Alþýðublaðið - 13.06.1972, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 13.06.1972, Blaðsíða 1
Bretinn vill sættir — en er þó . . . MED HERSKIP ÍBAKHONDINNI Anthony Royle, aðstoðarutan- rikisráðherra Breta, sagði i brezka þinginu i gær, að hann gæti alls ekki útilokað þann möguleika, að brezk herskip yrðu send á Islandsmið til verndar Þetta er sá listamaöur, sem ýmsir hafa beðið hvað mest eftir á Lista- hátið, en er samt ekki komin hingað vegna list- ar sinnar. Leikkonan Mia Farrow kom í fyrra- dag ásamt manni sínum, André Previn, hljóm- sveitarstjóra. brezkum togurum, eftir að Is- landingar hefður gert alvöru úr þvi að færa fiskveiðilögsöguna út i 50 sjómilur. Þetta kemur fram i frétt frá NTB og Reuter, sem send var frá London f gær. I fréttinni segir: „Nýjar við- ræður fara fram milli rikisstjórna Islands og Bretlands dagana 19. og 20. júni n.k., þar sem reynt verður að ná samkomulagi i fisk- veiðideilunni, sem geri það kleift, að Bretar fái áfram að stunda fiskveiðar á Islandsmiðum eftir 1. september n.k. Þetta var upplýst i brezka þinginu i dag, mánu- dag”. ,,Það er ósk Breta”, segir i fréttinni, ,,að samkomulag náist i fiskveiðideilunni við íslendinga, þannig að hún verði úr sögunni i eitt skipti fyrir öll. Deilan hófst, þegar Islendingar ákváðu einhliða að færa fiskveiði- lögsögu sina úr 12 i 50 sjómflur frá og með 1. september 1972. Það er skoðun brezku rikisstjórnarinnar, að þessi ákvörðun tslendinga striði gegn alþjóðalögum, og þess Framhald á bls. 8 FJÖLSKYLDA í BÍLVELTU Hjón og tvö börn voru flutt i tveimur sjúkrabifreiðum til Reykjavikur á sunnudaginn eftir að bifreið þeirra hafði oltið á Holtavegi i Rangárvallasýslu. Slysið varð meö þeim hætti, að bifreiðinni var ekið eftir vegin- um, þegar kind hljóp allt i einu i veg fyrir hana og fipaðist öku- maðurinn svo mikið við þetta, að hann missti stjórn á henni. Valt hún og meiddust allir i bif- reiðinni að undanskildu þriðja barninu. Börnin tvö voru tiltölulega litið meidd, en hjónin, sem sátu bæði i íramsætinu meiddust meira. AUSTURSTRÆTI JAFNAN BAÐAÐ EITURGUFUM HEILSUBÓTIH ORDIH HEILSUSPILLANDI? ,,Það er talsverð götumengun hérna i bænum”, sagði Baldur ,,þótt hún sé ekki eins mikil og hún gerist i stærri borgum”. Baldur sagði, að mengunin væri þó háð veðri og vindum, en hún væri langmest einmitt i Framhald á bls. 8 Ef þú hyggst fara i heilsubót- argöngu i sumarsólinni og lygn- unni skaltu forðast Austurstræti og jafnvel nærliggjandi götur. Ástæðan er sú, að mengunin er talin svo mikil þar, að það sé i rauninni engin heilsubót að göngu um þennan bæjarhluta. Heilbrigðiseftirlit rikisins tekur við og við sýnishorn af andrúmslofti i Reykjavik og sýna þau, að loftið er viða mjög mettað af óhollum lofttegundum vegna útblásturs bifreiða. Baldur Johnsen, yfirlæknir, forstöðumaður Heilbrigöiseftir- lits rikisins sagði i viðtali við Al- þýðublaðið i gær, að i Austur- stræti væri mengunin umtals- verð, eins og hann orðaði það. Reyndar gætu allir þefvisir menn fundið, að svo væri, og sama gilti um fleiri staði i Reykjavik. Hann nefndi sérstaklega um- ferðaræð, eins og Miklubraut. Ef gengið væri t.d. meðfram Miklatúni væru greinileg merki mengunar i loftinu. Baldur varpaði þvi fram, að ef til vill væri það eina rétta, að loka Austurstræti fyrir allri bilaumferð, eins og tiðkaðist viða i verzlunarhverfum er- lendra borga. ER KOLMUHNAÆVINTtRI I UPPSIGLINGU? Verður unnt að brúa bilið á milli vetrar-vertiðar og loðnu- veiða annarsvegar og sildveiða i Norðursjónum hinsvegar i framtiðinni með kolmunnaveið- um? Þetta er spurning sem haf- og fiskifræðingar eru að velta fyrir sér um þessar mundir, ásamt þvi hvernig bezt sé að veiða kol- munnann og hvort það borgi sig. Guðmundur Ingimarsson hjá Fiskifélagi lslands sagði i við- tali við Alþýðublaðið i gær, að komi i ljós að hagkvæmt sé að veiða þennan fisk sé i athugun að bjóða hann Rússum til kaups frystan, en þeir veiða kolmunna talsvert til manneldis. Rannsóknir sem Norömenn hafa gert á kolmunna að undan- förnu vestur af Helliseyjum, þar sem þeir segja að séu stórar hrygningastöðvar, gefa ástæðu til bjartsýni, en þar álita þeir að séu milljónir tonna af fiskinum. Hann stendur þar nokkuð djúpt, eða i um 55 metrum, og erfitt hefur verið að ná honum þar sem magnið er svo mikið að næturnar hafa hvað eftir annað sprungið. Samkvæmt rannsóknum Norðmanna gengur kolmunninn frá þessum hrygningastöðvum norður undir Austfirði, en þar hafa að undanförnu verið tveir bátar við kolmunnarannsóknir, Arni Friðriksson og Eldborg GK, en leiðangursstjóri er Hjálmar Vilhjálmsson. Ekki fundu þeir umtalsverðar torfur fyrr en á sunnudaginn, en þá fékk Eldborgin 150 tonn um 50—70 milur út af Norðfjarðar- horni, nálægt 11. lengdargráö- unni. Fiskinum var landað á Reyðarfirði til bræðslu. Bátarn- ir hafa mikla samvinnu sin á milli viðfiskileitina, en hlutverk leiðangursmanna á Arna Friö- rikssyni er að merkja fiska og gera aðrar rannsóknir i sam- bandi við nýtingarmöguleika. Guömundur sagði kolmunn- ann vera af þorskfiskaætt, en svipaður að stærð og sild. Hann er ýmist veiddur i flottroll eða nót, og sagði hann að til greina komi, að á væntanlegum kol- munnaveiðum kunni að vera hagkvæmt að hafa báðar teg- undir veiðarfæra um borð. Yrði þá trollið notað ef fiskurinn er Framhald á bls. 4 ]Milljónir tonna af kolmunna sprengja nætur Norðmann%

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.