Alþýðublaðið - 06.08.1972, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 06.08.1972, Blaðsíða 1
UÓTUR LÍMMIÐI Á FALLEGRILIST Það var snilldarlausn á erf- iðum vanda að endurteikna nýja húsið á horni Bankastrætis og Skólavörðustigs þannig að horn- ið var sneitt af húsinu. Þegar slegið var utan af hús- inu nú i vikunni sáum við að þetta hafði tekizt vel, húsið er fallegt, og raunar miklu fall- egra en það hefði nokkru sinni orðið með hornið skagandi fram i götuna. Auk þess opnast Skólavörðu- stigur að neðan og þarna mynd- ast aðlaðandi svæði. En skyldi arkitekt hússins kvitta fyrir ljósaskiltið sem sett hefur verið upp fyrir ofan eina verzlunina. Stórt og klunnalega hannað i hvitum og rauðum lit er það nánast eins og stór og ljótur limmiði á fallegu lista- verki, truflandi og óþarft. Það er þvi miður allt of al- gengt að kaupmenn telja sér bráðnauðsynlegt að glenna upp auglýsingaskilti sin eða nöfn verzlana, þegar fyrirferða- minna og stilhreinna skilti getur komið þvi til skila sem þarf á þann hátt, sem gleður augað. Þarna er án efa um hugsunar- leysi að ræða. Skiltið hefur verið pantað án samráðs við arkitekt- inn og án þess að nokkur tengsl þess við húsið væru höfð i huga. Ég vona að Guð og Sveinn Zo- ega forði okkur frá þessu skilti og öðrum svipuðum. Bjarni Sigtryggsson: UM HELGINA SUNNUDAGUR 6.ÁGOST 1972—53.ÁRG. 175.TBL.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.