Alþýðublaðið - 06.08.1972, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 06.08.1972, Blaðsíða 2
Maður og kona hittast. Einstaka sinnum er sem þá vakni yndisleg tónlist allt um kring. Á stundum einungis ósamræmdir tónar. Eða ekki neitt gerist. Hver er orsökin? Hvað er það, sem vekur manni kynræn viðbrögð gagnvart aðila af gagnstæða kyninu? — Við vitum harla litið hvernig manneskjan bregzt við kynæsandi at- riðum segir breskur visindamaður, John Bancroft. — Ekki heldur hvaða hlutir eru kyn- æsandi, nema hvað viss atriði af klámi snertir. Aftur á móti höfum við svo að segja ekki hugmynd um hvað það er i fari eða útliti annarrar manneskju af gagnstæða kyninu, sem vekur með okkur kyn- ferðislegan áhuga á henni, að öllu eðlilegu. Næst-siöasti áfang- inn. John þessi Bancroft hef- ur tekið sér fyrir hendur að rannsaka hvaö það sé sem gerist með viðkom- andi, næst-siðasta áfang- ann fyrir samræðið. bað er að segja, á þeim andartök- um, þegar kynfýsnin magnast svo um allan helming. að tii beinna framkvæmda hlýtur að draga. Bancorft kallar þetta „tundurkveikjuna”, og hefur rannsakað þá hluti i félagi viö aðra vis- indamenn. Allmörgum karlmönn- um var sýnd útlinumynd af kvenlikama. Hún var þannig gerða að auka mátti stærð brjóstanna, bakhlutans og gildleika lenda og læra. bað kom i ljós að þeir karlmenn voru i meiri- hluta sem töldu það gera myndina glæsilegri að hún hefði mikil brjóst og þrif- legan bakhluta. Aódráttarafl. bá hafa kynlifsfræð- ingar einnig brotið heilann um hvort fyrirfinnist ein- hver sérstök „gerð” kvenna. sem vekur kyn- r;enar fýsnir hjá okkur karlmönnum yfirleitt. Sjötiu og fimm karl- menn — fimmtán sálfræð- ingar. fimmtán geð- læknar. fimmtán her- menn. fimmtán sendibil- stjórar, og loks fimmtán kynvillingar — voru látnir athuga fimmtiu kvenmannsmyndir, sem þeim var sagt að gefa einkunnirnar upp að tiu i samræmi við spurninguna „Hversu aðlaðandi er hún sem rekkjugaman i eina nótt"? Kynæsandi — kyndeyfandi. John Bancroft segir að svörin hafi eindregið bent til þess, aö það fyrirfinnist i rauninni sérstök kven- gerð, sem mikill meiri- hluti karla telji öðrum fremur kynfýsnaæsandi.... en þvi miður vill hann að svo stöddu ekki láta upp- skátt hver sérkenni hennar séu. En strax þegar röðin kom aö þeirri, sem skipa skyldi annað sætið sam- kvæmt einkunnargjöfinni, segir Bancroft, þá komu i ljós skiptar skoðanir. bar skiptust mennirnir i tvo hópa að kalla — annað- hvort aðlööuöust þeir alls- nöktum altillegum full- trúum veika kynsins, ell- egar þær sem voru i full- um skrúða og allt annað en árennilegar ásýndum. Hópurinn, sem ekki vildi lita við þeim allsberu og altillegu. var skipaður sál- fræðingunum og kynvill- ingunum. bá voru og karlmenn þessir látnir athuga a 11- margar myndir af kyn- mökum og öðrum kynlifs- atriðum. Og það kom i ljós, að það voru myndir sem voru að öllu leyti eðli- legar, er æstu kynkenndir þeirra karla hvað mest, en hinsvegar höfðu myndir af kynfærum kvenna sizt áhrif á þá i þá áttina. Ekki nektin. Sextiu konur — fimmtán sálfræðingar, fimmtán geðlæknar, 15 hjúkrunar- konur og fimmtán að- stoðarhjúkrunarkonur — fengu margar og margvis- legar myndir af karl- mönnum til samskonar mats. Einnig hjá þessum konum fann Bancroft að um sameiginlegan fýsna- vekjara væri að ræða — og það voru ekki nektar- myndirnar af fulltrúum sterka kynsins, sem kyn- kenndir kvennanna espuð- ust mest við. bá kom einnig i ljós greinileg hneigð i þá átt- ina, aö hjúkrunarkon- urnar og aðstoðar-- hjúkrunarkonurnar löðuð- ust yfirleitt að þeim karl- mönnum, sem eftir klæðnaði og útliti og hár- snyrtingu að dæma voru af lægri og tekjuminni stétt- um en þeir, sem kvensál- fræðingarnir og kvengeð- læknarnir löðuðust að. Hliöstæð viðbrögö. Meö þessum rannsókn- um sinum telur Bancroft sig loks hafa gengiö að kenningu þeirri dauðri, að konur hafi ekki áhuga á klámi. Hann segir að myndir, sem sýni kynlifs- atriði og kynmök á raun- hæfan hátt séu viðbrögðin samskonar hjá körlum og konum — en þegar um beinlinis klámmyndir sé að ræða, espi það kynfýsn kvenna mun meira en karla, að þvi er fyrr- nefndar rannsóknir leiddu i ljós. 2' Sunnudagur 6. ágúst 1972

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.