Alþýðublaðið - 08.06.1972, Blaðsíða 5
Hútgáfufélag Alþýðublaðsins h.f. Ritstjóri Sighvatur Björgvinsson
(áb ). Aðsetur ritstjómar Hverfisgötu 8-10. Blaðaprent h.f.
LAUNIN DUGA
NÚ SKEMUR!
Alþýðublaðið skýrði á forsíðu sinni í
gær frá athugun, sem blaðamaður þess
gerði á því, hve langan tíma það tæki
verkamann að vinna fyrir ákveðnu
magni af matvælum nú samanborið
við hversu langan tíma það tók hann að
vinna fyrirsama magni af matvælum í
haust miðað við það verð, sem þá var á
þessum vörutegundum og það kaup,
sem verkamaðurinn hafði.
Alþýðublaðið valdi þrjár dagsetn-
ingar til viðmiðunar: Þann 1. septem-
ber í haust, en þá höfðu launþegar enn
ekki gert nýja kjarasamninga, þann 1.
desember, en þá tóku nýir kjarasamn-
ingar gildi og verkafólk fékk kaup-
hækkun og sem síðustu viðmiðunar-
dagsetningu valdi Alþýðublaðið dag-
inn í gær, þann 7. júní. Þá höfðu laun-
þegar nýlega fengið áfangahækkun
kaupgjalds og ríkisstjórnin látið strax
fylgja á eftir nýja hækkun landbún-
aðarvöruverðs.
Á skrifstofu verólagsstjóra fékk
Alþýðublaðið síðan upplýsingar um
verðlag á fjórum þýðingarmiklum
neyzluvörum almennings, - kjöti,
mjólk, smjöri og skyri —, eins og það
var 1. sept. og 1. des. og eins og það er
nú. Hjá verkamannafélaginu Dags-
brún fékk blaðið upplýsingar um tíma-
kaup það, sem greitt var fyrir fisk-
vinnu á sömu þrem tímabilum. Síðan
reiknaði blaðið út hversu lengi
verkamaður í f iskvinnu hefði verið að
vinna fyrir ákveðnu magni af smjöri,
kjöti, mjólk og skyri í haust miðað við
tvær dagsetningar, hversu lengi hann
væri að vinna fyrir sama magni af
þessum sömu vörum nú og bar svo
niðurstöðurnar saman.
Og hver var útkoman úr þessari sam-
anburðarathugun? Hún var þessi:
I byrjun júnimánaðar árið 1972, er
verkamaður í fiskvinnu 12 minútum
lengur að vinna fyrir 1 kg af súpukjöti,
en hann var þann 1. desember s.l. þeg-
ar nýir kjarasamningar höfðu tekið
gildi. Og hann er 5 minútum lengur að
vinna sér inn fyrir þessu eina kilói af
súpukjöti en hann var í haust,
—AÐUR EN SAMNINGARNIR VORU
GERÐIR.
Núna er verkamaður í fiskvinnu 19
minútum lengur að vinna sér inn fyrir 1
kg. af smjöri en hann var þann 1. des. í
haust, — við gildistöku kjarasamning-
anna. Og hann er 10 mínútum lengur
að vinna sér inn fyrir smjörkilóinu nú
en hann var í september í haust, —
AÐUR EN KJARASAMNINGARNIR
VORU GERÐIR.
Núna er verkamaður í fiskvinnu 8
minútum lengur að vinna sér inn fyrir 1
kg afskyri en hann var þann Ides. er
nýir kjarasamningar gengu i gildi. Og
hann er 6 mínútum lengur að vinna sér
inn fyrir skyrkílóinu en hann var i
haust, — ÁÐUR EN SAMNINGARNIR
VORU GERÐIR.
Núna er verkamaður í fiskvinnu
þrem mínútum lengur að vinna sér inn
fyrir 5 lítrum af mjólk enhannvarvið
gildistöku nýrra kjarasamninga í
desember. Miðað við þann 1. septem-
ber, áður en kjarasamningarnir voru
gerðir, þá stendur hann að visu aðeins
betur nú gagnvart mjólkurkaupunum.
Hann er nú tveim minútum skemur að
vinna fyrir mjólkur litrunum fimm en
hann var i haust, — áður en um nokkra
kauphækkun var samið. En það er lika
allt og sumt.
Þessi athugun Alþýðublaðsins leiðir í
Ijós, að gagnvart þessum fjórum þýð-
ingarmikiu neyzluvörutegundum, —
mjólk, smjör, skyr og kjöti -, hefur
kaupmáttur verkamannalauna ekki
aðeinsstaðið í stað frá því í haust, áður
en nýir kjarasamningar voru gerðir.
Hann er miklu minni nú en þá. Verka-
maðurinn er nú lengur að vinna fyrir
kjöti, smjöri og skyri en hann var í
haust, — áður en nokkrar kauphækk-
anir fengust.
Þannig hefur verðhækkunaræði
ríkisstjórnarinnar leikið láglauna-
fólkið.
DAGSKRA FYRSTA
KJÖRDÆMISÞINGS
í RVÍK ÁKVEÐIN
Eins og komið hefur fram i Al-
þýðublaðinu hyggjast flokksfé-
lögin i Reykjavik efna til fyrsta
kjördæmisþings Alþýðuflokks-
fólks i höfuðborginni um næstu
helgi, — nánar til tekið frá föstu-
degi til laugardags. Félögin þrjú,
— Alþýðuflokksfélag Reykjavik-
ur, Kvenfélag Alþýðuflokksins i
Reykjavik og Féiag ungra jafn-
aðarmanna i Reykjavik skipa
hvert um sig ákveðna tölu full-
trúa á þingið og hafa félögin nú
þegar gengið frá þeim tilnefning-
um, nú siðast Alþýðuflokksfélag-
ið, sem á fundi sinum s.l. mánu-
dag kaus 100 aðalfulltrúa og 50
varafulltrúa á þingið.
Dagskrá þessa fyrsta kjör-
dæmisþings Alþýðuflokksins i
Reykjavik hefur nú verið ákveð-
in. Sérstök undirbúningsnefnd
þingsins annaðist það, en formaö-
ur hennar er Sigurður E. Guð-
mundsson, for.maður Alþýðu-
flokksfélags Reykjavikur.
Þetta fyrsta kjördæmisþing Al-
þýðuflokksins I Reykjavik hefst
kl. 17,30 n.k. föstudag, 9. júni, að
Hótel Loftleiðum.
Dagskrá þingsins þann dag
verður á þessa leið:
1. Þingið sett. Sigurður E.
Guðmundsson, formaður
undirbúningsnefndar-
innar, setur þingið.
2. Ritari Alþýðuflokksins,
Eggert G. Þorsteinsson,
alþingismaður, flytur
ræðu um ástand og horf-
ur i landsmálunum.
3. Sameiginlegur kvöld-
verður snæddur að Hótel
Loftleiðum. Að kvöld-
verði loknum verður aft-
ur gengið til þingstarfa.
4. Björgvin Guðmundsson,
borgarfulltrúi, flytur
ræðu um störf og stefnu
Alþýðuflokksins í borg-
armálum Reykjavíkur.
5. Sigurður E. Guðmunds-
son, formaður Alþýðu-
flokksfélags Reykjavik-
ur flytur ræðu um skipu-
lagsmál flokksins í þessu
stærsta kjördæmi lands-
ins.
Með ræðu Sigurðar E. Guð-
mundssonar lýkur þingstörfum á
föstudag. Þingið hefst svo aftur
laugardaginn 10. júni og verður
dagskráin þann dag á þess lciö:
Fyrir hádegi: Nefnda-
störf.
Þrjár nefndir munu
starfa, — ein fjallar um
landsmálin almennt,
önnur um borgarmál og
sú þriöja um skipulags-
mál Alþýðuflokksins í
Reykjavik.
Eftir hádegi:
1. Benedikt Gröndal,
varaformaður Alþýðu-
flokksins innleiðir um-
ræður með framsögu-
ræðu. Ræðuefnið nefnir
hann „Nýir tímar —
breytt viðhorf".
2. Almennar umræður og
afgreiðsla nefndarálita.
Aætlað er, aö þessu fyrsta kjör-
dæmisþingi Aiþýöuflokksins i
Reykjavik Ijúki um kvöldmatar-
leytiö á laugardaginn.
1 Alþýöublaöinu i gær var skýrt
frá nöfnum þeirra, sem kosnir
voru aöal- og varafulltrúar Al-
þýöuflokksfélags Reykjavikur.
Er nú veriö að tilkynna þeim svo
og fulltrúum hinna félaganna um
tilnefninguna og þingið.
Þeir aðalfulltrúar, sem af ein-
hverjum ástæöum ekki geta
mætt, cru vinsamlega beönir aö
láta skrifstofu Alþýöuflokksins
vita um forföllin timanlega.
fjölskyídunnar verlur farin sunnudaginn 11. júni n. k.
frá Alþýöuhúsinu v/Hverfisgötu
Ferðaáætlun:
ALÞYÐUFLOKKSFELAG REYKJAVIKUR
Lagtaf staðkl. 9. f.h. frá Alþýðuhúsinu v/Hverfisgötu. Ekið austur íGaltalækjarskóg
og tekin upp nestispakki. Dr. Haraldur Matthiasson lýsir landi og sögu. Þá verður
ekiðausturað Þórisvatni og framkvæmdir og áætlanir og mannvirki skýrð af kunn-
ugum manni. Ennfremur mun Dr. Haraldur lýsa landi og sögu.
A heimleið verður stanzað við Búrfellsvirkjun og hún skoðuð, og mun Dr. Haraldur
hafa þar landkynningu, sem áður.
Að lokum verður komiðað Ámesi í Gaulverjabæjarhreppi og borðaður kvöldverður.
Þar flytur ávarp varaformaður Alþýðuflokksins Benedikt Gröndal, ennfremur
verðureinsöngur, Guðlaugur Tr. Karlsson syngur.Auk þess mun hann stjórna fjölda-
söng.
Farseðlar kosta kr. 450,00 og er þar allt innifalið, svo sem ferðin,tvær máltíðir og
gosdrykkir.
Væntanlegir þátttakendur láti vinsamlegast vita sem fyrst í skrifstofur Alþýðu-
fiokksins. Símar 15020 og 16724. Nú þegarervitað um mikla þátttöku, þar sem hér er
um að ræða ódýra en glæsilega ferð.
Nefndin.
0
Fimmtudagur 8. júní 1972