Alþýðublaðið - 06.08.1972, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 06.08.1972, Blaðsíða 7
BÍLAR OG UMFERÐ Vegaþjónustumenn: Ávallt reiðubúnir I Alþýöublaöinu i gær sagöi, aö von væri á, aö um fimmtiu þúsund manns færu út úr bæn- um þessa helgi, en ef það er rétt, er það vel helmingur allra Reykvikinga. Ef við höldum á- fram og reiknum meö,að um 20 þúsund bilar séu i borginni, leyfir statistikin okkur að full- yrða að 10 þúsund bilar úr Reykjavik verði á þjóðvegun- um, fyrir utan alla aðra bila. Það segir sig sjálft, að af þessum bilafjölda hljóta ein- hverjir að lenda i vandræðum, þó við vonum að ekki verði um að ræöa alvarleg slys. Hvað gerum við, ef eitthvað bilar? Reynum að sjálfsögðu að gera við, en kannski er það ekki á færi annarra en bifvélavirkja og þá er i mörgum tilfellum að- eins ein leið úr vandræðunum: nefnilega að ná sambandi við viðgerðarbil frá FfB. Félag islenzkra bifreiðaeig- enda hefur á sinum snærum 25 vegaþjónustubila viðsvegar um landið. í vikunni litum við inn á skrifstofu fálagsins, að Armúla 27 og hittum að máli fram- k væ m das t jóra nn, Magnús Valdemarsson, sem hefur unnið fyrir FÍB i 25 ár. Við spyrjum fyrst, hvaða þjónustu vegaþjónustubilarnir veiti, þegar leitað er á náðir þeirra. ■Vegaþjónustumennirnir veita fyrstu hjálp, það er, gera við bilinn svo hægt sé að koma hon- um á næsta verkstæði, svo framarlega sem það er hægt' svaraði Magnús. — Hvaöa verkstæði eru opin á þeim tima, sem umferðin er mest? — ,Við erum með á skrá hjá okkur lista yfir 35 verkstæði við þjóðvegina, og vegaþjónustu- mennirnir á hverjum stað kynna sér, hver þeirra eru opin, og visa mönnum svo þangað. En það er hörmulegt til þess að vita, að Bilgreinasambandið skuli ekki hafa geta stuðlað að þvi að hafa opin verkstæði hér i bænum — þau verða öll lokuð' — Hvað á aö borga fyrir þess þjónustu? —«Þeir félagsmenn, sem hafa greitt ársgjaldið sitt, 500 krónur frá aðstoðina ókeypis." — En að öðru leyti, hvað er upp úr þvi aö hafa, aö vera fé- lagsmaður fyrir utan að fá merki FÍB á bilinn sinn? —.Félagiö hefur verið starf- rækt siðan árið 1931, og það hef- ur frá upphafi barizt fyrir bættu akvegakerfi og unnið gegn slys- um. FIB setti sig strax i sam- band við erlenda bifreiða- klúbba og byggt upp samstarf við þá. Sá þáttur eru hagsmunir bifreiöaeigenda á öllum sviðum, og það má segja að félagið sé i anda neytendasamtaka. Og með þvi að ganga i félagið og styrkja það, vinna menn um leið að þvi, að eitthvað miði i þessum baráttumálum' — Ef við snúum okkur þá aft- ur að verzlunarmannahelginni. Hvað vilt þú segja i sambandi við akstur á þjóðvegum, sér- staklega i slikri umferð sem nú er? —£nn og aftur: Sýna tillits- semi og heldur að vera lengur á milli staða en valda sársauka, og koma heim heilir á húfi." ,,Ég vil benda mönnum á að hunza ekki öryggisbeltin, þau hafa bjargað mörgum mannslif- um, og margir væru lifandi hefðu þeir notað þau. Ræsin eru lúmsk. Við þau hafa mörg óhugnanleg slys orð- ið, og það er enginn ávinningur aö reyna aö vera á undan á ræsi eða brú — það er betra að vera kurteis og gefa bilnum sem á móti kemur færi á að fara fyrst yfir. En sé litið á þá bila, sem nú eru á þjóðvegunum, þá hefur mér sýnst þeir vera i betra ásig- komuíagi en oft áður, og fari menn hægt og rólega ætti um- ferðin að ganga að mestu ó- happalaust" Spjallað við Magnús Valdimarsson, formann FIB Hvað kostar að brjóta af sér? Á tslandi eru nú orðið þung viðurlög við of hröðum akstri. Við sliku umferðarbroti eru ekki einasta sektir, heldur lika öku- leyfissvipting um stundarsakir, — ef brotið er alvarlegt. Ef lög- reglan stendur menn að þvi aö virða ekki umferðarmerki, — t.d. stöðva ekki bilinn viö stöðvunarskyldumerki — , þýðir það mætingu fyrir rétti og nokk- ur hundruð krónur til rikisins. En hvernig skyldi mönnum lika að borga 950 krónur i sekt fyrir að vera með óvirka flautu á bilnum? Ekki er aö efa, að verði þeir látnir greiða 3.800 krónur, sem ekki virða rétt á gangbraut, fari menn að hugsa um budduna sina. Þessar setktartölur eru teknar úr sænskri verðskrá yfir sektir, og þar er ekki bara sekt- að fyrir umferöarlagabrot, heldur lika galla á bilnum. Sektirnar er hægt að greiöa á næsta pósthúsi, sjái viðkomandi ökumaður ekki ástæðu til að láta dómstólana fjalla um brot- ið. Þegar sektarupphæðin er komin uppfyrir 7600 krónur verða dómstólarnir að fjalla um málið. 1 heild litur verðskráin svona út: Gallaöur stýrisútbúnaður 3.800.00 kr. isl. Lélegir fóthemlar 3.800.00 Lélegir handhemlar 3.900.00 kr. Óvirk flautá 950.00 kr. Óvirkur hljóödeyfir 1.900.00 kr. Óvirkur hraðamælir 950.00 kr. Óvirk hemlaljós 1.900.00 kr. Ljós i lagi nema aðalljós 2.850.00 kr. Ljós i lagi nema stöðuljós 950.00 kr. Aurhlifar vantar 950.00 kr. Tegundarheiti vantar 450.00 kr. Oliurör lekur 950.00 kr. Nagladekk yfir sumartimanna 1.900.00 kr. Hjólbarðamynstur minna en 1 mm 1.900.00 kr. Ekið á rauðu Ijósi 1.900 kr. Ekki virtur réttur á gangbraut 3.800.00 kr. Ekið öfurt við einstefnu 950.00 kr. Ekið afturábak á hraðbraut 3.800.00 kr. Ekið með slökkt ljós 2.850.00 kr. Ekið með stefnuljós að tilefnis- lausu 950.00 kr. Mikill farmur ekki merktur 3.800.00 kr. Ekið yfir varúðarlinu 950.00 kr. UMSJÓN: ÞORGRIMUR GESTSSON Sunnudagur 6. ágúst 1972 7

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.