Alþýðublaðið - 14.07.1972, Qupperneq 6

Alþýðublaðið - 14.07.1972, Qupperneq 6
H.f. Raftækjaverksmiðja Verksmiðjan verður lokuð vegna sumar- leyfa frá 18. júli til 14. ágúst 1972. H.f. Raftækjaverksmiðjan Sími 50022 M.S. GULLFOSS Ferðir í júlí og ágúst Frá Reykjavik Til Leith og Kaupmannahafnar 26. júli, 9. og23. ágúst. Frá Kaupmannahöfn Til Leith og Reykjavikur 19. júli, 2., 16. og 30. ágúst. HOFUÐVERKUR ER ÞEIRRA HÖFUDVERKEFNI ÞJÁIST STUNDUM AF MIGRENE? í I LONDON ER RISIN HJÁLPAR- MIÐSTÖÐ FYRIR MIGRENE SJÚKLINGA Frá Leith Til Reykjavikur 21. júli, og 18. ágúst. Nánari upplýsingar í farþegadeild SÍMI 21460 EIMSKIP Reykvíkingar - ferðafólk Eins dags hringferð um Þjórsárdal á sunnu dag kl. 10 f.h. Komið aftur að kvöldi. Vanur leiðsögumaður er með i ferðinni. Njótið hinnar óviðjafnanlegu náttúru fegurðar Þjórsárdalsins. Upplýsingar gefa B.S.Í., simi 22300 og ferðaskrif stofurnar. LANDLEIÐIR HF. 1 z KAUP-------------------------------SALA Húsmunaskáiinn á Klapparstig 29 kallar. Það erum við sem kaupum eldrigerð húsgagna og hús- muna. Þó um heilar búslóðir sé aö ræða. Komum strax peningarnir á borðið. Simar 10099 og 10059. Flestir, aö minnsta kosti allt of margir, kannast af eigin raun við þann þráláta höfuð- eða taugakvilla, sem yfirleitt geng- ur hér undir sinu alþjóðlega nafni, „migrene" — enda i fyllsta máta alþjóðlegur sjúk- leiki, og alltiður i öllum hinum svonefndu menningarlöndum. Þrátt fyrir viötækar rannsóknir, og þrátt fyrir stöðugt aukna þekkingu lækna og visinda manna á flestum öðrum sjúk- dómum, er i rauninni ekki meira vitað um eiginlegar or- sakir þessa sársaukafulla og þráláta höfuðverkjar nú en fyrir öld siðan. Fyrir það hafa ekki heldur fundist nein óyggjandi lyf eða læknisráð við ,,mi- grene”, og þau ráð eða lyf, sem reynst hafa að einhverju leyti gagnleg i vissum tilvikum eöa við einstaka sjúkiinga, hafa þvi yfv-rleitt fundist fyrir tilviljun, og ekki einu sinni að læknar viti á hverju gagnsemi þeirra bygg- ist. Það má segja sama um mi- grene og sagt er um sjóveikina — þess eru ekki dæmi að neinn hafi dáið úr migrene fremur en sjósótt. En hvimleiður er sá sjúkleiki þrátt fyrir það, og svo er að sjá sem hann ætli að reyn- ast öruggur fylgifiskur nei- kvæðari áhrifa tækniþróunar- innar gerviumhverfisins á þegna velferðarþjóðfélaga nú- timans — hraðans, mengunar- innar og streitunnar. t skrifstof- um stórfyrirtækja, verksmiðj- um, verzlunum stórborganna og öðrum vinnustöðvum eru ótald- ar þær starfstundir, sem tapast fyrir þennan þráláta höfuðverk — ékki sizt á vorin og fram eftir sumrinu, en þá virðist hann áleitnastur. Það litur út fyrir að birtan valdi þar nokkru um, eða loftslags- og veðráttuumskiptin. Þá er lika fyrir löngu vitað að kviði, vafi og áhyggjur geti ýtt undir köstin, einkum ef sjúkl- ingurinn á vanda til migrene. Afturá móti getur sár migrene- verkur norfið skyndilega við hræðslu eða óvænta geðshrær- ingu. 1 einni stórborg að minnsta kosti — Lúndúnum — hefur ver- iö komið upp sérstakri lækn- ingamiðstöð fyrir migrene, og geta sjúklingar leitað þangað, um leið og migreneverkurinn gerir vart við sig. Læknar stofn- unarinnar og aðstoðarfólk veita viðkomandi þá alla hjálp sem unnt er, og hafa þau lyf og ráð á reiðum höndum, sem bezt hafa reynst duga — þótt naumast sé vitað hvernig eða hvers vegna eins og áður getur. Oft og tiðum hverfur verkurinn eins skyndi- lega og hann kom fyrir slika með höndlun og viðkomandi getur haldið aftur til starfa sins, sæll og glaður, að nokkurri stundu liðinni, einkum ef hann hefur ieitað á náðir stofnunar- innar tafarlaust, þegar verkur- inn gerði vart við sig. En það á sér lika stað, að migreneverk- urinn reynist ekki á þvi að láta sig, og þá er ekki um annað að velja fyrir sjúklinginn en að leggjast fyrir i einhverjum af þeim sex klefum, sem gerðir hafa verið með það fyrir augum — hljóðeinangraðir og með þykkum, grænum tjöldum fyrir gluggum, en eins og áður er get- ið, þá virðist ofnæmi gegn birtu vera ein af orsökum sjúkdóms- ins. Og þar nýtur sjúklingurinn svo kyrrðar, rökkurbirtu og læknisumönnunar, unz verkur- inn er horfinn. Stofnunin er að mestu rekin fyrir frjáls framlög sjúklinganna sjálfra. „Við vitum i rauninni ekkert frekar um þennan dularfulla sjúkdóm, hvorki orsakir hans né annað i sambandi við hann, fram yfir það sem allir venju- legir læknar vita — eða með öðrum orðum sama og ekki neitt”, viðurkennir yfirlæknir stofnunarinnar, hinn kunni taugasjúkdómasérfræðingur, dr. Marcia Wilkinson. „En við látum sjúklingunum i té þau lyf, sem reynst hafa gagnleg, til dæmis „ergomatin”. Þvi miður er það algengt að sjúklingarnir taki inn óhóflega stóra skammta af þvi lyfi i töfluformi, eða áttfalt það sem við teljum forsvaranlegt, með tilliti til skaðlegra aukaáhrifa. Og það á sér þvi miður ósjaldan stað, sjúkdómseinkenni þau, sem við- komandi leitar lækningar við hjá okkur, stafa i rauninni ekki af migrene-sársaukanum sjálf- um, heldur af þeirri sjálfmeð- höndlun, sem sjúklingurinn hef- ur gripið til”. Oftast er það að sjúklingurinn vaknar snemma morguns með aðkenningu af höfuöverk, og þá veit hann af reynslunni að hinn eiginlegi migrene-verkur er á næsta leyti. Ef hann heldur þá þegar rakleitt til stofnunarinn- ar, reynist oft duga að gefa hon- um verkjastillandi töflur, og oft koma þa vissar kolsýrutöflur að tilætluðum notum, sem einfald- lega hafa þau áhrif að auka kol- sýrumagn blóðsins um stundar- sakir. 90% sjúklinganna geta siðan haldið til vinnu sinnar eft- ir stutta töf á lækningastofnun- inni. Aðrir verða að dveljast þar eitthvað lengur, og það er til að sjúkdómurinn sé svo heiftúðug- ur, að vissast þyki að senda sjúklinginn til dvalar i sjúkra- húsi. Sú kvöð hvílir á öllum sjúklingum, sem leita sér lækn- inga i stofnuninni, að þeir hafi samband við hana daginn eftir og skýri nákvæmlega frá liðan sinni og áhrifum þeirrar með- höndlunar, sem þeir nutu þar. Það er mjög sjaldgæft að heiftarleg migrene-köst vari i marga daga. Sárastur verður verkurinn viö gagnaugun og i augunum sjálfum, og getur þá haft i för með sér að þau þoli ekki minnstu birtu. Sársaukan- um fylgir oft flökurleiki, jafnvel uppsölur, svimi og sjónvilla. Oftast liggur verkurinn við ann að gagnaugað og upp frá þvi öðrum megin i höfðinu, eða hann er að minnsta kosti mun sárari öðrum megin, og af þvi sérkenni dregur sjúkdómurinn i rauninni nafn sitt — migrene, sem hljóðliking af griska orðinu „hemikranion” — það er „hálft heilabúið”. Samfara verknum er oft hraður æðasláttur við gagnaugað, jafnvel að æðarnar þrútni, og getur á stundum dregið nokkuð úr sársaukanum, ef sjúklingurinn styður þétt- ingsfast með fingri á slagæöina við gagnaugað. Háræðanetið i húðinni dregst saman i verkja- köstunum, og þvi stafar sá fölvi, sem er einkennandi fyrur mi- grene-sjúklinga. Það er nú einna helzt álit sér- fræðinga, að migrene stafi af timabundinni vikkun stóru höf- uðæðarinnar, en sú vikkun stafi af of miklu magni hormóns nokkurs, sem kallast „seroton- in”, og marka sérfræðingarnir það af þvi, að óeðlilega mikið af þvi hormónaefni hefur fundist i heilavefjum sjúklinga. Þess vegna hafa verið reynd lyf við migrene, sem einkum hafa þau áhrif að draga úr framleiðslu likamans á serotonini. Þá er það höfuðverkjasér- fræðingur einn við hið fræga Montefioresjúkrahús i New York, dr. Arnold P. Friedmann, sem kennir tveim eggjahvitu- samböndum i likamanum, neurokinin og bardykinin, um þennan sjúkleika, eða réttara sagt skorti á þeim. Honum hefur nú tekiztað einangra þessi efna- sambönd, og bendir það til að hann hafi að minnsta kosti mik- ið til sins máls, að verkurinn hverfur um leið og þessum efna- samböndum er dælt i blóð sjúkl- ingsins. Litur út fyrir að þessi efnasambönd hafi tilætluð áhrif á þær taugar, sem stjórna þenslu æðanna. Og enn er ný aðferð, sem próf- uð hefur verið.migrene, og eru það tveir kanadiskir læknar, dr. Norman C. Cook og Robert M. Peet, sem gerðu hana heyrin- kunna á siðustu ráðstefnu sér- fræðinga varðandi „kælingar- lækninga — eða öllu heldur „fyrstilækninga”, sem nú er ein af nýjustu vopnum sérfræðing- anna i baráttunni við ýmis mannamein. Sú aðferð er i þvi fólgin að komið er fyrir frysti- skauti við slagæðina, þar sem verkurinn er sárastur, og æðin skyndifryst niður i 80 gráður minus á Celsius. Þetta kann ólærðum að finnast heldur „kaldranaleg” aðgerð, en að sögn læknanna tveggja, hefur hún reynst það vel, að 76 af 160 migrenesjúklingum virðist hafa læknast varanlega við eina slika aðgerð. Aukaáhrifin eru ekki önnur en smávægileg sjónvilla, sem hverfur von bráðara. Hjá flestum segir sjúk- dómurinn til sín við há- mark kynþroskaskeiðsins. Migrenesjúklingar þjást oft af sárum höfuðverk daglangt, en þess á milli getur svo liðið lang- ur timi, án þess þeir kenni sér nokkurs meins af hans völdum. Það er meira að segja til, að viðkomandi fái ekki nema eitt eða tvö slik köst alla ævina. Hitt er þó algengara, að ekki liði nema nokkrar vikur eða nokkrir dagar á milli kastanna. Ef um slikan og þrálátan höfuðverk er að ræða, ætti sjúklingurinn þeg- ar að leita læknisráða. Það skal fram tekið, þeim sjúklingum til nokkurrar huggunar, að rann- sókn hefur leitt i ljós að engar breytingar á blóðstreymi ná til heilans hjá 98 af hverjum 100 sjúklingum að meðaltali. Hið „sigilda migrene”, ef svo mætti að orði komast, segir yfir leitt fyrst til sin þegar viðkom- andi er 19-20 ára, eða um það bil að ná fullum kynþroska, og er hann tvöfalt eða þrefalt algeng- ari hjá konum en körlum. Hafi báðir foreldrar þjáðst af mi- grene eru 70% likur til að börnin taki sjúkdóminn að erfðum. Migrene-lækningastofnunin brezka, sem i upphafi var nefnd, spurði 350 sjúklinga hvort þeir teldu að vissar fæðutegundir gætu valdið köstunum, öðrum fæðutegundum fremur. Það kom fram af svörunum, að feit- ur ostur og súkkulaði væri grun- samleg fæða hvað það snerti, en einnig töldust rauðvin, bjór, appelsinur og sitrónur og sveskjur i hópi þeirra sökudólga. Ekki alls fyrir löngu leitaði maður nokkur á fimmtugsaldri lækninga við dálitið kynlegu af- brigði af migrene hjá sérfræð- ingunum við Montefiore-sjúkra- húsið i New York. Migrene- köstin sem hann fékk, voru sum sé bundin við þrjá vissa daga ár hvert, jóladag, nýjársdag og þakkargerðardaginn, siðasta fimmtudaginn i nóvember. Læknarnir rannsökuðu þetta kynlega afbrigði gaumgæfilega i leit að ástæðu, sem kæmi til greina þessa þrjá hátiöardaga, öðrum dögum fremur. Eftir að hafa spurt sjúklinginn i þaula, kom i ljós að þessir þrir dagar áttu það sameiginlegt, að þá át hann og drakk meira en nokkru sinni, i öðru lagi kom tengda- móðir hans þá jafnan i heim- sókn og i þriðja lagi var kalkún þá jafnan á borðum. Við of- næmisrannsókn i sambandi við hálskirtla mannsins leystist ráðgátan — hann var haldinn of- næmi gagnvart penicillini. Kal-. kúnana, sem fram voru reiddir heima hjá honum þessa þrjá hátiðardaga, keypti hann alltaf á sama búgarðinum, en þar var pencillini blandað i fóðrið, sem kalkúnarnir fengu, i þvi skyni að verja þá fuglasjúkdómum og hraða þroska þeirra. Og að þessum niðurstöðum fengnum, reyndist auðvelt að ráða niður- lögum þessa hátiðardaga-mi- grene-kasta mannsins — eftir það keypti hann kalkúninn á öðrum búgarði, þar sem penicil- lini var ekki blandað i fóðrið. A FJALLI MINNINGANNA MA SJA AÐ TÍMINN LÆKNAR EKKI ÖLL SAR Á ,,Fjalli minning- anna" i vesturhluta Jerúsalemborgar stendur minnisvarði, sem upphefur þá fornu sögn, að timinn lækni öll sár. Þessi sérstæði minnisvarði er safn, sem ber nafnið Yad Vesham. Þetta safn hýsir allt það, sem minnt getur á ofsóknir nazista á hendur Gyð- ingum fyrir og í sið- ustu heimstyrjöld, þegar 6 miljón Gyð- ingum var útrýmt. Yfir safnsvæðið og alla Jerúsalemsborg gnæfir rúmlega 20 metra há steinsúla, sem táknaá reykháf brennsluofnanna í út- rýmingarbúðum nazista. Þarna er einskonar kapella, þar sem á miðju, hringlaga mósaikgólfi eru greipt nöfn á 21 útrýmingar- og fangabúðum í Þýzka- landi. í kapellu þess- ari eru symbólsk graf- hvelfing, þar sem geymd er aska eins fórnarlambs nazista og þar brennur hinn eiflifi eldur. Á Fjalli minning- anna er ennfremur guðshús Gyðinga, bókasafn með 45 þús- und bindum um Gyð- ingavandamálin, of- sóknirnar og nazis- mann og þar er sér- stakt safn, sem getur að lita í munum og myndum ýmislegt frá fanga- og útrým- ingarbúðunum. Stöðugt er unnið að því að grafa upp nöfn og aðrar upplýsingar um þær 6 miljónir Gyðinga, sem nazistar útrýmdu, en til þessa hefur „aðeins" tekizt að hafa uppi á þriðj- ungi þess fjölda. Umhverfis Fjall J minninganna er stórt gróðurlendi, þar sem vinir og ættingjar fór- narlamba nazistaof- sóknanna geta sjálfir gróðursett tré til minningar um látna. Að ofan: Eitt hinna mörgu minnismerkja á Fjalli minninganna. Til hliðar: Einn þeirra, er á stríðsár- unum var fangi naz- ista, virðir fyrir sér stækkaðar Ijósmynd- ir, sem fangar tóku í búðunum og smygl- uðu út. Föstudagur 14. júlí 1972 Föstudagur 14. júli 1972 ■0

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.