Alþýðublaðið - 27.07.1972, Qupperneq 4

Alþýðublaðið - 27.07.1972, Qupperneq 4
12 Hef opnað lækningastofu í LÆKNASTOÐINNI Glæsibæ Álfheimum 74 Glæsibæ, Álfheimum 74. Sérgrein: kven- sjúkdómar og fæðingahjálp. Viðtalstimi eftir umtali i sima 86311. Viglundur Þór Þorsteinsson læknir. JAZZBALLETTSKÓLI BÁRU Dömur ath. Dömur ath. LÍKAMSRÆKTIN Likamsrækt og megrun fyrir konur á öll- um aldri. Morgun- dag- og kvöldtimar. Upplýsingar og innritun i sima 83730. JAZZBALLETTSKÓLI BÁRU. EIMSKIP 3 tonn af frystum fiski og hvalkjöti sem aðeins á markað i Bretlandi. Askja liggur i höfn i Weston Point með 250 tonn af mjöli innanborös og átti skipið að taka talsvert magn af vörum þar. Þriðja skipið Bakkafoss kom i fy'rrakvöld til Ipswich, en þar átti að losa úr honum talsvert magn af mjöli. Mánafoss átti samkvæmt áætl- un að koma til Felixstow á þriðju- dag, en þar sem hann var ekki með neinar vörur þangað, hélt hann beint til Hamborgar. 1 kvöld á Dettifoss að leggja af stað frá Reykjavik til Felixstow og Hamborgar og á samkvæmt á- ætlun að vera i Felixstow á þriðjudag. Verði verkfallið ekki leyst fyrir þann tima, fer skipið beint til Hamborgar án viðkomu á Bretlandi. Felixstow er aðalviðkomuhöfn skipa Eimskipafélagsins á Bret- landseyjum. Um tap Eimskipafélagsins vegna stöövunar skipanna þriggja i höfnum á Bretlandi sagði Arni Steinsson að tapið væri ekki undir 300 þúsund krónum á dag og væri þá aðeins reiknað með föstum dagkostnaði, það er launum og hafnargjöldum, en tekjumissir félagsins ekki tekinn inn i dæmið. — GUÐGEIR______________________9 pól á hæðina með þvi að vikja Guðgeiri úr liðinu og velja i hans stað Þóri Jónsson, Val. Um þetta efasl enginn sem sá Guðgeir leika Keflvikingana hans Ilafsteins svo grátt á þriðjudaginn. Ilér er greinilega á ferðinni nýtt landliðshneyksli — SS. t Móðir min Ólafla Sigriður Þorvaldsdóttir lézt i Borgarspitalanum miðvikudaginn 26. júlf. Gréta Hjartardóttir. Sonur okkar og bróðir Kjartan Jónsson lézt af slysförum 24. júli. Jarðarförin fer fram laugardag- inn 29. júli frá Hafnarfjarðarkirkju kl. 10.30 árdegis. Blóm og kransar afbeðnir, en þeir sem vildu minnast hans, láti liknarstofnanir njóta þess. Sigrún Aðalbjarnardóttir Jón Pálmason Þorgerður Jónsdóttir. Alúðarþakkir fyrir samúð og vináttu viö andlát og útför eiginmanns mins, föður okkar og tengdafööur, Júlíusar Guðmundssonar Klapparstig 13. Sérstakar þakkir til starfsfólks á E-6 Borgarspítalanum, fyrir góða hjúkrun og umönnun. Guð blessi ykkur öll. Sigriður Jónsdóttir Bára Ólina Sigriður Jón Hólmsteinn Guðmundur Jónina Guðrún Ragnheiður Ulfar Jakobsen Einar K. Magnússon Dóra Hannesdóttir Guöleif Pétursdóttir Richard Björgvinsson Jón Ól. Halldórsson afa og langafabörn KREPPUASTÁND I FRYSTIIÐNAÐINUM Framhald af bls. 1. Þorsteinn Arnalds hjá Bæjar- útgerð Reykjavikur sagði það rétt vera, að mjög alvarlegt ástand væri nú i sambandi við karfavinnslu frystihúsanna. „Endarnir ná alls ekki saman i sambandi við þá vinnslu og hef- ur ástandið farið hriðversn- andi”, sagði Þorsteinn. Sagði hann ástæðurnar einkum tvær, — i fyrsta lagi kostnaðarhækkun hjá frystihúsunum i sambandi viö vinnsluna og i öðru lagi erfiðari og dýrari vinnslu vegna þess, að fiskurinn hafi farið smækkandi. Sagöi Þorsteinn, að forráðamenn hraðfrystihúsa hgfðu mjög þungar áhyggjur af ástandinu. Einar Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri Hraðfrysti- stöðvarinnar, sagði i viðtali við blaðið, að mjög mikið vantaði upp á, að vinnsla karfans stæði undir sér. Sagði hann, að hrað- frystihúsamenn hefðu haldið með sér fund s.l. mánudag um málið og staðfesti, að annar fundur hefði verið boðaður i dag, þar sem m.a. yrði rætt um, hvort stöðva ætti alla móttöku á karfa. „Þetta ástand er búið að standa lengi”, sagði Einar. „Við höfum átt um það viðræður við sjávarútvegsráðherra og hefur hann tekið málaleitunum okkar vel, en enn hefur þó ekkert verið aðhafst i málinu af hálfu ráðu- neytisins”. Aðspurður um það, hvaða lausn hefði helzt verið rædd við ráðherrann sagði Einar, að einna helzt hefði verið rætt um að fella niður útflutningsgjaldið og að taka upp einhverjar greiðslur úr verðjöfnunarsjóði til karfavinnslunnar. „Tapið er nú frá 50—100 þús kr. á vinnsludag hjá meðal- frystihúsi á karfavinnslunni og vantar upp á sem svarar kr. 1,64 á hráefniskiló svo vinnslan standi undir sér”. Einar Sigurðsson sagði það einnig vafalaust, að ef móttakan á karfa yrði stöðvuð væri ekki um annað að ræða, en að leggja togurunum, þar sem útilokað væri að sigla með karfa til sölu erlendis. „Þá mun einnig alvarlegt at- vinnuleysi halda innreið sina hjá fólki i hraðfrystiiðnaðin- um”, sagði Einar. „Hér á Suð- vesturlandi byggja flest hrað- frystihús þannig á togaraafla og i þeim húsum leggst vinna sennilega alveg niður, þótt afli báta geti staðið undir áfram- haldandi vinnslu frystihúsa i öðrum landshlutum”. Alþýðublaðið ræddi einnig við Einar Sveinsson, framkvæmda- stjóra Bæjarútgerðar Hafnar- fjarðar um karfavinnsluna i gær. „Það er ekkert launungar- mál, að bullandi tap er á karfa- vinnslunni. Þvi sem næst allur afli togaranna, sem hér leggja upp, er karfi. Eins og sakir standa borgar sig engan veginn að vinna karfann og það, sem framleitt hefur verið að undan- förnu eru allt óseldar birgðir. Nú er búið að fylla upp i alla Rússlandssamninga og karfa- markaðurinn i Bandarikjunum er svo óverulegur, að alls ekki er grundvöllur aö vinna fyrir hann”, sagði Einar i samtalinu við blaðið. Aðspuröur sagðist Einar ekki vita, hvort taldir væru mögu- leikar á að ná frekari samning- um um sölu á frystum karfa til Sovétrikjanna, og bætti við: „En eins og verðið er nú á karfa á Rússlandsmarkaði stendur það ekki undir vinnslukostnað- inum”. Um afleiðingar þeirra erfið- leika, sem nú steðja að frysti- húsunum og togaraútgerðinni, sagði Einar Sveinsson, fram- kvæmdastjóri B.O.H. ennfrem- ur: „Ég sé ekki betur en afleið- ingar þessa verði þær, að togar- arnir verði bundnir, enda kem- ur það af sjálfu sér, þegar ekki þykir fært lengur að taka á móti karfa og vinna hann”. Bæjarútgerð Hafnarfjarðar leggja nú upp þrir togarar, þeir Mai, Haukanesið og Rán. 70% í BRÆÐSLU! „Þctta ber allt að sama brunni”, sagði Jakob Jakobsson fiskifræðingur þegar við bárum undir hann fréttina um karfann i gær. „Þetta er enn ein sönnun- in um þá gengdarlausu sókn sem stunduð hefur verið á undanförnum árum, og sýnir glögglega aö þorskstofiiinn hef- ur verið kominn á heljarþröm”. Þá hefur biaðið fregnað að sóknin i karfastofninn hafi einn- ig verið gegndarlaus, og sifellt sé veiddur minni karfi. Þannig hefi nýlega aðeins 29% af karfaafla eins togarans þótt nýtanlegur til frystingar, 71% hafi verið of smár og þvi allur farið i bræðslu. SKÁKIN unni. Staðan er harla skemmti- leg, kóngur Fischers kominn alla leið yfir borðið) 47. ... Hc2 48. Kh2 Hcl 49. Kgl og hér sömdu kapparnir um jafntefli eftir fjörugustu skák einvigisins. Gunnar Gunnarsson. AFLEITT___________________12 þvi áleit hann hafa skemmst svo, að ekki yrði hægt að selja það á fullu verði. Rúðan hafði verið brotin með steinhellu, sem lá i glugganum, og virtist hún hafa verið tekin úr vegg. Lögreglan tók helluna til athugunar, og fljótlega fannst veggurinn, sem hún hefði verið tekin úr. Heiðar sagði, er við töluðum við hann, að hann vildi ekki trúa þvi, aö Vestmannaeýingar hefðu verið þarna að verki, þó það sé engan veginn útilokað. Helzt hallaðist hann að þvi, að þetta væru að- komumenn, en alltaf er talsvert slangur af þeim I bænum. ÚRBÆTUR 5 40% byggingarkostnaðarins, verkamannabústaðalánið jafn hátt, 40% eða alls 80% bygginga- kostnaðar bæði lánin eftir sem áöur. Ef þessi leið er farin verða lánakjör verkamannabústaða ávallt hlutfallslega jafn hagstæð án tillits til ibúðastærðar. Eins og áður segir var frum- varp Jóns Armanns Héðinssonar ekki afgreitt á þinginu i fyrra. Það var kistulagt i nefnd. En þau atriði, sem Jón benti þar á, er ávallt hægt að leiðrétta og þar að auki tiltölulega auðvelt. Er þvi sjálfsagt og eðlilegt að rifja málið upp og vekja athygli á þvi i umræðum um húsnæðismál- in i heild og þau vandkvæði, sem þar er við að etja. SIGLA HEIM 3 staðinn, og þá yfirleitt á dýrara verði. „Þeir eru margir orðnir lang- þreyttir úti, enda hafa þeir verið að frá byrjun júni. Sumum hefur gengið vel, öðrum bölvanlega, og þeim sem verst hefur gengið, hef- ur komið til hugar að hætta og koma heim. Það er bara misjafnt hvort þeir hafa að einhverju að hverfa”. Gunnar sagðist búast við þvi að veröa i Norðursjónum til ágústloka. „Þá hef ég mikinn áhuga á þvi að reyna við loðn- una”, sagði Gunnar, en hann á i pöntun flottroll hjá netagerð Ingólfs Theódórssonar i Vest- mannaeyjum . Hyggst Gunnar reyna trollið á loðnuna frá nóvember fram i janúar, en á þeim tima hefur loðnuveiði ekki verið reynd svo nokkru nemi áð- ur. „Og svo er það kolmunninn, maður. Við lóöuöum 4 stórar breiður af kolmunna þegar við sigldum við Færeyjar á heimleið- inni, og þann fisk verðum við með einhverju móti að nýta”, sagði Gunnar um leið og hann sýndi undirrituðum svarta flekki á dýptarmælinum, sem sýndi greinilega hið geypimikla kol- munnamagn sem verið hefur við Færeyjar. Leitarskipiö Arni Friðriksson hefur verið flotanum i Norðursjó til aðstoðar siðasta mánuðinn, og var Jakob Jakobsson fiskifræð- ingur leiðangursstjóri. Arni Friðriksson er nú kominn til Reykjavikur aftur, og náðum við sem snöggvast tali af Jakobi i gær. .Veiðin hefur verið heldur betri við Skagerak nú en i fyrra, og framboðið þvi meira”, sagði Jakob þegar við spurðumst fyrir um ástæðuna fyrir lélegum sölum islenzku bátanna að undanförnu. „Þá hefur sildin verið blönduð, og það hefur dregið úr verðinu, ásamt miklum hitum sem minnka geymsluþol sildarinnar. Aftur á móti er átan horfin úr sildinni, og gerir það hana betrí til frystingar”. ' „Það verður að gera i þvi að flytja þessa sild heim meðan hún er svona feit”, sagði Jakob, og hann tók i sama streng og Gunn ar, um að áhuginn væri fyrir hendi hjá skipstjórunum, svo framarlega sem þeir fá nægilega fyrirgreiðslu. Að sögn Jakobs hefur allt geng- ið óhappalitið fyrir sig hjá is- lenzku bátunum i Norðursjónum fram að þessu. A dagskrá Hafrannsóknar stofnunarinnar er að senda Arna Friðriksson aftur i Noröursjóinn 1. september, en hvort úr þvi veröunfer eftir framgangi land- helgismálsins, þ.e. hvort Bretar gripa til einhverra gagnráöstaf- ana vegna útfærslunnar 1. september. — SS. SJONVARP____________________3_ „Hve glöð er vor æska” svikur okkur áreiðanlega ekki á laugar- dagskvöldið. Leonard Bernsteiner m.a. með André Watts i þætti sinum „Tón- leikar unga fólksins” á föstudags- kvöldið, og ekki ætti Evrópu- keppni i suður-ameriskum döns- um að koma sjónvarpsáhorfend- um á óvart á laugardagskvöldið. En svo við snúum okkur aftur að fyrsta útsendingardeginum, þriðjudeginum, þá hefst þáttur um skákeinvigið strax eftir veður og auglýsingar, en seinna um kvöldið mætir Eiður Guðnason galvaskur til leiks i þættinum „Setið fyrir svörum”, en Ómar Ragnarsson lýkur dagskránni með iþróttaþætti. Að lokum má geta þess, að dag- skrá fyrstu sjónvarpsvikunnar verður birt i heild i Alþýðublaðinu á laugardaginn. NESVOLLUR_________________8 tiðinni. en á honum hafa verið gerðar nokkrar breytingar i sumar. Ilafa tvær brautir verið lengdar að mun, 4. og 5. brautin, auk þess sem ný braut verður tekin i notkun — 6. braut, sem er par 3 rétt 100 metrar að lengd. Leggst þvi gamla 9. brautin nið- ur. A föstudagskvöld 28/7. 1. Þórsmörk 2. Landmannalaugar, 3. Kerlingarfjöll — Hvera- vellir, 4. Kerlingargljúfur. Á laugardagsmorgun. 1. Lakagigar (4 dagar). Ferðafélag Islands, Oldugötu 3, simar: 19533 — 11798. 4 Fimmtudagur. 27. júli 1972

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.