Alþýðublaðið - 18.06.1972, Síða 2

Alþýðublaðið - 18.06.1972, Síða 2
Það vantar ekki fjöl- breytni i rannsóknina á Húsavik eins og mynd- irnar bera með sér. Og jafnv. þær gcfa ekki rétta mynd af fjölbreytninni, þvi vegna myrkurs var ekki hægt að mynda augn- læknana, og ekki fékkst leyfi til að mynda almennu læknisskoðunina, ,,enda fólk þar meira og minna nakið” eins og dr. Jens Pálsson orðaði það. Fjölmennt starfslið vinnur að rannsókninni, og á einni myndinni sést hluti þess á tröppuin barnaskól- ans. Þá eru myndir af þeim, hjónum.Helga Vig- fússyni og Unni Jóns- dóttur. A myndunum er dr. Jens að klippa lokk úr hári Unnar og taka fingra- för Helga. Þessi hjón eru gott dæmi um þá „áráttu” þeirra Þingeyinga að gíft- ast innbyrðis, Helgi er frá Húsavik og Unnur úr Iteykjadal, skammt frá Húsavik. Þá eru tvær myndir af Helga Kristjánssyni sjó- manni á Húsavik. A annarri myndinni er verið að mæla höfuðlag Helga, en á hinni myndinni er Kristjana Guðmundsdóttir að taka úr honum blóð- prufu. Ekki er annað að sjá en Helgi sé hinn ánægðasti með lifið. Þá fylgir með ein mynd af ungri þingeyskri dömu, Asdisi Þorvaldsdóttur 10 ára. Hún hjólar þarna kappsamlega undir stjórn Sunnu Sigurðardóttur, en mælitækin eru of flókin fyrir okkur Alþýðublaðs- menn að gefa nokkrar út- skýringar. (Myndirnar tók SS.) KORTLEEfiH KOLUHA A ÞINGEYINGUM Þessa dagana standa sem hæst mannfræðirann- sóknir á Þingeyingum norður á Húsavik. Svo virðist sem Þingeyingar ætli sér að slá algjört heimsmet i þátttöku, i það minnsta var það álit dr. Jens 0. Pálssonar mann- fræðings, þegar blaða- maður Alþýðublaðsins heimsótti hann ogstarfslið hans i vikunni. Dr. Jens hefurstarfað að svipuðum rannsóknum viða um heim, og hann sagðist aldrei hafa kynnst viðlika áhuga á mannfræðirann- sóknum áður. Reyndar er þetta ekki einungis mannfræðileg rannsókn sem dr. Jens og fólk hans vinnur að i Húsa- vik þessa dagana, heldur er einnig um að ræða læknisfræðilega rannsókn. Allar eru þessar rann- sóknir mjög timafrekar, en Þingeyingar láta það ekkert á sig fá, þótt þeir verji i þær frá tveimur og allt upp i fimm klukku- stundum. Rannsóknirnar byrjuðu um siðustu mánaðarmót, og þær munu standa fram til 5. júli. Þetta er aðeins byrjunin á umfangs- miklum rannsóknum á Þingeyingum. Næsta sumar er áætlað að rann- saka fólk i sveitum Þingeyjarsýslu , og siðar er svo ætlunin að rannsaka burtflutta Þingeyinga, og fá þannig samanburð. Rannsóknin er gerð að tilhlutan norrænnar sam- starfsnefndar um mann- fræði og læknisfræði, og að áliti dr. Jens er hér um að ræða merkan visindaat- burð hérlendis. Til rann- sóknarinnar hefur Norræni menningarmála- sjóðurinn veitt fjárhæð sem nemur um þrem milljónum islenzkra króna. Fjárhæðin fer i það að greiða kostnað af undirbúningi og fram- kvæmd rannsóknarinnar, svo sem launagreiðslna til aðstoðarfólks, en allir sér- fræðingar vinna kauplaust að rannsókninni. Norræna samstarfs- nefndin hefur séð áður um rannsóknir á fólki á norrænum slóðum, til dæmis i Finnlandi, Norður-Noregi, og á Grænlandi. t nefndinni eiga sæti af Islands hálfu þeir dr. Jens og Ólafur Ólafsson læknir. Undir- búningurinn að rannsókn- inni hér hefur verið i höndum Mannfræði- stofnunarinnar og háskólanefndar undir for- sæti Guðmundar Eggerts- sonar prófessors. Dr. Jens hefur hins vegar unnið mesta starfið að undirbúningnum, og hefur undirbúningurinn staðið yfir i eitt og hálft ár. Að rannsókninni i Húsa- vik starfa um 40 manns, helmingurinn Islendingar. Sérfræðingarnir eru frá ýmsum löndum, flestir frá Sviþjóð og Finnlandi. Rannsóknarhópurinn hefur barnaskólann á Húsavik til umráða. Rannsóknarfólkið skipt- ist i starfshópa, og er hver hópur undir stjórn ákveð- ins sérfræðings. Dr. Jens stjórnar hópnum sem vinnur að hinum eiginlegu mannfræðirannsóknum, Finninn Aldur Erikson stjórnar erfðarann- sóknum, Norðmaðurinn Lange Andersen stjórnar lifeölisfræðilegum rann- sóknum og Kristján Sveinsson augnlæknir © Sunnudagur 18. júní 1972

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.