Alþýðublaðið - 01.07.1972, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 01.07.1972, Blaðsíða 11
Kross- gátu- krílið H£/&ft6ROÐUR \t5'. 'fí.STt'G vel/nu 5rnnHL RfíTT HfíbRR N/R mm L-J'OS r VÖKV! /V/V K£YRf\ fí UHM SKRLUm > £/nK ST 'oúm 'Kbum m □ RISTI RuSL HÝÐl 5/EL/N PyRfí * V/ERDUH m/NN/ stett /. P£íiS. GLOPP fí N I um HVERF /5 • ^ • • • • 3S ■ • Ci ííici)ii • C- ■ t~ • •'^i'tíci^cs • <0 • ^ « >-. ^ui ■M >C r . _ _ _ eftír A VAI m vidattiini MáD Arthur H vAL ui viiiHi lum Mayse tækjum, sem tiltæk voru, lokað sárum með bráðinni tjöru og treyst á guð og gæfuna og gott heilsufar. I stað tjöru hugsaði Mike, notum við viðarkvoðu, við erum nógu neðarlega til þess að geta fundið safarikt tré... Hann hafði vonazt til að geta komið þessum manni undir læknishendur eftir hraðsiglingu niður Maxada—ána, enda þótt það striddi gegn heil- brigðri skynsemi að vera svo bjartsýnn. En fyrstu kynni af ánni höfðu ekki verið sérlega uppörvandi. Kinross var ef til vill margar dagleiðir i burtu. Það var orðið timabært að taka ákvörðun um fótinn. Þessi bandariski málningarframleiðandi, sem lá hér i i snjáðu, gráu teppi, var góður maður. örlitil mistök, röng ákvörðun, gat kostað hann lifið. Andvarpandi gáði Mike að hættumerkjum, en varð einskis var. Það var hugsanlegt, að þau yrðu viku við ána, en þau gátu alveg eins náð til strandar daginn eftir. Leitinni yrði haldið áfram og hún látin ná yfir stærra svæði. Ef til vill kæmi flugvél til þeirra á morgun. Dave Logan gæti komið á Beaver—vélinni sinni i leit að honum. Það voru bara svo mörg vafaatriði, sem ekkert hald var i. Ef hann framkvæmdi þetta nú, gæti það kostað þennan mann lifið, sem hann var farinn að kunna svo vel við. Slægi hann þvi á frest og það drægi enn af Halsted, gæti hann dáið, löngu áður en Maxada—ánni þóknaðist að leyfa þeim að halda áfram leiðar sinnar. Ákvörðunin varð Mike skyndilega ljós. Baráttan við ána var ekki tilgangslaust strit. Flekinn var þeirra eina von að undantekinni björgun úr lofti, sem hann taldi harla vonlitla. En hann gat hvorki né vildi taka hina áhættuna. Hann hreinsaði sárið eins vel og hann gat með soðnu jökulvatni, og reif siðustu hvitu skyrtuna i ræmur. Hann reif einnig niður nælonundirkjólinn, sem Linn hafði hætt að nota, þegar hún klæddist sið- buxunum. Mike brosti, hin dula dóttir Morgans Halsteds var svo sem nógu kvenleg. Hann þvoði segldúkinn i ánni og hengdi hann siðan til þerris við eldinn. Þegar hann kom aftur eftir að hafa bætt á neyðareldana þrjá, hafði sjúklingurinn opnað augun. ,,Morg, ég ákvað að ganga frá fætinum, meðan þú svafst.” „Fjandakornið sem ég svaf. Þetta var ekkert sárt ég fann sama og ekkert fyrir þessu.” Á rjóðu, skeggjuðu og kinnfiskasognu andlitinu vottaði fyrir brosi. „Þú laukst þessu með snöggu höggi, er það ekki?” „Hvað áttu við?” „Fótinn, drengur minn, fótinn. Þú tókst hann af með einu höggi, eins og ég bjóst alltaf við.” „Auðvitað.” Hann hafði verið að svipast um eftir hættueinkennum, og nú hafði hann kannski fundið þau. Ef Halsted héldi áfram að imynda sér, að hann væri búinn að missa fótinn, yrði hann ekki nærri þvi eins erfiður á skapsmunum og áður. „Hvað segirðu um bolla af tei?” „Já, þakka þér fyrir, og eina skeið af hafragraut. Kærar þakkir, drengur minn, þetta var vel gert hjá þér. Héðan i frá verður þú einkalæknir minn. Mer liður strax miklu betur.” „Það er gott að heyra.” „Ég vona, að þú hafir grafið hann. Ég vildi siður, að birnirnir fyndu hann. Það var nú meiri risinn, sá með gula blettinn á bringunni.” Já, fannst þér það ekki? Hausinn á honum var eins og tunna.” Mike hristi siðustu teblöðin og mylsnuna ofan i pottinn. Honum leið lika miklu betur. „Mig langar til að heyra þig leika á sekkjapipuna. Þú hefur alveg svikið mig siðustu dagana.” „Biddu andartak. Þú verður að afsaka, ef tónninn er ekki alveg hreinn.” Það var fjögurra fingra borð eftir á whisky- flöskunni. Hann þóttist fá sér drjúgan sopa eins og venjulega, á meðan Morg horfði á. Á andliti Halsteds myndaðist brosgretta. „Ég hef aldrei átt son,” sagði hann. „Aðeins Linn, smiðina fyrir hádegi. Hann kjökraði og tár seytluðu út á milli bólginna augnalokanna. Kvalirnar voru svo nistandi i kviði hans og kynfærum, að hann fann til flökurleika og langaði til að kasta upp, en i hvert skipti sem hann kúgaðist, olli áreynslan ofsalegum sárs- auku i innyflum hans og hann gat engu komið upp. Þrátt fyrir flókurleikann og þjáningarnar fann hann til hungurs. Hann féll brátt aftur i einskonar mók.þar sem kvalinn likami hans virtist fljóta burt frá honum eins og gúmmíblaðra. Nú hætti hann að fylgjast með atburðunum. Hann minnist þess að vera yfirheyrður, en man ekki spurningarnar öðruvisi en i þoku: — Hvað heit- irðu?...Númerið...Hvar er vopnunum hent niður?...Hvar hefurðu sofið siðustu vikurnar? Siðasta spurningin var hættu- legust og hann vissi það, en rannsóknararnir vissu það lika og þeir komu aftur og aftur að þessari spurningu. Einn þeirra, ljósleitur, laglegur maður, sem nefndur var Ernst Mizzlewitz (þ.e. ekki sá Ernst er áður er nefndur) var þó hægari og ekki eins ruddalegur og starfsbræður hans: — Ég veit hvar þú býrð. Það þýðir ekkert fyrir þig að vera að reyna að tefja timann. — Ef þú veizt það, hversvegna ertu þá að spyrja mig? — Vegna þess að við höfum sum heimilisfanga þinna og við viljum ná i alla, sem við grun- um um að hjálpa fólki eins og þér. — Þegar þú talar þannig verð- ur mér fullljóst, að þú veizt ekki hvar ég bý. — Ég skal sanna þér það. Þú þarft ekki annað en að sýna mér á kortinu það hverfi i Paris, sem þú býrð i. — Ekki geturðu haft mikið gagn af þvi. Það var komið með kort yfir Paris, önnur hendi Yeo-Thomas leyst og með henni teiknaði hann stóran hring um að minnsta kosti einn fjórða hluta Parisarborgar. Honum til undrunar fór Mizzelwitz að hlæja. — Þú heldur að þú sért slung- inn, er það ekki? En ég skal sýna þér,að ég er jafnvel ennþá slungnari. Þú býrð i rue Claude Chahu númer 11. — Af hverju heldurðu það? — Ég held það ekki, ég veit það. Og ég veit ennfremur að þú er-t ekki eini maðurinn sem not- aði þessa ibúð. Tommy var agndofa og svar- aði engu. — Faldirðu skotvopn i þessu húsi? — Hvað i ósköpunum ætti ég að gera við skotvopn? En Yeo- Thomas var að hugsa um númersskjöldinn með nafni Kenneth Dodkin, sem falinn var undir gólffjölunum i ibúð Suni Sandöe. Ef Gestapo fyndi hann gæti þeim orðið ljóst að njósnari kynni að hafa haft hann með sér til Frakklands i þeim einum til- gangi að skýla sér bak við hann. — Hvað um marghleypuna, sem fannst á þér? Kallarðu hana ekki skotvopn? Heyrðu, ef þú segir mér nöfn þeirra, sem skutu yfir þig skjólshúsi, þá lofa ég að þeim skal ekkert mein verða gert. Tommy svaraði engu. — Ég gef þér drengskaparorð mitt sem þýzkur liðsforingi. — Ég hef ekki trú á dreng- skaparorðum þýzkra liðsfor- ingja. — Þú hefur rangt fyrir þér og ég skal sýna þér það. Hér er enskur fangi, sem getur sagt þér,að við efnum loforð okkar. Inn i herbergið var komið með lágvaxinn mann með stritt yfir- vararskegg. — Þetta er enski Yeo-Thomas liðsforinginn. Spurðu hann hvort þýzkir liðsforingjar haldi ekki drengskaparloforð sin. Yeo-Thomas sneri sér að þeim nýkomna. — Hvernig á að skilja þetta? spurði hann á ensku. — Ertu Englendingur? — Já. — Hvernig er farið með þig? — Ekki sem verst. — Halda þeir loforð sin? — Já, svaraði brezki liðsfor- inginn með hnitmiðuðu kæru- leysi og leit þannig á Tommy, að engu var likara en hann deplaði til hans öðru auganu. — Þarna sérðu, sagði Mizzle- witz, þegar brezki liðsforinginn hafði verið leiddur út aftur. — Hvernig væri nú að segja okkur nafnið? Ekki svo að skilja að það skipti neinu raunverulegu máli. Menn okkar eru þegar komnir á staðinn og þeir verða fljótir að fá það hjá húsverðin- um. Tommy vissi, að hvort sem Gestapo væru komnir til að Claude Chahu eða ekki myndu þeir fljótlega hafa það uppúr húsverðinum, að ókunnurmaður Gaonach að nafni hefði dvalið öðru hverju i ibúö Suni Sandöe á neðstu hæðinni. Hvaö sem hann segði var úti um Suni Sandöe. Ef hún hefði þegar ver- ið tekin höndum, myndu þeir misþyrma henni hangað til hún játaði, að hún þekkti hann og þeim yrði siðan stillt augliti til auglitis, þó voru miklar likur til þess að hún hefði áttað sig á hættunni, þegar hann kom ekki eftir ferðatösku sinni kvöldið sem hann átti að halda til Renn- es, og þvi farið i felur. Hið eina, sem hann gat nú gert til að hjálpa henni, var að láta svo sem hún hefði enga vitneskju haft um hvað hann hafðist að. Þetta gerði hann og Mizzlewitz Laugardagur l. júli 1972

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.