Alþýðublaðið - 29.07.1972, Blaðsíða 6
í tengslum við Norrænt Fóstrumót efnir
Norræna húsið til sýningar á norrænum
bókum um uppeldisfræði og bókum fyrir
börn á leikskólaaldri i
bókageymslu Norræna hússins 31. júlí 6.
ágúst n.k.
kl. 14—19 daglega.
Gengið er inn úr bókasafninu.
Aðgangur ókeypis. Verið velkomin.
Norræna húsið.
NORRÆNA
HÚSIÐ
Orlofsferðir verkafólks
Ennþá geta félagsmenn verkalýðsfélaga
innan Alþýðusambands íslands komist i
hinar ódýru ferðir á vegum A.S.Í. og
Sunnu til Norðurlanda, Rinarlanda og
Mallorka i ágúst og september n.k.
Allar upplýsingar hjá verkalýðsfélögun-
um og Ferðaskrifstofunni Sunnu, svo og
umboðsmönnum Sunnu, sem jafnframt
skrá þátttakendur.
ALÞÝÐUORLOF.
Lausar stöður
Menntaskólinn á ísafirði hefur þriðja
starfsár sitt næsta haust, Skólinn heldur
uppi kennslu á tveimur kjörsviðum:
Raungreinakjörsviði (tviskiptu i eðlis- og
náttúrufræðibraut) og félagsfræðakjör-
sviði. Nemendafjöldi næsta vegur er áætl
aður milli 120 og 130 i 1. til 3. bekk. Skólinn
er einsetinn. Kennarastöður við skólann i
eftirtöldum greinum eru hér með auglýst-
ar lausar til umsóknar:
1. Erlend mál: aðalgrein þýzka.
2. Erlend mál: aðalgrein enska. Æskilegt
að enskukennari gæti kennt að nokkru
leyti við Gagnfræðaskólann á Isafirði).
3. A félagsfræðakjörsviði (félagsfræði, *
hagfræði, bókhald o.fl): 2/3 úr stöðu,
sem væntanlega verður fullt starf
skólaárið 1973/74. Viðskipta- eða hag-
fræðimenntun æskilegust.
Skólinn sér kennurum sinum fyrir hús-
næði.
Umsóknir með upplýsingum um menntun
og fyrri störf sendist menntamálaráðu-
neytinu, Hverfisgötu 6, Reykjavik, fyrir
20. ágúst n.k.
Athygli skal vakin á þvi, að Gagnfræða-
skólinn á ísafirði auglýsir lausar stöður i
dönsku og viðskiptagreinum. Til greina
kemur að umsækjendur annist jafnframt
stundakennslu við Menntaskólann.
Menntamálaráðuneytið,
24. júli 1972.
Laugardalsvöllur
islandsmótið 1. deild
Víkingur—Vestmannaeyjar
Leika á Laugardalsvellinum i dag kl. 4.00.
Siðast unnu Vestmannaeyingar.
Ilvað skeður nú?
VÍKINGUR
Hafnsögumannsstörf
Eftirfarandi hafnsögumannsstörf hjá
Hafnarfjarðarhöfn (þ.m.t. Straumsvik)
eru laus til umsóknar:
1. Ilafnsögumannsstarf, fullt aðalstarf. Æskilegur há-
marksaldur umsækjenda 40 ár.
Skipstjór n arréttindi og kunnátta i ensku og norður-
landamáli áskilin.
Umsóknarfrestur til 14. ágúst n.k.
2. Ilafnsögumannsstarf, varamaður i forföllum aöal-
inan na.
Skipstjórnarréttindi og kunnátta i ensku og norður-
landamáli áskilin.
Aldurshámark er ekki en krafa gerð um gott heilsufar.
Umsækjandi þarf að geta hafið starf þetta strax, og
er þvi umsóknarfestur aðeins til 4. ágúst n.k.
Nánari upplýsingar veitir undirritaður.
Hafnarstjórinn i Hafnarfirði,
Strandgötu 4,
simar 50113, 52119.
Opinber stofnun
Óskar eftir að ráða ritara til starfa nú
þegai; staðgóð kunnátta i bökahldi og með-
ferð skrifstofuvéla nauðsynleg. Upplýs-
ingar um menntun og fyrri störf sendist
afgreiðslu blaðsins fyrir 10. ágúst n.k.
merkt: ,,ZZ”.
VERKAMENN
Vegna stækkunar Aliðjuversins i
Straumsvik óskum við eftir að ráða
nokkra starfsmenn á eftirtalda vinnu-
staði:
Kersmiðju
Skautsmiðju
Flutninga- og svæðisdeild
í flutninga- og svæðisdeild leitum við sér-
staklega eftir mönnum sam hafa þung-
vinnuvélaréttindi eða eru vanir meðferða
vinnuvéla, svo sem krana, lyftara o.fl.
tækja.
Þeim, sem eiga eldri umsóknir hjá fyrir-
tækinu er bent á að hafa samband við
starfsmannastjóra.
Um'sóknareyðublöð fást hjá bókaverzlun
Sigfúsar Eymundssonar, Austurstræti,
Reykjavik, og bókabúð Olivers Steins,
Hafnarfirði.
Umsóknir óskast sendar eigi siðar en 8.
ágúst 1972 í pósthólf 244, Hafnarfirði.
ÍSLENZKA ALFÉLAGIÐ H.F
STRAUMSVÍK
AFMÆLI
Frú Guðmunda Kristjáns-
dóttir, Uvcrgötu :i( isafiröi,
vcrður 75 ára n.k. mánudag, —
31. júli. Alþvðublaðið sendir
Guðmundu árnaðaróskir.
Siðastliðinn miðvikudag var
dreginn út þriðji vinningurinn i
ö'ryggisbeltahappdrætti
Umferðarráðs. Fór útdráttur-
inn fram á skrifstofu bæjar-
fógeta á Akureyri og kom vinn-
ingurinn, sem er 10 þús. kr. i
peningum, á miða nr. 1441.
Jakob Ó. Pétursson f.v. ritstjóri
á Akureyri dró út vinnings-
númerið.
Samtals hefir nú verið dreift
14 þúsund happdrættismiðum og
um þessa helgi verður dreift 7
þúsund miðum. Fjórði vinn-
ingurinn, sem einnig er 10 þús.
kr. i peningum, verður dregið-úr
öllum þeim happdrætticmiðum
sem dreift hefir verið, eða 21
þúsund miðum. Fyrsti vinn-
ingurinn, sem kom upp á miða
nr. 3601, er enn ósóttur.
BERKLAR______________________3^
varúðarskyni á heimilum sin-
um.”
Alþýðublaðið hafði einnig sam-
band við Sigurð Sigurðsson,
héraðslækni á Siglufirði, en hann
kvaðst ekki myndi svara neinum
spurningum blaðamanna um
þetta mál. ,,Ég vil ekkert um
þetta segja og alls ekki gefa blöð-
unum neinar upplýsingar, enda
ber mér engin skylda til þess”,
sagði héraðslæknirinn.
Alþýðublaðið hafði ennfremur
samband við Jón Eiriksson,
berklalækni, en hann sagði ein-
ungis: ,,Ég vil ekki gefa neinar
upplýsingar og vil ekkert láta eft-
ir mér um þetta mál.” —
SKAKKEPPNI
Skáksamband tslands boðaði til
skákkeppni i gærkvöldi að Út-
gerði i Glæsibæ, þar sem Skák-
klúbbur hefur veriö starfræktur
að, undanförnu.
Þetta var einskonar hraðskák-
keppni, þar sem hámarkstimi var
30 minútur á 30 leiki. 1 umferð
hófst kl. 8 og 2. umferð kl. 10.
3.-6. umferðir verða tefldar i dag
eftir hádegið. Dómari er Frank
Brady.
UROGSKARTGRIPIR
KCRNEUUS
JC’NSSON
SKÖLAVÖRDUSTIG 8
BANKASTRÆ Tl 6
^%1Ö^8818600
AUGLÝSINGASÍMINN
OKKAR ER 8-66-60
6
Laugardagur. 29. júlí 1972