Alþýðublaðið - 27.05.1972, Side 1
FANNST OSIALF-
BIAROAIBRUNA-
LEIFUM TMLDS
Tilviljun kann að hafa ráöið
þvi, að fertugur maður, sem nú
liggur á Landspitalanum, er enn
á lifi eftir að tjald hans brann
vestur á &iæfellsnesi i gær.
Það var upp úr hádegi, að
heimafólk á Skóganesi i Mikla-
holtshreppi gekk af tilviljun fram
á brunnið tjald i grennd við bæinn
og i miðjum brunaleifunum lá
maður ósjálfbjarga.
Hreppstjóranum var gert við-
vart og hringdi hann i sýslumann-
inn, Friðjón Þórðarson, sem
strax gerði ráðstafanir til þess, að
sendur yrði sjúkrabill og læknir á
hverrar bilunar, sem komið hafði
upp.
Aður en Alþýðublaðið fór i
prentun i gærkvöldi var ekki hægt
að segja neitt til um hvað olli
þessu sviplega slysi, en Friðjón
Þórðarson, sýslumaður sagði i
viðtali við okkur, að óhætt væri að
fullyrða, að tilviljun hefði ráðið
þvi að maðurnn fannst.
Samkvæmt upplýsingum
læknis var maðurinn mjög mikið
brenndur, og var enn meðvitund-
arlaus seint I gærkvöldi. Var hann
ekki talinn úr lifshættu.
ALLTAF HEYRIR MAÐ-
UR EITTHVAÐ NÝn!
STEFNANDINN
ER VITA HUNDLAUS!
Varaformaöur Hunda-
vina félagsins, sem stefnt
hefur hvorki meira né
minna en Magnúsi
Kjartanssyni, heilbrigöis-
má laráöherra, ólafi
Jóhannessyni dómsmála-
ráðherra og Geir
Hallgrimssyni, borgar-
stjóra, fyrir að banna
hundahald, á engan hund.
Þetta kemur fram í
greinargerö lögmanns
ráðherranna og segir
hann, að með þessa stað-
reynd i huga, sé Ijóst, að
varaformaðurinn hafi
ekki orðið fyrir neinni
skerðingu á friðhelgi
einkalifs sins eða mann-
réttindum, en það er
einmitt það, sem hann
byggir stefnu sina á.
Lögmaðurinn hefur
ýmislegt út á málatil-
búnaðinn að setja og
bendir m.a. að dómkrafa
stefnanda sé á því reist,
að i réttinum til friðhelgis
einkalífs hans, fjölskyldu
og heimilis sé fólginn rétt-
ur til þess að hafa hund
eða annað húsdýr á
heimilinu.
I þvi sambandi nefni
stefnandi einnig kött,
fugl, hamstur, fiska, mýs
og rottur.
En lögmaðurinn bætir
við: „Hins vegar sleppir
hann að nefna Kýr, kind-
Frh. á bls. 6
OG SVO SAGAN
UMKÖTTINNSEM
ÁT BÖRNIN ÚT Á
GADDINN!
Ast fólks á köttum og kjölturökkum getur veriö misjafnlega
heit. Sumir lita á heimilishunda og ketti eins og mcðlimi fjölskyld-
unnar. Aðrir elska dýrin jafnvel meiren börn sin, og þá hefur
dæmið alveg snúizt við, — dýrin orðin manneskjur og mann-
eskjurnar dýr.
Nýlega varö lögreglan i Miami I Bandarikjunum að skipta sér af
málum slikrar fjölskyldu. Hjónin voru miklir kattavinir og þegar
köttunum fjölgaði var ekki lengur pláss fyrir börnin.
Þegar lögreglan kom á vettvang fann hún ketti á hægindum i
húsi hjónanna, en fimm börn þeirra á aldrinum frá 8 ára og niður I
tæpl. eins árs, hirðust innan um rusl og sklt i biiskúrnum.
Hjónin, hinn 45 ára gamli Earl Kussrath og kona hans Alice,
voru umsvifalaust handtekin.
Það voru nágrannarnir, sem komust að ástandinu á heimilinu
og gerðu lögreglunni aðvart.
Meðal annars tók nábýlisfólk hjónanna eftir þvi, að daglega
keyptu hjónin mat fyrir kettina en skiptu sér ekkert af hungri
annara fjöiskyIdumeðlina, nema svo sem eins og tvisvar i viku og
þá tilneydd.
Það var konan, Alice, sem hafði fyrst fengið áhuga fyrir köttum,
en maður hennar gerðist fljótiega mikill kattavinur lika.
TOKU 63 DILA TIL SKOÐUNAR
OG ENGINN REYNDIST í LAGI!
staðinn.
Þegar þeir komu þangað varð
þeim strax ljóst hversu alvarlegt
slys hafði átt sér stað og óskuðu
þeir eftir þvi að sent yrði eftir
þyrlu frá Reykjavík.
Var siðan þyrla hersins á
Keflavikurflugvelli fengin til þess
að fara vestur og sækja brennda
manninn og um sjöleytið i gær-
kvöldi var hann kominn á Land-
spitalann, þar sem læknar hófust
óðara handa að lina þjáningar
hans og gera að sárunum.
Maðurinn var staddur á Snæ-
fellsnesi á vegum Orkustofnunar-
innar við mælingar, en nóttina
áður höfðu tveir félagar hans far-
ið til Reykjavfkur vegna ein-
NU VANT-
AR TÆKI
Lögreglan i Reykjavik gerði
enn skyndikönnun á bilum i um-
ferðinni á fimmtudagskvöld, og
varð útkoman heldur bágborin.
A timabilinu frá 21 til 0.30, færði
lögreglan 63 bila til skoðunar, og
reyndist enginn þeirra i lagi.
Númerin voru klippt af 30
bilum, 16 bilar fengu að keyra
beina leið á verkstæði, 14 var gef-
inn frestur til lagfæringa og tveir
voru kyrrsettir vegna annarra or-
saka en lagfæringa.
Að sögn Harðar Valdimars-
sonar, varðstjóra hjá Umferðar-
deild lögreglunnar, var 'ástandið
verra nú, en þegar skyndikönnun
var gerð i siðustu viku.
Sagði Hörður að ástandið væri
nokkru verra en þeir hjá lögregl-
unni hefðu búist við.
Þó sagði hann, að i sambandi
við þessar tölur yrði þó að hafa i
huga, að lögreglan tæki aðeins þá
bila, sem greinilega væri eitthvað
athugavert við.
Stöðvar hún þá bilana og at-
hugar hemla og fleira.
Ef eitthvað er i ólagi, er
umsvifalaust farið með bilana inn
á Bifreiðaeftirlit rikisins.
Hörður sagði að lögreglan
hygðist halda þessum skyndi-
könnunum áfram, enda væri aug-
ljóst, að þær veittu bifreiðaeig-
endum aðhald.
Það væri þvi eins gott fyrir
skussana að koma bilum sinum i
lag, svo þeir ættu ekki á hættu.að
númerin verði klippt af þeim.
Myndin var tekin inn i bifreiða-
eftirliti á fimmtudagskvöld og
sýnir hún bifreiðaeftirlitsmann
skrúfa númer af bil sem ekki
reyndist i lagi.
ÞAO SKVLDI ÞO ALDREI
VERA ÁLADABLETTUR?
flfi SMHII
Leiðindaveður var á Flateyri i
gær, og fennti i fjöll að sögn
fréttaritara blaðsins á staðnum,
Emils Hjartarsonar.
Flateyringar hafa þvi ekki enn
getað hugað að bátunum sinum
þremur sem sukku i ofviðrinu
aðfararnótt fimmtudags og við
sögðum frá i gær.
Að sögn Emils eru engin tæki til
á Flateyri til þess að ná bátunum
upp, og verður þvi að fá krana
alla leið frá ísafirði.
Þá hefur reynst mjög erfitt að
fá smiði til þess að gera við
bátana þrjá sem sukku ekki, en
akemmdust þó mikið i ofviðrinu.
Allir smiðir á Flateyrir eru lof-
aðir i vinnu annarsstaðar, annað-
hvort við ibúðarbyggingar á
staðnum eða þá við byggingar-
vinnu i Súðavik og Þingéyri.
Er þetta óheillahús? Stendur
það á álagabletti?
Alþýðublaðið hefur heyrt, að
ibúa nærliggjandi húsa sé jafn-
vel farið að gruna, að svo sé, og
geta þeir nefnt fjölmörg dæmi
máli sinu til stuðnings
Þarna féllu tveir menn ofan af
vinnupöllum á fjórðu hæð og
stórslösuðust. Þarna á jarðýta
að hafa farið af stað af sjálfs-
dáðum og i vondu veðri fyrir
skömmu fauk niður uppsláttur
heillar hæðar i húsinu.
Forsaga álagablettsins, sem
húsið stendutó, er istuttumáli
sú, að einhvern tima hugðust
feðgar tveir koma sér upp
kartöflugarði á þessum stað.
Þegar þeir unnu að þvi hand-
leggsbrotnaði sonurinn og ekki
iöngu siðar lézt faðirinn.
Þá er komið að þætti fjölbýlis-
hússins, sem nú er i byggingu
þarna. Það mun verða stærsta
fjölbýlishús i Kópavogi og
stendur við Þverbrekku.
Aður en til byggingafram-
kvæmda kom, risu upp deilur
um húsið og voru ibúar nær-
liggjandi einbýlishúsa andvigir
af varð dómsmál, en niður-
staða þess varö sú, að leyft var
að byggja húsið.
En eftir að framkvæmdir hóf-
ust á sem sagt hvert óhappið að
hafa rekið annað.
Afdrifarikast var slys mann-
anna tveggja sem fyrr greinir
frá og sem meiddust mjög
Frh. á bls. 6