Alþýðublaðið - 08.06.1972, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 08.06.1972, Blaðsíða 3
NORÐURSJAVARSILDIN ÞAÐ FYRSTA BÚIÐ AÐ SEUA tslenzku veiðiskipin tinast nú úr höfn hvert af öðru til sildveiða i Norðursjó. Tvö þeirra eru þegar komin á miðin og á mánudag seldi fyrsta skipið, Súlan, samtals 57,6 lestir i Skagen á Jótlandi fyrir 650.000,00 islenzkar krónur og fékk þannig 11,30 krónur fyrir kilóið. Samkvæmt upplýsingum Gunnars I. Hafsteinssonar á skrifstofu Landssambands islenzkra útvegsmanna er gert ráð fyrir, að svipaður fjöldi veiði- skipa.stundi síldveiðar i Norður- sjó á þessu sumri og i fyrra- sumar, eða 40-50 skip. 1 fyrrasumar lönduðu og seldu flest þeirra i Hirtshals á Norður—Jótlandi. Gera má ráð fyrir, að flest skipin, sem þessar veiðar munu stunda i sumar, verði komin á Norðursjávarmiðin upp úr næstu helgi.— SÍLDARVERBH) A fundi Verðiagsráðs sjávarút- vegsins i gær varð sarnkomulag um, aö lágmarksverð á sild til frystingar i beitu, sem veidd er við Hjaltlandseyjar, Orkneyjar, Suðureyjar, Færeyjar og Norður- sjó, á svæði, sem takmarkast að vestan við 10. gráðu vestur lengd- ar og að norðan viö 63. gráðu norður breiddar, skuli vera kr. 12.00 hvert kg. dWK FARAIFISK MED NÓDKIRKJUNNI? 1 sumar gefst unglingum, sem ekki hafa fengið atvinnu gott tækifæri til að gera sumarið eftir- minnilegt, þvi að vinnubúðir á vegum þjóðkirkjunnar verða reknar i tveim sjávarþorpum á Vestfjörðum, það er á Flateyri og Tálknafirði. Eftir þvi sem sr. Bernharður Guðmundsson, æskulýðsfulltrúi KARLSEFNI i fyrradag seldi togarinn Karls- efni afla sinn i Hull samtals 142,5 lestir fyrir 5 milljónir og 100 þús- und islenzkar krónur, eða 35,80 krónur fyrir kilóiö. — þjóðkirkjunnar, tjáði blaðinu i gær, þá er hugmýndin að þessum vinnubúðum fjögurra ára gömul, og var fyrst framkvæmd, að Brautarholti á Skeiðum. Ekki er óliklegt, að hér sé lausnin á vandamáli margra bænda, sem skortir vinnuafl við heyskapog þ.h., en hafa ekki hús- næði fyrir hjálparfólkið. Hins vegar verður að tryggja ungling- unum einhverja ihlaupavinnu t.d. þegar rignir. Nú hefur þjóðkirkjan hins veg- ar snúið sér að sjávarþorpunum, og eru vinnubúðir þessar einkan- lega fyrir unglinga á aldrinum 14- 16 ára, sem eiga einna erfiðast með að fá vinnu á sumrin. Munu þeir vinna við framleiðslustörf, aðallega fisk- vinnu, sex tima á dag, en eftir vinnutima verða rabbfundir, þar sem tekin verða fyrir málefni unga fólksins o.þ.h. bá verður kvöldvaka annaöhvert kvöld, sem unglingarnir sjá um. Ungmennin munu búa T skólun- um, þar sem þau hafa mötuneyti og geta verið út af fyrir sig. Vinnubúðarstjórar i Tálkna- firði verða Jakob Hjálmarsson og Sigrún Helgadóttir, en á Flateyri verða það Þorvaldur Helgason og Þóra Kristinsdóttir. VERKAFÓLK í ORLOF TIL ÚTLANDA I sumar gefst félagsmönnum i verkalýðsfélögum tækifæri að eyða orlofi sinu erlendis. Gerðir hafa verið samningar milli Alþýðusambands tslands og Ferðaskrifstofunnar Sunnu þess efnis, að hún annist i sumar til- tekinn fjölda hópferða fyrir félagsmenn i verkalýðsfélögum til Norðurlanda, Rinarlanda og Mallorka á mjög hagkvæmum kjörum. Verkalýðssamtökin munu á þessu ári verja verulegum fjár- upphæðum af þvi fé, sem ætlað er til orlofsstarfsemi, til þess að gera félagsmönnum sinum kleift að ferðast til útlanda og verja orlofi sinu á þann hátt á borð við aðra landsmenn. Á blaðamannafundi i gær skýrði Öskar Hallgrimsson, for- maður Orlofsnefndar Alþýðu- sambands tslands, frá ýmsum nýungum i starfi sambandsins til þess að auðvelda verkafólki að njóta orlofs. Fyrrnefndar utanlandsferðir eru aðeins einn þáttur i þessari viðleitni Alþýðusambandsins. Um langt árabil hafa verka-' lýðssamtökin hér á landi háð tviþætta baráttu á sviði orlofs- mála. Annars vegar hafa sam- tökin háð baráttu fyrir almennri lengingu orlofs, en eins og kunnugt er var öllum þorra launafólks tryggt fjögurra vikna lágmarksorlof með kjarasamningunum á s.l. vetri, sem kemur til framkvæmda á þessu ári. Hins vegar hafa verkalýðssamtökin, bæði heildarsamtökin og einstök stéttarfélög, unnið að þvi að auðvelda verkafólki að njóta or- lofs, m.a. með byggingu orlofs- Framhald á bls. 8. ÞAD MÁ EF ÞAÐ ER MED SÚKKULAÐI! Á kvöldin geta svangir keypt sér kex i svanginn i söluturnum borgarinnar, en þeir verða að una þvi, að kexið sé alhúðað súkku- laði! Annað kex er bannað að selja i söluturnum. Félag islenzkra iðnrekenda er ekki allskostar ánægt með þessa skipan mála fyrir hönd kexfram- NORRÆNIR NEYT- ENDAMENN RÁÐA RÁÐUM SÍNUM Norræn nefnd um neytendamál e-in af undirnefndum Norður- landaráðs, heldur fund i Reykja- vik þessa dagana. Hófst fundur- inn i gærmorgun i fundarsal stjórnarráðsins i Arnarhvoli. Björgvin Guðmundsson, skrif- stofustjóri i viðskiptaráðuneyt- inu, formaður islenzka nefndar- hlutans,setti fundinn. Frú Hllisabeth Reinstrup fram- kvæmdastjóri Statens Husholdn- ingsraad i Danmörku formaður norrænu nefndarinnar stýrði fund inum i Reykjavik. t norrænni nefnd um neytenda- mál eiga sæti 3 fulltrúar frá hverju Norðurlandanna, tilnefnd- ir af rikisstjórn hvers lands um sig. Allir nefndarmenn sækja fundinn i Reykjavik. Af lslands hálfu ciga sæti i nefndinni auk Björgvins Guðmundssonar, Öttar Yngvason, lögfræðingur, formað- ur Neytendasamtakanna, Gisli Gunnarsson, kennari, ritari Neytendasamtakanna og frú Sig- riður Haraldsdóttir forstöðumað- ur Leiðbeiningarstöðvar hús mæðra, sem er varafulltrúi. Rólegheitaöku- mennirnir eiqa EKKI að halda sig ó vinstri akrein Eitthvaö á þessa leið átti fyrirsiignin á grcin á bilasiðu hlaösins i gær aö hljóöa, cn EKKI var þvi miöur ckki i fyrirsögninni. Viö vonura aö greinin hafi undirstrikaö hiö rctta viö ökumenn, þannig aö þeir rólegu haldi sig hægra megin og láti framúrumferö- inni cftir vinstri akrein. Góöa umferö! leiðenda. Félagiðhefur nú skrifað Borgarráði bréf, þar sem þess er óskað, að breytingar verði gerðar á sölulista söluturnanna. Sem kunnugt er samþykkti borgarstjórn Reykjavikur á s.l. hausti nýja reglugerð um af- greiðslutima verzlana, en i henni kemur m.a. eftirfarandi fram: Borgarráð ákveður aö fengnum tillögum Kaupmannasamtaka tslands sérstakan vörulista, þar sem tilgreint er, hvaða vörur megi selja i söluturnum eftir lokunar tima venjulegra verzlana. Þegar litið er yfir þennan lista kcmur i ljós m.a., aö i söluturnum er heimilt að selja kaffi en hins vegar ekki te. t þennan vörulista vantar ýmsar algengustu nauðsynja- vörur, þannig er t.d. bannað að selja tannkrem eftir almennan lokunartima verzlana, eins og Alþýðublaðið hefur raunar þegar sagt frá. DÝRT FRAMHALD AF BLS. 1 var húsamatið 214.500, en lóða- matið 137 þúsund kr. i fyrra. Ef við litum á eina af eignum Silla og Valda, t.d. að Austur- stræti 17, (sjá forsiðumynd) kemur i ljós, að fasteignaskatt- urinn þeirra hefur rúmlega tólf- faldazt, fer úr 66.623 kr. I 752.616 krónur. Matið á þvi húsi er nú 28.313 millj. króna, en var i fyrra 1.664 millj. kr. Lóðarmatið fór úr 295 þúsundum i 13.499 millj. kr. — Litla húsið er á horni Pósthús- strætis og Skólabrúar, timbur- hús, sem er metið á 660 þúsund nú, en i fyrra á 187 þúsund kr. Lóðamatið er aftur 6.8 milljónir, en var i fyrra 89 þúsund, Fast- eignaskatturinn er samkvæmt þessu 134.550 krónur, en var i fyrra 10.950 og hefur þvi rúm- lega tvöfaldazt. Þess verður þó aö gæta, að fasteignagjaldið getur lækkað, þar sem búið er i hluta hússins. Morgunblaðshöllin var i fyrra metin á 3.8 millj., en nú er matið 51 milljón, eða nærri þrettán- föld. Fasteignaskatturinn fór úr 139.968 kr. i 1.184 millj. króna, eða rúmlega áttfaldaðist. Lóða- matið fór úr 416.700 kr. i 14 milljónir króna. Fimmtudagur 8. júní 1972 I

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.