Alþýðublaðið - 08.06.1972, Blaðsíða 12
alþýðu
i ii KTiTfil
Alþýdubankinn hf
ykkar hagur/okkar metnaður
KOPAVOGS APÓTEK
Opið öll kvöld til kí. 7.
Laugardaga til kl. 2.
Sunnudaga milii kl. í og3.
KOKKARNIR HELDUR
AÐ NÁLGAST VEIT-
INGAMENNINA
EN QRMNNT
Á ÞVI GOÐA
Heldur er nú farið að ganga
saman með deiluaðilum i verk-
falli matreiöslumanna, en á
fundinum, sem hófst á miðnætti á
þriðjudagskvöld og stóð fram
undir morgun, minnkaði bilið
niður i 4%.
Matreiðslumennirnir höfðu
lækkað kaupkröfur sinar úr 80% i
50% eins og skýrt var frá i blaðinu
i gær, en nú hafa þeir bakkað enn,
og kröfurnar eru eftir fundinn I
fyrrinótt 35%. Tilboð atvinnu-
rekendanna er þvi 31%.
Ekki vildi formaður Félags
matreiðslumanna fullyrða er
Alþýöublaðiö hafði tal af honum i
gær, að þessi árangur gæfi von
um skjóta lausn á kjaradeilunni,
en allavega hefur sá árangur
náöst á þessum tveimur sam-
ningsfundum, að auk hinna beinu
launakrafa er aðeins eftir að
semja um helgidagavinnu. Vilja
kokkarnir fá aukin fri út á helgi-
dagavinnuna.
Ekki hafði verið tekin ákvörðun
um áframhaldandi „skæru-
hernað” matreiðslumanna á
matsölustööum i gær, en for-
maðurinn bjóst þó við, að
BOKAVELTAN I
BANKASTRÆTI
Félagið vekur athygli veg-
farenda á bókum Bókavelt-
unnar, sem eru til sýnis i
glugga Málarans við Banka-
stræti. Þetta er litið sýnishorn
þeirra bóka, sem um verður
dregið 15. þessa mánaðar.
Miðar, sem gilda á alla
drætti Bókaveltunnar, fást i
Málaranum, Bókabúð Braga,
Eymundsson, Unuhúsi og
Bókabúð Máls og Menningar.
Minnst fimm bækur eru i
hverjum vinningi og allar
áritaðar af gefendum.
einhverjir mundu setjast niður á
matmálstimum til að tefja fyrir
afgreiðslu, eins og á þriöju-
daginn.
Aftur á móti var ákveðið að
halda áfram aö kanna hvort þeir
matsölustaðir, sem eru opnir i
verkfallinu, séu það löglega.
Fjórir matsveinar brugðu sér
austur að Valhöll á Þingvöllum i
fyrrakvöld og fyrirskipuðu lokun
á matsölunni. Það var gert, en i
gær var Valhöll opnuð aftur.
Undir klukkan sjö i gærkvöldi
hafði annar sáttafundur ekki
verið boðaður.
ALLT NEMA
FJÖLSKYLDU-
BÆTURNAR
Um næstu mánaðamót hækka
allar bætur almannatrygginga
nema fjölskyldubætur um 12%.
Heilbrigðis- og tryggingamála-
ráðuneytið hefur gefið út svo-
hljóðandi reglugerð um hækkun
almannatryggingabóta: „Upp-
hæðir bóta samkvæmt lögum um
almannatryggingar annarra en
fjölskyidubóta og fæðingarstyrks
skulu hækka um 12% frá 1. júli
1972 að telja.
Hækkunin tekur einnig til lág-
marksbóta og heimildarbóta
samkvæmt 19. gr. sbr. 5. gr. laga
nr. 96 1971, svo og greiöslna sam-
kvæmt 73. gr.
Reglugerð þessi er sett sam-
kvæmt 78. gr. laga nr. 67/1971.”
Umrædd hækkun tryggingabót-
anna kemur til útborgunar á
greiðsludögum i júni. —
BILSLYS
Tvö bilslys urðu i Hafnarfirði i
gær, en slys á fólki voru óveruleg.
Fyrra slysið átti sér stað á
öldugötu, þar sem ekiö var á
konu, en hið siðara á Hafnar-
fjaröarveginum á móts við Goöa-
tún. Þar varð ungur drengur fyrir
b».
Bæði voru flutt á spitala, en
meiðsi munu ekki hafa verið al-
varleg.
ALÞJOÐALÖG AÐKALLANDI
Umhverfismálaráðstcfnu
Sameinuðu þjóðanna i Stokk-
hólmi var áfram haldið i gær.
Þá var m.a. fjallað um mikil-
vægi þess, að með alþjóöalögum
verði komiö i veg fyrir, að
hættulegum og eitruðum úr-
gangsefnum verði sökkt I sjó,
vötn og ár.
Einnig var sérstaklega fjallaö
um nauösyn alþjóöasamvinnu
til að koma i veg fyrir, að eitr-
uöum iofttegundum veröiáfram
hleypt út i andrúmsloftið.
Mengunarmálaráðherra Nor--
egs, Olav Gjærevoll, lét i ljós þá
von á ráöstefnunni i gær, að
mikilvægt skref verði stigið i þá
átt, að slik alþjóöasamvinna'
takist á ráðstefnunni.
A myndinni sjáum við, hvern-
ig teiknari einn sér hið alvar-
lega vandamál: mengun and-
rúmsloftsins. En þvi miður ræð-
ur mannkynið enn ekki yfir
neinu „lofthreinsiefni”, sem
sigrast gæti á þessum mesta
óvini lifsins á jörðinni. —
McSOVERN VANN
EN
SKOMNAKANNANINNAN
OG HUMPHREY TOPIHNI
Það voru öllu fremur skoðana-
kannanir, sem töpuðu i for-
kosningunum í Kaliforniu i fyrra-
dag en Hubert Humphrey. Þvi
sigur McGoverns yfir Humphrey
varð minni en skoöanakannanir
höfðu gert ráð fyrir.
FRAMLEIÐSLA AFTUR
HAFIN HIÁ ViKINGI
TILRAUN, SEGIR TALS-
MAÐUR FYRIRTÆKISINS
Sælgætisgerðin Vlkingur hóf
starfsemi sina ab nýju um miðjan
dag i gær eftir að lögreglan haföi
lokað fyrirtækinu i sólarhring að
beiöni Heilbrigðiseftirlits
Reykjavikur.
Viöskýröum frá þessu i blaðinu
i gær. Þar kom fram, að fyrir-
tækiö haföi orðið uppvist að þvi aö
hafa notað kálfafóður i fram-
leiðslu sina auk þess, sem ýmsum
atriöum varðandi þrifnað og um-
gengni var ábótavant.
Að sögn Péturs Kjartanssonar
hjá Vikingi hefur nú þeim göllum,
sem heilbrigðiseftirlitiö setti út á,
verið kippt i lag, og kálfafóður,
þ.e. undanrennuduft og tólg er
ekki lengur notað i framleiðsluna.
Pétur sagöi, að notkun kálfa-
fóðursins hefði verið gerð i til-
raunaskyni.
„Við höfðum verið að prófa
okkur áfram með þetta”, sagði
Pétur „og látiö efnagreina súkku-
laði og niðurstaðan er sú, að þaö
er ekkert athugavert við fram-
leiðsluna”.
Kvað hann hér um að ræða
spurninguna um þaö hvort i
súkkulaöinu ætti að vera vitamin
eða ekki. Með þvi að nota kálfa-
fóörið bættist vitamin i súkku-
laðið.
„Það, sem við erum raunveru-
lega aö gera er að reyna ða draga
úr kaloriumagni i súkkulaöinu”,
sagði Pétur, en einmitt með því
að nota undanrennuduft en ekki
mjólkurduft verður kaloriumagn-
ið minna.
Aðspurður um það af hverju
fyrirtækið hefði ekki sótt um leyfi
til þess að nota kálfafóörið sagði
Pétur, að þeir teldu aö þess þyrfti
ekki.
Ekki þoröi Pétur að fullyröa um
hversu lengi efnið hefði verið
notað i súkkulaðið, en tilraunir
Framhald á bls. 8.
Búizt var við að McGovern ynni
kosningarnar með 20% meira at-
kvæðamagni en Humphrey, en
bilið reyndist aðeins átta prósent.
George McGovern hefur nú
þegar trygt sér a .m .k. 926 fulltrúa
á flokksþingi Demókrata, sem
haldiö verður á Miami, og
ákveður frambjóðanda flokksins.
Til að vera öruggur um út-
nefningu i fyrstu umferð þarf
hann að tryggja sér 1505 fulltrúa.
Auk sigursins I Kaliforniu vann
McGovern einnig for-
kosningarnar i New Jersey, New
Mexico, og heimariki sinu,
Suður—Dakota.
Stjórnmálafréttaritarar I
Bandarikjunum eru ekki á einu
máli um túlkun á úrslitum
þessara kosninga i Kaliforniu, en
telja þó hæpið að þau muni
tryggja McGovern útnefningu. t
kosningabaráttunni höföaði hann
til atvinnulausra og þeldökkra,
fátækra Mexikana
McGovern fékk 46% atkvæða i
Kaliforniu, en Hubert Humphrey
38%. Wallace hlaut aðeins fimm
prósent. Nafn hans var ekki á
seölinum, og þurftu kjósendur þvi
að skrifa það inn, en strika yfir
eitthvert nafn i staðinn.
Wallace, sem enn liggur
lamaður á sjúkrahúsi i Maryland,
vann hins vegar talsverðan sigur
i New Mexico. Þar varð hann i
ööru sæti, með litlu minna at-
^kvæðamagn en McGovern. Hum-
'phrey varð hins vegar i ööru sæti i
New Jersey.
t gær tryggði Nixon sér út-
nefningu sem frambjóðandi
Rebúblikana i kosningunum i
haust.
Hann vann kosningarnar I
öllum fjórum fylkjum, sem for-
kosningar fóru fram i og hefur nú
hiotið 818 atkvæði, en þurfti 674 til
að hljóta útnefninguna.
GEORGE McGOVERN
HUBERT HUMPHREY