Alþýðublaðið - 05.07.1972, Síða 1
ÞRASKAK OG
SAMA ÞRASID
(Á ANNARRI SÍÐU: FRAMHALDSSAGAN UM FISCHER)
Enn getur enginn svaraö þeirri
spurningu, hvort heimsmeistara-
einvigið i skák verður háð eða
ekki, þó svo Robert Fischer sé nú
loksins kominn til landsins og
virðist reiðubúinn að hef ja viður-
eignina við heimsmeistarann,
Boris Spasski.
„Uppskipti” urðu i þráskákinni
um heimsmeistaraeinvigið á lok-
uðum fundi um hádegisbilið i gær
og urðu þau þess valdandi, að
fyrsta skákin var ekki tefld i gær.
Hvort hún verður tefld á fimmtu-
dag veit heldur enginn, að svo
stöddu.
Á þessum lokaða fundi var ætl-
unin að draga um lit i fyrstu skák-
inni, en úr þvi varð ekki, þvi so-
vézku fulltrúarnir lögðu á fundin-
um fram mjög harðorð mótmæli
vegna framkomu Fischers og
mun fundurinn hafa þvi sem næst
leystst upp.
1 gær var ekkert látið uppi um
efnisleg atriði i mótmælum
Sovétmannanna.
Paul Marshall, lögfræðingur
Roberts Fischer, og bandariski
stórmeistarinn Lombardy gengu
á fund sovézku fulltrúanna, en
talsmaður þeirra mun vera
sovézki stórmeistarinn Geller, að
Hótel Sögu eftir hádegi i gær i
þeim tilgangi að reyna að finna
íausn á „vandamálum millikepp-
endanna”.
Klukkan 13.25 i gær sendi Fred
Cramer, fulltrúi bandariska
skáksambandsins út fréttatil-
kynningu, þar sem segir, að
bandarisku fulltrúarnir hafi mót-
L HAN BRÁST
V D GRÆHLAHD
Linuveiðuni islenzkra báta við
Grænland lauk i lok júni. Gengu
veiðarnar niun verr en útgerðar-
menn höfðu búist við, og hættu
bátarnir vciðunum fyrr en ráð-
gert var.
Alls reyndu átta islenzkir bátar
linuveiðar við Grænland i vor.
tekið yfirlýsingu frá heimsmeist-
aranum i skák, Sovétmanninum
Boris Spasski, þar sem hermt sé,
að vandamál séu risin milli kepp-
endanna.
f fréttatilkynningunni segir:
„Við viljum fá að vita meira um
tilganginn með slikri yfirlýsingu
og ennfremur viljum við styðja
með eölilegum hætti, að af þess-
um stóra viðburði geti orðið á fs-
landi.
Þess vegna ganga aö okkar
eigin frumkvæði stórmeistarinn
Lombardy og Paul Marshall á
fund sovézku fulltrúanna i þeim
tilgangi að finna vinsamlega
lausn þessara vandamála."
Bandarikjamennirnir áttu við-
ræður við sovézku fulltrúana i
tvær og hálfa klukkustund i gær
Hvorki heimsmeistarinn né
Fischer tóku sjálfir þátt i þessum
viðræðum i gær.
Á blaðamannafundi, sem hald-
inn var að Hótel Loftleiðum
klukkan rúmlega sjö i gærkvöldi,
sagði Lombardy, að með viðræð-
unum væri verið að reyna að fá
skýrt fram, hvað Sovétmennirnir
vildu fá fram með mótmælum,
sinum.
Lombardy sagði m.a.: ,,Við töl-
um opinskátt og heiðarlega sam-
an, en um hvað viðræðurnar snú-
Framhald á bls. 4
Farfuglar
Þær eru franskar þessar
og vinna eldhússtörfin í
Laugardalnum um þessar
mundir. Við komum þar
við í fyrradag og gerðum
dálitla könnun á alþjóða-
bænum sem þar er risinn í
sumar sem endranær.
* 3. SÍÐA
„Önnur auðlindin synd-
ir en hin ekki..
Ritstjórnargrein brezka stór-
blaðsins Guardian mánudaginn
3. þ.m. fjallar um nýtingu auð-
linda hafs og hafsbotns. Eru þar
bornar saman kröfur og aö-
gerðir Breta og tslendinga til
auðlinda undir yfirborði sjávar
og brezka stjórnin hispurslaust
áminnt um drengskap i yfir-
standandi deilu.
t greininni er rakin saga þess,
er Bretar helguðu sér nýveriö
allan umráðarétt yfir skerinu
Rockall, fiskveiðilögsögu um-
hverfis það og réttar til vinnslu
á gasi og oliu á hafsbotninum,
150 milur á haf út ef slikt
fyndist.
Siðan segir orðrétt: „Bretar
eru ekki einir um að gera stórar
kröfur til auðæfa hafs og hafs-
botns. Lönd þau, sem að
LANDHELGISMÁL-
IÐ í GUARDIAN
Norðursjónum liggja, hafa i
fyllsta bróðerni skipt honum
niður i afmörkuð afnotasvæði.
Þegar um er að ræða nýtingu
náttúruauðlinda i sjó, ræður
heimsvaldastefnan feröinni.”
Varðandi fiskveiðideilu
fslendinga og Breta segir svo i
niðurlagsorðum greinarinnar:
„Sú staðreynd, að önnur auð-
Framhald á bls. 4
SEYÐISFJÖRÐUR
— ENHVENÆR?
Samkvæmt upplýsingum frá
Stjórnarráði tslands standa nú
yfir samningar viö brezk stjórn-
völd um að sendur verði brezkur
sprengjusérfræðingur til Seyðis-
fjarðar til að fjarlægja eöa gera
óvirkar sprengjur þær, sem enn
eru i oliuskipinu E1 Grillo, sem
liggurá botni Seyöisfjarðar siðan
i heimsstyrjöldinni siöari.
Enda þótt málið sé enn á
samningastigi, sagði Baldur
Möller i dómsmálaráðuneytinu,
teljum við vist að slikur sér-
fræöingur komi frá Bretlandi.
Spurningin er hins vegar, hve-
nær brezka flotamálaráðuneytið
sér sér fært að senda slika aðstoð.
Bæjarstjórinn á Seyðisfirði
kvað höfuðáhugamál Seyð-
firðinga um þessar mundir, að
þessu máli yrði hraðaö, þannig að
öryggi manna fyrir allri sprengi-
hættu yrði tryggt, ekki sizt þeirra,
er vinna þyrftu i námunda við
þessar vitisvélar, svo sem við að
hefta útbreiðslu oliuleka úr
skipinu.
Friendshipvélin
afhent 8. júlí
Hin siðari af tveim Fokker
Friendship skrúfuþotum, sem
Flugfélag tslands keypti nýlega
af All Nippon Airways i Japan,
verður afhent i Osaka þann 8. júli
n.k. tveim dögum fyrr en upphaf-
lega var ákveðið. Flugvélin mun
l^ggja af stað til Islands samdæg-
urs og hafa viðkomu i Taipei,
Hong-Kong, Bangkok, Calcutta,
Bombay, Karachi, Teheran,
Istanbul, Munchen, Glasgow og
koma til Reykjavikur hinn 14.
júli.
Var búist við góðri veiði, þvi
minni is var viö Grænland i vor en
mörg undanfarin ár. Þrátt fyrir
isleysið lct þorskurinn litið á sér
kræla, og höfðu bátarnir ekki
erindi sem erfiði.
Undir lokin giæddist aflinn þó
aðeins, og tveir siðustu bátarnir
sem komu heim frá Grænlandi,
Drangcy og Arinbjörn, voru meö
60-70 lcstir af afbragðsgóðum
þorski.
Græniandsbátarnir hafa nú
snúið sér að grálúðunni, en hún
hefur haldið sig undan Norður- og
Vesturlandi. Mikill fjöldi báta
stundar þær veiöar, en árang-
urinn hefur ekki verið sem skyldi.
Grálúöa virðist ekki vera i
miklu magni á miðunum, og ekki
hefur það bætt úr skák, aö mikiil
straumur hefur verið á miðunum,
tið rysjótt og erlendir togarar
hafa gert usla i linum grálúðu-
bátanna.
VAR MB HAGHADARSIOHARMIÐ
SEM RÉDI ORLÚGUM HVALSIHS?
Hið virta brezka blað The
Observer skýrir frá því á sunnu-
daginn, að ástæða sé til að ætla,
að sumir fulltrúanna á Hval-
veiðiráðstefnunni i London hafi
ekki túlkað sjónarmið þjóöa
sinna á ráðstefnunni, heldur
sjónarmið aðila, sem eiga við-
skiptalegra hagsmuna að gæta i
sambandi við hvalveiðar.
I lok ráðstefnunnar i London
var borin upp tillaga um bann
við hvalveiðum næstu 10 ár.
Tillagan var felld með sex
atkvæðum gegn fjórum, en
fjórar þjóðir sátu hjá við at-
kvæðagreiðsluna.
Úrslit atkvæðagreiðslunnar
hafa vakið furðu manna, og
norska stjórnin hefur til dæmis
skipað rannsókn á þvi, hvers
vegna norski fulltrúinn i
Alþjóða hvalveiðinefndinni
greiddi atkvæði gegn tillögunni,
þvert ofan i skipanir norsku
stjórnarinnar.
Norska stjórnin hafði stutt
svipað bann,sem kom til um-
ræðu á Umhverfisráðstefnunni i
Stokkhólmi ekki alls fyrir löngu.
A fundinum i London fékk
norski fulltrúinn fyrirmæli um
að greiða tillögunni atkvæði, en
þegar til kom, greiddi hann at-
kvæði á móti tillögunni. Þess
má geta, að þessi norski fulltrúi,
Inge Rindal, var í lok ráðstefn-
unnar kjörin varaforseti
Alþjóöa hvalveiðinefndarinnar.
Annars urðu úrslit atkvæða-
greiðslunnar þau, að á móti
banni voru Rússland, Japan,
tsland, Noregur, Panama og
Framhald á bls. 4