Alþýðublaðið - 29.07.1972, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 29.07.1972, Blaðsíða 9
SIGURÐUR HEFUR BÆTT VIÐ SJG NOKKRUM KILÚUM Maðurinn til vinstri á mynd- inni var mikið umtalaður hér á landi fyrir nokkrum árum. Hann heitir Uwe Bayer, lieim- sfrægur sleggjukastari, og eitt sinn leikari. Það var einmitt í leikarahlut- verkinu sem nafn hans komst á hvers manns varir hér uppi á ís- landi. Uwe lék nefnilega Sigurð Fáfnisbana i samnefndri kvik- mynd sem tekin var hér á landi á sinum tima. Sfðan eru liðin nokkur ár, og eins og vel sést á myndinni hef- ur Uwe bætt við sig nokkrum kilóum frá þvi siðast, og vöxtur- inn telst varla spengilegur leng- ur. Þvert á móti er Uwe kominn með skrokk, dæmigerðan fyrir kastara. A myndinni sést Uwe á tali við annan þekktan sleggjukastara, Anatoli Bondarchuk frá Sovét- rikjunum. ** j % fl Æ,- /v- J Jp m. « ISLANDSMÚTID I tOLFI HEFSTI HíSHI VIKU Þessa dagana eru kylfingar utan af landi að tinast til höfuð- borgarinnar, enda var Grafar- holtsvöllurinn opnaður tii æf- inga s.l. þriðjudag. :i0. Lands- mót i golfi hefst með svcita- keppni þriðjudaginn I. ágúst og keppa þá átta manna sveitir frá flestum golfklúbbanna um ís- landsmeistaratitil i sveita- keppni miðað viö árangur 6 be/.tu af S. Útlit er fyrir að þetta Lands- mót verði það fjölmennasta. scm nokkru sinni hefur verið haldið. Skráðir þátttakcndur eru um 180 og er keppt i 8 flokk- um án takmörkunará inngöngu. Þessir flokkar eru: Meistarafl. karla og kvenna, I. fl. karla og kvenna, 2. og 3. fl. karla, öld- ungafl., unglingafl., drengja- og stúlknaflokkur. Fjölmennustu flokkarnir eru 1. og 2. fl. karla með um 70 keppendur. Forgjafarmörkin milli flokka eru nú sem hér segir: Meistara- flokkur karla forgj. 0—9, Meist- araflokkur kvenna 0—24, 1. flokkur karla 10—15 og 1. flokk- ur kvenna 25 og yfir, 2. flokkur karla 16—23 og 3 fl. karla 24 og yfir. Geta má þess, að þátttak- endum i Landsmóti hefur fjölg- Tekst íslandsmeistaranum unga, Björgvin Þorsteinssyni að vcrja titil sinn? að úr tæpum 90 1960 i 180 nú i ár og er nú svo komið að enginn völlur á landinu getur tekið við þessum mikla fjölda, ef ljúka á mótinu á 5 dögum, eins og venja hefur verið. Dagskrá Landsmótsins hefst þegar á mánudag 31. júli með Golfþingi, þar sem sæti eiga kjörnir fulltrúar allra golf- klúbba innan G.S.I., og hefst það kl. 10.00 árd. að Hótel Loft- leiðum. GOLF Þriðjudagur I. ágúst: Sveitakeppni valinna 8 manna sveita 18 holur högg- leikur. Arangur 6 beztu tal- inn. Æfingadagur fyrir aðra keppendur. Miðvikudagur 2. águst: Landsinót hefst. 1 hringur (18 holur). Allir flokkar. Fimmtudagur 3. ágúst: Landsmót. 2. hringur leikinn (18 holur). Allir flokkar. Keppni lýkur i drengja- og stúlknaflokkum sömuleiðis öldungakeppni. Föstudagur 4. ágúst: Landsmót. 3. hringur leikinn (18 holur). Kcppni lýkur i báðum flokkum kvcnna. I.augardagur 5. ágúst: Siðasti keppnisdagur i Meist- arafl., 1. 2. og 3ja flokki karla og unglingaflokki. Kl. 19.30 hóf og verðlaunaaf- hending i Atthagasal að Hó- tel Sögu. N ú um næstu helgi verða brautir og flatir Grafarholts- vallar komnar i allgott lag, ef veðráttan ekki versnar til muna. Völlurinn hefur oft áður verið jafnvel litið eitt betri, en enginn vafi er á þvi aö kapp- sainlega vcrður að unniö, til að vinna upp þann mismun. Búast má við harðri og spennandi keppni i öllum flokkum og hefur sjaldan vcrið jafnmikil óvissa um úrslit i Landsmóti og einmitt nú. Mótsstjóri vcrður Konráö Bjarnason og verða væntanlega allmargir honurn til aöstoðar við framkvæmd mótsins. E.G. Laugardagur. 29. júlí 1972 9

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.