Alþýðublaðið - 15.08.1972, Síða 9
iMÖTTIR 2
Gisli Halldórsson, forseti tSt.
GISLI
ENDUR-
KJORINN
FORSETI
r r
ISI
Gisli Ilalldórsson var endur-
kjörinn forseti ISt til næstu
tveggja ára á iþróttaþingi
sambandsins sem haldið var i
Skipholi i Hafnarfirði á
laugardag og sunnudag.
l>ingið var fjölsótt, og urðu á
þvi miklar umræður.
l>ingið var sett á laugar-
dagsmorgun klukkan 10, og
gerði það Gisli Halldórsson.
l>á flutti Oddur Ólafsson lækn-
ir erindi um iþróttir fyrir
fatlaða, en það var eitt aðal-
mál þingsins.
Fyrir þinginu lágu all-
margar tillögur, og voru þær
til umræðu i nefndum, og
komu siðan til umræðu á þing-
inu sjálfu.
Má þar nefna tillögu um
baráttu gegn áfengisbölinu,
tillaga um iþróttir fyrir
fatlaða, tillaga um aukna
styrki til iþróttastarfsins, til-
laga um bætta aðstöðu
tþróttakennaraskólans og
ýmsar tillögur um breytingar
á reglum ÍSi og reglugerðum.
þá kom fram tillaga um
áskorun til útvarpsráðs þess
efnis að afnema bann á
sýningum innlends efnis i
sjónvarpi, þar sem
auglýsingár koma fram á
búningum leikmanna. Var það
sannarlega timabært að ÍSt
tæki þetta fáranlega bann til
umræðu. Vegna rúmleysis
FATT GETUR NU STOÐVAD
SIGUR FRAMARA í 1. DEILD
Úr þessu getur fátt komið i veg
fyrir sigur Fram i islandsmótinu
i ár. Liðið hélt áfram sigur-
göngu sinni á laugardaginn, og
sigurinn yfir helzta keppinaut-
inum ÍA, verður að teljast einn
mikilvægasti sigur Fram i bar-
áttu sinni að ná takmarkinu,
vcrða islandsmeistari. Staða
Fram á toppinum i dag er cngin
tilviljun, Fram hefur tvimæla-
laust á að skipa bezta liðinu, og
hefur auk þess haft heppnina sem
fvlgifisk. en án hennar vinna
engin lið stóra sigra.
Eins og oft er um stórleiki, var
leikurinn á laugardaginn slakur
knattspyrnulega séð, og harkan
sát i fyrirrúmi, þótt svo að varla
hafi verið ástæða til flautukons-
erts allan leikinn, en á þeirri
skoðun var dómarinn greinilega,
Magnús -Pétursson.
Leikurinn var jafn i byrjun,
Akranes sótti meira, en Fram átti
hættulegri tækifæri. Akranes
varð fyrra til að skora, Eyleifur
sendi boltann út á hægri vægninn
til Karls Þórðarsonar á 22.
minútu, Karl afgreiddi boltann
laglega til Teits sem skoraði
framhjá Þorbergi úthlaupandi.
A 34. minútu jafnaði Fram eftir
hroðaleg varnarmistök fA
varnarinnar, og forystuna tók
Fram svo á 38. minútu, eftir jafn-
vel enn meiri mistök. Elmar
Geirsson lek upp vinstra megin,
gaf siðan lágan bolta sem greini-
lega var ætlaður sem fyrirgjöf.
En sendingin var ónákvæm, sem
betur fer fyrir Fram, boltinn
sigldi nefnilega i markið án þess
að Hörður markvörður hreyfði
legg né lið.
A 33. minútu seinni hálfleiks
átti Elmar skot að marki, Hörður
missti boltann undir sig, Jó-
hannes Guðjónsson bjargaði á
linu, boltinn barst út i teiginn og
Kristinn Jörundsson skoraði
örugglega. Skagamenn reyndu nú
að jafna allt sem af tók, en þrátt
fyrir mörg tækifæri, tókst þeim
aðeins að skora einu sinni, og var
þar að verki Leó Jóhannesson
varamaður á 38. minútu. Loka-
staðan varð þvi 3:2 Fram i hag.
Framliðið átti i heild góðan
dag, en af öðrum ólöstuðum bar
Marteinn Geirsson af öðrum i lið-
inu. Akranesliðið var eins og áður
án ýmissa góðra leikmanna, og
það kann ekki góðri lukku að
stýra, að breiddin skuli vera svo
litil að nauðsynlegt reynist að
nota tvo leikmenn, sem varla eru
tækir i l. flokk, þ.e. annan bak-
vörðinn og einn framvörðinn.
Dómari var Magnús Pétursson
sem fyrr segir, og vann hann þaö
afrek að bóka þjálfara Fram,
Guðmund Jónsson. Þá bókaði
hann tvo leikmenn tA. SS
Sigurlið ÍR, fyrirliðinn Jón Þ
Ólafsson hampar bikarnum.
Sveit ÍR bar sigur úr býtum i
Bikarkeppni FRÍ sem fram fór á
Laugardalsvcllinum um helgina.
Er þetta i fyrsta sinn sem ÍR
sigrar í keppninni, KR hefur
oftast sigrað, fimm sinnum og
UMSK einu. Sveit ÍR var vel að
sigrinum komin.
ÍR hlaut 135 stig, UMSK 112
stig, KR lOii stig, Armann 100 stig
og HSK 80 stig. Keppni er ólokið i
stangarstiikki, en úrslitin þar
koma ekki til með að breyta
neinu.
Bikarkeppnin var heldur svip-
litil i þetta sinn, og var það af
mörgum ástæðum. Veður var
afar óhagstætt til keppni seinni
daginn, starfsmenn voru af
skornum skammti og tafði það
keppnina, og þá voru mætingar
iþróttafólks slæmar, og urðu þvi
miklar breytingar á niðurröðun i
greinar.
Sem dæmi má nefna, tafðist
kringlukastskeppnin um rúman
stundarfjórðung, vegna þess að
kaststjórinn mætti ekki. Tima-
verðir voru i færra\lagi, og tima-
takan alveg fyrir neðan allar
hellur. Til dæmis munaði 2,7
sekúndum á tveim klukkum sem
tóku timann á Þorsteini Þor-
steinssyni i 1500 metra hlaupinu,
og klukkurnar sem tóku timann á
Borgþóri Magnússyni i 110 metra
grindahlaupi sýndu 14,8 sek, 15,2
sek og 15,3 sek. Klukka sem
þjálfari KR var með, sýndi 14,8
sek. Það er full ástæða að láta
gera athugun á klukkunum, eða
þá þeim sem taka timann.
Bezta afrek rpótsins vann Er-
lendur Valdimarsson, sigurkast
hans i kringlukasti gaf 990 stig, og
fékk Erlendur að launum farand-
styttu sem veitt er fyrir bezta af-
rek mótsins en stytta þessi var
gefin af dr. Ingimari Jónssyni i
fyrra.
Hér fer á eftir skrá yfir ein-
staka sigurvegara mótsins:
Fyrri dagur:
200 metra hlaup karla.
Bjarni Stefánsson KR 22,3 sek.
800 metra hlaup karla.
Þorsteinn Þorsteinsson KR 1.53.1
min.
3000 metra hlaup karla.
Halldór Guðbjörnsson KR 9,17,4
min.
4x100 metra boðhlaup karla.
Sveit KR 43,5 sek.
Kúluvarp karla:
Erlendur Valdimarsson 1R 15.45
metrar.
Spjótkast karla.
Elias Sveinsson IR 62,62 metrar.
Sleggjukast.
Erlendur Valdimarsson IR 56,12
metrar.
Hástökk karla.
Jón Þ ölafsson ÍR 2.00 metrar
Langstökk karla.
Friðrik Þór Öskarsson IR 6,66
metrar.
100 metra hlaup kvenna.
Ingunn Einarsdóttir IR 12,7 sek.
4x100 metra boðhlaup kvenna.
Sveit UMSK 51,6 sek.
Framhald á bls. 4
FRiÁLSIÞRÚTTABIKARIHH FÖR I
FYRSTA SKIPTI TH. ÍR-INGA
Þriðjudagur 15. ágúst 1972
'9