Alþýðublaðið - 06.08.1972, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 06.08.1972, Blaðsíða 4
Annar hver Þjóð- verji deyr af hjarta- sjúkdómi eða sjúk- dómum í æðakerfi. Ekki þyrfti svo að vera. Hjartalömunin, þegar viss hluti hjartavöðvans „deyr" skyndilega, þarf ekki heldur skil- yrðislaust að valda dauða lengur. Læknar kunna nú ýmis ráð til þess að ná bráðinni úr klóm dauðans þegar þann- ig stendur á, ráð og lyf, sem allur al- menningur hefur ekki hugmynd um. Kynnið ykkur það af þessum greinum, hvernig takast má að koma i veg fyrir að hjartabilun valdi dauða. Ulrich Werner ekur bilnum út að strætisbrún- inni og nemur staðar. Hann dregur niður rúð- una. Hann hefur skyndi- lega gripizt annarlegri vanliðan. Ef til vill hress- ist hann við kvöldsvalann. Og þá verður hann allt i einu gripinn nistandi sárs- auka, sem hann hefur aldrei kennt áður — fyrir neðan viðbeinið og út i vinstri handlegginn, sem lafir nú magnþrota út um bilgluggann. Það er þessi magnþrota handleggur, sem vekur at- hygli ökumanns i bil er ber þarna að. Maðurinn nem- ur staðar, virðir Ulrich Werner fyrir sér, veitir at- hygli kvalasvipnum á ná- fölu andlitinu, finnur að ennið er kalt og baðað svita. Og ökumaðurinn, sem er læknir, þekkir þessi einkenni i rauninni allt of vel — það er krans- æðastifla sem þarna er á ferðinni! Þegar svo er, geta min- úturnar ráðiö úrslitum. Þvi fyrr sem hjálp verður við komið, þvi meiri von um að lifi viðkomanda verði bjargað. Komist hann i sjúkrahús innan tiu minútna, þá er vonin og hættan talin jöfn varðandi lif og dauða. Læknirinn færði Ulrich Werner yfir i sinn bil, leggur hann endilangan i aftursætið, hneppir skyrt- unni frá og tekur tafar- laust til við hjartanuddið . . . smám saman fara að sjást lifsmerki með sjúkl- ingnum og þá getur lækn- irinn gripið til frekari lifg- unartilrauna með mun- við-munn önduninni. Dr. Egbert NUssel, dósent i Heidelberg, hef-, ur bjargað um 1000 krans- æðastiflusjúklingum: 42% karlmannanna komust undir læknishendur innan hálftima eftir að hjarta- kastið sagði til sin, en 28% karlmannanna og 68% kvensjúklinganna höfðu þó orðið að biða lengur en þrár stundir áður en það' yrði. Ulrich Werner komst i sjúkrahús. Eftir það fer honum dagbatnandi. Og enn hefur hann heppnina með sér i óheppninni. Læknirinn, sem annast hann, litur ekki á hann sem sjúkdómstilvik, held- ur sem sjúkan mann. Hann spyr og hlustar á | svörin. Gefur sér tima til þess. Ulrich Werner gengur illa að skilja það, að hann skuli þjást af hjartabilun, ekki nema hálffertugur. ,,Ég hef i rauninni aldrei fundiö til nokkurs lasleika. Ég hef etið i hófi, drukkið i hófi, reykt i hófi. Ég er hamingjusamur i hjóna- bandinu. Undanfarin sex ár hef ég aldrei verið frá vinnu sökum lasleilia, þó að ég yrði á stundum að leggja hart að mér. En fullorðinn karlmaður fer ekki að leggjast i rúmið þó að hann fái kvef eða kveisusting.” „Hvað höfðuð þér fyrir stafni siðustu dagana áður en hjartakastið sagði til sin?” spurði læknirinn. ,,Það kann að láta hlægilega i eyrum — en ég var i orlofi og hvildi mig”,1 svaraði Ulrich Werner. ,,Og ég hafði fyllstu ástæðu til þess, þvi að vik- urnar áður hafði ég unnið daglangt fram á kvöld að hinni nýju bók minni um nútima stjórnun. Það varö þvi naumur um hvildar- eða tómstundir, svo friið var mér kærkomiö”. „Hvaða stöðu hafið þér?” spurði læknirinn. „Forstjóri útflutnings- deildar fyrirtækisins. Og yngsti deildarstjóri fyrir- tækisins. Og ég er stoltur af þvi”. „Eruð þe'r einnig stolur af þvi, að þér hafið orðið að gjalda þann frama yðar með hjartabilun?” Ulrich leit undrandi á læknirinn. „Já, en ég var alltaf hraustur fyrir hjart- anu. Ég hef aldrei ofreynt það. . ” Af 700 kransæðastflu- sjúklingum i sjúkrahúsinu i Ludwigshafen i umsjá Werners Gillmanns pró- fessors, höfðu aðeins 15% fundið til veilu fyrir hjarta fyrst tveimur dögum áður en kastið sagði til sin. Hvað tiunda hvern sjúkl- ing snerti hafði bilunin ekki gert nein boð á undan sér. „Þér hafið gert yður sekan um sömu kórvilluna og flestir kranzæðastiflu- sjúklingar. Þér hafið brennt kertið i báða enda. Þér hafið látið sem þér vissuð ekki þótt þér væruð eitthvað lasin, og unnið dag og nótt án þess að slaka nokkuð á. Þér hafið látið öll viðvörunarmerki lönd og leið, eins og raunar flestir kranzæðastiflu- sjúklingar, heldur unnið af sama kappi og áður. Ef þeir tækju mark á viövör- unarmerkjunum, mundu þeir flestir sleppa með einungis aðkenningu að kalla”. „Get ég ekki bætt fyrir það að einhverju leyti, þó um siðir sé?” spurði Ul- rich. „Jú. Imyndið yður ekki að hlutirnir geti ekki geng- ið sinn gang án yðar at- beina. Athugið það, að sól- arhringurinn er aðeins 24 klukkustundir — og að þeir eiga ekki einungis að vera til starfs, heldur eiga og nokkrar þeirra að vera tómstundir, en þær tóm- stundir hafið þér einnig notað til starfa. Og þér hafið orðiö þess var, að aðrir hafa verið mjög á- nægðir með þessa elju yð- ar i starfi. Þér hafið hins vegar aldrei verið ánægð- ur sjálfur með árangur- inn. Það hefur haft sin nei- kvæðu áhrif á hjartað. Takið þvi þetta kranzæða- stiflukast sem viðvörun af hálfu örlaganna.” Hinn þekkti hjartasjúk- dómasérfræðingur, Max Halhuber prófessor i Höhenried hefur látið svo um mælt: „Margir af þeim, sem fengið hafa að- kenningu að kranzæða- stiflu, hafa látið sér það að kenningu verða og breytt um lifnaðarháttu. Margir þeirra hafa orðið afkasta- meiri, ánægðari — já, jafnvel hamingjusamari en áður.” Kranzæðastíflan eins og þjófur á nóttu._ Margir kranzæðastiflu- sjúklingar hafa haldið þvi fram að sjúkdómurinn hafi sagt til sin fyrirvara- laust, komið að þeim eins og „Þjófur á nóttu”. En það er yfirleitt ekki sann- leikanum samkvæmt. Við- komandi sjúklingur hefur hinsvegar látið sem hann veitti ekki viðvörunar- merkjunum athygli. Reyndir læknar hafa komizt þannig að orði: „Sjúklingar, sem kranz- æðastiflan er að búa um sig hjá, gera litið úr við- vörunarkvillunum eða neita einfaldlega að viður- kenna þá. Samkvæmt nýjustu rannsóknum, þá eru nokk- ur viövörunarmerki, ein sér eða fleiri saman, og gefa til kynna að kranz- æðastiflan sé á næsta leiti: Aukin svitahneigð. Minnkandi kyngeta. Svefnleysi. Aukin viðkvæmni gagn- vart veðrabreytingum. Lystarleysi. Þegar þeir, sem taka þessum viðvörunarmerkj- um af léttúð, þykir að lok- um ástæða til að leita til læknis með vandamál sin, þá má ekki seinna vera að læknirinn taki i taumana. Samkvæmt niðurstöðum af athugunum sem há- skólasjúkrahúsið i Heidel- berg efndi til, bendir margt til þess að læknarn- ir sjálfir vilji á stundum sem minnst úr þessum viðvörunarmerkjum gera, og ekki skilja þau sem vis- bendingu um að kranz- Fljótvirkar leiðir til að öðlast hjartasjúkdóma... Ef þér keðjureykið og andið ekki að yður eftir föngum fersku lofti, þá stefnið þér hraðbyri að hjartasjúk- dómsdauða. Feitmeti og ofát stuðlar að hjarta- sjúkdómum. Það veldur fitu og eykur blóðþrýstinginn. Tölurnar sanna að feitir menn lifa skemur en grannir. Eruð þér máske einn þeirra, sem láta skapið í sifellu hlaupa með sig i gön- ur. Með þvi að jagast og rifast mikið farið þér ekki aðeins með yður sjálf- an heldur einnig konu yðar i gröfina fyrr en skyldi. 4 Sunnudagur 6. ágúst 1972

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.