Alþýðublaðið - 14.07.1972, Page 3
Vlfl VERÐUM ENGIR OLÍIDÖFRAR
Nú liggur Ijóst fyri 17 að rannsóknir olíu-
hringsins Shell á landgrunninu undan Vest-
fjörðum í sumar sem leið, leiddu í Ijós að
frekar litlar líkur eru á því að þar sé olíu að
finna.
Enginn aðili hérlendur hefur viljað stað-
festa þetta né mæla á móti, en Alþýðublaðið
telur sig hafa mjög áreiðanlegar heimildir
fyrir því að þetta hafi orðið niðurstaða
rannsóknar Shell í fyrra.
Shell fékk leyf i til athugunar á landgrunn-
inu útaf Vestfjörðum á sínum tíma, og var
það islenzka rikisstjórnin sem leyfið veitti
Kom skip frá Shell í fyrra, og dvaldi hér í tvo
daga við frumathuganir. Þessar athuganir
voru ekki mjög nákvæmar né áreiðanlegar,
en þær þóttu samt gefa örugga vísbendingu
um það að þarna væri vart olíu að finna.
Þess má geta að islenzkir vísindamenn
voru alla tíð mjög svartsýnir á að þarna væri
olía, töldu jarðmyndanirnar þarna of ungar.
Kom þefta meðal annars fram í viðtali við
dr. Guðmund Pálmason hér í blaðinu í
fyrrasumar.
TOGARARNIR
VILJA EKKI
HERVERND
,,Við getum ekki og munum
ekki viðurkenna neina stækkun
islenzku fiskveiðilögsögunnar,
ekki einu sinni i 20 eða 30 sjómil-
ur. Slik málamiðlun myndi að-
eins veikja stöðu okkar gagn-
vart Alþjóðadómstólnum i
ÍSLANDSMÓT
í SVIFFLUGI
AÐ HEFJAST
Flugmálafélag Islands gengst
fyrir tslandsmóti i svifflugi, sem
hefst á Hellu-flugvelli n.k. laug-
ardag og stendur i 9 daga. Sam-
tals verða sex svifflugur i keppn-
inni, þar af ein frá Akureyri. For-
gjöf er notuð til að jafna út mis-
mun á gæðum einstakra gerða
sviffluga.
A mótsstað dregur flugvél svif-
flugurnar i 600 metra flughæð, en
siðan eiga þær að fljúga fyrir
fram ákveðnar keppnisleiðir, er
mótsstjórn ákveður hverju sinni.
Svifflugurnar haldast á lofti með
þvi að notfæra sér hitaupp-
streymi. Keppt verður m.a. i
hraðaflugi á allt að 106 km löng-
um þrihyrningsbrautum, svo og i
fjarlægðarflugi um tiltekna horn-
punkta.
Keppendur verða þeir Gunnar
Hjartarson, Haraldur Asgeirs-
son, Leifur Magnússon, Sigmund-
ur Andrésson, Sverrir Thorláks-
son og Þórmundur Sigurbjarnar-
son. Mótsstjóri verður Dr. Þor-
geir Pálsson, en timavörður Gisli
Sigurðsson.
Búist er við að fjöldi svifflug-
manna og annarra áhugamanna
um flug muni búa i tjaldbúðum á
Hellu-flugvelli mótstimabilið.
Haag”, sagði Lady
Tweedsmuir, aðstoðarutan-
1 rikisráðherra Breta, við kom-
una til London frá Reykjavik á
miðvikudagskvöld.
I gær gaf brezka stjórnin út
tilkynningu, þar sem sagt er að
andstaða hennar gegn fyrirætl-
unum tslendinga að færa fisk-
veiðilögsöguna úr 12 i 50 milur
sé óumbreytanleg.
Þetta kemur fram i frétt NTB
og Reuter frá London i gær.
t fréttinni segir, að samtimis
þvi, að brezka togarasambandið
veki athygli á þvi, að útfærsla
islenzku fiskveiðilandhelginnar
hafi alvarlegar afleiðingar i för
með sér fyrir brezkan sjávarút-
veg og fiskiðnað, hafi brezka
rikisstjórnin Jýst yfir vonbrigð-
um sinum yfir þvi, að slitnað
hafi upp úr viðræðunum við ts-
lendinga i Reykjavik á miðviku-
dag.
Varaformaður brezka togara-
sambandsins, Mr. Bill Suddaby,
sagði i gær, að útfærsla fisk-
veiðilandhelginnar við tsland
myndi leiða til þess, að Bretar
og aðrar fiskveiðiþjóðir á
meginlandi Evrópu yrðu að
leita sér nýrra fiskimiða.
„Þetta bitnar á allri Vestur-
Evrópu”, sagði hann, en bætti
við, að brezkir sjómenn hefðu
fullan skilning á mikilvægi fisk-
veiðanna fyrir islenzkt efna-
hagslif.
„Islendingar eru erfiðir við-
ureignar, en þó að þeir færi fisk-
veiðilandhelgina út i 50 sjómil-
ur, munum við ekki óska eftir
herskipavernd innan nýju
markanna. Við viljum hana ein-
faldlega ekki”, sagði Suddaby,
þvi að slikt myndi einungis leiða
til háværrar gagnrýni um, að
stórveldi beiti smáþjóð þving-
unum”.
„Það er þó i raun og veru
smáþjóð, sem er að þvinga okk-
ur i þessu tilviki ”, sagði
Suddaby ennfremur,—
SPANARFLUG
mAnaðamúta
Leiguflug með islenzkum flug-
vélum til Spánar á að verða með
eðlilegum hætti fram til mánaða-
móta, en hvað þá tekur við er enn
óljóst. Eins og kunnugt er fengu
islenzkar vélar ekki lendingar-
leyfi á Spáni I nokkra daga í júní,
en málið leystist með samkomu-
lagi um „helmingaskipti”.
Þannig fékkst lendingarleyfi
fyrir sex ferðir islenzkra flugvéla
á Spáni á móti sex lendingar-
leyfum Spain Air hér á landi.
Agnar Koefod Hansen, flug-
málastjóri, sagði í samtali við
Alþýðublaðið í gær, að allt ætti að
OHAPPADAGUR
í UMFERÐIHNI
Fjögur börn voru i aftursætinu.
Tvö þeirra hlutu minni háttar
skrámur, en hin tvö sluppu ó-
meidd. Konan, sem ók, hlaut
óveruleg meiðsli.
Að sögn sjónarvotta var bif-
reiðin ekki á mikilli ferð, er
óhappið varð. Sjálf telur konan,
að hún hafi að likindum ekið of
nálægt vegarkantinum, lent út i
möl og misst vald á bifreiðinni við
það. Bifreiðin skemmdist mikið.
A niunda timanum i gærmorg-
un varð allharður árekstur milli
tveggja bifreiða á Suðurlands-
veginum skammt austan við
brúna á Hólmsá. ökumaður ann-
arrar bifreiðarinnar skall fram á
stýrið og framrúðuna við árekst-
urinn og hlaut nokkur meiðsli,
sem þó eru ekki talin alvarlegs
eðlis.
VÚRUBÍLL
ENDASENTIST
Gamall og þungur vörubill
kastaðist fyrst upp á graseyju,
snerti kyrrstæða bifreið, valt sið-
an heilan hring og stöðvaðist
loksins á hjólunum. Sneri billinn
þá hliðinni i upprunalega aksturs-
stefnu.
Hvað olli þessum ósköpum? —
Jú, litilli fólksbifreið var skyndi-
lega ekið i veg fyrir vörubilinn,
sem var á leið vestur Miklubraut
um hálf ellefu leytið i gærmorg-
un. Varð óhappið skammt vestan
við brýrnar á Elliðaánum.
Þegar ökumaður vörubilsins
sá, hvað verða vildi, snarhemlaði
hann með fyrrgreindum afleið-
ingum. Sem betur fer urðu ekki
slys á fólki i loftköstunum, og
skemmdir urðu minni en ætla
mætti. —
...OG ÓHÖPP
TRYGGT TIL
A annan tug árekstra og óhappa
urðu i umferðinni i Reykjavik i
gær. Ekki urðu þó nein teljandi
meiðsli á fólki, en hins vegar tals-
verðar skemmdir á bifreiðum.
„Þó að þetta hafi ekki verið
neinn stórslysadagur, er þetta
allavega slæmur dagur fyrir
tryggingafélögin; sem eiga að
greiða tjónin”, sagði lögreglu-
varðstjóri, sem blaðið hafði tal af
i gærkvöldi, og þvi einnig fyrir
iðgjaldagreiðendur.
Um tiu leytið i gærmorgun valt
Opel fólksbifreið á malbikaða
veginum skammt austan við
Rauðavatn.
Kona ók bifreiðinni og missti
hún skyndilega vald á henni með
þeim afleiðingum, að bifreiðin
valt og lenti út af veginum.
Ólafur Jóhannesson, forsætis-
ráðherra, sagði á blaðamanna-
fundi, er hann kynnti hin nýju
bráðabirgðalög rikisstjórnar-
innar um „timabundnar ráð-
stafanir i efnahagsmálum”, að
sér væri ekki kunnugt um, að
margar beiðnir lægju fyrir hjá
verðlagsstjóra um verðhækkanir.
Alþýðublaðið sneri sér i gær til
Kristjáns Gislasonar, verðlags-
stjóra, og spurðistfyrir um fjölda
verðhækkanaumsóknanna, sem
biðu afgreiðslu verðlagsnefndar.
Framhald á bls. 4
EINN ÞESSARA
DAGA SEM GETA
HÆKKABTRVGG-
INGAIDGJOLDIN
EKKISVO
MARGAR
OG Ml...
„Smáþjóð
að kúga
stórveldi"
vera i lagi með flug héðan til
Spánar út þannan mánuð. Hins
vegar hefði samkomulag enn
ekki tekizt um lendingarleyfi að
þeim tima liðnum.
„Ég geri ráð fyrir, að slikt
samkomulag takist og hef ég ný-
lega sent bréf til flugmála-
stjórans á Spáni um málið, en hef
enn ekki fengið svar við þvi.
Ég sé ekki fram á varidræði i
þessum efnum og býst ekki við
rieinum áframhaldandi hel-
mingaskiptum”, sagði Agnar
Koefod Hansen. —
LÍKA Á
AKUREYRI
Fjögurra ára drengur varð fyr
ir bifreið á Akureyri i gær. Hljóp
drengurinn skyndilega i veg fyrir
bifreiðina og tókst ökumanninum
ekki að forða slysinu.
Lenti litli drengurinn & bifreið-
inni framanverðri. Vár hann
fluttur á sjúkrahús, en meiðsli
hans eru ekki talin mikil. —
Tveir árekstrar urðu á götum
Akureyrar i gær. —
4i
Föstudagur 14. júlí 1972