Alþýðublaðið - 25.07.1972, Síða 5

Alþýðublaðið - 25.07.1972, Síða 5
alþýðu £ aöiö Alþýöublaösútgáfan h.f. Ritstjóri Sig- hvatur Björgvinsson (áb). Aðsetur rit- stjórnar Hverfisgötu 8—10. — Sími 86666. Blaðaprent h.f. Arás á eldra fólkið Án efa alvarlegustu tiðindin i sambandi við skattamálaráðstafanir rikisstjórnarinnar, sem nú eru komnar fram i dagsljósið, eru þau, hvernig þar er farið með aldraða fólkið. Byrðarn- ar, sem rikisstjórnin hefur látið leggja á bök hinna öldruðu i þjóðfélaginu með skattkerfis- breytingunni, eru i mjög mörgum tilvikum með þeim fádæmum, að menn setur hljóða. Það er með öllu útilokað, að sumt þetta gamla fólk geti risið undir gjöldunum. Framkoma við það er meira en ámælisverð, — hún er reginhneyksli. Fyrir atbeina Alþýðuflokksins lét fyrrverandi rikisstjórn setja ný lög um almannatryggingar, sem m.a. fólu i sér verulegar hækkanir á elli- lifeyri og þá nýbreytni, að eldra fólki væru tryggðar ákveðnar lágmarkstekjur. Þessi tekju- tryggingaákvæði, sem Alþýðuflokkurinn lét lög- leiða, hefur núverandi tryggingaráðherra, Magnús Kjartansson, réttilega nefnt eitthvert mesta framfaraspor sem stigið hafi verið i tryggingamálum á Islandi um langa hrið. En hvernig er rikisstjórnin nú að fara með þessar stórvægilegu kjarabætur aldraða fólksins svo og þær ellilifeyrishækkanir, sem hún sjálf hefur látið framkvæma á valdatima sinum? Hvað eru álögurnar á gamla fólkið annað, en afnám alls þessa? Er rikisstjórnin ekki þar að taka með annari hendinni allt, sem hún hefur gefið með hinni, — og mun meir i sumum til- vikum? Eldra fólkið á íslandi hefur unnið hörðum höndum um áratuga skeið. Með vinnu sinni hóf það þjóðina úr fátækt til bjargálna. Það skóp okk- ur, sem yngri erum, þjóðfélag velferðarinnar, þar sem fátækt og skorti hefur verið útrýmt. Nú hefur þetta eldra fólk að mestu lokið sinni starfsævi. Það orkar ekki að vinna meir og það á skilið að geta notið ellidaganna i friði og ró, án þess að þurfa að bera kviðboga fyrir efnalegri af- komu sinni. Þetta höfum við verið að reyna að tryggja þvi með umbótum á tryggingakerfinu, en þá kemur rikisstjórnin með hroðvirknislega unnar skattalagabreytingar, sem brjóta þetta allt niður aftur. Þær aðgerðir gagnrýnir Alþýðuflokkurinn harðlega. Á fundi þingflokks hans, sem haldinn var i gær, var gerð svofelld ályktun um málið: „Þingflokkur Alþýðuflokksins mótmælir harð- lega hinum miklu hækkunum opinberragjalda á gamla fólkið, sem i ljós hafa komið við birtingu á skattskrám undanfarna daga. Með þvi að iþyngja gamla fólkinu eru byrðar lagðar á þá, sem sizt skyldi og erfiðast eiga með að standa undir þeim. í fjölmörgum tilvikum hafa undanfarnar hækkanir á ellilaunum verið algerlega teknar aftur og tiðum meira til. Þingflokkur Alþýðuflokksins krefst þess, að rikisstjórnin geri þegar ráðstafanir til leið- réttingar á þessu misrétti. Þessi þróun mála sannar betur, en nokkuð annað, hversu vanhugsuð og illa undirbúin þau skattalög voru, sem rikisstjórnin knúði fram á Alþingi siðast liðinn vetur.” Þetta sagði þingflokkur Alþýðuflokksins. Undir þau orð geta allir þeir tekið, sem kynnt hafa sé álögurnar á gamla fólkið samkvæmt hinum nýju skattalögum stjórnarinnar. SKATTALAGABREYTINGARNAR OG ÁHRIF ÞEIRRA NIÐURSTAÐA FENGIN Þá er skattskráin komin fram i dagsljósiö i flestum stærri bæjar- félögum á islandi. Nokkurn vegin samtimis barst fréttatilkynning frá Kauplagsnefnd um niðurstöð- ur á útreikningum hennar á áhrif- um skattalagabreytingarinnar á framfærslukostnað i landinu og ákvörðun hennar um, hvernig þeim breytingum skuli svarað i visitöluútreikningum og visitölu- bótum á kaup. Þetta voru siðustu tónarnir i þcim kafla skattalaga- tónverksins, sem rikisstjórnin hóf að syngja á siðasta Alþingi. Ef til vill tekur hún til við næsta kafla þegar á þingi komanda. II ver eru heildaráhrifin? Og hverjar eru svo niðurstöð- urnar af öllum aðgerðunum? Um fátt hefur verið meira rætt i vet- ur, en ráðstafanir rikisstjórnar- innar i skattamálum. Þær um- ræður höfðu staðið svo lengi og voru orðnar svo flóknar og um- fangsmiklar, að margir voru hættir að geta fylgst með og áttað sig á þvi, hver voru aðalatriðin og hver aukaatriðin i deilunni. Menn þóttust þó vita, að talsverðar breytingar væru i vændum og horfðu fram til þess tima, að skattskráin kæmi út með tals- verðum kviða. Nú er sá timi kom- inn. Og hver er niðurstaðan? Hver og einn veit nú nákvæm- lega, hvaðhin nýju skattalög hafa haft i för með sér fyrir viökom- andi sjálfan. En hver eru heildar- áhrifin? Um þau eru margir engu nær. Sumir, sem menn hitta að máli, eru tiltölulega ánægðir með sinn hlut, aðrir óánægðir og enn aðrir hvorki ánægðir né óánægð- ir. Og hver er þá heildarmyndin? Það er hætt við þvi, að hinn al- menni borgari fari litlu nær um það nú, en áður en skattskráin kom út. Það yrði allt of langt mál, að fara enn einu sinni að tiunda allar þær breytingar, sem skattalaga- breytingar rikisstjórnarinnar hafa haft i för með sér. Slik útlist- un yrði lika allt of flókin. Eji heildarmynd dregna grófum dráttum má þó gefa. Frá svo grófri flokkun eru vitaskuld ýmis frávik og undantekningar en með þeirri athugun, sem hinn almenni borgari gjarnan gerir á skatta- málum vina og kunningja, mun hann komast að raun um, að sú grófa mynd, sem gefin er af áhrifum skattalagabreytinganna hér á eftir, er i meginatriðum rétt. Aukin skattheimta. Áður en að þeirri niðurstöðu er vikið er rétt að slá nokkrum stað- reyndum föstum. Þær eru þess- ar: Ilcildarskattheimtan hcfur verulega verið aukin. Alögurnar i heild eru nú miklu hærri, en þær liafa nokkru sinni áður verið. Kasteignagjöld hafa verið marg- l'ölduð og kemur það mjög illa við ýinsa ibúðareigcndur, sem snauðir eru af fé, — t.d. eldra fólk. Þá hefur sú kerfisbrcyting, að fella alveg niður frádráttarliði til útsvars, komið mjög illa við ýmsa, — t.d. giftar konur, scm vinna utan heimilis, sjómenn og námsfólk, sem vinnur i frium. Eins og að framan er sagt, þá hefur heildarskattheimtan verið aukin. Það hlýtur að leiða til þess, að einhverjir þegnar þjóðfélags- ins þurfa nú að borga hætti skatta en áður. Þar er ekki átt við hærri skatta i krónutölu, heldur hærra skatthlutfall af tekjum. Og hverj- ir eru það? Það er spurningin, sem almenningur veltir fyrir sér og nú er ætlunin að svara i stórum dráttum. Launafólkið Skattkerfisbreytingin (og er þá ekki reiknað meö margföldun á fasteignaskatti) leiðir til þess, að skattheimtan lækkar nú nokkuð á allra tekjulægsta fólkinu i þjóðfé- laginu að gamla fólkinu þó undanteknu. Þar er um að ræða almennt afgreiðslufólk i verzlun- um og verkafólk i almennri verkamannavinnu. Þetta fólk borgar nú lægri hundraðshluta tekna sinna i opinber gjöld, en það gerði i fyrra. ÞETTA EH RÉTT OG ÞAÐ BER AÐ VIÐURKENNAST. ÞESSARI LAGFÆRINGU A SKATTLEGRISTOÐU ÞEIRRA ALLRA LÆGST LAUNUÐU FAGNAR ALÞÝÐUFLOKKUR- INN. En fjölmargir almennir launa- menn eru þarna enn ótaldir, — sjómenn, iðnaðarmenn og verka- menn i fagvinnu, opinberir starfsmenn. Hvað um þessar starfsstéttir? Nær undantekningarlaust þurfa EFTIR HELGINA Sighvatur Björgvinsson skrifar: þær nú að borga hærri hundraðs- hluta af tekjum sinum i opinber gjöld, en áður, — sumar verulega hærri. Þannig er það með nær alla þá, sem hafa meðaltekjur og riflegar meðaltekjur. Skattaálög- urnar á þeim hafa verið þyngdar. Einmitt þarna er að finna fjöl- mennustu launastéttirnar i þjóð- félaginu. Þeir riku sleppa betur Þriðj i hópurinn er svo enn ótal- inn. Hann er að visu fámennast- ur. Það eru þeir riku. Eftir skattakerfisbreytinguna sleppa nú margir þeirra betur, en áður frá sköttum. Þetta virðist öf- ugmælakennt, en samt er þetta svo. Það var raunar löngu orðið ljóst. Þjóðviljini) gerði þetta m.a. að umræðuefni i vetur og vor og sagði þá, að þetta atriði yrði sér- staklega að taka til athugunar við framhaldsendurskoðun skattakerfisins. Hver er ástæðan fyrir þessu? Þær eru ýmsar. Meðal annars þær, að i fyrsta lagi hafa aðstöðu- gjöld verið lækkuð um helming. Þar er um að ræða skatt, sem lagður hefur verið á ársveltu fyr- irtækja án tillits til reikningslegr- ar. afkomu þeirra. Þannig hefur verið hægt að skattleggja at- vinnurekstur eða þjónustufyrir- tæki, sem ekki hefur verið hægt að leggja á útsvar vegna þess, að þau hafa skilað tapi á pappirnum. Þessi möguleiki, aðstöðugjalds- álagningin, hefur sem sagt verið rýrður um helming. Hækkun fast- eignagjaldanna vinnur þar ekki nema að litlu leyti upp á móti vegna þess, að fjölmörg þessi þjónustu- og jafnvel atvinnufyrir- tæki eiga nær engar fasteignir, þótt þau velti miklum peningum. t öðru lagi hefur það haft sitt að segja, að með kerfisbreytingunni var fallið frá ört stighækkandi álögum á mjög háar tekjur. Mjög tekjuhár maður greiðir þvi svip- aðan hundraðshluta af tekjum sinum til skatts og maður með riflegar meðaltekjur, en áður greiddi hann mun hærri hundraðshluta af háu tekjunum. Þessi breyting er auðsjáanlega til bóta fyrir hinn rika. Þetta gerðist Þetta er myndin af þvi, sem gerzt hefur, dregin mjög grófum dráttum. Skattaálögur hafa al- mennt verið hækkaðar. örfáar allra tekjulægstu stéttirnar hafa boriðúrbýtum hlutfallslega lægri skatta við kerfisbreytinguna. Sömu leiðis þeir, sem allra mest- ar hafa tekjurnar bæði leynt og ljóst. En álögurnar hafa verið hækkaðar á hinum, — vitaskuld misjafnlega mikið. Það þarf vitaskuld ekki að taka þaö fram, að þar sem hér er rætt um hærri og lægri skatta er auð- vitað ekki átt við hækkaða skatta i krónutölu ef tekjur hafa hækkað. Krónutalan ein er enginn mæli- kvarði. Þegar rætt er hér að framan um skattahækkun þá er aö sjálfsögðu átt við það, að við- komandi þurfi að borga hærra hlutfall tekna sinna i skatta, en áður. Það er eini raunhæfi mæli- kvarðinn. Ilneykslisverð framkoma við gamla fólkið. Auðvitað mætti fará miklu ná- kvæmlegar út i áhrif-skattalaga- breytingarinnar á einst'&kac at- vinnu- eða þjóðfélagsstéttir, en hér hefur verið gert. Það mætti t.d. ræða sérstaklega um sjó- menn, námsfólk, giftar konur o.fl. Það verður þó ekki gert að sinni. Það er aðeins einn hópur fólks, sem ég vil sérstaklega nefna með nokkrum orðum, — gamla fólkið. Hræddur er ég um, að mörgum gömlum manninum eða gamalli konunni, sem eitthvað hefur verið að amla við vinnu, hafi brugðið illilega i brún við útkomu skatt- skrárinnar. Svo ekki sé þá minnst á það fullorðna fólk, sem er svo lánsamt, að eiga þak yfir höfuðið. Það er engum blöðum um það að fletta, að margt eldra fólk er mjög illa leikið af hinum nýju skattalögum. Það var löngu vitað og var rikisstjórnin vöruð við þvi æ ofan i æ af talsmönnum Alþýðu- flokksins á siðasta Alþingi. Þá taldi rikisstjórnin enga ástæðu til þess að bæta úr hjá gamla fólk- inu. Nú hlýtur hún að hafa komið auga á nauðsyn þess, að slfkar umbætur verði gerðar á skatta- lögunum eins fljótt og framast er auðið. Framkoman gagnvart gamla fólkinu, eins og hún birtist i hinum nýju skattalögum, er reginhneyskli. •Við veljum runia! það borgar sig * nunfal . ofnar h/f. <1 Síðumúla 27 . Reykjavík Símar 3-55-55 og 342-00 OKKAR ER 8-66-60 Þriðjudagur. 25. júli 1972 5

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.