Alþýðublaðið - 22.07.1972, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 22.07.1972, Blaðsíða 4
ALLT UNDIR EINU ÞAKI Ný verzlunarmiðstöð, sem þjóna mun Fossvogs- hverfi og efsta hluta Bú- staðahverfis, var opnuð nú í vikunni. Er hún stað- sett á milli Bústaðavegar og Efstalands. í þessari verzlunarmið- stöð, sem hefir verið valið nafnið Grímsbær, verða matvörubúð, fiskbúð, mjólkurbúð, efnalaug, bókabúð, blómabúð, tannlæknastofa o.fl. Eigendur Grímsbæjar eru þrír, þeir Steingrímur Bjarnason, Mjólkursam- salan og Björnsbakari. Hafizt var handa um byggingu hússins í fyrra- vor eftir teikningu Kjarf- ans Sveinssonar, en bygg- ingu annaðist Pétur Jó- hannesson. Breiðholtsmenn byrjaðir að steypa ■3ú, við erum loksins komnir á skrið aftyr með steypuna’’, sagði Sigurður Jónsson fram- kvæmdastjóri Breiðholts hf þegar blaöið ræddi við hann i gær. Sem kunnugt er lamaði rafvirkjaverk- fallið alla steypuvinnu hjá fyrir- tækinu i rúman hálfan mánuð. Sigurður sagði að verkfallið tefði afhendingu ibúðanna sem nú er verið að steypa upp i jafn- langan tima og verkfallið stóð yfi-r, eða i rúman mánuð. Hins vegar væri ekki gott að segja hvað lengi verkfallið tefði þær ibúðir sem lengra eru komnar, þar væri hægt að bæta við raf- virkjum til að flýta fyrir. Breiðholt hf greip aldrei til þess ráös að segja upp verkamönnum, og þá helztskólapiltum, eins og til stóð um tima. Sagði Sigurður að þeir hjá Breiöholti hefðu þráast við slikt, i von um að verkfallið leystist. Nýting vinnuaflsins hafi þvi verið orðin litil undir lok verk- fallsins. Sigurður sagði að fyrst i stað yrði ekki unnin mikil aukavinna ti) þess að nýta betur dagana, en hann bjóst við þvi að aukavinna yröi aukin siöar meir. Sigurður sagði að lokum, að þann tima sem verkfall rafvirkjanna stóð yfir, hafi öll byggingarvinna á Reykja- vikursvæðinu tafist töluvert. MILLILANDAFERÐIR TÖFÐUSL EN INN- ANLANDSFLUGIÐ GENGUR VEL Nokkrar tafir hafá orðið á Grænlandsflugi Flugfélags ts- lands siðustu daga vegna veðurs i Narssarssuaq á Vestur-Græn- landi. Flugvöllurinn þar hefur veriö lokaður vegna þoku og varð að aflýsa tveim ferðum Flugfé- lagsins þangaö af þessum sökum. Ennfremur töfðust áætlunarferð- ir sem P’lugfélagsvélar fljúga þangað fyrir SAS. Ennfremur urðu tafir á milli- landaflugi félagsins til Evrópu vegna þess, að er önnur þota fé- lagsins lenti á Malaga bilaði einn af fjórum aðalhljólbörðum flug- vélarinnar. Þetta orsakaði skemmdir á vængbörðum og leiðslum i hjólhúsi. Gert hefur verið við skemmdirnar og er áætlunarflug Flugfélagsins milli landa komið i eðlilegt horf. Nú hefir Flugfélag íslands fjórar Fokker Friendship skrúfuþotur i innanlandsflugi og Færeyjaflugi. Innanlandsflugið hefir gengið vel og farþegafjöldi og flutningar eru sýnilega meiri en á sama tima i fyrrasumar. Veöurguðirnir hafa hinsvegar sýnt á sér sömu hlið i Færeyjum undanfarna daga og i Vestur-Grænlandi og hafa orðið nokkrar tafir i Færeyjafluginu af þeim sökum. TILKYNNING um útsvör í Hafnarfirði Þeir sem enn eru i vanskilum með fyrir- framgreiðslu útsvara, eru hvattir til að gera nú þegar full skil. Eftir 1. ágúst n.k. verða innheimtir fullir dráttarvextir á vangoldna fyrirfram- greiðslu og allt álagt útsvar viðkomandi gjaldenda fellur i gjalddaga. Útsvarsinnheimtan Hafnarfirði. STRÆTÓ 3 stundir, en ferð á Bárðarbungu eina 7—9 klukkustundir. En fyrst er nú að komast upp að jöklinum. Þeir sem hafa jeppa eða álika farartæki, geta komizt þangað af eigin ramm- leik og sparað sér 1900 krónur. En aðrir verða að setja sig i samband við Ferðafélag Akur- eyrar, sem heldur uppi skipu- legum ferðum til bækistöðvar Snjókattarins. Frá Akureyri er lagt af stað kl. 4 siðdegis. Þegar upp að jökli er komið, sjá þeir Kattarmenn um ferðina. Það kostar 1500 krónur að spranga um Bárðarbungu, en ef farið er til Grimsvatna lika, kostar ævintýrið 2100 krónur, eða samtals 4000 kr. fyrir alla ferðina frá Akureyri og þangað aftur. Þeir sem þess, óska, geta fengið leigðan skiðaútbúnað á staðnum. Bárðarbunga hefur verið dálitið i fréttum að undanförnu vegna borana, sem þar fara fram. Eins minnast margir þess atburðar, er flugvélin Geysir lenti þar og áhöfninni bjargað eftir vikuvist á jöklinum. Þetta er næsthæsti staður á landinu, þannig að i góðu skyggni er óviða jafn viðsýnt og þar. Útsýnið af Grimsfjalli er stór- fenglegt og afar sérstætt. Fjallseggin er þakin snjó og is, en norðurhliðin er 300—400 m lóðréttur klettaveggur. Þaðan sést vel yfir Grimsvatna- lægðina, 30—40 ferkilómetra svæði, þakið jökulis, sem sigur 80—100 m i hvert skipti, sem jökulhlaup kemur i Skeiðará. Siðasta hlaup var i marz sl. og þvi er sérstaklega forvitnilegt að sjá þetta einstæða náttúru- fyrirbæri, áður en fyllist upp i dældina. Þeir, sem hafa bilabylgju, geta kallað upp Snjóköttinn, en bezt samband næst við þá gegnum Gufunes. ÍÞRÓTTIR 7 gera vinum sinum greiða, getur hún bara boðið þeim til Mallorka. En að bjóða þeim fyrir fé landsmanna á ólympiu- leikana er hlutur sem ekki er hægt að una við. Sigtryggur Sigtryggsson. UR OG SKARTGRIPIR KCRNELÍUS JONSSON SKÖLAVÖROUSTIG 8 BANKASTRÆTI6 rf»*18*>88-18600 ALÞYÐUFLOKKUR- INN ANDVÍGUR 10% ÚTSVARSÁL AG NINGU A fundi borgarstjórnar Reykja- vikur s.l. fimmtudag var rætt um 10% álag á útsvör Reykvikinga. Á fundinum lýsti Björgvin Guðmundsson, borgarfulltrúi, þvi yfir, að Alþýðuflokkurinn væri andvigur álagi þessu, og lét i ljós undrun sina yfir þvi, að rikis- stjórnin skyldi hafa heimilað Reykjavikurborg að nota umrætt álag. Björgvin sagði m.a.: ,,t 18. lið fundargerðar borgarráðs frá 11. þ.m. kemur fram, að lagt hefur verið fram bréf frá borgarstjóra til félagsmálaráðuneytisins, þar sem farið er fram á heimild til þess að innheimta útsvör með 10% álagi i Reykjavik. Ég vil með örfáum orðum gera grein fyrir afstöðu Alþýðuflokks- ins til málsins. Ég vil fyrst skýra frá þvi, að Alþýðuflokkurinn er andvigur þvi, að 10% álag skuli lagt á útsvör Reykvikinga i ár. Ég tel, að i stað þess að fara þá leið, hefði átt að skera niður rekstrar- gjöld borgarinnar og skera fram- kvæmdafé meira niður en meiri- hlutinn leggur til. t þessu sam- bandi vil ég með leyfi forseta vitna i sameiginlega bókun allra minnihlutaflokkanna, sem gerð var við afgreiðslu fjárhagsá- ætlunar i borgarstjórn 13. april s.l., en þar segir m.a.: ,,Þá viljum við, að komi skýrt fram, að við erum andvigir þeirri hugmynd að bæta álagi á út- svörin. Komi til þess við álagn- ingu, að tekjur nægi ekki fyrir áætluðum gjöldum, er það skoðun okkar, að borgarstjórn eigi að fjalla um fjárhagsáætlunina að nýju og ráða fram úr þeim vanda á annan hátt en með hækkun út- svara". Ég er enn sömu skoðunar og á borgarstjórnarfundinum 13. april s.lí, sagði Björgvin. Björgvin sagði ennfremur: ,,Nú hefur rikisstjórnin sam- þykkt að verða við erindi borgar- stjóra um heimild til þess að inn- NEMENDUR_____________________2_ Hér er um að ræða fullkomið kennsluhúsnæði, sem siðar má færa úr stað, og verður það að sögn Guðmundar skólastjóra skemmtilega innréttað og vel úr garði gert. 1 samtali við Alþýðublaðið i gær sagði Guðmundur Magnússon skólastjóri, að hann gerði ráð fyrir, að heildarfjöldi nemenda skólans yröi heldur minni en i fyrra, eða um 1.250 nemendur, en þessi fjöldi myndi að öllum likindum aukast verulega á næstu árum, vegna þess hve stórir yngstu árgangarnir yrðu. „Við hlupum undir bagga með nemendur úr Breiðholti III i fyrravetur og voru það um 200 nemendur. Fyrsti hluti Fella- skólans i efri byggðinni á hins vegar að taka til starfa i haust og verða þessir nemendur þar i vetur”, sagði Guðmundur. — DANSKUR_____________________3^ þvi, að fjársterkir Danir standi að baki smyglinu, er hið geysimikla magn eiturlyfjanna. Talið er hæpið að hinn alþjóðlegi hringur flytji slikt magn inn i landið, upp á þá von að fá peningana smáni- saman inn auk þess sem um- ræddur glæpahringur standi ekki að dreifingu slikra lyfja i Dan- mörku. Þvi eru taldar allar likur til þess að glæpahringurinn hafi fengið ákveðna greiðslu frá dönskum aðilum fyrir að vinna verkið, og peningaupphæðin, sem einn Tyrkjanna bar á sér, 400 þúsund danskar krónur, eða 5 milljónir islenzkra, hafi verið sú þóknun, sem Tyrkirnir fimm fengu fyrir að vinna verkið. heimta útsvör i Reykjavik með 10% álagi. Ég verð að segja, að þessi ákvörðun rikisstjórnarinnar undrar mig mjög — eftir að full- trúar allra rikisstjórnarflokk- anna i borgarstjórn hafa mælt henni i gegn, og raunar fulltrúar allra minnihlutaflokkanna, sem hafa meirihluta kjósenda i Reykjavik á bák við sig. Aö lokum vil ég vekja athygli á þvi, að Alþýðuflokkurinn er eini stjórnmálaflokkurinn, sem ekki ber neina ábyrgð á þeirri skatta- hækkun, sem nú er að koma til framkvæmd. Rikisstjórnarflokkarnir, Fram- sóknarflokkurinn, Alþýðubanda- lagið og Samtök frjálslyndra bera ábyrgð á hinum nýju skatta- lögum, sem leiða til stórfelldrar hækkunar fasteignaskatta og tekjuskatta. Og Sjálfstæðis- flokkurinn sem meirihlutaflokkur i borgarstjórn Reykjavikur ber ábyrgð á þvi, að fasteignagjöld eru innheimt með 50% álagi og útsvörin með 10% álagi. VINSTRI SIGUR 5 of vinstri sinnaður i afstöðu sinni til skiptingar auðsins vegna þess að hann vildi draga úr kapp- hlaupinu um sifellt meiri auð- söfnun einstaklinga en verja f jár- mununum þess i stað til þess að byggja endurhæfingarstöðvar og koma upp opinberum atvinnu- rekstri til þess að draga úr at- vinnuleysi. McGovern vargagnrýndur fyrir að vera allt of vinstrisinnaður. Bæði auðvaldið og verkalýðs - samtökin snerust gegn honum. Engu að siður vann hann sigur. ÞVi er sigur hans sigur vinstri manna i bandariskum stjórnmál- um. Erfið leið framundan En mun sú sigurganga halda á- fram? Verður McGovern næsti forseti Bandarikjanna? Fellir hann Nixon? Þvi miður eru litlar likur á þvi. 1 fyrsta lagi nýtur McGovern alls ekki stuðnings allra flokksdeilda i sinum eigin flokki. Hægri armur flokksins er algerlega á móti hon- um og flokksvélin i mörgum fylkjum styður hann með hang- andi hendi. Til þess að hafa möguleika til að sigra Nixon verður hann að ná sáttum viö þessi öfl, en verður það þá ekki á kostnað stefnumála hans og stuðning annars staðar frá? 1 öpru lagi eru hin voldugu verkalýðssamtök AFL-CIO and- vig McGovern. Fyrir utan þann „móralska” stuðning, sem hann missir við það, glatar hann þeim riflega fjárhagsstuðningi, sem verkalýðssamtökin hafa ávallt látið þeim frambjóðendum i té, sem þau styðja. Og þar sem McGovern á ekki upp á pallborðið hjá auðmönnum Bandarikjanna mun hann litla fjárvon eiga þar. Fjárskortur getur þvi orðið al- varlegt vandamál fyrir McGovern i kosningabaráttunni og til þess að vinna kosningabar- áttu i Bandarikjunum þarf mikið fé. 1 þriðja og siðasta lagi eru bandariskir kjósendur þvi vanir, að endurkjósa forseta sina. Það er óskráð regla, að þeir séu ávallt látnir sitja i tvökjörtimabil. Gegn þessum óskráðu lögum verður McGovern einnig að berjast. Hann virðist þvi ekki hafa mikla möguleika á sigri. En það hafði hann heldur ekki sem „frambjóðandi til frambjóð- anda”. Og hann vann samt. Ef til vill mun slæmt ástand i efnahagsmálum i Bandarikjun- um, veröbólga og óvisssa verða til þess að gefa McGovern þau at- kvæði, sem hann þarfnast. A.m.k: er vist, að Nixon mun hafa af þvi þungar áhyggjur. 4 Laugardagur. 22. júlí 1972

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.