Alþýðublaðið - 06.08.1972, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 06.08.1972, Blaðsíða 5
æðastifla kunni að vera i aðsigi. Af 50 kranzæða- stiflusjúklingum i Heidel- berg voru það aðeins þrir — og ekki nema þrir, sem heimilislæknir hafði bent á hvað vera myndi i aðsigi. Og þvi er það — þegar þér kennið þessara viðvör- unarkvilla, eða hafið ein- hver óþægindi fyrir hjart- anu, þá skuluð þér láta lækni yðar gera yöur ná- kvæmlega grein fyrir hvernig yður ber aö haga yður ef þér fá.ið kranzæða- stiflukast. Þaö er alltaf unnt að bjarga . . . Fyrsta hjálpin sem kranzæðastiflusjúklingur- inn fær, sker oft úr um lif og dauða. Þúsundir þeirra verða dauðanum að bráð vegna þess að þeim barst 7 sú hjálp ekki nógu fljótt. Það getur oft dregisy nokkra stund að unnt sé að kalla lækni til aðstoðar eða flytja hinn sjúká á spitala, og sé ekkert að gert, má gera ráð fyrir áð læknisað- stoðin verði um seinan. Sú fyrsta aðstoð, sem unnt er að veita sjúklingn- um, og yfirleitt getur bjargað lifi hans, er að leggja hann á eitthvað hart/endilangan, og hefja hjartanudd og lifgunartil- raunir með þvi að þrýsta á brjóstkassann og gefa eft- ir á vixl, 60 sinnum á min- útu, unz sjúklingurinn tek- ur að anda á nýjan leik. Ef það ekki dugar, verður að gripa til munn-viðmunn lifgunaraðferðarinnar. En kransæðastiflan get- ur einnig sagt til sin á til- tölulega vægan hátt, og þrautirnar horfið án nokk- urra aðgerða. Látið það samt ekki blekkja yður, heldur leitið læknis tafar- laus. Og þegar til læknisins kemur, þá segið honum satt og hreinskilnislega frá öllu. Segið honum satt um það hve margar siga- rettur þér hafið reykt dag- lega að undanförnu, hve marga bjóra eða snapsa þér hafið innbyrt daglega, hvaða töflur þér hafiö not- að til að hressa yður, án þess að það væri að lækn- isráði. Þegið þér ekki heldur um það — sem karlmaður — hvenær yður 'hvarf löngun til kvenna og kynmaka. Þverrandi kyn- fýsn og kranzæðastifla standa i nánara sambandi en margan grunar. Athugið það einnig, að kranzæðastiflan segir oft- ast til sin þegar maður er ekki að störfum, eins og að næturlagi. Hver sá sem hefur einhvern ótta eðí. grun um að slikt kast kunni að vera i aðsigi, ætti þvi jafnan að hafa pappirsblað með sima- númeri heimilislæknis eða næturlæknavörzlu, þar sem hann getur gripið til þess umsvifalaust. Nýjustu niðurstöður ekki hvíld/ heldur áreynsla. Fram að þessu hefur það verið álitið að hvild væri nauðsynleg þeim sem þjáðust af kranzæðastiflu, að þeim bæri að fara vel með sig. Nú hafa læknar komizt að þeirri niður- stöðu, að likamlegt erfiði, undir lækniseftirliti, er vænlegast ráð til þess að hjartað nái sér aftur eins og auöið er. Liggi maður fyrir, eða liggi maður i rúminu, veiklast hjartað að mun. Það á ekki einungis við þá, sem tekið hafa hjartasjúk- dóm, heldur og hina, sem hraustir eru. í sambandi við rannsóknir sérfræð- inga i hjarta- og æðasjúk- dómum við slika stofnun i Köin, hafa gallhraustir menn gerzt sjálfboðaliðar og lagst i rúmið. Þegar þeir hafa legið þar i viku, hefur súrefnismagnið i blóðinu minnkað um einn fimmta hluta, og kraftur hjartavöðvans minnkað um einn tiunda. Telur Willdor Hollman prófessor i þessum fræðum i Köln, fyllstu ástæðu til að vara allt eldra fólk við þvi að halda sig við rúmið, eins og það er kallað, nema brýna nauðsyn beri til. íþróttir og likamleg á- reynsluþjálfun er það sem kemur að beztu gagni, þegar um er að ræða að efla og styrkja á ný það hjarta, sem kranzæðástifl- an hefur unnið tjón á. Hjólreiðar, sund skiða- ganga. . . Enginn sem fengið hefur aðkenningu af kranzæða- stiflu, ætti að láta undir höfuð leggjast að reyna al- varlega á sig likamlega á hverjum degi. Ekki verður þvi.að visu alls staðar viö komið, að viðkomandi þreyti sig við viðarhögg, en þaö væri holl áreynsla. En þess ber að gæta, að öll slik áreynsla hefur þvi betri áhrif á hjartað aö viökomandi nviii sig sem snöggvast á milli átak- anna. Ef sjúklingurinn er að komast yfir kranzæða- stiflukast, getur verið að læknirinn telji honum kyn- mök ekki heppileg, meöan á þvi stendur, en um leið og sjúklingurinn fer að hressast, eru þau að minnsta kosti ekki óæski- leg. Það má taka sem dæmi um endurhæfingu og þjálfun slikra sjúklinga, að israelskur maður, sem gat ekki gengið 50 m eftir þriðja kastið sem hann fékk, er nú, að fjórum ár- um liðnum, einn af þeim framstu i iþróttafélagi kranzæðastiflusjúklinga — hleypur til dæmis 60 m á 10 sekúndum. Hjartasjúkdómar verða fleiri mönnum á bezta aldri að bana en nokkrir aðrir sjúkdómar. Þeir eru sá skaðvaldur/ sem læknisfræðin beinir hvað mestri athygli að — og það er margt sem hver einasti maður þarf að vita, mörg einföld atriði, sem huga þarf að, og um þau er m.a. fjallað i þessari grein. og beztu aðferðirnar til að forðast þá útilif og trimm heldur likamsstarf- seminni i réttum skorðum og með þvi að stunda líkamsæfingar og útiveru lengið þér starfstímabil. hjartans. Bezta leiðin til að forðast sjúkdóma er að gangast reglubundið undir læknisrannsókn. Og ef sjúkdóma verður vart, þá gengur lækning þeim mun betur þvi fyrr, sem sjúkdómsins verður vart. Og siðast en ekki sizt. Ánægjulegt og glaðvært andrúmsloft á heimili og vinnustað léttir hjartastarfið. Þar sannast hið fornkveðna, að hláturinn lengir lífið. Sunnudagur 6. ágúst 1972 '5

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.