Alþýðublaðið - 26.07.1972, Qupperneq 12

Alþýðublaðið - 26.07.1972, Qupperneq 12
alþýðu mfm AlþýÖúbankinn hf ykkar hagur/okkar metnaour KOPAYOGS APOTEK Opið öll kvöld til kí. 7. Laugardaga til kl. 2. Sunnudaga milli kl. 1 og 3. GEYSIHORB SKÁK FðR (BIB í sjöundu einvigsskák- inni i gær var annað hvort að duga eða drep- ast fyrir Spassky. Eftir að hafa tapað tveimur skákum i röð varð hann að sýna hvað i honum býr sem heimsmeistara. Hann sveikst heldur ekki um það, heldur tefldi hina fjörugustu skák, sem nokkru sinni hefur verið tefld i heimsmeistarakeppni, og til að knýja fram vinning fórnaði hann m.a. þremur peðum og einum biskupi. t»essar fórnir dugðu honum þó ekki til vinn- ings, þvi skákin fór i bið i 41. leik, og menn eru alls ekki á einu máli um hvor hefur meiri vinn- ingslikur. Þó oft hafi loftið i Laugardalshöllinni ver- ið raímagnaö á einvígs- skákunum hefur það aldrei verið eins lævi blandið og i gærkvöldi, enda ekki að furða, þegar þvilik skák er tefld. Hér á eftir fer skákin, ásamt skýringum Gunn- ars Gunnarssonar. Hvítt: Spassky Svart: Fischer Silileyjarvörn. 1. e4 c5 2. Rf3 dó 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 a6 (Svartur beitir svokölluðum Najdorf afbrigði, sem kennt er við samnefnda kempu, sem reikar um sali Laugardalshallar- innar tilbúin til að ræða skákina við hvern sem er, léttur og Ijúfur i fasi.) 6. Bg5 e6 7. f4 Db6 8. Dd2 Dxb2 (t>ar með eru örlögin ráðin. Slikt peðsrán er yfirleitt ekki heppilegt i byrjun tafls. Drottningin ræðst inn i óvinabúðirnar eins sins liös til þess eins að næla sér i eitt peð. Oft á tiðum kostar það hana marga leiki að koma til baka til heimastöðva og oft hefur hún ver- ið fönguð, þar sem hún hefur ekki áttneina undankomureiti. Ekkert af þessu hræðist Kischer, hann hefureinmitt blásið lifi i þetta af- birgði með ótal fallegum vinn- ingsskákum þar sem hviti hefur mistekist að sanna fram á ágæti peðsfórnarinnar). 9. Rb3 (Fyrsta frávik Spasskys. Oftast er leikið 9. Hbl og hvitur hrekur drottninguna með leikvinningi, en það er einmitt aðalafbrigðiö, sem Fischer hefur svo oft og meist- aralega teflt og Spassky hyggst reyna aðra leið). 9. ... Da3 10. Bd3 Be7 (Hér hefur yfirleitt verið leikið 10. ... Rbd7, en Fischer er á annarri skoöun). 11. 0-0 h6 (Svartur vill reka þennan biskup af höndum sér að sjálfsögðu og nú tók hvitur sér drjúgan tima til að ákveða hvort hann ætti að hörfa með biskupinn eða skipta á hon- um og riddaranum. Engin furða aö Spassky tók sér hér góöan tima, þvi með þvi að hörfa býður hann Fischer upp á enn eitt peð). 12. Bh4!? (Spassky hörfar með 'biskupinn og segir meðsjálfum sér: fyrst ég er búinn að segja A verð ég að segja B. Leikurinn er tvieggjað- ur, en gefur hvitum sóknarfæri og viðheldur spennunni). (bað tók Spassky hálftima að hugsa þennan leik) 12. ... Rxe4 (Fischer er yfirleitt ekki ragur aö þiggja það sem að honum er rétt. Hann þiggur peðsfórn nr. 2. 13. Rxe4 Bxh4 (Nú reynir á Spassky að sanna réttmæti þessara peðsfórna). 14. f5! (Og enn leikur Spassky skemmti- lega: hann fórnar 3ja peöinu, en raunar var það kannski eini leik- urinn, sem hélt sókninni gang- andi. Övenjuleg taflmennska i heimsmeistarakepþni. Sigurvilji Spasskys er til fyrirmyndar! 14. ... exf5 (Fischer þiggur 3ja peðið, enda var þaö eflaust ráðlegast. Aðrir leikirsem til greina virtust koma og stungiö var upp á voru 14. ... d5 og 14. ... Be7). 15. Bb5 (Og nú fórnar Spassky manni/Heimsmeistarinn spennir bogann til hins itrasta. 1 rauninni er þetta eina góða framhaldið fyrir Spassky. hann má ekki slaka á spennunni eitt andartak. Nú var loftið orðiö lævi blandið i Laugardalshöllinni. Þó oft hafi verið skemmtilegra i þessu ein- vigi jafnaöist engin staða á við þessa. Heimsmeistarinn búinn að fórna 3 peðum og biskup. Hvernig endar þetta var spurt. Standast allar þessar fórnir?) 15. ... axb5 (Fischer þiggur fórnina). 16. Rxd6 Kf8 17. Rxc8 (Spassky hefur nú fengið til baka manninn, sem hann fórnaði og eitt peð. Hann hefur ennþá 2 peð- um minna, en honum hefur tekizt að eyðileggja hrókfæringu hjá svarti og peð svarts á b7 og b5 eru ákjósanlegur skotspónn). 17. ... Rc6 18. Rd6 (Meö þessum leik reynir Spassky að krækja sér i eitt peð i viðbók, en flestir bjuggust við leiknum 18. Dd7, sem hótar peðinu á b7 og ef til vill siðar Rd6 með máthótun). 18. ... Hd8 19. Rxb5 (Spassky býður upp á drottn- ingarkaup meö einu peöi minna, en Fischer hafnar.) 19. ... De7 (Með þessum leik sýnir Fischer fram á ágæti svörtu stöðunnar. Honum hefur tekizt að hrinda öll- um sóknartilraunum Spasskys og stendur nú mjög vel meö einu peði meira. Sókn Spasskys hefur fjarað út. hann verður að stokka upp spilin að nýju og snúa sókn i vörn.) 20. Df4 96 21. a4 Bg5 22. Dc4 Be3 23. Khl f4 (Svartur þrengir að hvitum og það er afar lærdómsrikt að sjá hvernig Fischer hefur tekizt að snúa taflinu sér i hag. En það er ekki allt búið, sitthvaö ske). á eftir að 24. g3 ... (Spassky er fundvis á gagnfæri i erfiðri stöðu). 24. ... gs 25. Hael Db4 (Fischer þvingar fram drottn- ingarkaupöruggur með unnið tafl með peði yfir, en Spassky á eftir að sýna hversu sterkur hann er i slikum stöðum). 26. Dxb4 Rxb4 27. He2 Kg7 28. Ra5 b6 29. Rc4 Rd5 30. Rc4-d6 $c5 31. Rb7 Hc8 32. c4 Re3 33. Hf3 Rxc4 34. gxf4 g4 35. Hd3 h5 36. h3 Ra5 37. Rb7-d6 Bxd6 EINS OG FLÓÁ SKINNI „Fischer er aldrei kyrr nokkra stund á milli leikja. Hann snýr sér til og frá i 470 dala stólnum, nagar á sér negl- urnar og borar i nefið eða eyrun á sér meö fingrunum, meðan Spasski reynir að sökkva sér of- an i skákina”, segir i grein um einvigið i blaðinu International Herald Tribune, sem kom út á mánudaginn var. Blaðið segir, að jafnvel Lombardy, nánasti meðhjálpari Fishers, hafi tekið svo til orða um grófa og óheflaða framkomu Fischers við skákboröið.að ,,væri hann i sporum Spasskis, mundi hann hafa neitað að tefla, nema stóli Fischers væri fleygt út". Harðar deilur standa nú um kvikmyndaréttinn milli lög- fræðinga Fischers og Chester Fox og er þeirri deilu ekki lokið. Hins vegar segir i áðurnefndri grein, aö fyrir 6. skákina hafi Fischer frétt að verið væri aö setja upp myndavélar. Hafi hann farið og grandskoðað myndavélarnar i 3 klukkustund- ir nóttina áður ,,eins og krakki i leikfangabúö", enda þótt ekki stæði til að setja þær upp fyrir skákina. 1 siðustu leikjum hefur Spassky rétt til muna úr kútnum. Honum hefur tekizt að skapa sér gagn- færi með riddurum og fær nú hættulegasta mann svarts, bisk- upinn fyrir riddara með heppileg- um uppskriftum). 38. Rxd6 Hcl 39. Kg2 Rc4 40. Re8 Kg6 Og hér lék Spassky biðleik. Búizt var við þvi að Spassky leki hér 41. Hd5 sem hótar skák á g5 og sem svarleik viö þvi 41. ... f6. Biösk- ákin verður tefld áfram i dag og má hiklaust búast við tvisýnni baráttu, enda væri annað ekki i samræmi við þessa skák, sem er ein fjörugasta sem nokkru sinni hefur verið tefld i heims- meistarakeppni. Gunnar Gunnarsson. BIÐ- STAÐAN A BCDEFGH jn c- n ABCDEFGH MYNDA- GÁTAN ENN OLEYST Ekkert var kvikmyndað á 7. umferð heimsmeistaraeinvigis- ins i skák i Laugardalshöllinni. Mikinn hluta dagsins i gær stóðu viðræöur milli lögfræðings Fisch- ers, Pauls Marshall, fulltrúa ABC fyrirtækisinS/Chesters Fox, kvik- myndatökumanns og Guðmundar Þórarinssonar um kvikmynda- tökumálið. : Blaðafulltrúi Skáksambandsins Jkvað i gærkvöldi engar endanleg- !ar niðurstöður liggja fyrir, en jmikið hefði miðað i samkomu- lagsátt um málið. Til að lesendur átti sig á þvi, um hvað deilur snúast og hverjir i ! raun deila, skal það rifjað upp. ! Skáksamband Islands hefur eitt einkarétt á allri myndatöku. Það Isamdi við Chester Fox fyrirtækið um myndatöku og veitti þvi fyrir- tæki einkarétt i starfi. Ýmsir tökumenn frá sjónvarpsstöðinni ABC hafa unnið i kring um þær tökur, sem gerðar hafa veriö vegna þess, að Fox hefur sölu- og endurleigurétt á myndum sinum ■ og þessir aðilar ætluðu að nota efni þetta i sinar iþróttafréttir. Áskorandinn Robert Fischer , hefur hins vegar mótmælt öllum myndatökum og það hefur valdið öllum þessum aðilum miklum ó- þægindum, eins og augljóst er. Rússarnir hafa ekkert haft sig i frammi um þetta mál, en að sjálf- sögðu vilja þeir gjarnan eiga að- gang að myndum frá þessum sögulega atburði.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.