Alþýðublaðið - 01.07.1972, Side 5
I alþýðu I
B
útgáfufélag Alþýöublaðsins h.f. Ritstjóri
(áb.). Aðsetur ritstjómar Hverfisgötu 8-10.
Sighvatur Björgvínsson
piaðaprent h.f.
EINELTI STAKSTEINA
Áróðurstækni skilgreina
margir þannig: Segðu
sama hlutinn nógu oft, þá
fer fólk að trúa honum,
hvort sem hann er sannur
eða loginn.
Morgunblaðið, sem út-
breiðslu sinnar vegna hefur
bezta áróðursmöguleika
alira fjölmiðla á Islandi
hefur útfært þessa kenn-
ingu á sinn hátt þannig: Sé
einhver andvígur þér og
óragur við það, þá leggðu
hann í einelti. Láttu ekkert
tækifæri ónotað til að
sverta þann andstæðing,
láttu enga athöfn hans
fram hjá þér fara, sem orð-
ið gæti þvi til framdráttar,
láttu ekkert, sam hann seg-
ir liggja kyrrt, ef þú getur
snúið út úr því og notað það
gegn honum.
Til þessara skítverka hef-
ur Morgunblaðið sérstakan
þátt, sem kallast Stakstein-
ar og þeim er grýtt óvægi-
lega, hvert sinn, sem þurfa
þykir.
Meðan Sjálfstæðisflokk-
urinn var i stjórn voru
uppáhaldsskotmörk Morg-
unblaðsins i þessu efni for-
ystumenn Framsóknar-
flokksins. Síðan stjórnar-
skiptin urðu hefur leiðari
blaðsins fengið það hlut-
verk að tala til þeirra, enda
eðlilegt.
En þá var að finna nýtt
skotmark fyrir stakstein-
ana. Morgunblaðsherrarnir
svipuðust um haukfránum
sjónum og fyrir valinu varð
nýkjörinn formaður út-
varpsráðs.
Þar varð fyrir þeim
maður, nýkcminnfrá starfi
erlendis, með skoðanir,
sem ekki féllu i kramið hjá
þeim herrum og óvæginn
að berjast fyrir þeim.
Og þá hófst staksteina
hríðin, og ekkert tækifæri
verið látið ónotaö síðan.
I april 1971 voru staðfest
ný lög um útvarpsrekstur á
íslandi. Fram að þeim
tima hafði Rikisstjórn Is-
lands haft einkarétt á út-
varpssendingum hér á
landi. I nýju lögunum er
Rikisútvarpinu afhentur
þessi einkaréttur þannig að
það hefur eitt rétt til út-
sendinga á tali, tónum og
mynd til móttöku fyrir al-
menning. Við þessi nýju lög
breyttust viðhorf á þann
veg, að Ríkisútvarpinu er
falinn sá réttur, sem rikis-
stjórnin hafði áður.
Formaður útvarpsráðs
leyfði sér i blaðaviðtali að
gagnrýna það að útvarps-
stjóri, utanríkisráðherra og
menntamálaráðherra létu
brot á þessum lögum við
gangast. Það heitir á máli
Morgunblaðsins, að hann
beri lögbrot á þessa þrjá
aðila.
Formaður útvarpsráðs,
leyfði sér, sem eintaklingur
að standa að hreyfingu,
sem hefur brottför hersins
að baráttumáli. Aðgerða
sasEss®,
hennar var getið i fréttum.
Það heitir á máli Morgun-
blaðsinsað hann sé að mis-
nota hljóðvarp og sjónvarp
til auglýsinga á sjálfum
sér.
Svo langt ganga
árásirnar í garð formanns
útvarpsráðs, að útlit hans
er tekið til sérstakrar
meðferðar.
Með þessum orðum er
Alþýðublaðið ekki að lýsa
yfir fullri samstöðu með
öllum skoðunum formanns
útvarpsráðs, Njarðar P.
Njarðvík, þótt i flestu fari
þær saman, en það vill lýsa
fordæmingu sinni á þvi ein-
elti, sem Morgunblaðið
hefur svo rika tiihneigingu
til að leggja andstæðinga
sina i.
I staksteinakasti þess
hafa líklega gleymst orðin:
Sá yðar, sem syndlaus
er.....
BARATTA OKKAR ER BAR-
ÁTTA FYRIR SIÁLFSTÆÐI
Barátta nýlendna og kúgaðra þjóðarbrota er barátta,
sem löngum vill gleymast umheiminum. Portúgalir
,,eiga" ennþá þrjár nýlendur í Afríku, Mosambique,
Angóla og Guineu. Stjórnharka þeirra á nýlendum
þessum hefur orðið tilefni til yfirlýsinga af hálfu S.Þ.
gegn þeim. Það, sem hér fer á eftir, er sett saman úr
viðtali við Onesima Silveira, sendifulltrúa PAIGC á
Norðurlöndum. PAIGC er ,,þjóðfrelsisflokkur" Porfú-
gölsku Guineu.
Portúgalska Guinea er lítið land, að stærð, sem svar-
arþriðjungi islands, á vesturströnd Afríku. Ibúareru á
sjötta hundrað þúsund.
Saga Afriku sýnir, að þjóðir
hennar hafa getað lifað saman til-
tölulega friðsamlega, þrátt fyrir
mismunandi trúarbrögð og siði.
begar Evrópumenn komu til
Afriku breyttist aðstaðan. bað er
okkar mál að sýna að við getum
gert samfélag frjálsra borgara.
Nýlendustefnu Portúgala er fyrst
og fremst beint að kynþáttaað-
skilnaði. bað er engin ástæða til
að fólk ákveðinnar menningar
standi i þeirri trú að menning
þess sé annarri menningu,
óskyldri, æðri. bað er ekki það
rétta, þegar óskað er eftir frelsi,
lýðræði og þróun.
Guinea — Fátækt land.
Við viljum byggja upp sam-
félag grundvallað á frelsi og
mannréttindum, en fyrst og
fremst viljum við hindra, að einn
þjóðfélagshópur setji sig öðrum
ofar.
Guinea er mjög fátækt land.
Nær allir ibúarnir eru bændur og
iðnaður fyrirfinnst varla. bjóðin
kann hvorki að lesa eða skrifa, en
hefur lært að nota vopn til að
frelsa landið. bað er ekki vegna
þess að þjóðin sé bardagafúsari
eða ofbeldissinnaðri, en aðrar.
Hún vill eingöngu vera sinn eigin
herra, og það næst ekki nema
með vopnavaldi.
PAIGC var stofnaður 1956, af
þeim, sem höfðu áhyggjur af þró-
uninni i landinu og þeim litlu
framförum, sem þar urðu og af
þeim, sem vildu fá frjálsan sjálfs-
ákvörðunarrétt.
Portúgalska stjórnin þolir ekki
andstöðuhópa i eigin landi, og þá
enn siður i nýlendunum. Við
sendum á þessum árum fjölda
ályktana og ábending til portú
gölsku rikisstjórnarinnar þess
efnis, að við óskuðum að losna úr
stjórnmálatengslum við Portú-
gal. Að sjálfsögðu var þvi hafnað.
1959 vildum við sina að okkur er
alvara og skipulögðum allsherjar
verkfall. bessu var svarað með
vopnuðu lögregluliði, með þeim
afleiðingum að 59 létu lifið og
margfalt fleiri særðust. betta
gerði alla aðstöðu verri. Við höfð-
um engin vopn og enga möguleika
í að verða okkur úti um þau.
Hvað var fyrir okkur að gera ?
Sama ár sendum við rikisstjórn-
inni i Portúgal orðsendingu, þar
sem farið var fram á að vanda-
mál nýlendunnar yrðu leyst á
miðsamlegan hátt. bað þarf varla
að taka fram, að Portúgal hunz-
aði orðsendinguna.
Alyktun S.Þ.
1961 samþykktu S.b. ályktun
»egn nýlendustefnu Portúgala.
3ortúgal virti ekki samþykktina,
:n sendi i þess stað hersveitir tií
5uineu og Mosambique.
Við vorum neydd til að berjast
)g báðum Afrikuriki um hjálp i
/on um að geta byggt upp varnir
)kkar. 1963 var fjöldi portú
'alskra hermanna i landinu
>rðinn 30.000 og styrjöldin hófst.
Vlmenningsálitið i Afriku var og
:r okkar megin.
Portúgalir heima fyrir fengu
iðra sögu af striðsrekstrinum frá
>erforingjum sinum. beim var
;agt að þetta væri styrjöld fyrir
:ristnum menningarverðmæt
tm gegn ofbeldissinnum. Viö vor
tm kallaöir ofbeldissinnar af þvi
tö við vörðum lif okkar og rétt-
ndi. Margar rikisstjórnir töldu
tð við heföum réttinn okkar
negin, en engin þorði að hjálpa
ikkur af ótta við að troöa
’ortúgölum um tær.
POTÚ GA L N Ý T U R
VOPNA FRÁ LÖNDUM
NATO.
bað er öruggt að Portúgal, jafn
fátækt land, getur ekki átt i
styrjöld i 10 ár án hjálpar. Hjálpin
kemur frá löndum NATO, t.d.
napalmsprengjur og orustuþotur.
45% flugvéla, sem notaðar eru til
sprengjuárása á saklausar konur
og börn i Guineu, eru frá Vestur-
býzkalandi. Fjármálalega séð er
Portúgal einnig nýlenda, háð
Bretum og bjóðverjum. Portú-
galir geta ekki hætt þessari styrj-
öld jafnvel þó þeir vildu án
samþykkis þeirra og Bandarikj-
anna. bessi riki bera jafnmikla
ábyrgð á styrjöldinni og Portú-
galir. Onnur ástæða til að ný
lendubaráttunni linnir ekki er fá-
tækt Portúgala. Bretland t.d. er
nægjanlega fjársterkt til að
vernda itök sin i fyrrverandi ný-
lendum, þegar þær fá sjálfstæöi,
en Portúgal myndi missa sín
fyrir fullt og allt.
Striðið er beint ögrunarstrið af
hálfu Portúgals. Helzt til sam-
jöfnunar er meðferð nazista á
Gyöingum i siðari heimsstyrjöld-
inni. Portúgalir standa i þeirri trú
að þeir séu æðri kynflokkur en við
og það fellur ekki aö reglunum
um frelsi og mannréttindi.
Við álitum ekki hernaðarlega
lausn þá beztu, en i þeirri að-
stöðu, sem við erum er samheldni
eina vonin. Við álitum að sam-
heldnin um þær kröfur, sem við
setjum fram ogsamheldninum þá
baráttu, sem við eigum i sé okkar
bezta vopn. Við vildum helzt
Ieysa þetta vandamál á friðsam-
legan hátt, sem þýðir að Portúgal
verður að viðurkenna fullveldi
okkar. Við berum ekki i brjósti
neitt hatur til portúgölsku þjóðar-
innar, en við erum að berjast viö
stefnu þeirrar rikisstjórnar, sem
þar situr að völdum.
Ef þessi stefna breytist viljum
við gjarnan góða samvinnu við
Portúgali.
99% ólæsi
Nefnd á vegum S.b. kannaði,
hvaö Portúgalir hefðu gert. i
menningarmálum nýlendunnar i
500 ár fékk þær upplýsingar hjá
þeim, aö 99% þjóöarinnar i Gui
neu er ólæs og þeir fáu, sem læsir
voru(-að mestu af portúgölskum
ættum. Jafnframt þvi reyndu þeir
að koma þvi inn hjá þeim inn-
fæddu að negrabörn gætu ekki
gengið i skóla á svipaðan hátt og
hvit börn. betta varö að e.k. þjóð-
trú, sem við urðum að berjast við
i viðleitninni til að koma á fót
skólum.
Portúgalir hafa hvorki gert
vegi, skóla eða sjúkrahús. begar
við náðum þvi 1965 að frelsa hluta
af landi okkar, stofnuöum við
skóla án skólabygginga, án kenn-
ara og án bóka. Allir, sem gátu
lesið og skrifað urðu sjálfkrafa
kennarar. Sama ár gátum við
sent nokkra til náms erlendis. I
dag eru 170 skólar á frjálsum
svæðum og við höfum náð þvi að
mennta nokkra lækna erlendis,
sem gera það sem i þeirra valdi
er til að kynna þjóðinni almenna
hollustuhætti.
PAIGC
óskar þjóðfélagsbyltingar
Okkar fyrsta ósk er að gera
landiö sjálfstætt. Við óskum
ONESIMO SILVEIRA
einnig eftir þjóðfélagslegri bylt
ingu, menntun þjóðarinnar, þró-
un landbúnaðar og annarra at-
vinnuvega á þann veg að við get-
um staðið á eigin fótum efnahags-
lega. Mitt verkefni er ekki að fara
um með neinn „fagnaðarboð-
skap” eða halda ræður gegn
kapitalisma eða kommúnisma.
betta strið er ekki strið milli
tveggja venjulegra herja, heldur
milli frelsishers og kúgunarhers.
betta strið er barátta fyrir þvi
að við náum þvi, sem vestræn
lönd kalla frumréttindi.
Lönd Vestur-Evrópu, ekki sizt
Norðurlöndin, geta orðið okkur til
mikillar hjálpar i þeim efnum. An
aðstoðar efnahagsstórveldanna
gætu Portúgalir ekki haldið
striðinu áfram i meira en sex
mánuði. Væri vopnasala þangað
frá Evrópulöndunum stöðvuð,
hefði það mikla þýðingu fyrir
baráttu okkar.
r\^-v, Æ
... ' ‘Ktw umnMtia Vy J
í: ; , ; Jftltmaamn ,>-*I------5«
A*'
***** ,
A L G E R 1 A f
AinS»l»h
y/ ^ .N
;v7
tSilwi*
L I B Y
A
l S
f.t***** J /*
M Á I H IT .4 N 1 'AT-/ "
sri í j r n ■
A a
"r
MoofOvil
ijSSj
6*o J
* f i
• Z «<**r
K<»««
E R ‘Í'S”U'
/CHAD
K3í1yr-a
i i t;?E«
,*b
1-A-
l
<y Ts c S|4 -V5Í7. i . \ )-
* F«ro«nd.> f*/NCA M KKOON \/j
. ... jvn » r.nVíiS\/
Gulf of Guinea
„ . PrlBCÍp,* ^
Equator
C í «#** X iíAiJ 0 s I
O K M
\r " wm “
Laugardagur 1. júlí 1972