Alþýðublaðið - 25.08.1972, Blaðsíða 1
SÉRFRÆÐINGAR RANNSÚKUÐU HÚLLINA I ALLAN GÆRDAG
GðMMlTÉKKARNIR HLJÖDA
Nlí UPP k 52 MILUÚNIR!
/ /
OG 534 HAFA VERID SVIPTIR AVISANAHEFTUM SINUM
Það sannast alltaf betur og bet-
ur, að fjölmörgum Islendingum
er alls ekki treystandi fyrir ávis-
anahefti, þvi i lok siðasta mánað-
ar höfðu verið gefnar út inni-
stæðulausar ávisanir samtals að
fjárhæð 52 milljónir 245 þúsund
krónur,
Alþýðublaðið hefur við og við
skýrt frá þessum málum og
reynslan sýnir, að fjárhæð inni-
stæðulausra ávisana eykst ár frá
ári.
Þannig var samsvarandi tala
frá árinu 1971 44 milljónir 796 þús-
und krónur. Aukningin er i kring-
um sjö og hálf milljón krónur.
Fjöldi þeirra ávisana, sem
Seðlabanka Islands bárust til
innheimtu fyrir lok júlimánaðar
var 7218, en var á sama tima i
fyrra 6519.
Aðeins hluti útgefenda inni-
stæðulausra ávisana er kærður til
sakadóms Reykjavikur og var
fjöldi þeirra um siðustu mánaða-
mót 346, en var á sama tima i
fyrra 331.
Þá var fjöldi ávisana, sem
þangaö voru sendar, 1636, en
núna 1606.
Upphæðin i ár er hins vegar
miklu hærri eða 15 milljónir 742
þúsund krónur miðað við 9
milljónir 746 þúsund i fyrra á
sama tima.
Ástæðan fyrir þessu er sú, að
fyrir nokkrum mánuðum siðan
var kærður stærsti innistæðulausi
tékki, sem komið hefur fram á ts-
landi. Hann var upp á tæpar sjö
milljónir króna.
Til þess aö koma i veg fyrir, að
menn komist endalaust umm með
að gefa út innistæðulausar ávis-
anir er i alvarlegustu tilvikum
gripið til reikningslokana.
Það sem af er á inu eru þær
orðnar 534 en voru á sama tima i
fyrra orðnar 469.
,,Aflinn hefur verið sérlega
tregur hjá togurunum”, sagði
Teitur Magnússon skipstjóri á
togaranum Vikingi þegar blaöið
ræddi við hann siðdegis i gær.
Vikingur var þá staddur undan
suð-austurlandi, á Jökultungun-
um.
Teitur sagði að þeir á Vikingi
væru að byrja veiðitúr, og ætluðu
að reyna fyrir sér á nýjum slóð
um, en Vikingur hefur að undan-
förnu mest haldið sig á karfaslóð-
unum við Vesturland. Bjóst Teit-
ur við þvi aö helzt væri aö fá ufsa
á þeim slóðum sem þeir eru nú,
Jökultungunum.
Teitur sagði að veiði hjá togur
um almennt hefði verið með al-
minnsta móti i sumar miklu
minni en i fyrra. Bæði væri minni
fiskur á miðunum og ótið hefði
hamlað veiðum.
Teitur varð svartsýnn á fram-
tiðina, bjóst við áframhaldandi
deyfð. ,,En þetta lagast vonandi
eftir nokkur ár”, sagði Teitur,
„þegar við höfum náð yfirráðum
á miðunum og fiskurinn fær þá
friðun sem hann þarfnast”.
Ekki vissi Teitur til þess að
mikið væri af brezkum togurum á
Islandsmiðum nú, en þeir væru
vist væntanlegir i stórhópum eins
og alþjóð vissi.
ar Fischers á staðnum. Aftur á
móti var þar enginn Rússi, þótt
rannsóknin færi fram að þeirra
kröfu. Þvi var gripið til þess
ráðs að kalla i einkaljós-
myndara Fox og láta hann
mynda lampana i bak og
fyrir.og senda Rússunum
myndirnar.
Alþýðublaðið hefur áreiðan-
legar heimildir fyrir þvi, að
ekkert misjafnt hafi fundizt við
þessa rannsókn, en fulltrúar
Skáksambandsins vörðust allra
Irétta um málið i gær, — sögðu
að niöurstöðurnar lægju ekki
endanlega fyrir, og það gæti
dregizt fram á nótt að svo yrði.
Það eina sem Guðjón Stefáns-
son. framkva'mdastjóri Skák-
sambandsins, sagði var, að nú
sæi hann fyrst, hvernig kalda
striðið milli stórveldanna gengi
fyrir sig.
Efnafræðingar gerðu lika ná-
kvæma athugun á stól Spasskis i
gær, og öðru þvi sem grunsam-
legtkynni að vera. Alþýðublaðið
hafði samband við Sigmund
Guðbjartsson prófessor, sem
stjórnaði þeim þætti rannsókn-
anna, og sagði hann, að hans
menn væru á kafi i úrvinnsium,
og engar niðurstöður lægju fyr-
ir.
Að sögn Sæmundar Fálsson-
ar. vinar Fischers, komu kröfur
Rússanna um þessar rannsókn-
ir honum mjög á óvart. „Svona
lagað hefði mér aldrei dottið i
hug”, hafði Sæmundur eftir
Fischer, i stuttu rabbi við blaða-
Ljóstæknifræðingar unnu við
það látlaust i nær fimm tima i
gærmorgun að rannsaka ljósa-
búnaðinn yfir skákborðinu á
sviði Laugardalshallarinnar, ef
ske kynni. að þar leyndust ein-
hver áhöld eða tækni, sem trufl-
að gætu Boris Spasski við tafl-
mennskuna.
Margt var um manninn á
sviðinu, þegar rannsóknin fór
fram. þar á meðal voru fulltrú-
SKEMMDIR UNNAR
Á HAFNARGARÐINUM
Brúarfoss, skip Eimskipafélags
Islands, olli i lok siðustu viku
a.m.k. hálfrar milljón króna tjóni
á stálþili i höfninni á Patreksfirði.
Skipið sigldi á töluverðri ferð á
stálþilið og reif það upp á tiu
metra löngum kafla auk þess,
sem það skildi eftir sig þriggja til
fjögurra metra breiða og nokkuð
djúpa dæld i þvi.
Ekki eru tildrög óhappsins full-
könnuö, en við athugun á aðstæð-
um kom i ljós. aö stefni skipsins
hefur komið skáhallt á þilið, dæld
að það mikið og runnið siðan eftir
þvi u.þ.b. tiu metra.
Málið mun þó skýrast nokkuð i
dag, þvi þá fara fram sjópróf.
Alþýðublaðið hafði samband
viö Helga Jónsson, verkfræðing
hjá Vita- og hafnarmálaskrifstof-
unni og kvaðst hann hafa farið
snemma i þessari viku vestur
ásamt tveimur mönnum frá
tryggingafélagi til þess að kanna
aðstæður.
Hann sagði, að þvi væri ekki að
leyna, að skaðinn sem varð, væri
mikill. Þilið væri rifið upp á tiu
metra kafla. Skipið hefði farið á
bakvið þilið og rifið það upp fyrir
ofan festingar.
Samkvæmt lauslegri áætlun er
gizkað á, að viðgerðin muni kosta
um hálfa milljón króna.
Skera verður i burtu 10 metra
stykki úr þilinu, sem er rúmir 200
metrar að lengd og sjóða siðan
nýja plötu i stað hinnar gömlu.
En það getur orðið dráttur á
þvi, að viðgerð geti farið fram,
þvi ekki er talið óliklegt, að efni i
nýja kaflann verði að fá erlendis
frá.
Tjónið mun ekki koma til með
að skaða bátaflotann á Patreks-
firði, en hins vegar sagði Helgi,
að hæpið væri fyrir hafskip að
leggjast aö þarna nema ýtrustu
varúðar væri gætt.
ÁRÁSARMAD-
URINN VERMJR
LÁTINN SÆTA
GEBRANNSÚKN
Rannsókn árásarmSIsins
stendur enn yfir i Sakadómi
Reykjavikur. Flest atriði varð-
andi árásina sjálfa hafa verið
könnuð, en beðið verður eftir þvi
hvernig manninum, sem fyrir
árásirini varð,reiðir af.
Litur embættið svo á, að af
ýmsum ástæðum skuli málum
sem þessu alls ekki flýtt um pf og
af þeirri ástæðu getur orðið nokk-
ur dráttur á þvi, að málið verði
sent saksóknara rikisins til
ákvörðunar.
Auk þess er i ráði að láta
árásarmanninn hlita geðrann-
sókn og hefur reynslan sýnt, að
hún getur dregizt von úr viti
vegna annrikis geðlækna.
ÞAR VIÐ AÐ ATHUGA
FÖSTUDAGUR 25. AGÚST 1972 - 53. ARG. 189. TBL.
BRÚARFOSS SIGLIR Á HAFNARBAKKA
TdLIIVERT MIKLAR
alþýdu
EN FUNDU EKKERT
mann i gær.
GELLER OG LARISSA
KOMA TIL LAUGAR-
DALSHALLARINNAR
Á SJÚUNDA TÍM-
ANUM í GÆRKVÖLDI
TREGUR
AFLIHIÁ
TOGURUM