Alþýðublaðið - 22.07.1972, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 22.07.1972, Blaðsíða 2
EKKERT LE K- FANGALAND Bre/.kur blaöamaður kallaöi Reykjavík „leikfangaborg” i frétta- pistli héöan nú fyrir skemmstu. En hún getur lika verið næsta hörkuleg á svipinn, eins og myndin herna ber meö sér. Þorri tók hana af Hverfisgötunni og yfir Arnarhólinn i átt aö höfn- inni. Bílarnir, sem eru fyrir ofan miöja mynd, hafa samt ekki tekið flugiö. Þeir standa á þaki vöruskemmu Eimskips. NEMENDUR VORU VEL 500 0F MARGIR! Þegar Breiöholtsskólinn var skipulagöur á sinum tima, var gert ráö fyrir, aö hann yrði fyrir 800-900 nemendur, en á siðast- liönum vetri voru nemendur skólans 1.460. Aö sögn Guðmundar Magnús- sonar skólastjóra er ljóst, að nemendum i yngstu aldurs- flokkunum muni fjölga mjög mikið á næstu árum. Á siðastliðnu vori útskrifuöust úr unglingadeild skólans innan viö hundrað nemendur, en inn i skólann. þ.e.a.s. i sex ára bekki hans. koma i haust um 200 nemendur. Nemendafjöldinn i Breiðholts- skóla er miklu meiri en upphaf- lega hafði verið spáð, áður en skóiinn var byggður. Kemur hvorttveggja til. að börn á skóla- skyldualdri er stærra hlutfall ibúa Breiðholtshverfis en spáð hafði verið og upphaflega var ekki gert ráð fyrir kennslu sex ára barna i skólanum. Nú hefur verið gripið til þess ráðs að smiða tvær lausar kennslustofur úti á skólalóöinni og eiga þær að verða tilbúnar fyrir 1. september. Framhald á bls. 4 Þar sem vextirnir GETA verið mannslíf Einn er sá banki, þar sem við- skiptavinunum er boðið upp á kaffi, þegar þeir eru búnir að leggja inn. Auk þess eru þar greiddir hæstu vextir, sem um getur. bó leggja of fáir inn. Blóðbankinn við Barónsstig er dálitið úr alfaraleið, þannig að fátt er til að minna á hann. Þess vegna gleyma menn honum. Á veturna nær bankinn oft til stórra hópa, þar sem er skólafólk lramhaldsskólanna. En á sumrin er blóðgjafarsveitin dreifö um allar trissur, þessi ágæta sveit sjálfboðaliða á Stór-Reykjavikur- svæöinu, sem eru drýgstu við- skiptavinirnir. Þá er reynt að fara með blóðbilinn nokkrar feröir út á land og gefst vel. En á sumrin er lika nauðsyn- legt að búa vel og eiga dálitið af blóði, ef um stórar slysahelgar er að ræða. Blóð geymist aðeins i þrjár vikur, þannig að stöðug endurnýjun verður að fara fram. Og vextirnir af þessum 400 milli- litrum af blóði geta verið hátt i eitt mannslif. 2 BORGARFULLTRUAR FENGU BRENGLAÐA BORGARREIKNINGA Margar mjög stórar skekkjur voru i „Reikningi Reykjavikur- borgar 1971”, sem var til af- greiðslu borgarstjórnar i fyrra- dag. Munu skekkjurnar stafa af þvi, að nýtt bókhaldskerfi hefur verið tekið i notkun hjá borginni. Á rekstrarreikningi borgar- sjóðsnámu þessar villur 11 millj- ónum króna. Auk þess voru veru- legar villur i efnahagsreikningum ýmissa fyrirtækja borgarinnar. Til dæmis voru eignir Strætis- vagna Reykjavikur vantaldar um 41.3 milljónir króna, eignir Reykjavikurhafnar vantaldar um 13,7 milljónir króna og skuldir Bæjarútgerðar Reykjavikur van- taldar um 9 milljónir, svo að það helzta sé nefnt. „Reikningur Reykjavikurborg- ar 1971” var til siðari umræðu i borgarstjórn i fyrradag. Á fund- inum gerðu fulltrúar allra minni- hlutaflokkanna i borgarstjórn at- hugasemdir við fjölmargar skekkjur, sem var aö finna i reikningnum. Fluttu minnihlutaflokkarnir til- lögu um, að afgreiðslu reiknings- ins yrði frestað þar til hann hefði verið leiðréttur: annað hvort prentaður að nýju eða leiðrétting- ar limdar inn i hann. Geir Hallgrimsson, borgar- stjóri, viðurkenndi á fundi borg- arstjórnar, að margar skekkjur væru i reikningnum eins og hann lægi fyrir. Fólhann borgarendurskoðanda að gera leiðréttingar á skekkjun- um i rekstrarreikningi borgar- sjóðs, meðan á fundinum stóð, og borgarráði að ganga frá öðrum leiðréttingum. Siðan lagði borgarstjóri fram tillögu þess efnis, að reikningur- inn yrði afgreiddur á fundinum. Var tillagan samþykkt með átta atkvæðum meirihlutans.— FEGRUM BORGINA Eins og áður hefur verið sagt frá stendur nú yfir teiknisam- keppni á vegum Fegrunarnefndar um auglýsingaspjald, sem hag- nýta má til hvatningar um aukna fegrun og bætta umgengni. Verk- efnum skal skila fyrir 1. nóvem- ber n.k. Fegrunarnefnd dreifði upplýs- ingum um samkeppnina i alla skóia borgarinnar áður en sum- arleyfi þeirra hófst og hvetur ein- dregið foreldra og forráðamenn barna og unglina að minna þau á að huga að þessari samkeppni nú i sumar, enda er markmið með samkeppni þessari að auka um- ræður og áhuga með skólafólki og fjölskyldum þeirra um gildi fegr- unarstarfs. FLYGUR FYRIR ÞÁ SPÆNSKU Stúlkan i hlöðudyrunum er sl þekkta söngkona Þuriður Sigurðardóttir. Hún hefur nú lagt sönginn á hilluna i bili, og starfar þess i stað sem flug freyja á Spáni. Það er frekar sjaldgæft at islenzkar flugfreyjur starfi hjá erlendum flugfélögum, hvað þá spænskum. Hitt er öllu al- gengara, að islenzkir flugmenn starfi erlendis. Þuriður starfar hjá flug- félaginu Air Spain, ásamt annarri islenzkri stúiku, Þór- unni Steingrimsson. Þær koma hingað til lands með islenzka Mallorkafara annað slagið, en Air Spain flýgur með þá farþega i beinu þotuflugi fyrir Sunnu. Af þeirri ástæðu er vera þeirra Þuriðar og Þórunnar hjá Air Spain tilkomin. Þá daga sem ekki er flogið til tslands, fljúga islenzku flug- freyjurnar á öðrum flugleiðum spænska félagsins, sem hefur flugferðir til flestra staða i heiminum. Fóru þær til dæmis nýlega til Suður-Afriku. Að sögn ættingja Þuriðar, kunna þær stöllur mjög vel við sig ytra. Þær eru ráðnar fram til októberloka, og tekur Þuriður þá væntanlega til við sönginn á nýjan leik. Nú um þessar mundir eru starf- andi nefndir skipaðar aðilum frá Kaupmannasamtökum tslands, Félagi isl. iðnrekenda, Arki- tektafélagi Islands, Félagi is- lenzkra teiknara og Fegrunar- nefnd Reykjavikur, er velja munu snyrtilegustu fyrirtækin, fegurstu mannvirkin og fegurstu veggmerkingar á mannvirkjum. Eftir val dómnefnda munu þeir aðilar er viðurkenningu hljóta fá viðurkenningarskjal, og er þvi rétt að benda stofnunum fyrir- tækjum og öðrum að hefjast handa og lagfæra það sem miður fer. Einnig mega einstaklingar eiga von á þvi að fá heim blað með ábendingum um það sem miður fer i sambandi við frágang lóða o.s.frv. 1 Laugardagur. 22. júli 1972

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.