Alþýðublaðið - 27.05.1972, Síða 8
LAUGARASBÍÓ Simi 32075
Sigurvegarinn.
Viðfræg bandarisk stórmynd i lit-
um og panavision. Stórkostleg
kvikmyndataka frábær leikur,
hrifandi mynd fyrir unga sem
gamla.
Leikstjóri: James Coldstone
Aðalhlutverk:
Paul Newman,
Joanne Wollwand
og Itobert Wagner
islenzkur texti.
sýnd kl. 5 og 9
HAFNARBÍÓ
iiörkuspennandi og viðburðarrik
ný bandarisk litmynd, byggð á
einni af hinum frægu metsölubók-
um eftir John D. MacDonald, um
ævintýramanninn og harðjaxlinn
Travis McGel.
Rod Taylor
Syzy Kendall.
Islenzkur texti.
Bönnuð börnum innan 16 ára.
Sýnd kl. 5, 7, 9 og "■
KÓPAVOGSBÍÓ
Skunda sólsetur.
Ahrifamikil stórmynd, frá Suður-
rikjum Bandrikjanna, gerð eftir
metsölubók K.B. Gilden. Myndin
er i litum, með islenzkum texta.
Aðalhlutverk:
Michael Caine
Jane Konda
John Phillip Law.
Endursýnd ki. 5 og 9. Bönnuð
börnum.
HASKÓLABÍÓ
Ránsfengurinn
(Loot)
Sprenghlægileg og vel leikin,
brezk mynd, tekin i Eastman-lit-
um. — Framleiðandi: Arthur
Lewis.
Leikstjóri: Silviao Narissano
islenzkur texti
Aðalhlutverk:
Richard Attenborough
Lee Remick
Bönnuð innan 12 ára
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
I-ktix-ux
Lagerstaerðir miðað við múrop:
Hæð: 210 sm x breidd: 240 sm
210 - x - 270sm
Aðrar stærðir smittaðar eítir beiðoi.
GLUGGASMIÐJAN
Síðumúla 12 - S<mi 38220
TÓNABÍÓ
Hnefafylli af dollurum
(„Fistful of Dollars”)
Viðfræg og óvenju spennandi,
itölsk-amerisk, mynd i litum og
Techniscope. Myndin hefur verið
sýnd við metaðsókn um allan
heim.
—tslenzkur texti—
Leikstjóri: SERGIO LEONE
Aðalhlutverk : CLINT
EASTWOOD
MARIANNE KOCH
JOSEF EGGER
Endursýnd kl. 5,7 og 9.
Bönnuð börnum innan 16 ára.
HAFNARFJARÐARBIÓ
Áfram elskendur.
(Carry on loving).
Ein af þessum sprenghlægilegu
„Carry on” gamanmyndum i lit-
um' Aðalhlutverk:
Sidney James
Kenneth Williams
tslenzkur texti
Sýnd kl. 5 og 9
Hláturinn lengir lifið.
STJÖRNUBiÓ
Stúlkurán póstmannsins
Islenzkur texti
Frábær ný amerisk gamanmynd i
Eastman Color. Sifelldur hlátur.
Ein af allra skemmtilegustu
myndum ársins. Leikstjóri: Art-
hur Hiller. Meö úrvalsgaman-
leikurunum. Eli Wallach, Anne
Jacson, Bob Dishy.
Blaðadómur: Ofboðslega
fyndin NEW.YORK TIMES. Stór-
snjöll NBC.TV.
Hálfs árs birgðir að hlátri. TIME
MAGASINE
Villt kimni NEW YORK POST.
Full af hlátri NEWSDAY.
Alveg stórkostieg SATURDAY
REIEW
Sýnd kl. 5, 7 og 9
IKFELAG
VKJAVÍK0R
Atomstöðin: i kvöld. Uppselt.
Spanskflugan: laugardag. 125.
sýning.
Tvær sýningar eftir.
Atomstöðin: sunnudag.
Kristnihaldið: miðvikudag. 144.
sýning. Næst siðasta sinn.
Aðgöngumiðasalan i Iðnó er opin
frá kl. 14.00. Simi 13191.
ÞJÓDLEIKHÚSIÐ
LISTDANSSÝNING
i dag kl. 15.
Siðasta sinn.
OKLAHOMA
sýning i kvöld kl. 20.
Fáar sýningar eftir.
GLÓKOLLUR
sýning sunnudag kl. 15.
Næst síðasta sinn.
SJALFSTÆTT FÓLK
sýning sunnudag kl. 20.
Aðgöngumiðasalan opin frá kl.
13.15 til 20.00. Simi 1-1200.
UROG SKARTGRIPIR
KCRNEUUS
JCNSSON
SKÓLAVÓROUSTIG 8
BANKASTRÆTI6
18^88-18600
LAUGARDALSVÖLLUR
I. DEILD
VALUR - K.R.
leika á sunnudag kl. 20.
Komið á völlinn og sjáið góðan leik.
Verð aðgöngumiða:
Fullorðnir kr. 150.-
Börn kr. 50.-
Valur
ÚTBOÐ Framkvæmdastjórn byggingar orlofshúsa að Svignaskarði i Borgarfirði óskar eftir tilboðum i smiði 9 orlofshúsa i landi Svignaskarðs. Útboðsgagna má vitja á skrifstofu Iðju, Skólavörðustig 16, Reykjavik, á skrif- stofutima, kl. 9-6, dagl., nema laugard. kl. 9-12., gegn 10 þúsund króna skilatrygg- ingu. Tilboðin verða opnuð föstudaginn 9. júni 1972.
Nessókn. Safnaðarfundur verður haldinn i fundarsal Neskirkju n.k. þriðjudag 30. mai og hefst kl. 21 stundvislega. Fundarefni: Erindi kirkjugarðsstjórnar um kirkjugarösgjald. s6knarnefn4.
Samband iðnskóla á íslandl óskar að ráða framkvæmdastjóra, m.a. til að veita forstöðu útgáfustarfsemi sam- bandsins. Upplýsingar um starfið gefa skóla- stjórar iðnskólanna á Akranesi, i Reykja- vik, Hafnarfirði og Keflavik. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist skólastjóra Iðnskólans i Reykjavik fyrir 12. júni n.k. StjórnS.I.Í.
Ifl VIÐVORUN 8 Úðun trjágarða Að gefnu tilefni skal þetta tekið fram: I auglýsingu heilbrigðisráðuneytisins nr. 97/18. júni, 1962, svo og sam- svarandi ákvæði nýrrar heilbrigðisreglugerðar nr. 45/8. febrúar, 1972, um sérstakar varúðarráðstafanir I sam- bandi við notkun eiturefna við úðun trjágarða segir í X. gr.: „Allir þeir, er nota eitruð efni til úðunar á trjágörðum, skulu gæta fyllstu varúðar I meðferð slfkra efna. Skal þeim skylt að festa upp á áberandi stað við hvern garð, sem úðaður er, prentaðar leiðbeiningar með nauösynleg- uin varúðarreglum. Jafnframt skal öllum fbúum viðkom- audi liúss gert viövart áður en úðun hefst, svo og íbúum viökomandi húss gert viðvart áður en úðun hefst, svo og ibúum aðliggjandi húsa”. Um brot gegn ákvæöum auglýsingar þessarar fer eftir 11. gr. laga nr. 24/1 febrúar, 1936. Jafnframt eru borgarbúar varaðir við að láta börn vera nærri, þar sem úðun fer fram, láta glugga standa opna þar sem úðað er, eða láta úða berast á þvott, húsgögn o.þ.h. Borgarlæknir.
Iþróttir 2
Breyttur
völlur á
Hvaleyri
Um miðjan mánuðinn barst
golfklúbbnum Keili bréf frá
sænska golfvallaarkitektinum
Nils Skjold ásamt tveimur
ágætis tiílögum að nýju vallar-
skipulagi á svæði félagsins á
Hvaleyri.
Onnur tillagan virðist mun
álitlegri, enda þótt báðar séu
góðar. bar gerir Skjold ráð fyrir
12 holum (brautum) og reynir
að nýta eftir beztu getu þær
náttúruhindranir og flatir, sem
þegar eru fyrir. Bæði 9. og 6. flöt
eiga að liggja nálægt golfskál-
anum, til að auðvelda mönnum
að leika hálfan hring eða fullan
18 holu hring.
Nýting svæðisins verður mjög
góð með þessu 12 holu skipu-
lagi auk þess sem blindholum
verður útrýmt að mestu. I dag
er það einn höfuðgalii á Hval-
eyrarvellinum, að mörg teig-
högg eru blind og svæðið illa
nýtt á jöðrunum. Agætt æfinga-
svæði yrði sunnan vegar, þar
sem núverandi 1. braut liggur
og virðist þetta atriði vera einn
höfuðkostur 12 brauta tillögu
Skjold.
beir, sem þegar hafa skoðað
tillöguna, eru mjög sama sinnis
og ég, og er augljóst, að 12
brauta tillagan á mun meira
fylgi að fagna. Samanlögð lengd
brauta, þ.e. miðað við allar 18 i
fullri umferð, er um 5.800 m,
sem er mjög hæfileg að minum
dómi.
Undanfarin ár hefur þróunin i
valiargerð stefnt i þá átt að gera
vellina þrengri, styttri ásamt
þvi að flatir minnka. bessi völl-
ur yrði þvi með þeim lengstu
eftir 2-4 ár. Keilismenn eru þeg-
ar farnir að leggja á ráðin um,
hvenær hefjast skuli handa og
almennur félagsfundur tekur
ákvörðun i vallarmálunum
mjög bráðlega. Naumast er þó
að búast við, að framkvæmdir
hefjist fyrir alvöru, fyrr en i
haust en breytingin ætti að vera
komin i gagnið strax næsta vor.
Af þessum fyrstu teikningum
frá Nils Skjold, siðan hann var
hér á ferð snemma i vor er full
ástæða til bjartsýni um fram-
haldið. Ég er viss um, að það
framtak, sem fólgið var i þvi að
fá Skjold hingað á nýjan leik,
eftir 15 ára fjarveru, á eftir að
skapa aukna golfmenningu og
áhuga hér á landi.
Bygging golfvalla er kostnað-
arsöm og markviss skipu-
lagning getur sparað hundruðir
þúsunda króna og ýmsar tafir á
framkvæmdum. Nú bráðlega er
von á tillögum Skjold að nýju
vallarskipulagi á Hólsvelli i
Leiru og á velli Leynis á Akra-
nesi. Ég mun skýra frá þessum
tillögum siðar og reyna að gera
þeim einhver skil i þættinum.
E.G.
Austur-þýzka stúlkan Berg-
linde Pollak setti nýlega heims-
met i fimmtarþraut, 4677 stig
fyrra metið átti Heide Rosenthal
Vestur-býzkalandi, 4675 stig.
Pollak sem er 21 árs gömul,
hljóp 100 metrana á 13,4 sek, kast-
aði kúlu 15,96 metra, stökk 1,68
metra i hástökki, 6,03 metra i
langstökki og hljóp 200 metrana á
23,8 sek.
Laugardagur 27. maí 1972