Alþýðublaðið - 27.07.1972, Qupperneq 3

Alþýðublaðið - 27.07.1972, Qupperneq 3
STRAX EFTIR VINDUR Myndir frá heimsmeistaraein- viginu i skák verða á dagskrá sjónvarpsins þrjá fyrstu dagana eftir sumarfriið, en útsendingar hefjast að nýju á þriðjudaginn kemur. Að öðru leyti verða á dagskrá fyrstu vikuna ýmsir gamlir kunn- ingjar, og engar stórvægilegar breytingar á efnisvali né niður- röðun er að finna. Ashtonfjölskyldan snýr nú aftur á skerminn eftir nokkurt hlé, en 14. þáttur verður sýndur á þriðju- daginn. Sagt er, að 60 þættir séu til um þessa ágætu fjölskyldu, en talið, að 13 þættir i lotu sé hæfileg- ur skammtur fyrir meðal sjón- varpsáhorfanda. Þá er Valdatafl á dagskrá á miðvikudaginn, siðan ofurhug- arnir i Ironside á föstudag, og kennarinn fjörugi i þættinum Framhald á bls. 4 - OG ÞAU ERU ENN Á DAGSKRÁ Vegna hins afburða lélega markaðar i Danmörku þessa stundina, hafa nokkrir skipstjór- ar á sildveiðibátum i Norðursjó gripið til þess ráðs að sigla með aflann hingað heim. Sildin er nú orðinn átulaus og vel feit, og þvi mjög góð til frystingar. 1 gær komu þrir bátar heim úr Norðursjónum meðsild, örfirisey landaði á Akranesi, Héðinn i Keflavik og i Hafnarfirði og Eld- borgin i Reykjavik. Við skrupp- um niður á Granda um kaffileytið i gærdag, og tókum Gunnar Her- mannsson skipstjóra á Eldborg- inni tali. ,,Það er mjög mikill áhuga meðal okkar skipstjóranna ytra að sigla heim með aflann meðan markaðurinn er svona lé- legur i Danmörku, en okkur finnst að við eigum ekki miklum skiln- ingi að mæta hér heima”, sagði Gunnar. ,,t vor var talað um að það vantaði 4000 lestir sildar i beitu fyrir næsta vetur, og þessa sild eigum við alls ekki að veiða hér heima, heldur flytja hana heim frá Norðursjónum. En þaö brá svo við að þegar farið var að at- huga með heimflutning sildar, að óvist var hvort fyrir lægi ábyrgð um kaup á sild til beitu, og nú höf- um við fregnað að fengist hafi á- byrgð fyrir kaupum á 2000 lest- um, eða helmingi þess sem vant- ar fyrir veturinn. Þetta teljum við ekki nægilega gott”. Gunnar sagði at fyrstihúsin hér borguðu 12 krónur fyrir kilóið af sildinni, og það borgaði sig að sigla heim með aflann meðan verðið væri svona lágt i Dan- mörku. Astæðuna fyrirlágu verði kvað Gunnar vera mikið framboð og mikla hita sem nú ganga yfir Danmörku. Auk þess væri sildin blönduð, en inn á milli væri sild eins og hún fengist bezt úr Norð- ursjónum, þannig væri sildin sem þeir væru nú að landa. „Við erum búnir að vera þrjár vikur i Norðursjónum, fórum þangað beint úr kolmunnanum fyrir austan. Okkur hefur gengið prýðilega, seldum tvisvar úti og nú erum við að land i þriðja sinn. Aflinn i þetta sinn er um 3000 kassar af sild, eða 120—130 lest- ir”. Gunnar kvað það mikinn mun, að hér heima fá bátarnir kassana aftur, en úti verða þeir að selja þá með aflanum, og kaupa svo aðra i Framhald á bls. 4 Við tókum myndina á Grandanum i gær. Hún er af Gunnari Hermannssyni skipstjóra og börnum hans, Kristjöriu , U'nu og Haraldi. Ljósm. SS. 19 SKÆRUUDAR FELLDIR í JÚGÚSLAVÍU Júgóslavnesk fréttastofa til- kynnti i gærkvöldi, að öryggis- sveitir stjórnarinnar hefðu ráðið niðurlögum 19 manna hóps skæruliða i siðustu viku. Skæru- liðarnir komust inn i landið með SER I FRÍ ólöglegum hætti frá Austurriki i júni og höfðu þeir heitið þvi að koma af stað uppreisn i landinu gegn kommúnistum. 1 fréttatilkynningu frá innan rikisráðuneytinu i Belgrad er sagt, að samtals 13 manns úr ör- yggissveitum stjórnarinnar hafi fallið i viðureigninni við skæru- liðana. Skæruliðarnir voru að sögn mjög vel vopnum búnir til skæru- hernaðar og voru þeir klæddir samskonar einkennisbúningi og Ustasja-menn, eða hvitliðar, i siðari heimsstyrjöldinni. Sagt er, að öfgamennirnir hafi ætlað sér að berjast fyrir frelsi og sjálfstæði Króatiu. A nazistatimabilinu og á striðs- árunum hafði Ustasja-hreyfingin öll völd i sinum höndum i Króatiu i skjóli þýzkra nazista. — Verulegur liðsauki Okkur barst verulegur liðsauki i landhelgismálinu siðastliðinn mánudag. Kinverjar lýstu þvi þá yfir að litil strandriki ættu allan rétt á að banna fiskiskipum annarra og stærri þjóða að veiða á mið- um þeirra, utan hinna viðteknu 12 milna marka. Það var fulltrúi Kina á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um frið- samlega nýtingu landgrunnsins, en sú ráðstefna er haldin i Genf i Sviss, sem las yfirlýsingu um þetta efni. Fulltrúinn, Chen Chi-fang, sagði að risaveldin og önnur stór riki noti fiskveiðiflota sinn til rányrkju á miðum annarra rikja. „Ofriki hinna fáu stórvelda á sviði fiskveiða og stöðug ásókn þeirra á grunnsævi annarra rikja, hefur þegar valdið miklu tjóni efnahagslegu sjálfstæði ýmissa smárikja”, sagði m.a. i yfirlýsing- unni. Mættu vera fleiri Nixon Bandarikjaforseti fékk á mánudaginn i hendur skýrslu um baráttu stjórnarinnar gegn eiturlyfjadreifingu, og sagði við það til- efni, að hann óskaði eftir þvi að tala þeirra, sem handteknir eru fyr- ir eiturlyfjadreifingu verði tvöfölduð á næsta ári. Undanfarið ár voru 16.144 handteknir i Bandarikjunum vegna eit- urlyfja, en 8.465 þar áður. „Við munum gera okkar bezta til að tvö- falda fjölda hinna handteknu”, svaraði Myles Ambrose, ráðgjafi forsetans i þessum málum. Hann bætti þvi við að i hitteðfyrra hafi 1.651 pund af heróini verið gert upptækt i heiminum, sú tala hafi i fyrra aukizt upp i 3.966 pund. Metvika í morðum Siðasta vika var i einu tilliti metvika i New York. Þar voru þá viku framin 57 morð. I meðalviku eru þau 31. 26 hinna 57 voru stungnir til bana, 24 skotnir, 10 fórnarlamb- anna voru heróinsjúklingar. Af þeim voru tvær stúlkur, 15 og 17 ára skotnar inni á bar. Hinn mikli hiti þar i borg er sagður ef til vill eiga einhverja sök, en einnig að þessa vikuna voru sendir út peningar með lif- eyri. Life brást bogalistin LIFE reyndi — en of seint — að koma i veg fyrir að Nixon útnefndi Spiro Agnew varaforsetaefni sitt á nýjan leik. Tveggja og hálfs dálks leiðara og viðeigandi teiknimynd i siðasta blaði LIFE, sem út kom á mánudag, var varið til þess að hvetja Nixon til að velja ein- hvern annan en Agnew. Þetta var of seint, þvi á laugardaginn barst tilkynning frá Hvita húsinu um að Spiro Agnew yrði varaforsetaefni i kosningunum i nóvember. „Það er erfitt að imynda sér að Nixon með fjögurra ára reynslu sem forseti og átta ára reynslu sem varaforseti, skuli i rauninni halda að Spiro Agnew sé bezta varaforsetaefni, sem repúblikanar eiga völ á”, sagði i leiðaranum. Mengunarsektir í Japan Sex japönsk fyrirtæki voru á mánudaginn fundin sek um að hafa valdiðloftmengun og dæmd til að greiða niu manns 286.396 dollara i skaðabætur, en þetta fólk hafði hlotið astma og bronkitis. Það var héraðsdómur i Yokkaiehi, hafnarborg i Mið-Japan sem felldi þennan úrskurð, en hann er fyrsti sliks eðlis þar i landi. Það var i september 1967, sem fyrrgreindir niu stefndu fyrirtækj- unurn, og fóru fram á 651.233 dollara i bætur. Sfðan hafa tveir þess- ara niu látist. Dómurinn lækkaði bótaupphæðina m.a. á þeim forsendum að mengunin gæti að nokkru leyti stafað af öðrum fyrirtækjum. 21 STIG! Misskipt er mannanna gæð- um. Hér sunnaniands og suð- vestan er sifelldur rigningar- suddi, en þeir fyrir norðan og austan segja okkur með stolti, að hjá þeim sé nú aldeilis heitt. liitastigið komst liklega. hæst á Egilsstöðum I gær þar fór hann upp i 21 stig. SJONVARPID einvígiðH BÁTAM „HÖRFA” HEIM OG SEUA SILDINA HÉR Fimmtudagur. 27. júlí 1972 3

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.