sem sagt er eða gert i bezta tilgangi. tmyndun þeirra er oft og tiðum allt að þvi sjúkleg á þessu sviði, þeir óttast stöðugt' að vinir þeirra og kunn- ingjar gagnrýni þá eða hlægi að þeim á bak. bess vegna, auk ýmissa ann- arra duttlunga Krabba- merkinga, hendir oft að vinir þeirra þreytist á þeim og dragi sig i hlé. Astir Krabbamerkinga- karla. bó að karlar, fæddir undir krabbamerki, virð- ist oft fálátir og ómann- blendnir, þrá þeir ástir og náin kynni og að þeir komist i kynni viö þá konu, semþeimer ljúft að annast og fórna sér fyrir, ef svo ber undir, en geta einnig sýnizt duttlunga fullir og hverflyndir á þann bóginn, ef þvi er að skipta. beir gera mjög miklar kröfur til veröandi maka sins, og geta orðið fyrir beizkustu vonbrigð- um, ef það kemur siðar á daginn að maki þeirra uppfyllir ekki þær kröfur að einhverju leyti. En komi ekki til þess, sýna þeir maka sinum traust og trúnað og bera ein- staka umhyggju fyrir honum, en þvi ber ekki að neita að þessar kröfur þeirra tefja oft fyrir þeim að finna þá einu réttu, og seinka þvi hjónabandi. Mjög liklegt er það, að Krabbamerkingar svipist fyrst og fremst um eftir sömu eiginleikum hjá maka sinum tilvonandi, og þeir telja móður sina vera, eða hafa verið gædda. Um leið er liklegt að þeir ætlist til að hún stjani við þá og sýni þeim sömu umönnun og móðir barni. Krabbamerkingar unna mjög börnum sin- um, eru yfirleitt flestum heimakærari og sjá mjög vel fyrir heimili sinu og þörfum íjölskyldunnar. Enda þótt þeir fliki yf- írleitt litt tilfinningum sinum, geta þær orðið harla taumlausar gagn- vart þeim sem þeir elska; kemur það jafnt fram i atlotum og atlæti, og ekk- ert, sem þeir láta þá aftra sér. Að visu fer þetta nokkuð eftir makanum, og við og við dregur karl- maðurinn sig i skel sina, eins og til þess að endur- bæta sjálfstraust sitt. En eins og jafnan eru þeir mjög áhrifagjarnir, einn- ig i hjónabandinu. Eigingirnin er oft áber- andi þáttur i skapgerð Krabbamerkinga, og fyr- ir bragðið afbrýðisemin alltaf á næstu grösum, hvenær sem tilefni gefst og jafnvelað tilefnislausu. Og þegar sú er raunin, geta þeir sýnt þver- móðsku svo ekki verður neinu tauti viö þá komið. Krabbamerkingum er mikilvægt að komast i hjónaband, vegna þess að þeir þrá að eiga heimili og fjöiskyldu, og finna ekki raunverulega ham- ingju i lifinu án þess. Og þó að þeir hafi löngun til að njóta rómantiskra ásta, getur svo farið að þeir kvænist fyrst og fremst af þörf á öryggi og festu i lifinu. Er þá til að þeir kvænist til fjár eða bættrar aöstöðu, fyrst og fremst öryggisins vegna, og getur það allt farið vel, þvi að þeir geta verið sanngjarnir, þegar þeir vilja svo við hafa. bó er það lika til, að þeir séu smámunasamir, þras- gjarnir og duttlungafull- ir, og ekki auðveldir i sambúð. beir geta þá ekki á sér setið aö blanda sér stöðugt i heimilis- haldið, gagnrýna flest og verður fátt gert til hæfis. Eins og séð verður, gætir mikilla mótsagna i skaphöfn Krabbamerk- inga. Hér eru einungis fram tekin þau atriði, sem virðast flestum þeirra sameiginleg, en að sjálfsögðu getur alltaf brugðið frá þvi sambandi við einstaklinga, og ber stöðugt að hafa það hug- fast. Astir-Krabbamcrkinga- kveiina. Margar þær konur, sem undir krabbamerkinu eru fæddar, eru mjög ástrik- ar og gæddar djúpstæðúm tilfinningum. bær geta reynst torskildar þegar um ástir er að ræða og veldur þvi tilfinningaof- næmi þeirra og duttlung- ar. Stundum reynast þær öðrum hneigöari til ásta, og verða fyrir mjög sterkum áhrifum frá þeim, sem þær unna. En þá eiga þær lika til að leyna tilfinningum sinum, þar sem þær telja sig annars lúta i lægra haldi og vilja endurheimta þannig sjálfstraust sitt. bær viíja gjarna kom- ast i hjónaband, bæði vegna þess að þær þrá aukið öryggi og þarfnast handleiðslu. beim hættir mjög við að imynda sér eiginmanninn eins af- bragð annarra manna, en ef hann bregzt vonum þeirra eða imyndun, geta þær orðið fyrir þvi tilfinn- ingalosti. A stundum gerast þær konur duttlungafullar, og um leið virðist eigingirnin mjög áberandi þáttur i skapgerð þeirra, og gera þær þá miklar kröfur til eiginmanns og fjölskyldu, að allar ákvaröanir mið- ist fyrst og fremst við þær og þeirra hentisemi. Eigi að siður unna þær fjöl- skyldunni mjög og vilja á alian hátt sýna það i verki —- en þær þarfnast þess einnig flpstum konum fremur, að slikt sé metið við þær og að þær fái hrós fyrir. bær eru mjög um- hyggjusamar mæður, og þær vilja að heimilið beri vilni myndarskap, festu °g öryggi. bær geta og sýnt eiginmanni sinum slika umhyggju, að nálg- ast þreytandi smámuna- semi, þegar þær eru við það heygarðshornið: þær dást innilega að börnum sinum og vilja þeim allt hið bezta, en hættir við að ætlast til þess að þau verði háð þeim um of, þegar þau eldast. Og á stundum getur ást þeirra á börnunum hæglega orð- ið til þess að þær vanræki eiginmanninn. UM NÆSTU HELGI: LJÓNIÐÍ21. JÚLÍ - 21. ÁGÚST) © Sunnudagur 14. mai 1972 Sunnudagur 14. mai 1972

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.