Alþýðublaðið - 27.07.1972, Page 1
Astæðan er sú, að um nokkra
hríð hefur vinnsla karfans alls
ekki borgað sig og hefur það
ástand farið hriðversnandi. Að
sögn Einars Sigurðssonar, út-
gerðarmanns, mun tap frysti-
húsanna á karfavinnslu nema
frá 50 til 100 þús. kr. á vinnslu-
dag og sagði hann að til þess að
vinnslan stæði undir sér þyrftu
frystihúsin að fá sem svarar
1,64 kr. meira á hráefniskiló.
Ef karfamóttakan hættir hjá
frystihúsunum mun islenzki
togaraflotinn stöðvast og at-
vinnuleysi halda innreið sina
hjá verkafólki i fiskiðnaði. Um
þetta leyti árs er karfinn megin-
uppistaðan i afla togaranna og
verði móttöku hans hætt hér
heima er ekki um annað að
gera, en að leggja skipunum,
þar sem útilokað mun að sigla
með karfann til sölu erlendis.
Þeim hraðfrystihúsum, sem
fyrstog fremst byggja á vinnslu
togaraafla, verður að loka.
Hraðfrystihúsaeigendur
munu fyrir talsvert löngu hafa
leitað til sjávarútvegsráðherra.
Lúðviks Jósepssonar, með ósk
um, að hann beitti sér fyrir
lausn þessa máls. Mun ráð-
herrann hafa haft fögur orð um
það, en ekkert gert enn. Er hann
nú i orlofi og hefur ekki i hann
náðst um nokkurt skeið. Heyrzt
hefur, að hann væri væntanleg-
ur til starfa þann 8. ágúst n.k.,
en þá munu hraðfrystihúsa-
eigendur sennilega þegar hafa
verið neyddir til þess að hafast
eitthvað að i málinu, verði sú
ákvörðun ekki tekin i dag.
Alþýðublaðið ræddi i gær við
þrjá stjórnendur hraðfrystihúsa
um mái þetta, — þá Þorstein
Arnalds hjá Bæjarútgerð
Heykjavikur, Einar Sigurðsson
hjá Hraðfrystistöðinni og Einar
Sveinsson, framkvæmdastjóra
Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar.
Fara viðtölin hér á eftir:
Framhald á bls. 4
Verið getur, að fyrstihúsaeigendur ákveði á fundi
i dag að hætta allri móttöku á karfa tilvinnslu.
HÚSIN TAPA ALLT AÐ 100,000
Á DAG Á KARFAVINNSLUNNI
í FRYSTI-
IONAÐINUM
a Iþýðu
ÁR
FIMMTUDAGUR 27. JÚLI 1972 53.
164 TBL
Brezku verkföllin
hafa kostað Eimskip
um 300,000 á dag
y.
ÞRJÚ skip Eimskipafélags Is-
lands hafa nú lokazt inni i brezk-
um höfnum vegna vinnustöðvun-
ar hafnarverkamanna i Bret-
landi. Félagið tapar um 300 þús-
und krónum á dag sökum verk-
fallsins og er þá ekki reiknað með
tekjumissi félagsins vegna
stöðvunarinnar.
„Þetta verkfall kom okkur
mjög á óvart og hafa þrjú af skip-
um okkar þegar stöðvazt af þess-
um sökum. Úrskurður dómstóls-
ins um fangelsum hafnarverka-
mannanna fimm setti allt á annan
endann”, sagði Árni Steinsson hjá
Eimskipafélagi íslands i samtali
við Alþýðublaðið i gær.
„Reyndar hafði verið búið að
boða verkfall hafnarverkamann-
anna frá og með 28. júli, en þvi
vár búið að fresta tvisvar sinnum.
Fyrst átti verkfallið að skella á
fyrir sex vikum, en siðan var þvi
frestað um fjórar vikur”, sagði
Arni.
Tvö skipanna lokuðust i brezkum
höfnum um helgina. Ljósafoss er
lokaður inni i Grimsby með 900
Framhald á bls. 4
Þorskastríð í Norðursjó?
Svo getur farið að angar þorskastriösiiis teygi sig út á Norðursjóinn.
t samtali sem biaðið átti i gær við Jakob Jakobsson tiskifræðing, kom
fram,að Hafrannsóknarstofnunin áformar að senda leitarskipið Árna
Friðriksson að nýju i Norðursjóinn 1. september n.k.
„En það er alveg undir hælinn lagt hvort farið verður”, sagði Jakob.
„Það fer alveg eftir þvi, hvort samkomulag næst um landhelgina eða
ekki, þ.e. hvort Bretar gripi þá til einhverra gagnráðstafana vegna
stækkunar islenzku landhelginnar”.
Sem sagt, þorskastriðið getur teygt anga sina i Norðursjóinn og til
þeirra islenzku báta sem þar stunda sildvciðar.
W.