Alþýðublaðið - 08.06.1972, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 08.06.1972, Blaðsíða 2
NORRÆNA MENNINGARMÁLASKRIFSTOFAN í KAUPMANNAHÖFN Staða deildarstjóra Staða deildarstjóra visindadeildar i Norrænu menningarmálastofnuninni (Sekretariatet for Nordisk Kulturelt Sam- arbejde) i Kaupmannahöfn er laus til umsóknar. Staðan verður veitt frá 1. janúar 1973 að telja. Norræna menningarmálaskrifstofan starfar samkvæmt samningi Norfturlandarikja um samstarf á sviöi fræðslu- visinda- og annarra menningarmála, en samningur þessi tók gildi 1. janúar 1!)72. Deildarstjórinn verður ráðinn af Káðhcrranefnd Norður- landa og vcrður meginhlutverk hans að annast undir yfir- stjórn framkvæmdastjóra, skipulagning og stjorn starfa skrifstofunnar á þvi sviði, cr undir visindadeild fellur. (iert er ráð fyrir, að starfinu verði að öðru jöfnu ráðstafað mcð ráðningarsamningi til þriggja ára i senn. Gerður verður se'rstakur samningur um launakjör og skipan eftir- launa. Umsóknir, ritaðar á dönsku, norsku cða sænsku, með upp- lýsingum um menntun og fyrri störf skulu stilaöar til NOKDISK MINISTKKKAI) og sendar til SKKltKTAKIATKT FOK NOKDISK KULTURELT SAM- AKKK.IDK, Snaregadc 10, 1205 Köbcnhavn K. Skuiu um- sóknir hafa borizt þangað eigi siðar cn 27. júni n.k. Nánari upplýsingar um starfið má fá hjá framkvæmdastjóra Norrænu menningarmálaskrifstofunnar, Magnús Kull (simi (01) 114711, Kaupmannahöfn ), eða Birgi Thorlacius, ráðuneytisstjóra, menntamálaráðuneytisins, Hverfisgötu (>, lleykjavik. er ekki bindandi fyrir þann aðila, er ráðslafar starfinu, munandi tilhögun i Noröurlandarikjunum á ráðstöfun legrar umsóknar. Tilkynning um innheimtu afnotagjalda til Ríkisútvarpsins Með tilvisan til laga 49/1951 sbr. 18.gr. útvarpslaga nr. 19. frá 5. april 1971, er hér með skorað á alla, sem skulda afnotagjöld til Rikisútvarpsins, að greiða gjöld þessi þegar i stað. Þeir sem vanrækja að gera full skil, mega vænta þess, að viðkomandi sjónvarpstæki verði seld á nauðungaruppboði til lúkingar greiðslu skuldanna án undangengins lög- taks og frekari innheimtuaðgerðum, ef þörf krefur án frekari aðvörunar Rikisútvarpið, innheimtudeild, Laugaveg 176, Simi 85900. ALLTAF BATNAR ÞAÐ! Um 200 verkamenn við Vauxhall-bifreiðaverksmiðj- urnar i Luton i Englandi hafa nýlega neitað þvi, að vinna vaklavinnu. Astæöan? Þeir segja, að vinna á þeim tima eyðileggi gersamlega kynferðislif þeirra þá vikuna. Við höfum ekki sagt beinum orðum, að félagsmennirnir vilji meira „sex”, segir talsmaður félags bifreiða- smiðanna við verksmiöjurnar. Hins vegar mun málið vega þungt á metaskálunum i sam- bandi við næstu viðræður um kaup og kjör. ENN REYNA ÞEIR AÐ NJÓSNA Dað er enn mikið reynt til þess að fá fólk til njósnastarfa, einkum i Vestur-Dýzkalandi, enda þótt njósnamálum hafi fækkað mjög hin siðari ár. Detta upplýsti vestur-þýzki innanrikisráðherrann, Hans Dielrich, á þriðjudaginn var. Á blaðamannafundi, sem hann hélt á þeim degi, sagði hann einnig, að um 80% allra þeirra njósnara, sem hand- teknir væru i Vestur-Dýzka- landi, störfuðu fyrir Austur- Dýzkaland. Káðherrann sagði einnig, að þýöingarmestu upplýsingarn- ar i njósnamálum og þær sem kæmu upp um flesta njósnara, bærust frá almenningi, — fólki, sem hefði augun opin. RAUDA HÆTTAN Kautt klæði, sem lá á gólfinu við aðalinngang i rafiðjuver i Guyana varð til þess að raf- orkuframleiðsian stöðvaðist. Niu starfsmenn við verið neituðu að fara inn i bygging- una til starfa sinna af ótta við að klæðið hefði verið sett þarna af galdramanni. Starfsmennirnir biðu skelk- aðir fyrir utan unz ungur inað- ur kom aðvifandi, náðu sér i langa stöng og krakaði klæðið brott frá innganginum. Knginn dó. ANDSTÆÐINGAR HERSETUNNAR DRAGA UPP BARATTUFÁNANN Driðjudagskvöldið l(>. mai sl. boðuðu andstæðingar herstöðva Bandarikjamanna á tslandi til fundar i Glæsibæ. Á fundinum var samþykkt að efla mjög barátluna fyrir að herstöðvar á tslandi verði MELKORKA SÝNDÁ SELTJARNARNESI Annað kvöld föstudag kl. 21. sýnir Leikfélag Ólafsvikur leik- ritið MELKORKU eftir Kristinu Sigfússdóttur i félagsheimilinu á Seltjarnarnesi. Melkorku leikur Aðalheiður Eiriksdóttir, en aðrir leikarar eru niu talsins. Leikstjóri er Hörður Torfason. O-------------------- lagðar niður og brottför banda- riska hersins. Einnig var kosin tuttugu og limm manna mið- nefnd, sent ætlað er að skipu- leggja þessa nýju hreyfingu og aðgerðir hennar. A fundinum urðu miklar og lif- legar umræður og komu fram margar hugmvndir um þá baráttu. sem framundan er. og jafnframt að ná þyrfti sem við- tækastri samstöðu allra þeirra, sem máliö styöja. Miðnefnd hefur starfað stöðugt siðan og nú hefur verið opnuð skrifstofa að Kirkjustræti 10, sem opin er frá 9 til 22. Simi skriístofunnar er 2-37-35. F y r s t u aðgerðir hreyfingarinnar verða nk. sunnu- dag. Þá er fyrirhugaður útifundur i Hafnarfirði. Þar flytur ávarp Gunnlaugur Ástgeirsson, form. stúdentaráðs, siðan verður efnt til mótmælagöngu á Lækjartorgi. Á leiðinni verður áð i Kópavogi. Þar flytur ávarp Guðmundur Sæmundsson. fyrrv. ritstjóri, og Böðvar Guðmundsson flytur eigin ljóð. A Lækjartorgi verður fundar- stjóri Njörður P. Njarðvik, lektor. Þar flytja ávörp: Elias Jónsson. blaðamaður., Cecil Haraldsson, varaform. SUJ., Kjartan Olafsson, framkvstj. og Tryggvi Aðalsteinsson. form. INSl. Efnt verður til sætaferða i Hafnarljörð. Þá hefur verið gert merki fyrir baráttuna og verður það selt i göngunni. Miðanefnd hvetur alla þá, sem vilja veita henni lið við undirbúning og merkjasölu, svo og þá sem hyggjast vera þátt- takendur i göngunni eða fundunum að hafa samband við skrifstofu nefndarinnar og láta skrá sig til þátttöku. Steypubilarnir úr Fijótshliöinni komu i góöar þarfir I Þórsmörk núna um helgina. — Myndina tók Eyjólfur Halidórsson. STEYPUBÍLAR I ÞORSMÚRK Það er ekki á hverjum degi, sem steypubilar eru á ferð inni Þórsmörk, en það gerðist núna um helgina. Ferðafélag Islands er að stækka sæluhúsið i Langa- dal, Skagfjörðsskála. og fékk tvo slika bila frá Þverá h.f. i Fljóts- hlið með steypuefni inneftir i viö- bygginguna. Skagfjörðsskáli var byggöur árið 1954 og siðan stækkaður verulega að tiu árum liðnum eða 1964. En vegna vinsælda staö- arins og sivaxandi ferðamanna- straums er skálinn enn orðinn of litill, rúmar hann þó um 100 manns. Úr þessu á nú að bæta. Um siðastliðna helgi fór svo um þrjátiu manna hópur á vegum Ferðafélagsins inn i Þórsmörk að ganga frá grunninum á viðbygg- ingunni og öðrum nauðsynlegum framkvæmdum. Eins og áður segir voru fengnir tveir steypubilar úr Fljótshliðinni með steypuefni i grunninn og komust þeir klakklaust yfir allar torfærur á leiðinni, en eins og flestir vita, er vegurinn inn i Þórsmörk ekkert venjulegt Austurstræti, þó að stefnan og áttin gætu bent til þess. Siðan var grafið fyrir grunninum og hann steyptur um helgina, enda unnið ósleitilega. Þessi viðbygging við sæluhúsið er 70-80 grunnflatarmetrar og ætti húsið að rúma hátt á annað hundrað næturgesti, þegar allt er komiö i gagnið. Skagfjörðsskáli kemur þannig til með að verða stærsta sæluhús félagsins. Viðbyggingin verður við norðurendann, húsið lengist i átt- ina að brekkunni, en dyr verða á vesturhlið hússins sem áður. Ætlunin er að hraða bygging- unni, svo að unnt verði að taka hana i notkun að einhverju leyti á mesta annatimanum i sumar. Páll Pálsson húsasmiðameistari sér um smiðina og hefur sér til aðstoðar traust og gott lið, sem ekki mun láta sitt eftir liggja við bygginguna. 437 ATVINNULAUSIR UM MÁNAÐAMÓTIN Alvinnulausum fjölgaði um 20 i mai og voru um s.l. mánaöamót 137. Atvinnulausir karlar voru 161, en konur 276. Flestir voru atvinnulausir i lleykjavik (127), á Ólafsfiröi var 71 skráöur og 56 á Sauðárkróki. Af kauptúnunum voru Skaga- strönd með 35 atvinnulausa og llofsós með 32. Kf litiö er yfir allt landið, þá eru atvinnulausir i kaupstöðum: 321, i kauptúnum meö 1000 ibúa: 8, og öörum kauptúnum 108. Fimmtudagur 8. júní 1972

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.