Alþýðublaðið - 01.07.1972, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 01.07.1972, Blaðsíða 2
4. ógúst 15 daga 18. ógúst 15 daga 1. september 15 daga 15. september 15 daga 29. september 22 daga 20. október 10 daga Allt úrvalsferðir að sjólfsögðu. FERDASKR/FSTOFAN URVAL Eimskipafélagshúsinu simi 26900 ÞJÚÐLEIKHÚSIÐ BALLET SPECTACULAR GALA Hljómsveitarstjóri: Ottavio de Rosa Ljós og leiksviö: Demetrio Menendez Framkvæmdastjóri: Fanc- is Mayville Nafn ballettflokksins, sem gisti Þjóðleikhúsið i byrjun vikunnar, gefur með sinum hætti til kynna eðli hans og stefnu. Hann stefnir fyrst og fremst að stjörnuleik og ytri glæsibrag, hefur á að skipa úrvalsdönsurum sem koma fram i pörum með valda kafla úr þekktum ballettverkum og „brilléra”. Að sjálfsögðu var ánægjulegt að horfa uppá fimi dansaranna og vald þeirra á list sinni, en atriðin voru flest of stutt til að skapa verulega dýpt i túlkun og alltof keimlik til að veita veru- lega skemmtun. Þvi er ekki að neita, að klassiskur ballett er ákaflega einhæft listform og tæp- lega á færi annarra en stórmeist- ara að blása i hann fersku lifi. Þeir, sem séð hafa meistarana dansa, kæra sig kollótta um minni spámenn. Þegar þar við bætist, að heil efnisskrá samanstendur af tvidönsum (Pasde Deux), er ekki óeðlilegt þó á menn sæki svefn- höfgi á köflum. A sýningunni á þriðjudagskvöld skar eitt par sig úr að þessu leyti, Grace Doty og Juliu Horvath, sem komu fram i tveimur atrið- um, „Lindunum” við tónlist Rachmaninoffs og „Opus II” við tónlist Menottis. Bæði þessi verk voru túlkuð á frjálslegan og ferskan hátt, sem gerði þau ná- komin leikhúsgestum, og þá einkanlega siðarnefnda verkið. Mér fannst þessi tvö verk tvi- mælalaust forvitnilegust ásamt lokaatriðinu, „Rómeó og Júliu” við tónlist Berlioz, sem þau döns- uðu með dramatiskum og áhrifa- miklum hætti Margot Fonteyn og Karl Musil. Þessar tvær stjörnur vöktu mesta hrifningu áhorfenda, enda var túlkun frúarinnar ákaflega finleg og nærfærin i lokaatriðinu, en i „Svanavatninu" lét hún mig ósnortinn þó tækni hennar væri óaðfinnanleg. Karl Musil frá Vinarborg var glæsilegur mót- herji Margot Fonteyns, en þau voru að mér fannst „hálffeimin” hvort við annað. Vitaskuld var það minnisstæð reynsla að sjá hina miklu primadonnu balletts- ins dansa i Þjóðleikhúsinu, en maður hefði kosið að sjá hana i veigameiri og samfelldari verk- um. Finnska parið Soili Arvola og Leo Ahonen fóru léttilega og fjarska smekklega með tvidansa úr „Giselle”, „Hnotubrjótinum” og „La Favorita”, og fannst mér mest koma til „Hnotubrjótsins”. Fjórða parið, Annette av Paul og Luis Fuentes, dönsuðu tvi- dansa úr „Don Quixote” og „Sjó- ræningjanum”. Annette av Paul dansaði af rikum þokka og form- fegurð, en Fuentes hafði i frammi ýkta karlmennskutilburði eins og til að bæta upp smáan lfkamsvöxt eða skort á karlmennsku, og var það hvimleið árátta, þó hann væri á hinn bóginn bæði fimur og takt- vissi. Dame Margot Fonteyn ásamt öðru listafólki Heimsókn sem þessi hlýtur að vera ballettlausu landi sem þeyr i eyðimörk, enda sýndi aðsókn Reykvikinga áhuga sem jaðrar við hreint balletthungur. Er leitt til þess að vita, hve sjaldan þetta hungur er satt hérlendis, og þvi full ástæða til að þakka fyrir heimsóknina, þó réttirnir hefðu vissulega mátt vera saðsamari. Sigurður A. Magnússon TANNVERNDAR- SÝNING í Árnagarði 28/6 - 2/7 opin daglega kl. 14-22 LÍFEYRISSJÓÐUR VESTFIRÐINGA óskar eftir að ráða starfsmann. Umsóknir um starfið sendist skrifstofu sjóðsins Al- þýðuhúsinu, ísafirði fyrir 1. ágúst n.k. Umsóknum fylgi upplýsingar um mennt- un og fyrri störf, svo og launakröfur.” Stjórnin. Auglýsingasíminn okkar er 8-66-60

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.