Alþýðublaðið - 29.07.1972, Qupperneq 3
TID BERKLASMIT
Á SIGLUFIRÐI s
Tveir ungir siglfirzkir sjómenn
voru fyrir nokkrum dögum fiuttir
á Kristneshæli, en þeir eru taldir
vera með smitandi berkla.
Berklasmits hefur orðið vart á
Siglufirði annað slagið allt siðan i
fyrrasumar.
Samkvæmt upplýsingum, sem
blaðið hefur aflað sér þar nyrðra,
munu um 100 Siglfirðingar vera á
sérstökum berklalyfjum i
varúðarskyni, en augljóst berkla-
smit mun ekki hafa komið fram
hjá öllu þessu fólki.
Alþýðublaðinu hefur ekki tekizt
að fá óyggjandi upplýsingar um
tölu þeirra, sem smitazt hafa af
berklum á Siglufirði, en blaðið
hefur spurnir af sjö tilfellum á s.l.
fjórum vikum.
Varð vart við siðasta tilfellið
fyrir aðeins tveimur eða þremur
dögum og að þessu sinni hjá ung-
um sjómanni.
Siglfirðingur, sem blaðið hafði
tal af i gær i sambandi við þetta
mál, sagði, að vart hefði orðið
iskyggilega margra tilfella, þar
sem fólk hafi sýnt berklasmit, á
undanförnum vikum, en hann
kvaðst ekki hafa nákvæma tölu
yfir bau.
,,Það er almennt álitið hér, að
þau berklasmittilfelli, sem komið
hafa upp á siðustu vikum, séu
iskyggilega mörg, en berklasmits
hefur orðið vart hér á Siglufirði
alltaf annað slagið allt frá þvi i
fyrrasumar. Siðast varð tilfellis
vart fyrir tveimur eða þremur
dögum og þá hjá ungum sjó-
manni.
Þessi berklasmittilfelli virðast
yfirleitt hafa komið upp hjá ungu
fólki.
Liklegt virðist að hægt sé að
rekja þessi tilfelli til ákveðinna
báta, sem héðan eru gerðir út, og
geta menn sér þess til, að berkla-
smit hafi upphaflega borizt
hingað með einhverjum þeirra
frá útlöndum”, sagði Siglfirð-
ingurinn i simtali við blaðið i gær-
dag.
Alþýðublaðið bar þetta mál
undir Sigurð Sigurðsson, land-
lækni, og staðfesti hann, að nokk-
ur tiifelli af berklasmiti hafi kom-
ið upp á Siglufirði. Kvaðst hann
ekki hafa nákvæmar tölur um
þau, en sagði, að þau væru öll
undir eftirliti og i meðferð.
Landlæknir sagði i samtalinu
við Alþýðublaðið: „Læknarnir á
Siglufirði hafa haft þetta til
nákvæmrar athugunar um skeið,
en auk þess fór berkla sérfræð-
ingur héðan úr Reykjavik noTður
nýlega til að gera frekari athugun
ásamt læknunum á Siglufirði á
þessu ástandi.
Tveir sjúklingar eru nú til með-
ferðar á Kristneshæli og nokkur
hópur manna er á berklalyfjum i
Framhald á bls. 6
SATAN LEIKUR FYRIR DANSINUM
Ekki er óliklegt, að næsta vet-
ur heyrist i útvarpinu á föstu-
dögum og laugardögum tilkynn-
ingar á þessa leið: Skóhlióð i
Þórskaffi i kvöld. Eða Satan i
Glæsibæ.
Þessar hljómsveitir ásamt
hljómsveitunum Goðgá frá
Grimsstöðum á Fjöllum, Ný-
rækt og Námsfúsafjólu ætla að
reyna að krækja i titilinn
„táningahljómsveitin ’72” á
'sumarhátiðinni að Húsafelli um
verzlunarmannahelgina.
Þessi keppni er orðinn fastur
liður á sumarhátiðinni, og
ýmsar þekktar hljómsveitir
hafa byrjað frægðarferil sinn
þar. Meðal þeirra eru Gaddavir,
Nafnið frá Borgarnesi og j
Tatarar.
Tilhögun keppninnar verður
með kabaretsniði, og hljóm-
sveitin Trúbrot spilar á milli
atriða. Hljómsveitirnar fimm i
képpninni nota magnara
Trúbrots, koma aðeins með
eigin hljóðfæri, svo skiptingar
eiga að ganga fljótt fyrir sig.
Auk titilsins er keppt um 25
þúsund króna verðlaun.
HANN
HEFÐI
BETUR...
Enn eitt „öryggisbeltaslysið”,
ef svo mætti segja, varö á mótum
Hagamels og Furumeis um
klukkan hálf fjögur i gær. Þvi
köllum við þetta „öryggis-
beltaslys”, að þarna hékk ónotað
belti i öðrum bilnum, en ökumað-
urinn kastaðist á framrúðuna, en
siðan á sætið við hlið sér og slas-
aðist talsvert. En lögregluþjónn
hjá Slysarannsöknardeild, sem
Alþýðublaðið hafði samband við i
gær, sagði, að liklega hefði mað-
urinn sloppið að mestu eða alveg,
hefði hann notað öryggisbletið. —
Myndina tók SS á slysstað.
BILARNIR: NOKKUR BREYT-
ING Á VINSÆLDALISTANUM
Talsverðar breytingar hafa
átt sér stað á sölu nýrra bila frá
þvi á miðju ári i fyrra. Bæði
hefur röðin á tiu söluhæstu
bilunum breytzt og nýjar teg-
undir hafa skotið þar upp kollin-
um. E i heild hefur sala á nýjum
bilum minnkað: um siðustu
mánaðamót höfðu selzt 3.144
bilar frá áramótum, en á sama
tima i fyrra höfðu selst 3.440.
Eflaust er stærsti þátturinn
verðhækkunin, sem varð i vor.
Volkswagen, Ford og Fiat eru
enn söluhæstu bilarnir, eins og i
fyrra, af þeim seldust 454, 285 og
245 bilar, Siðan kemur fyrsta
breytingin, á fjórða sætinu: þar
hefur Sunbeam skotið sér inn
með 211 bila i staðinn fyrir
Volvo, sem nú er kominn niður i
sjötta sæti meðl97 bila. Skoda
hefur lika tekizt að komast upp
fyrir Volvo, hann er i fimmta
sæti með 209 bila.
Næst koma tveir bilar, sem
eru nýliðar meðal tiu efstu bil-
anna. Það eru Toyota með 195
bila (110 i fyrra) og Land-Rover
með 168 bila (105 i fyrra). 1 stað-
inn féllu af listanum Peugeot og
Vauxhall.
Tveir þeirra neðstu hafa
hrapaö heldur betur i sölu, —
Saab i niunda sæti (159 bilar) og
Moskwitch i tiunda (153 bilar),
en þeir voru áður i fimmta og
sjötta sæti.
Meðal sendiferðabila hefur
orðið sú breyting, að Moskwitch
hóf sig úr þriðja sæti i fyrsta (49
bilar), en i staðinn féll Volks-
wagen niður i annað og þriðja
sæti, sem hann skipar ásamt
Ford, með 29 bila sölu.
Röðin á vörubilum er sú sama
og i fyrra eða Mercedes-Benz
(41), Scania (32) og Volvo (26).
Athyglisvert er það, sem
kemur ennfremur fram i
skýrslu Hagstofunnar um bif-
reiðainnflutning fyrri helming
ársins, að sala á stórum banda-
riskum fólksbilum hefur dottið
svo til alveg niður.
Einu bilarnir, sem einhver
sala er i, eru Ford Mercury, en
af honum seldust 80 bilar, og
Chevrolet, en af öllum gerðum
hans seldust 30 bilar.
Hinsvegar seldist aðeins einn
Buick.þrir Pontiac, og einn af
hvorum „smábilnum” Gremlin
og Matador.
Skrifstofustúlka
Rafmagnsveitur rikisins óska eftir að
ráða stúlku til skrifstofustarfa hið fyrsta.
Vélritunarkunnátta nauðsynleg.
Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna
rikisins.
RAFMAGNSVEITUR RÍKISINS
Starfsmannadeild
Laugavegi 116
Reykjavik
(P Sjúkraliðaskóli
verður starfræktur á vegum Borgar-
spitalans og hefst 17. nóvember n.k.
Námstimi er 12 mánuðir.
Upplýsingar gefnar og umsóknareyöublöö afhent á
skrifstofu forstööukonu. Umsækjendur skulu vera
fullra 18 ára og hafa lokiö lokaprófi skyldunáms.
Umsóknir skulu hafa borizt forstööukonu spitalans fyr-
ir 20. ágúst n.k.
Reykjavik, 28. júli 1972.
Heilbrigðismálaráð Reykjavikurborgar.
Framkvæmdastjóri
óskast fyrir félagsheimilið i Grindavik.
Umsóknir um starfið ásamt kaupkröfu og
upplýsingum um fyrri störf sendist for-
manni félagsstjórnar, Svavari Árnasyni,
Borgarhrauni 2, Grindavik, fyrir 20. ágúst
n.k.
Ráðning miðast við 1. október 1972.
F'élagsheimili Grindavikur.
® Aðstoðarlæknar
Stöður tveggja aðstoðarlækna við
skurðlækningadeild Borgarspitalans
eru lausar til umsóknar.
Stöðurnar veitast frá 1. september n.k. til allt að 12
mánaða eftir nánara samkomulagi.
Upplýsingar um stöðurnar veitir yfirlæknir deildar-
innar.
Laun samkvæmt samningi Læknafélags Reykjavlkur
við Reykjavikurborg.
Umsóknir, ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf
sendist Heilbrigöismálaráöi Reykjavíkurborgar fyrir
15. ágúst n.k.
Reykjavik, 28. júli 1972.
Heilbrigðismálaráð
Reykjavikurborgar.
H Tilkynning um útsvör
■J~ í Hafnarfirði
Þeir sem enn eru i vanskilum með fyrir-
framgreiðslu útsvara eru hvattir til að
gera nú þegar full skil.
Eftir 1. ágúst n.k. verða innheimtir fullir
-dráttarvextir á vangoldna fyrirfram-
greiðslu og allt álagt útsvar viðkomandi
gjaldanda fellur i gjalddaga.
Útsvarsinnheimtan i Hafnarfirði.
Laugardagur. 29. júlí T972
3