Alþýðublaðið - 15.08.1972, Page 5
alþýdu
lal
aóiö
Alþýöublaðsútgáfan h.f. Ritstjóri Sig-
hvatur Björgvinsson (áb). Fréttastjóri
Bjarni Sigtryggsson. Aðsetur ritstjórn-
ar Hverfisgötu 8-10. — Sími 86666.
Blaðaprent h.f.
RJUFIÐ ÞÖGNINA
Þær fregnir hafa borizt íslendingum utan úr
heimi, að islenzka rikisstjórnin hafi sent þeirri
brezku nýjar tillögur til samkomulags i land-
helgismálinu. Erlendir fréttamenn segja okkur,
aði þeim felist einhverskonartilboðtil Breta um
veiðar allt að 12 milna mörkunum á einhverjum
svæðum a.m.k. og sé þarna um að ræða mun
hagstæðara tiiboð, en islenzka ríkisstjórnin hafi
áður gefið. Allir virðast sem sé vita allt um mál-
ið, — nema islendingar sjálfir. Þeir hafa ekki
hugmynd um neitt, nema það, sem erlendir
fréttamenn fást til að segja þeim.
Alþýðublaðið skilur það mæta vel, að á meðan
samningaumleitanir standa yfir um landhelgis-
málið þá sé óæskilegt að gera uppskátt um öll
atriði þeirra viðræðna. En það er ekki nokkur
leið að þegja þær alveg i hel. Þótt islenzka rikis-
stjórnin þumbist við að þegja yfir öllu, sem máli
skiptir, þá er ljóst, að hinn erlendi viðræðuaðili
gerir það ekki og svo er komið, að ef íslendingar
ætla að fylgjast með gangi mála, þá gera þeir
það bezt með þvi að leita á náðir erlendra blaða
og fréttastofnana. Það eina, sem islenzkir
blaðamenn geta gert i málinu er að bera hinar
erlendu fréttir undir einhvern ráðherranna i von
um að fá nánari skýringar, sem þeir yfirleitt fá
svo ekki.
Auðvitað getur þetta ekki gengið svona til
lengdar. Hér er um að ræða mesta lifshags-
munamál islenzku þjóðarinnar og svo erum við
að lesa það i erlendum blöðum, að islenzka
rikisstjórnin hefi sent stjórnum Bretlands og
Vestur-Þýzkalands tilboð, sem sé mun hagstæð-
ara en önnur tilboð, sem islenzka stjórnin hafi
sent þessum sömu aðilum áður. Almenningur á
islandi stendur siðan uppi eins og glópar, því
enginn maður hér hafði minnstu hugmynd um
„gömlu tilboðin” hvaðþá heldur, að „endurbót”
hefði verið á þeim gerð. Til þess að reyna að
svala fróðleiksfýsn almennings ganga svo is-
lenzkir blaðamenn búð úr búð og kaupa upp er-
lend blöð, sitja óþreyjufullir yfir fjarritum eða
reyna að hafa uppi á kunningjum erlendis, sem
kynnu að vita eitthvað. Opinberir málsvarar
okkar halda áfram að steinþegja.
Rikisstjórnin verður að taka þessi upplýs-
ingaratriði til gagngerðrar endurskoðunar. Það
er aðeins röskur hálfur mánuður eftir þar til
landhelgin verður færð út i 50 milur og við vilj-
um fá að vita, hvernig málin standa. Þar að auki
hefur það sýnt sig, að þögn islenzku stjórnarinn-
ar um málið hefur haft mjög óheppilegar afleið-
ingar, — m.a. þær, að um málið hafa borizt
mjög rangar fregnir, sem eru málstað okkar
stórkostlega hættulegar. Það er mjög varhuga-
vert að láta hina erlendu aðila ávallt hafa allt
frumkvæði um fréttamiðlunina. Við megum
ekki gefa þeim algerlega fritt spil á þeim vett-
vangi.
Þar að auki á almenningur á íslandi kröfu til
þess að fá að fylgjast með málinu eins vel og tök
eru á. Hann á hér svo mikið i húfi og fólki er far-
ið að gremjast að þurfa að sækja allar sinar
upplýsingar — réttar eða rangar — út fyrir land-
steinana.
Húsbyggjendur - Verktakar
Kambstál: 8, 10, 12, 16, 20, 22, og 25 m/m. Klippum og
beygjum stál og járn eftir óskum viðskiptavina.
Stálborg h.f.
Smiðjuvegi 13, Kópavogi. Slmi 42480.
A tslendi hefur flokkakerfið
ávallt verið þannig, að útilokað
er, að einn og sami flokkur geti
fengið hreinan meirihluta á Al-
þingi. Vegna þess hafa allar rikis-
stjórnir orðið að vera samsteypu-
stjórnir tveggja eða fleiri flokka,
eða þá þingminnihlutastjórnir
eins flokks, en slikar stjórnir hafa
af eðlilegum ástæðum aldrei átt
löngum lifdögum að fanga.
Það hefur einnig verið einkenn-
andi fyrir stjórnarfarið á islandi,
að undanskildu 12 ára stjórnar-
timabili viðreinsarstjórnarinnar,
að samsteypustjórnar hafa yfir-
leitt enzt ákaflega illa. Það mátti
næstum heita undantekning, að
islenzk rikisstjórn sæti út kjör-
timabil sitt. Skýringarnar á þessu
eru eflaust margar, en sú ástæða
hefur áreiðanlega ráðið mestu, að
stjornarflokkar voru cinfaldlega
ekki heilir i samstarfi, — þegar
erfiðleikar steðjuðu að, þá hugs-
uðu flokkarnir meira um að
bjarga eigin skinni, en að vinna
saman að lausn erfiðleikanna.
Þáttaskil
Þetta lausungartimabil i is-
lenzkum stjórnmálum, ef svo má
að orði komast, stóð fram til árs-
ins 1959, er minnihlutastjórn Al-
þýðuf lokksins og siðar sam-
steypustjórn Atþýðuflokksins og
Sjálfstæðisflokksins tóku við
völdum. Þetta var i fyrsta sinn,
sem þessir flokkar höfðu unnið
saman tveir einir að stjórn lands-
ins og með samvinnu þeirra urðu
mikil þáttaskil i stjórnmáialifi á
islandi. i stað óvissu og ringul-
reiðar vegna sifelldrar uppskipta
i stjórnunarmálum tók við tólf
ára timabil stöðugleika og festu
og á þvi er ekki nokkur minnsti
vafi, að á þeim röska áratug gátu
landsmenn fagnað meiri framför-
um, en á nokkru öðru jafnlöngu
timabili eru að töluvert miklu
leyti til komnar sökum þess stöð-
ugleika i stjórnarfari, sem is-
lendingar áttu þá að fanga. Vcgpa
þess, að landsstjórnin var traust
gat þjóðin beitt öllum kröftum
sinum að alhliða framfarasókn,
en sóaði ekki tima og tækifærum i
sifelldar óeirðir á stjórnmála-
sviðinu, ringulreið og upplausn.
Gagnkvæmt traust
En hvers vegna var unnt að
tryggja þessar framfarir? Hvað
olli þvi, að íslendingar gátu búið
við sterkt og öruggt stjórnarfar i
tólf ár fram til vorsins 1971?
Nú dettur vist engum i hug að
halda þvi fram, að skýringarinn-
ar sé að leita i þvi, að á þessum
árum hafi islenzk stjórnvöld átt
við færri og smærri erfiðleika að
etja, en fyrrum. Allir vita, að
þessí árin skorti sizt á erfið
vandamál. sem stjórnvöld og
landsmcnn urðu að takast á við,
svo ekki er skýringarinnar að
leita i óvenjulega hagstæðum ytri
aðstæðum.
Skýringin er einfaldlega sú, að
þeir tveir flokkar, sem mynduðu
saman rikisstjórn fyrir röskum 13
árum, — Alþýðuflokkurinn og
Sjálfstæðisflokkurinn —, voru
orðnir langþreyttir á sifelldum
svikráðum samstarfsaðila um
EFTIR HELGINA
ighvatur Björgvinsson skrifar:
landsstjórnun og ásettu sér það
strax i upphafi að starfa saman af
fullum heilindum hvor i garð ann-
ars. Og það tókst. Fjölmörg deilu-
mál, sem upp komu á milli flokk-
anna þessi 12 ár, voru ávallt leyst
með gagnkvæmri virðingu fyrir
sjónarmiðum hvors annars og án
þcss, að annar aðilinn reyndi að
nota þær kringumstæður til þess
að reka hnif i bakið á hinum.
Harðir flokksmenn beggja gagn-
rýndu oft sterklega þessa sam-
vinnu, sem þeir töldu jafnvel of
góða og að vcgna hennar glötuðu
flokkarnir ýmsum tækifærum til
flokkslegs ávinnings i svip. Frá
henni var þó aldrei horfið og
vegna þessara vinnubragða skap-
aðist traust á milli stjórnmála-
manna með svo gjörólik viðhorf
og rikja hjá Alþýðuflokksmönn-
um og Sjálfstæðismönnum. Báðir
aðilar héldu fast við sinar póli-
tisku skoðanir, en þaö traust, sem
skapaöist á milli þeirra, lagði
grundvöllinn að farsælla
stjórnarfari og meiri framförum,
en islendingar hafa nokkru sinni
áður þekkt.
Þrír fjandsamlegir flokkar
Nú er þessu timabili stöðug-
leika i stjórnarfari augljóslega
lokið. Þrátt fyrir hagstæðustu ytri
skilyrði, sem um getur, tókst nú-
verandi stjórnarflokkum ekki að
halda samvinnu sinni óspilltri,
nema á nokkra mánuði. Strax og
draga tók i loft fóru stjórnar-
flokkarnir að hugsa meira um
eigið skinn en rikisstjórn og
þjóðarhag og nú er svo komið, að
rikisstjórn Ólafs Jóhannessonar
cr lifandi dauð. Hún getur tórt að
nafninu til i mánuði eða jafnvel ár
til viðbótar, en það blandast ekki
nokkrum manni hugur um það
lengur, að siðferðislega er stjórn-
in fallin fyrir löngu.
Við völdum á islandi situr ekki
lengur samsteypustjórn, heldur
þrir fjandsamlegir flokkar, sem
lýsa þvi opinberlega yfir, að þeir
beri enga ábyrgð á neinu, nema
sinum eigin f agráðunev tum.
Forystuflokkur stjórnarinnar,
Framsóknarflokkurinn, er hund-
eltur af málgögnum samstarfs-
flokkanna og óbreyttir flokks-
menn eins stjórnarflokksins
krefjast afsagnar ráðherra ann-
ars.
Þið, sem munið ekki lengur aft-
ur i timann, cn 12 ár, — kemur
ykkur þessi „stjórnarsamvinna”
ekkert kynlega fyrir sjónir? Þið,
sem stutt hafið þessa flokka og
styðjið þá ef til vill enn, — hvernig
er hægt að fella harðari dóm um
rikisstjórn en með þvi, að flokkar
hcnnar keppist um að koma af sér
allri ábyrgð á stjórnarathöfnun-
um?
Engin stjórnarandstaða getur
nokkurn tima gengið jafn ger-
samlega milli bols og höfuðs á
stcfnu einnar rikisstjórnar og
stjórnarflokkarnir i núverandi
rikisstjórn hafa sjálfir gert á sið-
ustu vikurn. Flótti þeirra frá
ábyrgðinni af stjórnarathöfnun-
uin jafngildir yfirlýsingum um
gjaldþrot stjórnarstefnunnar.
Gatið i girðingunni
Það cr enginn vandi að stjórna
á mcðan allt leikur i lyndi. Það
hafa allar rikisstjórnir á tslandi
getað. Vandinn byrjar fyrst,
þegar erfiðlcikarnir steðja að. Þá
cr valið á milli þess, að axla
ábyrgð og standa svo eða falla
Framhald á bls. 4
LEIÐRÉTTING
I grein Björgvins
Guðmundssonar um borgar-
mál, sem birtist i Alþýðu-
blaðinu s.l. föstudag, varð sú
misritun, að sagt var að 11%
álag hafi verið lagt á útsvar
Iteykvikinga. Að sjálfsögðu
átti að standa 10% álag. Við
það hækkuðu hins vegar út-
svörin úr 10% i 11% af brúttó-
tekjum.
SUMARFERÐ UM SUDURLAND
Alþýöuflokksfólk á Reykjanesi
Alþýðuflokksfélögin i Ilafnarfirði, Kópavogi og Seltjarnarnesi
cfna til skemmtiferöar sunnudaginn 20. ágúst n.k.
Farið verður frá Hafnarfirði kl. 9 stundvislega og farið um
Hveragerði, Selfoss, Eyrarbakka, Stokkseyri, Gaulverjabæ,
Skálholt, Gullfoss og Geysi og komið viö á Laugarvatni á heim-
leiö.
Farmiðinn kostar kr. 800,00 og er innifalin kvöidmáltið. Að öðru
leyti þurfa þátttakendur að hafa með sér nesti sjálfir.
Nánari upplýsingar um ferðina verða veittar dagana 16. og 17.
ágúst kl. 8—10 e.h. i sima 50499 og auk þess i simum 50848 og
42078.
Þriðjudagur 15. ágúst 1972
"5