Alþýðublaðið - 22.07.1972, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 22.07.1972, Blaðsíða 12
alþýðu Alþýóúbankinn hf ykkar hagur/okkar metHköur KOPAVOGS APOTEK Opið öll kvöld til kl. 7. Laugardaga til kl. 2. Sunnudaga milli kl. 1 og 3 SENDíBIL ASTOÐtN HF Sumir fá aldrei nœgju sina af sérkennilegum smáfréttum, sem engum sýnilegum tilgangi virðast þjóna — hér eru nokkrar: FRÉTTIR HÉÐAN OG LÍKA ÞAÐAN FYRIR ÞAU SEM ÆTLA ÚT ÚR BÆNUM Vegaþjónusla Félags ís- lenzkra bifreiftaeigenda helg- ina 22.-23. júlí 1972. F.I.B. -1. Út frá Reykjavik (umsjón og upplýsingar) F.t.B. -2. Mosfellsheiði — Þingvellir - — Laugarvatn. F.l.B. -3. Hvalfjörður. F.l.B. -8. Hellisheiði — Arnessýsla. F.l.B. -5. Út frá Akranesi. F.t.B. -6. Út frá Selfossi. F.t.B. -4. Borgarfjörður. F.t.B. -13. Út frá Hvolsvelli. F.Í.B. -17. Út frá Akureyri. F.l.B. -20. Út frá Viðigerði i Viftidal. Eftirtaldar loftskeytastöftv- ar taka á móti aðstoðarbeiön- um og koma þeim á framfæri við vegaþjónustubifreiðir F.I.B.: Gufunes-radio.........22384. Brú-radio...........95-1111. Akureyrar-radio....96-11004. Einnig er hægt að koma að- stoðarbeiðnum til skila i gegn- um hinar fjölmörgu talstöðv- arbifreiðir sem um þjóðvegina fara. Vegaþjónustan itrekar við bifreiðaeigendur að muna eft- ir að hafa helztu varahluti með sér i rafkerfið og umfram allt viftureim. Simsvari F.Í.B. er tengdur við 33614 eftir skrifstofutima. MILLI NU getum við fært góðar fréttir. Fyrr i sumar sögðum við hér i Okkar á milli sagt frá manni i Teigagerði, sem fékk ekki að setja kvisti á hUsið sitt. NU tók byggingarnefnd á sig rögg og veitti leyfið • • • NU hefur Hótel Valhöll á Þingvöll- um fengið vinveitingaleyfi, — en leyfið er aðeins til eins dags i einu. Þess vegna verða forráða- menn hótelsins að hringja i sýslumann á hverjum morgni til þess aö endurnýja leyfið • • • Ýmsu fólki Uti á landi þykir yngri bæjar- og sveitarstjórar gera sér nokkuð tiðreist til Reykjavikur. 1 sveit- arfélagi bar svo við á dögunum, að þegar sveitarstjórinn, sem heitir Jón, kom Ur einni Reykja- vikurreisunni sendu einhverjir ibUar sveitarinnar sveitar- stjórninni kveðju i óskalaga- þætti með laginu ,,Jón er kominn heim” • • • Nýr skóla- stjóri Námsflokka Reykjavikur hefur verið ráðinn, það er GuðrUn J. Halldórsdótt- ir • • • Það er með stöðumæla eins og hverjar aðrar plöntur, þeir sá sér, og nU er allsstaöar von á að þeir spretti upp. Nýjasta stöðumælakjarrið hefur t.d. hrakið okkur Alþýðu- blaðsmenn með bila okkar langan veg frá hUsinu • • • En það sem meira er: efsti stöðu- mælirinp er liklega minna en einum metra neðan við hUsa- linuna á horni Hverfisgötu og Ingólfsstrætis, þó i lögreglu- samþykktinni standi, að ekki megi stöðva bifreið nær gatna- mótum en i 5 metra fjarlægð miðað við hUsalinu • • • Fyrst á annað borð er farið að glugga i lögreglusamþykktina má geta þess, að enginn má gera skurð i gangstéttir, götur eða torg bæjarins né raska þeim á neinn hátt nema með leyfi bæjarverk- fræðings, og fyrir það leyfi skal greiða fimm krónur Einnig skal við- komandi laga eftir sig og halda staðnum við i eitt ár. ÉC ER AD BEÍNA AÐ ROMASI Tl BOINS í ÞVÍ Hvort framreiöslumenn gangi af göflunum um helgina... Það tók bandariska tónskáldið Alan Jay Lerper tvær vikur að semja siðustu laglinuna i „Wouldn’t it be loverly” i söng- leiknum My Fair Lady. Linan er svona: „Loverly, loverly, loverly, loverly.” Með þvi að leggja af stað frá sérstökum stað i bandariska fylk- inu Arkansas og halda beint áfram i suður fer maður i gegn um öll sex fylkin sem liggja að þvi. Ef þU ert einhvers staðar Uti i náttUrunni, eða bara heima i garði, og einhver hefur stillt transistorUtvarpstækið sitt of hátt fyrir þinn smekk, þá er til ráð við þvi. Finndu Ut hvaða stöð hann notar, stilltu þitt 460 riðum lægr^, og þU þarft ekki að setja það'á fullan styrk. Það byrjar strax leiðinlegt væl i hans tæki, svo hann hlýtur að slökkva á þvl. ★ Þegar Tolstoy var lítill drengur stofnaði hann klúbb ásamt bróður sínum. Inntökuskilyrðin voru þau að viðkomandi þurfti að standa úti í horni i hálftíma og mátti allsekki hugsa um ísbjörn. ★ Fyrsta verkefni Viktoriu drottningar eftir að hUn tók við konungdómi var að baða einn af hundum sinum. Hún átti eitt sinn 83 hunda og þekkti þá alla með nafni. ★ Spænskur landkönnuður var að sögn eitt sinn kominn i ógöngur i frumskógi I Suður-Ameriku. Fremur en deyja hægum hungur- dauða ákvað hann að binda enda á lif sitt með þvi að éta rætur eitr- aðrar jurtar. Hann sauð rætur cassava jurtarinnar, át þær og drakk soðið og kvaddi svo tilver- una. En yfirgaf hana þó ekki, þvi sUpan reyndist hin bragðbezta. Oghennar vegna lifði hann af, þvi suðan eyddi eitrinu. 1 dag er þessi sUpa viða vinsæll réttur og nefnist „tapioca.” Eitt sinn varö heiftarleg rimma milli listamanna, sem geröu myndir af sköp- unarsögunni. Hún stóð um þaö hvort Adam hefði haft nafla. Nokkrir, þeirra á meðal Michelangelo og Rafael, héldu þvi fram að hann heföi haft nafla. Aðrir voru þvi heiftarlega mót- fallnir, og sögöu að hann heföi þá átt móður. Þeir gerðu hann naflalausan. Þriðji hópurinn fór bil beggja með þviað hafa alls staðar blóm eða annað fyr- ir naflanum, þannig að þeir þurftu ekki að taka afstöðu i þessu leiðindamáli. ★ 1 beiðni sinni um veikindafri gerði Nguyen Van Teo, starfs- maður Bandarikjahers i Suður- Vietnam, eftirfarandi grein fyrir ástæðum sinum: 1) Er ég kom að byggingu T- 1640 til að gera við hana sá ég að regn hafði losað um allmarga tigulsteina á þaki byggingarinn- ar, svo ég reisti taliu og hifði upp talsvert magn af steinum. 2) Þegar ég var bUinn að gera við var mikið af tigulsteinum eftir uppi á þaki. Svo ég hifði brettið upp aftur og batt enda kaðalsins dyggilega niðri, fór upp á þak og hlóð brettið fullt af steinum. Fór siðan niður og losaði reipið til að láta brettið siga niður. 3) Þvi miður var brettið með steinunum þyngra en ég, og áður en ég áttaði mig var brettið á nið- urleið, en ég á uppleið. Ég ákvað strax að hanga i alla leið, en á miðri leið upp mætti ég brettinu og skaddaðist illiiega á öxl. 4) Ég hélt nU áfram leið minni upp, og er ég kom þangað rak ég höfuðið utan i slána og krækti fingrunum i taliuhjólið. Á sama tima skall brettið á jörðunni og botninn datt Ur þvi og steinarnir þeyttust burt. NU var ég orðinn þyngri en brettið og hélt þvi á leið niður, en brettið lagði af stað upp á fullri ferð. 5) Er ég v^r kominn hálfa leið niður hitti ég brettið öðru sinni. NU með sköflungnum. Er ég svo skall niður á jörðina skall ég i hrUgu brotinna tigulsteina og meiddist á fótum. 6) Er hér var komið sögu mun ég hafa misst meðvitund, þvi fingurnir misstu takið á reipinu. Brettið var þá orðið þungra en reipendinn, svo það lagði af staö niður. Það kom i höfuöið á mér og kom mér á sjUkrahUs. Þess vegna bið ég virðingar- fyllst um sjUkraieyfi. SI&&AVt£cGf\ 06r nrr——r — : : — :—n—i : T—7 1 h I r. . ~ 1 &RyNlNIU \ HAOS/NN Á VERKSÁ JÓRANOM *>Á SE6IRPU 6ARA AFORÁÍTARLAOST NE/.' HVORT ÞÚ HAF/ft LÁtlO KEILONA UNDIR ÞRAM- SÆ.T/9 í &ÍLNUM HAKIS PÁ LÆ-ToROO SEM Vó KoMtR AV TJÖ/-LOM OQ EF" HANN SEG\« V\0 'PIQ WoRT X>6 HAFIR LÁHO P/SH/MJöL\Ð \ SAMLOKUR VfRKSTjÓR- ANS ÞÁ SVARARDO $ARA ALLS EKK// TÆ.RNAR AT SÁlGVELOM VERKSTJÓRANS OG TRÓE> PEiM OFAtV \ TófeA\<S?ONGINN VlANS?

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.