Alþýðublaðið - 26.07.1972, Side 5

Alþýðublaðið - 26.07.1972, Side 5
alþýðul I aöið Alþýðublaösútgáfan h.f. Ritstjóri Sighvatur Björgvinsson (áb) Aðsetur ritstjórnar Hverfisgötu 8—10. — Simi 86666. Blaðaprent h.f. UOTUR Málgagn eins stjórnarflokksins, Þjóðviljinn, hefur undarlega áráttu til þess að reyna að blása að glæðum sundrungar i landhelgismálinu. Jafn- vel núna, þegar aðeins nokkrir dagar eru þar til landhelgin verður færð út í 50 mílur og áframh. eindregin samstaða þjóðarinnar getur ráðið úr- slitum heldur Þjóðviljinn áfram að mana pólitíska andstæðinga sína til rifrildis við sig um landhelgismálið. Varpar blaðið að þeim hvers kyns upp- lognum ásökunum og vænir þá um alls kyns vammir og skammir og væru pólitiskir andstæðingar þeirra manna, sem Þjóðviljann skrifa, ekki gæddir mun meiri stillingu og heilbrigðri skynsemi en Þjóðviljaskriffinnarnir, þá væri allt fyrir löngu komið í háaloft hér heima út af smávægilegri atriðum málsins. Má nærri geta hvílíkan grikk íslendingar gerðu sjálfum sér með slíkri framkomu. Samt sem áður heldur Þjóðviljinn áfram að hvetja til sliks með skrifum sínum. Eins og sakir standa nú um þessar mundir er veriö að þrautreyna leiðir til samkomulags við Breta og Vestur- Þjóðverja um landhelgisútfærsluna. Bæði Einar Ágústsson og Lúðvík Jósefsson hafa sagt aftur og aftur, að þeir vilji reyna til hins ýtrasta að ná samkomulagi og báðir hafa þeir sagt, að samkomulag geti enn orðið. Undir þessum kringumstæðum, á elleftu stundu landhelgismálsins, er þaö þvi stórkostlega varhugavert af Þjóðviljanum að reyna að ýta undir deilur ög sundurþykkju meðal lands- manna um atriði þess máls. Alþýðu- blaðiö varar Þjóðviljann eindregið við að halda slíku áfram. LEIKUR Við á Alþýðublaðinu erum reiðubúnir að deila við ykkur Þjóðviljamenn um hvað sem er og hvenær, sem er, — að- einsekkium landhelgismálið núna. Ef þið metið þjóðarhagsmuni einhvers i þessu mikilvæga máli, sem þið hljótið að gera, þá látið þessi varnaðarorð ykkur að kenningu verða, og skrifið í framtíðinni um landhelgismálið með þjóðarsamstöðu en móti sundrungu! ALVARLEG HÆTTA Ríkisstjórn ólafs Jóhannessonar vill kenna sig við ,,vinstri stefnu". En er hún vinstri stjórn? Mótast aðgerðir hennar af vinstri sjónarmiðum? Hvað segir gamla fólkið um það? Er það vinstri stefna að þyngja skattbyrð- ir þess meir, en nokkurs annars hóps í þjóðfélaginu? Og hvaö segja neytendur i landinu? Ber það vott um vinstri stefnu hjá rík- isstjórn að knýja fyrst fram stórfelldar hækkanirá smásöluálagningu og setja siðan á kaupstöðvun áöur en launþegar geta fengið þær hækkanir bættar? Nei! Þetta er ekki vinstri stefna! Sú stjórn, sem þannig verk vinnur, er eng- in vinstri stjórn. En þetta sifellda tal stjórnarherr- anna um vinstri stefnu og vinstri stjórn getur engu að síður komið miklu illu til leiðar. Með þvi að vera i sifellu að nudda sér utan í hugtakið „vinstri" getur rikisstjórninni tekizt að koma óorði á allt, sem það hugtak i rauninni stendur fyrir. Það er alvarlegasta hættan i sambandi við tilvist þessarar ráðvilltu ríkisstjórnar. BROTID SKIP Það er ekki lengur neitt deilu- efni, að rikisstjórnin hafi beðið al- gert skipbrot á þvi ári, sem hún hefur setið. Það er orðið svo aug- ljóst öllum. I efnahagsmálunum rikir nú al- gert öngþveiti. t heilt ár hefur þjóðarbúið verið rekið án þess að stjórnendur þess hafi haft neina heildarstefnu i efnahagsmálum til að styðja sig við og nú fyrst er verið að skipa nefnd til að leita. Skattar á þorra gjaldenda hafa verið stórhækkaðir með nýjum skattalögum. Þau voru svo illa unnin, að nú kemur i ljós, að þyngstu byrðarnar voru lagðar á þá, sem sizt skyldi, — gamla fólk- ið. Þar tók rikisstjórnin aftur með annari hendi það, sem hún hafði gefið með hinni, og raunar mun meira. Eyðsla á fjárlögum var aukin um nálægt þvi 50%. Þetta var gert þrátt fyrir augljósa verð- bólguhættu og þann voða, sem i var stefnt með þvi að auka svo mjög spennuna. Nokkrum mán- uðum seinna á svo að reyna að draga i land með bráðabirgðalög- um til sparnaðar. Kyrir ári lofaði rikisstjórnin launþegum öllu fögru. Um ára- mótin lét hún hefja ráðstafanir, sem byggðust á þvi að ræna laun- þega umsömdum visitölubótum. Nokkrum mánuðum siðar lót hún afnema verðstöðvun til þess að geta hleypt enn meiri verðhækk- unum af stokkunum, — þar á meðal hækkunum á smásölu- álagningu á nokkrum þýðingar- mestu neyzluvörum almennings. (irfáum vikum þaráeftir lét hún með bráðabirgðalögum rifta kjarasamningum og bannaði að aukinn framfæ'rslukostnaður vegna áðurnefndra ha'kkana lengist bættur i kaupgjaldi. 1 kosningunum vorið 1971 tiiluðu núverandi stjórnarflokkar mikið um, að þáverandi rikisstjórn hefði ekkert upp á að bjóða, nema bráðabirgðaráðstafanir. Þegar þeir svo tóku við stjórnartaumum þóttust þeir hafa annað og betra a reiðum höndum og boðuðu þá „stefnu” i málefnasamningi, sem siðar var prentaður og gefinn út fyrir almannafé. En svo gerðist ekki meir. Engin merki sáust um þessa nýju stefnu. Og loks, þegar eitthvað var aðhafst á ársafmæli rikisstjórnarinnar, var allt, sem hún hafði upp á að bjóða nýjar „bráðabirgðaráðsafanir”. Þá þurfti hún tima til að hugsa! Þetta eru aðeins örfá dæmi. Af mörgum er að taka. Það er þvi ekki lengur neitt deiluefni, að „stefna” rikisstjórn- arinnar hafi beðið skipbrot. Hún hefur reynst með öllu óhæf að ráða við það verkefni, sem hún tók að sér að gegna. Engin rikis- stjórn á tslandi hefur jafn fljótt og skörulega sannað getuleysi sitt. Mikið hljóta margir þeir, sem studdu þessa rikisstjórn til valda vorið 1971 vera farnir að sjá eftir þeim verkum sinum. KATTARÞVOTTUR ÞJÓÐVILJANS í forysturgrein Þjóðviljans i gær er á vandræðalegan hátt reynt að útskýra fyrir koin uialijörðinni hvers vegna rikisstjórnin liafi nú, einu ári eftir að luin tók við völduni, látið skipa nefnd til þess að leita að þeirri efnahagsstefnu, seni stjórnin boðaði i málefna- saniningnum. „Það vinstra fólk, sem kjörið liefur vinstri stjórn til valda á islandi. gerirkriifur til þess. að sú stjórn þori að tak- ast á við sjálf grundvallar- vandamálin i islenzku þjóð- l'élagi”. segir blaðið. (lg nefndin á sem sé að leita að leiðuni til þess. En hvernig er þvi varið, Þjóðviljaritsljóri góður: A ekki það „vinstra fólk". sem kaus þessa „vinstri stjórn” kröfu til þess, að hún hafi sjálf i pokahor ninu einhverjar „vinstri leiðir” og þurfa þvi ekki að skipa scrfræðinga- nefnd lil að leita þeirra cftir heils árs aðgcrðarlcysi? Og er þaðekki einkennileg ráðstofun hjá þessari sömu stjórn að leita að þessum iciðum hjá nefnd, sem að meiri hluta cr skipuð helztu efnahagsráðu- naulum viðreisnarstjórnar- innar? Menn eins og Jóhannes Nor- dal, seöalbankastjóri, pró- fessorarnir ólalur lljörnsson Kramhald á bls. 1 Átt þú eftiraötaka sumarleyfið aö einhverju eöa öllu leyti? Hvers vegna þá ekki aö geyma tvær vikur þar til i haust og veröa sér úti um sumarauka i Kaupmannahöfn i ferö á vegum Alþýöuflokksins? Það tækifæri stendur öllu flokksbundnu Alþýðuflokksfólki um land allt opið. ,,SUNNU", svo hér er um aö ræöa eina allra ódýrustu utanlandsferö ársins! Allar upplýsingar um ferðina og feröakostnað má fá hjá ferða- skrifstofunni „SUNNU", símar 16400, 12070 og 26555, eða á skrifstofu Aiþýöuflokksins, simar 15020 og 16724. Til Kaupmannahafnar 7. septem- ber í haust i hálfs mánaðar ferö á vegum Alþýöuflokksins! ÞVí EKKI ÞAÐ! Of dýrt? Ert þú nú svo viss um þaö? Alþýðuflokksfélag Reykja- vikur hefur náö mjög hagstæðum samningum viö feröaskrifstofuna Miövikudagur. 26. júlí 1972 5

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.