Alþýðublaðið - 27.07.1972, Blaðsíða 2
ÚTBOÐ
Tilboð óskast i nýbyggingu barnaskólans i
Neskaupstað, fyrri áfanga. Húsið er á
einni hæð, 374 fm að flatarmáli og 1380
rúmm að rúmmáli.
Verk-áfangar eru:
1972: Lokið við grunn.
1973: Bygging gerð fokheld, unnið að lögn-
um og múrhúðun innanhúss.
1974: Bygging fullgerð 1. september.
Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu bæjar-
tæknifræðingsins i Neskaupstað alla virka
daga kl. 17—19 gegn 5000 króna skila-
tryggingu.
Tilboð verða opnuð i skrifstofu bæjarstjór-
ans i Neskaupstað þriðjudaginn 15. ágúst
1972 kl. 11.
Bæjartæknifræðingurinn í Neskaupstað.
Auglýsing
um gjalddaga og innheimtu
opinberra gjalda í Reykjavík
Álagningu opinberra gjalda 1972 er nú
lokið og hefur gjaldendum verið sendur
álagningarseðill, þar sem tilgreind eru
gjöld þau, er greiða ber sameiginlega til
Gjaldheimtunnar samkvæmt álagningu
1972.
Gjöld þau, sem þannig eru innheimt og
tilgreind á álagningarseðli eru þessi:
Tekjuskatíur, eignarskattur, kirkju-
gjald, slysatryggingargjald vegna
heimilisstarfa, iðnaðargjald, slysa-
tryggingargjald atvinnurekenda skv. 36.
gr. 1. nr. 67/1971 um almannatryggingar,
lifeyristryggingagjald skv. 25. gr. sömu
laga, atvinnuleysistryggingagjald, al-
mennur launaskattur, sérstakur launa-
skattur, útsvar, aðstöðugjald, kirkju-
garðsgjald, og iðnlánasjóðsgjald.
Samkvæmt reglugerð nr. 95 1962 um
sameiginlega innheimtu opinberra gjalda
i Reykjavik lgr. b lið, ber hverjum
gjaldanda að greiða álögð gjöld, að frá-
dregnu þvi sem greitt hefur verið fyrir-
fram, með 5 jöfnum greiðslum þ. 1. ágúst,
1. sept, 1. okt, 1. nóv, og 1. des. Séu
mánaðargreiðslur ekki inntar af hendi 1-
15 hvers mánaðar, falla öll gjöldin i ein-
daga og eru lögtakskræf.
Ef gjöld eru ekki greidd áður en 2
mánuðir eru liðnir frá gjalddaga, verður
gjaldandi krafinn um dráttarvexti af þvi
sem ógreitt er, 1% fyrir hvern mánuð eða
brot úr mánuði, sem liður þar fram yfir
frá gjalddaga, unz gjöldin eru greidd.
Dráttavextir verða reiknaðir við áramót
og innheimtir sérstaklega á næsta ári.
Gjaldendum er skylt að sæta þvi, að
kaupgreiðendur haldi eftir kaupi þeirra
tilskyldum mánaðarlegum afborgunum,
enda er hverjum kaupgreiðanda skylt að
annast slikan afdrátt af kaupi að viðlagðri
eigin ábyrgð á skattskuldum starfs-
manna.
REYKJAVÍK 27. JÚLÍ 1972
GJALDHEIMTUSTJÓRINN.
Deildar meiningar
ÚNÝTUR, ÆTLA
SUMIR STADARMENN
Egiisstaðafiugvöil
Alþýðublaðið hefur það eftir ör-
uggum heimildum á Egilsstöð-
um, að flugvöllurinn þar i pláss-
inu sé vægast sagt ónýtur, vegna
þess að burðarþol hans sé ófull-
nægjandi. Einu úrbæturnar, sem
að gagni mættu koma, væri
annaðhvort að skipta um jarðveg
i brautinni eða leggja nýja, á
öðrum stað.
Eins og nú er, sagöi heimildar-
maður okkar, veröur völlurinn
ófær á hverju ári vegna aur-
bleytu.
t sumar voru gerðar jarðvegs-
athuganir i nágrenni vallarins á
vegum Flugmálastjórnar, og
kom þá i ljós, að bora mátti 20
metra niður án þess að koma á '
fast. Það segir hins vegar ekki
alla söguna: jarðvegurinn getur
verið nógu þéttur til þess að bera
flugbraut, en það er ekki full-
kannað ennþá.
Heimildarmaður okkar á Egils-
stöðum fullyrti heinsvegar, að
verði lögð flugbraut á þeim stað,
þar sem athuganirnar voru gerö-
ar eða til vesturs, geti aðflugshæð
lækkað úr 1500 metrum, eins og
hún er nú, niður i allt að 300 metra
og hefði það að sjálfsögðu geysi-
mikla þýðingu fyrir flugmál á
Austurlandi.
Þegar Alþýðublaðið bar þetta
undir starfsmann Flugmála-
stjórnar, sem hefur starfað við
þessar mælinga, svaraði hann þvi
til, að þeir á Egilsstöðum rækju
sifelldan áróður fyrir endurbót-
um á flugvellinum, og þeir heimt-
uðu meira að segja aðflugshalla--
ljós.
Þetta sagöi hann vera of dýrt i
framkvæmd, og hann bætti þvi
við, að yrði ráðizt i lagningu
vesturbrautarinnar, yrði m.a. að
kaupa upp Egilsstaðabúið.
Fleiri upplýsingar um flug-
vallaathuganirnar lágu ekki á
lausu hjá Flugmálastjórn, og
hafa þær heldur ekki borizt til
starfsmanna flugvallarins á
Egilsstöðum.
Mátti heyra á heimildarmanni
okkar, að honum likaði það ekki
vel, og einnig var svo að heyra, að
afstaða Flugmálayfirvalda til
flugvallarins sé ekki þeim mjög
að skapi.
11 SÆKJA
UM DÚMARA-
EMBÆTTI
Nýlega rann út umsóknarfrest-
ur um tvö embætti héraðsdómara
við embætti sýslumannsins i
Gullbringu- og Kjósarsýslu og
bæjarfógetaembættið i Hafnar-
firði.
Um embættin sóttu sex menn:
Jón P. Emils, hrl., Guðmundur
Jóhannesson, fulltrúi, Kristján
torfason, fulltrúi, BirgirMár Pét-
ursson, fulltrúi, Sigurður Hallur
Stefánsson, fulltrúi, og Stein-
grimur Gautur Kristjánsson, full-
trúi.
Þá rann nýlega út umsóknar-
frestur um þrjú embætti borgar-
dómara við embætti yfirborgar-
dómara i Reykjavik.
Um borgardómaraembættin
sóttu fimm aðilar: Gisli G.tsleifs-
son, hrl., Jón P. Emils, hrl., Auð-
ur Þorbergsdóttir fulltrúi., Björn
Þ. Guðmundsson, fulltrúi, og
Hrafn Bragason, fulltrúi.
HAFNFIRÐINGAR HERÐA SUNDTOKIN
Hafnfirðingar hafa tekið mik-
inn sprett i Norrænu sundkeppn-
inni að undanförnu og ógna nú
Reykvikingum i keppninni milli
Akureyrar, Reykjavikur og Hafn-
arfjarðar.
Akureyringar hafa ennþá for-
ystuna i keppni þessarra þriggja
bæja, eru með 5,97 sund á hvern i-
búa, og eru nokkuð öruggir með
sigur. Reykvikingar eru með 3,45
sund á hvern ibúa, og ekki langt á
eftir koma Hafnfirðingar með
3,01 sund á ibúa, og eru þeir nú
sem óðast að ná Reykvikingum.
t keppni milli Keflavikur og
Vestmannaeyja hafa Eyjamenn
örugga forystu, eru með 4,43 sund
á móti 2,80 sundum Keflvikinga.
Frá byrjun Norrænu sund-
keppninnar hafa alls 45,432 lands-
menn synt i keppninni, eða tæpur
f jóröungur. Sundin eru orðin alls
596,233, og milljón sunda markið
ætti ekki að vera fjarlægur
draumur áður en keppni lýkur 1.
október. Siðast þegar Norræna
sundkeppnin fór fram, sumarið
1969, syntu alls 44, 541 tslendingur
200 metrana.
AFREYKING
í ÚTLANDINU
t tvö ár hafa dönsk
stjórnvöld staöið fyrir
tilraunum með að
venja ungmenni af
eiturlyfjaneyzlu og k
hefur einn liðurinn i
þeirri viðleitni verið
hálfsmánaðar ferða-
lag til annars lands
fyrir sjúklingana.
Ferðalögin verða nú
lögð niður, þar eð ekki
þykja þau hafa gefið
nógu góða raun.
Samtals hafa verið
farnar 9 hópferðir frá
Danmörku i þessu
skyni og 6 einstakl-
ingsferðir, en samtals
tóku 47 manns þátt i
ferðunum, þessi tvö
ár, sem tilraunin hef-
ur staðið.
Aðeins einu sinni
varð þó sjúklingi á að
veröa sér úti um 2
grömm af hassi og
annar hafði meðferðis
efnið metadon, án
þess þó að gera sér
þess grein, að norsk
tolly firvöld bönnuðu
að fara með það inn i
landiö.
Þetta varð til þess,
að allur hópurinn var
sendur heim aftur.
Annað álika slys
varð, er hópur sjúkl-
inga fór i ferð til Svi-
þjóðar. Ferðir voru
farnar með þetta fólk
til Möltu, Rhodos,
Mallorku og Frakk-
lands, auk Norður-
landanna.
Um þriðjungur
sjúklinganna stundar
nú vinnu reglulega, en
einn hefur látizt af or
stórum eiturlyfja-
skammti.
— Aðeins úrvals vörur —
Sólskýli
Svefnpokar
Vindsængur
Bakpokar
GEísm
Vestiu-götu 1.
Utigrill
Picnic-töskur
Gassuðutæki
F erðaprímusar
2
Fimmtudagur. 27. júli T972