Alþýðublaðið - 25.07.1972, Qupperneq 4
SLIPPUR_____________________1_
um. Reiknar hann meft, aö fyrsti
áfangi sé nægjanlegur i 5 ár, en
mikill hluti þess timabils hljóti að
1 skoðast sem aðliigunartimi, þar
sem þjálfa þurfi starfsfólk, skipu-
leggja stjórnun og markaðsöflun
o.s.frv.
Samkvæmt lillögunni eiga i
þessum fyrsta áfanga að vera
möguleikar á að þurrsetja svo til
öll islenzk skip og auk þess hægt
að þurrsetja mörg mismunandi
stór skip samtimis.
,,Ég álit þessa tillögu raun-
hæfasta, eins og málum er nú
háttað. Ef ekki verður talin þörf á
stækkun stöðvarinnar að 5 árum
liðnum, hefur stöðin með litils-
háttar endurbótum öll skilyrði til
að starfa eðlilega sem fullbyggö/
afkastamikil skipaviðgerðarstöö.
Ég álit að eins og nú standa
sakir skipti mestu máli að geta
boðið islenzka flotanum skjóta og
örugga þjónustu á samkeppnis-
h.x'fu verði. Verði unnt að ná
þessu marki á 5 árum, eru mögu-
leikar mun meiri á að keppa um
viðgerðir á erlendum skipum að
þeim tima liðnum”, segir
Helmerson i athugasemdum sin-
um við þá tillögu, sem hann mælir
með að framkvæmd verði.
i skýrslunni kemur fram, að
Helmerson telur hæpið, að islenzk
skipaviðgerðarstöð geti við nú-
verandi aðstæður keppt á erlend-
um markaði um viögerðir á skip-
um, en vill þó ekki útiloka þann
möguleika i framtiðinni, eins og
áður kemur fram.
t skýrslunni er sýnt hver er ár-
legur viögerðarkostnaður is-
lenzka flotans, þó eru ekki talin
meö veiöiskip innan við 100 br.t.
Kemur þar fram, að árlegur við-
gerðarkostnaður nemur 550-600
milljónum króna. Þar af fara við-
gerðir fram hér á landi fyrir 470-
500 milljónir, en viögeröir erlend-
is fyrir 80-90 milljónir króna. 85%
viðgerðanna eru þannig fram-
kvæmdar innanlands, en 15% er-
lendis.
Viðgerðirnar. sem fram fara
erlendis. eru næstum eingöngu á
kaupskipaflotanum. Þannig
mætti með þvi, að viðgerðir á
honum færðust inn i landið. spara
árleg gjaldeyrisútgjöld um 80-90
milljónir króna.
Helmerson telur. að skipavið-
gerðastöð i Sundahöfn þyrfti fljót-
lega 50-100 manns i þjónustu sina,
en siðan myndi starfsfók aukast
jafnt og þétt.
Stofnkostnaöur vegna annarra
tillagna. sem sænski sérfræðing-
urinn bendir á i skýrslunni. en
mælir ekki með, er frá 887 millj-
ónum til 1.208 milljóna króna. 1
öllum þessara tillagna er miðað
við byggingu skipaviðgeröar-
stöðvar i einum áfanga. —
Húsbyggjendur — Verktakar
Kambstál: 8, 10, 12, 16, 20, 22, og 25 m/m. Klippum og
beygjum stál og járn eftir óskum viðskiptavina.
Stálborgh.f.
Smiöjuvegi 13, Kópavogi. Simi 42480.
Vélar skemmdust í
Umbúðamiðstööinni
tbúar i grennd við Laugarnes-
tangann hrukku margir hverjir
upp með andfælum um klukkan
hálf niu i gærmorgun, er slökkvi-
lið, sjúkrabilar og lögregla brun-
uðu i gegnum hverfið með sirenu-
væli.
Eldur var laus i Umbúðamið-
stiiðinni h.f. við Héðinsgötu, en
þar hafði kviknað i vélum, sem
vaxbera pappaöskjur. Kviknað
hafði i vaxinu, og gefur auga leið,
að eldurinn hefur verið mikill,
þegar hann náði sér upp, þar eð
vax logar ekki fyrr en við 350-400
gráðu hita á celcius.
Skemmdir á vélum urðu miklar
og klæðningar innan á húsinu
sviönuðu, og allar rúður sprungu.
Þegar fyrsti maður kom til
vinnu um átta i gærmorgun fann
hann, að óéðlilega mikill hiti var i
byggingunni, og gerði hann þegar
ráðstafanir til þess að lækka
hann. En skömmu siðar gaus eld-
urinn upp, enda hefur hann að öll-
um likindum verið aö búa um sig
frá þvi klukkan fjögur um nótt-
ina, en þá kveikir sjálfvirkur rofi
á velunum til þess aö hita þær
upp.
flhugafólk um leik-
list sker upp herör
Áhugafólk um leiklistarnám
lætur ekki við það sitja aö biða
eftir að rikisvaldinu þóknist að
setja á stofn rikisleiklistarskóla,
heldur hefur tekiö máliö i sinar
hendur.
Á sunnudaginn komu um 80
manns á fund i Norræna húsinu,
og þar var samþykkt að stofna
samtök þeirra, sem vilja stuðla
að þvi aö komið verði á ,,raun-
hæfu leiklistarnámi” á Islandi. Af
þessum 80 skráðu sig 55 manns til
áíramhaldandi undirbúnings-
starfs, og er stefnt að þvi, að sam-
tökin verði endanlega stofnuð á
fundi, sem fyrirhugað er að halda
,i Norræna húsuni miðvikudaginn
2. ágúst n.k.
i þessum hópi er bæði ungt fólk
sem hefur hug á að leggja i leik-
listarnám, en hefur hvergi komizt
á skóla, nýútskrifaðir leikarar úr
leiklistarskóla Þjóöleikhússins, —
þeir siðustu — og einnig nokkrir
starfandi leikarar. Þeirra á
meðal eru Arnar Jónsson og Sig-
mundur örn Arngrimsson.
Nokkrir úr þessum hópi hafa
gengið á fund menntamálaráð-
herra og kynnt honum málin.
Einnig buðust þeir til þess að
veita ráðherra þær upplýsingar
um þessi mál, sem gætu komið tii
góða i sambandi við fyrirhugaðan
rikisleiklistarskóla.
FIINDU SPANf
HðRPUMID
Nafnið Hrýmnir ÍS 140 hlýt-
ur að skjóta öllum sönnum
hörpudiskum skelk i bringu.
Þann bát hefur Hafrannsókn-
arstofnunin leigt til leitar á
hörpudiskamiöum undanfarin
þrjú ár, meö góðum árangri,
og Hrýmnir var reyndar fyrst-
ur islcnzkra báta sem hóf
skipulagöa veiöi á hörpudiski.
Ilrýmnir er nýlcga kominn
úr mjög vcl heppnuöum leitar-
leiöangri við Vestfirði. I.eið-
angursstjóri var Hrafnkell
Eiriksson fiskifræðingur, og
ræddi blaöiö stuttlega við
hann i gær.
Ilrafnkell sagði að leitar-
leiðangurinn hefði staðið i
mánuð. Beindist leitin að
Patreksfirði, Tálknafirði og
Arnarfirði. Aður hafði verið
leitað á þessutn slóðum i
febrúar 1971, og þá fundust
ágæt hörpudisksmið. Ekki
veiðinni niður, og hvíla þann-
Sagði Hrafnkell að ekki veitti
i júnilok var svo byrjað að
leita a þcim slóðunt sem urðu
útundan, og var það einkum á
svæðunt meðfram laudi, allt
út á 20 faðma dýpi. Fundust þá
ntjög góö ntið i öllunt fyrr-
nefndu fjörðunum, og reyndar
sntá svæði annars staðar.
Hörpudiskurinn á þcssum
nýju svæðum reyndist í miklu
magni, og sjálf skelin er nokk-
uð væn.
Hrafnkell bjóst fastlega við
þvi að byrjað yrði að nýta
þessi nýju ntið slrax i haust,
þcgar hörpudisksvertiðin
hefst fyrir alvöru. Bátar af
þessum slóöum hafa undan-
farin haust og vetur stundað
hörpudisksveiðar með góöum
árangri.
Hrafnkell kvaðst vonast til
að þessi nýju mið yrðu nýtt af
skynsemi, þau væru nægilega
stór til þess að skipta mætti
veiðinni niðurk og hvfla þann-
ig stofnana á einu svæðinu
meðan veitt er á öðru. Slik
kerfi á að reyna að taka upp i
Breiöafiröi i haust, en þar
hafa beztu miðin við Stykkis-
hólm orðið ofveiöinni að bráð.
Sagði Hrafnkel að ekki veitti
af sliku kerfi, þvi bráðlega
yrðu teknar i notkun við
Breiðafjörðinn vélar til hörpu-
diskvinnslu, og kallaði það á
aukin hráefni. og þar af leið-
andi á aukna vciði.
í ágústnámuði fer Hrafnkell
i Breiðafjörðinn, og hyggst
hann þar leita nýrra miða.
EYLEIFUR 8
ekki endasleppt, lék á varnarleik-
menn og innsiglaði sigurinn yfir
sinum gömlu samherjum með
ágætu marki.
Eyleifur var beztur Skaga-
manna i þessum leik, og hefur
hann ekki verið betri i annan
tima. enda markhæsti maður 1.
deildar þessa stundina. Þá komu
þeir Þröstur og Jón Alfreðsson
vel út, að ógleymdum Karli
Þórðarsyni, sem með ferskleik
sinum hefur gjörbreytt framlin-
unni til hins betra.
1 jöfnu KR liði skáru þeir Atli og
Björn sig helzt úr i leiknum á
laugardaginn. H.Dan/S.S.
Auglýsingasiminn
okkar er 8-66-6Ö
4
Þriðjudagur. 25. júlí 1972