Alþýðublaðið - 27.05.1972, Blaðsíða 5
Utgafufelag Alþyðublaðsins h.f. Ritst|ori
(áb.). Aðsetur ritstjómar Hverfisgötu 8-10.
GRIMAN FELLUR
Þær eru mjög athyglisverðar deil-
urnar, sem eiga sérstað i Framsóknar-
flokknum nú um þessar mundir, og
m.a. hafa brotist út i skrifum einstakra
Framsóknarforkólfa í Timanum þessa
síðustu daga. Þessar deilur snúast um
grundvallaratriði í pólitík, um stefnu-
mál og langtímamarkmið.
i fáum orðum sagt: deilurnar standa
um það, hvort Framsóknarflokkurinn
sé vinstri flokkur, eða ekki. Deiluaðil-
arnir eru annars vegar þeir, aðallega
af yngri kynslóðinni, sem gengu til liðs
við Framsóknarflokkinn i 12 ára sam-
felldri veru hans utan stjórnar, og hins
vegar þeir, aðallega af eldri kynslóð-
inni, sem flokknum vilja nú stjórna í
samræmi við það, sem þeir nefna
„sögulegar staðreyndir um störf og
stefnu Framsóknarflokksins og stöðu
hans í íslenzkri pólitík".
En hvers vegna vakna þessar deilur
um hvort Framsóknarflokkurinn sé
vinstri flokkur eða ekki allt i einu nú á
þessum mánuðum? Er ekki
Framsóknarflokkurinn forystuflokkur
i rikisstjórn, sem vill kallar sig „vinstri
stjórn"? Og hverer þá ástæðan til þess,
að Framsóknarmenn vakni allt i einu
upp við vondan draum og fari að rifast
um það, hvort flokkurinn sé vinstri
flokkur eða ekki? Hvernig stendur á
því, að yngri mennirnir í Framsóknar-
flokknum finna þá allt i einu hvöt hjá
sér til þess að gera lítt dulbúna upp-
reisn i flokknum haldandi þvi fram, að
foringjar Framsóknar séu að svíkja
stefnu flokksins með því að segja, að
Framsókn sé ekki vinstri flokkur og
hafi aldrei verið? Hafa þessir ungu
menn skyndilega uppgötvað eitthvað
um Framsóknarflokkinn, sem þeir
vissu ekki áður?
Sú er einmitt ástæðan. Um margra
ára skeið hafa þessir ungu
Framsóknarmenn starfað í flokknum á
algerlega fölskum forsendum.
Á meðan Framsóknarflokkurinn var
i stjórnarandstöðu var ekkert við því
sagt og „strákunum leyft að sprikla",
eins og flokksforingjar komast nú að
orði. En nú, eftir að flokkurinn er kom-
Sighvatur Björgvinsson
Blaðaprent h.f.
inn í stjórn, líðst „spriklið" ekki lengur
og þá skal sú staðreynd barin inn í
hausinn á þessum ungu angurgöpum,
að Framsóknarflokkurinn hefur ekki
verið og verður aldrei vinstri flokkur.
Það er pólitísk ógæfa þeirra ungu
vinstri sinnuðu manna, sem gengu til
liðs við Framsóknarflokkinn á stjórn-
arandstöðuárum hans, að vegna æsku
sinnar höfðu þeir aldrei haft neina
reynslu af Framsóknarflokknum við
stjórn. Það er þá, sem flokkar sýna það
í verkum sinum, hver pólitfsk staða
þeirra sé.
Það er ekkert nýtt að Framsóknar-
flokkurinn sé allra flokka ábyrgðar-
lausastur i stjórnarandstöðu og hiki þá
t.d. ekkert við að skrökva meira en lítið
að saklausum og reynslulitlum vinstri
sinnuðum drengjum um stöðu flokks-
ins í íslenzkum stjórnmálum. Það er
heldur ekkert nýtt fyrir þá, sem
þekkja til starfa Framsóknarflokksins,
þótt ungu mennirnir i SUF séu nú fyrst
að uppgötva það, að í rikisstjórn hefur
flokkurinn oftast reynst íhaldssamast-
ur allra flokka, — á stundum langt til
hægri við Sjálfstæðisflokkinn. Þess
vegna hafa samsteypustjórnir Fram-
sóknarfiokksinsog Sjálfstæðisflokksins
verið verstu ríkisstjórnir á Islandi. Þar
hefur íhaldið fyrst fengið óhamið að
njóta sín.
Sannleikurinn um Framsóknarflokk-
inn hefði samt ekki þurft að koma
þessum ungu mönnum á óvart, hefðu
þeir haft augun opin. Hægrimennska
Framsóknar leynir sér ekki þótt lágt
fari á stundum. Þannig hefðu hinir
ungu Framsóknarmenn t.d. getað
komizt að raun um það ef þeir hefðu
fylgst nægilega vel með störfum Al-
þingis, að í sambandi við nýjarog rót-
tækar hugmyndir, sem þarhafa komið
fram, hefur Framsóknarflokkurinn
iðulega tekið sér stöðu við hlið Sjálf-
stæðisflokksins gegn vinstri flokk-
unum. Það eru t.d. aðeins örfáar vikur
síðan ein slik saga gerðist á Alþingi,
þar sem íhaldsöflin sameinuðust gegn
vinstri mönnum til þess að hefta fram-
gang hinnar róttæku hugmyndar um
þjóðnýtingu hálendisins. Þá leyndi sér
ekki hvar Framsókn stendur.
ATVINNUMÁLIN Á NORÐURLANDI
AF HVERJU ER
EKKERT GERT?
A siöustu dögum Alþingis, uröu
allharðar og miklar umræöur I
báðum deildum Alþingis, um hús-
næðismál og þá sér i lagi um
tekjustofna Húsnæöismálastofn-
unarinnar og þá möguleika til aö
sinna þeim fjallháu bunkum láns-
hæfra lánsumsókna, sem hafa
safnast fyrir hjá stofnuninni, án
þess aö fyrir nokkurri aukinni
tekjuþörf sé i raun og sannleika
séö.
1 fyrri umræöum á Alþingi i
vetur um húsnæöismál, þ.e. varö-
andi byggingu leiguhúsnæöis á
vegum bæjar og sveitarfélaga
annars vegar og samtaka ein-
staklinga hins vegar, var af hálfu
rikisstjórnarinnar viðurkennt, aö
umfram núgildandi tekjustofna
Byggingarsjóös rikisins veröi
lánsf járþörfin umfram getu
sjóösins a.m.k. 500 milljónir
króna. Samkvæmt heimild i nú-
gildandi lögum er ákveöiö aö
heimilt sé með samþykkt ráð-
herra (félagsmála) að hækka
lánin þ.e. hámark þeirra á 2ja ára
fresti, sem svarar til hækkunar
byggingarvisitölu. Samkvæmt
þessu ákvæöi laganna ættu
hámarkslánin um næstu áramót
að hækka a.m.k. úr kr. 600 þús. á
ibúð i kr. 825 þús. á ibúð.
Þrátt fyrir aö umrædd heimild
yrði til fullnustu notuö er ljóst, að
enn mun lækka það hlutfall
ibúðarlána sem „praktist” hefur
veriö I gildi, þ.e. að i staö um 50%
veröi aðeins 30-35% af raunveru-
legu kostnaöarveröi meöalíbúöa i
dag. Þegar þvi fjárvöntunin nú i
dag er 500 millj. og nauösynleg
hækkun hámarkslána er höfð i
huga, að viöbættri fjárþörf til
kaupa á eldri ibúöum og fjár-
magni til byggingar verka-
mannabústaöa, má öllum ljóst
vera, að hrein aukningarþörf á
fjárráöum til húsnæöismála verö-
ur ekki undir 1000 milljónum
króna.
Fyrir árin 1960 eöa frá stofnun
húsnæöismálastjórnar áriö 1955
varð reyndin sú, að aöeins 20-30%
af fullgildum og lánshæfum um-
sóknum var hægt aö fullnægja.
Sföan árið 1963 til og meö sl. ári,
hefur reynzt mögulegt aö full-
nægja fullgildum umsóknum sem
borizt hafa fyrir tiltekinn mán-
aðardag i upphafi árs.
Það þarf svo engan sérlæröan
mann til að sjá, undir hvoru
ástandinu er meiri hætta á
„pólitisku þukli” viö umsóknir
lánbeiöenda.
1 umræðum Alþingis um málið
var þessi grundvallarvandi
ibúöarlánakerfisins, bókstaflega
kæföur I ómerkilegu þvargi um
þaö sem minnstu máli skipti, þ.e.
hvort stjórnarmenn stofnunar-
innar ættu aö vera 2 færri eöa
fleiri, — eöa hvort fulltrúar eins
stjórnmálaflokksins ættu að vera
innan eöa utan húsnæöismála-
stjórnar.
öllum hugsandi mönnum er
ljóst að einn milljaröur I auknum
fastatekjum Húsnæöismálastofn-
unarinnar verður ekki útvegaöur
með þvi að veifa hendi, eöa
munnhöggvast um smáatriöi. —
Þar verður raunhæft átak til aö
koma. — Meöan sú leiö er fundin
sem leysir vandann safnast fyrir
aukinn fjöldi lánshæfra umsókna-
sem ekki fá úrlausn og samsvar-
andi fjöldi hálf byggöra ibúöa,
sem framkvæmdir hafa stöövast
á vegna lánsfjárskorts.
AÐALFUNDUR
ALÞÝÐUFLOKKS-
FÉLAGS SEL-
TJARNARNESS
Aöalfundur Alþýðuflokks-
félags Seltjarnarness var
haldinn fimmtudaginn 18.
þ.m. og var fundurinn vel sótt-
ur.
Stjórn félagsins var öll
endurkjörin, en hana skipa:
Formaöur Gunnlaugur Arna-
son, verkstjóri.
Meöstjórnendur: Hróöný
Pálsdóttir, húsfrú. Konráö
Sævaldsson, endurskoöandi,
Kristinn Sigurösson, prentari
og Njáll Ingjaldsson, skrif-
stofustjóri.
Alþingismennirnir Jón
Ármann Héðinsson og Stefán
Gunnlaugsson mættu á fund-
inn og ræddu þeir stjórnmála-
viöhorfiö almennt og svöruöu
ýmsum fyrirspurnum fundar-
manna.
VANDINN I HÚSNÆÐISMÁLUNUM
Hvernig stendur á þvi að nú,
mitt i miklu góðæri, skuli at-
vinnuleysi rikja viða á Norður-
landi? Hvernig stendur á þvi, að
þar skuli vera á þessum tima
margt fólk, sem vill vinna, en fær
ekki? Slikt ástand er skiljanlegt á
erfiðleikatimum. En ekki á
uppgangstimum, eins og nú.
Þaö er glæpsamlegt þjóðfélags-
legt misrétti að láta fólk i ákveðn-
um landshlutum ganga atvinnu-
laust á uppgangstimum. Þá ræð-
ur þjóðarbúið yfir nægu fé, og
getur varið fjármunum til
atvinnuaukningar í þeim lands-
hlutum, þar sem atvinnuerfiö-
leikar eru. Slikt er einnig sjálf-
sögðskylda samfélagsins, þvi það
á að bera ábyrgð á afkomu allra
sinna þegna og það á ekki að geta
horft þegjandi og aðgerðarlaust á
það, að hluti landsmanna skuli
vera atvinnulaus, þegar aörir
raka saman fé.
Atvinnumálin á Norðurlandi
eru þvi sameiginleg mál
þjóðarheildarinnar. Henni ber
skylda til þess að sinna þeim og
hún hefur yfir að ráða tækjum til
að leysa vandann,- bæði
fjármagni og stofnunum til þess
að skipuleggja framkvæmdir. En
hvers vegna er þá ekkert gert?
Pétur Pétursson, alþm., ræddi
það mál, m.a. i útvarpsumræðun-
um á dögunum. Hann sagði:
„Atvinnuleysi er böl, sem ekki
á aö þekkjast i nútima þjóðfélagi.
Það hefur hins vegar viöa gengiö
erfiðlega aö vinna bug á þessu
böli. Ytri aðstæður geta verið
slikar, aö næstum ómögulegt sé
aö yfirvinna timabundiö atvinnu-
Icysi. 1 okkar tilfelli t.d. aflaleysi.
A þessum uppgangsárum, sem
nú ganga yfir landiö, er hins
vegar óafsakanlegt, að til skuli
vcra jafn alvarlegt atvinnuleysi
eins og sums staðar er á Norður-
landi einmitt nú. Þessu hlýtur
bókstafiega að vera hægt aö
kippa i lag, ef vilji er fyrir hendi.
Ég skora á rikisstjórnina aö
gcra viöhlitandi ráöstafanir fyrir
þá staði, þar sem atvinnulcysi
hefur verið og er.
Að vilja vinna og fá ekki vinnu,
er niöurdrepandi fyrir alla menn,
sem á annað borö eru heilbrigöir.
Atvinnumálin eru margslungin.
Stundum vantar starfsfólk á ein-
um stað en svo er atvinnuleysi á
öörum. Viö þetta er oft erfitt að
ráða. Iiins vegar finnst mér, aö
það eigi að vera hægt með viöeig-
andi skipulagi. Mér finnst þaö
vera grundvatlaratriöi, aö léttur
iönaöur sé efldur út um land, til
aö fólkið sé ekki algjörlega háð
þvi, hvort fiskur komi á land.
Slikur léttur iðnaður, verður að
byggjast á útflutningsmöguleik-
um hans. Ef Framkvæmdastofn-
un rikisins verður starfrækt á
þann hátt, sm tii er ætlast verður
aö gera ráð fyrir, að hún hafi for-
ystu um skipulega starfsenii i
þessum efnum.
Ég tel aö framkvæmdaáætlanir
fyrir tiltekna landshluta sé for-
senda fyrir skipulegum aðgerð-
um til atvinnuaukandi fram-
kvæmda á hverju landssvæði.
Þetta verk þarf alveg nauðsyn-
lega aö vinnast f náinni samvinnu
við heiinamenn á hverjum staö.
Þeirra sem bezt þekkja til allra
staöhátta. Slikar áætlanir ættu
fyrst og fremst að vera byggðar
upp með það fyrir augum, að
framkvæmdirnar séu atvinnu-
aukandi fyrir viðkomandi
byggðalag”.
Það mun vanta 1000 millj. kr. í ár svo hægt verði að
sinna umsóknum íbúðarbyggjenda um húsnæðismála-
lán. Ekkert hefur verið gert til að útvega féð. A að
neyða fjárknappa byggjendur til að hætta?
Laugardagur 27. maí 1972
O