Alþýðublaðið - 25.08.1972, Blaðsíða 2
DANIR UM LANDHELGISMÁLIÐ
VIÐ SKIUUM YKK-
AR SJONARMIÐ EN
REYNIÐ AD SEMJfl
Danska rikisstjórnin hefur sent
rikisstjórn islands orðsendingu
vegna útfærslu landhelginnar.
í orðsendingunni segir að rikis-
stjórn Danmerkur viðurkenni
þörf þá sem islenzka rikisstjórnin
telur vera á þvi, að fiskveiöar við
strendur landsins verði háðar
vissum reglum og friðunarráð-
stöfunum, er miði að þvi aö
tryggja að fiskistofnunum sé ekki
„STÓRI MESSU-
DAGUR” í
SKÁLHOLTI UM
NÆSTU HELGI
Næsta sunnudag. 27. ágúst,
vcrður i fjórða sinn efnt til sér-
stæðra hátiðahalda i Skálholti
siðsumars. Verður hcigihald i
kirkjunni frá morgni til kvölds.
Að þessu sinni veröur dagurinn
að nokkru helgaður kristniboði og
mun ungt fólk úr Kristniboðs-
flokknum Argeisla annast
kristniboðssamkomu i kirkjunni
siðdegis. Messur og samkoma
verða sem hér segir:
Kl. 10 Barnaguðsþjónusta
Kl. 11,30 Messa
Kl. 13 Messa
Kl. 14,30 Hámessa
Kl. 16 Messa
Kl. 17,15 Kristniböðs-
samkoma
Kl. 18,30 Messa
Kl. 21 Kvöldsamkoma,
náttsöngur.
Prestar, sem þjóna munu i
kirkjunni þennan dag með vigslu-
biskup Skálholtsstiftis, séra Sig-
urður Pálsson, i broddi fylkingar,
verða væntanlega: Sr. Arngrimur
Jónsson, sr. Heimir Steinsson, sr. I
Haukur Ágústsson, sr. Guðjón
Guðjónsson, sr. Guðm. Óli Ólafs-
son og að likindum fleiri. Einhver
islenzku kristniboðanna i Eþiópiu
mun að likindum tala á kristni-
boðssamkomunni. Organleikarar
verða Jón Ólafur Sigurðsson og
sr. Guðjón Guðjónsson. Skálholts-
kórinn mun syngja við einhverja
messuna. Verði eitthvað að veðri
mun reynt að hafa opið húsaskjól
fyrir þá. sem staldra vilja á
staðnum.
FI6 BIÐUR
UM AÐSTOÐ
Enn vantar allmarga bila i
ferðalag Félags islenzkra bif-
reiöaeigenda með vistfólk
Elliheimilisins Grundar, sem
hefst á morgun kl. 13.30
Þeir félagar F'tB, sem hafa
tök á að aðstoða gamla fólkið
við að létta sér svolitið upp.
gefi sig vinsamlega fram við
skrifstofu félagsins, i sima
33614 eða 28355.
stofnað i hættu vegna ofveiði og
hagnýting þeirra verði með hag-
kvæmum hætti.
Að hálfu Dana hafi svo sem
islenzku rikisstjórninni sé kunn-
ugt, við margvisleg tækifæri ver-
ið lýst rikum skilningi á sérstöðu
tslands, sem að mati danskra
stjórnvalda geti gert það nauð-
synlegt að tryggja Islendingum
forréttindaaðstöðu til nýtingar
fiskistofna á nærliggjandi haf-
svæðum.
Þá segir i tilkynningu dönsku
stjórnarinnar, að hún liti svo á að
fiskveiðivandamálin á Norður-
Atlantshafi eigi að leysa á alþjóð-
avettvangi. og þar verði að
tryggja rétt þeirra sem sérstak-
lega séu háðir fiskveiðum.
Þá segir i orðsendingu Dana, að
dönsku stjórninni sé kunnugt um
bráðabirgðaálit Alþjóðadóm-
stólsins, og danska stjórnin vonist
til að samningaviðræðum þeim
sem islenzka stjórnin hefur átt i
verði sem fyrst fram haldið.
MAGNUS
AÐ ENDA
VEIZLUNA
Magnú Kjartansson iðnaðar-
ráðherra er væntanlegur heim
um helgina. úr ..álveizlunni”,
sem hann hefur setið suður i Sviss
siðustu daga i boði Alu-Suisse,
samkvæmt upplýsingum, sem
blaðið fékk i iðnaðarráðuneytinu i
gær.
Verður ráðherra hinnar
..óþjóðlegu stóriðju” eins og ál-
vinnslan hefur jafnan verið nefnd
i málgagni ráðherrans þannig
væntanlega kominn heim úr
flakki sinu, áður en fiskveiðiland-
helgin verður færð út 1. septem-
ber n.k. —
iljliSM®. ■>
‘ v I
SÁ RÉTTl BÚWI
Á forsiðu Alþýðublaðsins i
gær birtum við mynd frá kvik-
myndun Brekkukotsannáls.
Myndin var af Árna Tryggva-
syni. leikara, i hlutverki sinu i
kvikmyndinni. og fyrirsögn á
myndatexta var: Árni bóndi i
Brekkukoti.
i dag hafa margir lesendur
komið að máli við okkur og bent
okkur á það. sem við raunar
vissum. að bóndinn i Brekkukoti
hét ekki Árni, heldur Björn.
Hafa þeir spurt okkur, hvort við
ættum ekki mynd af hinum eina
og sanna Brekkukots-Birni. Og
auðvitað mumum við á henni.
Hér er svo kominn Björn bóndi,
— eða öllu heldur Þorsteinn O.
Stephensen i hlutverki hans.
Á bak við Þorstein situr annar
leikari i kvikmyndinni, — góö-
kunnur borgari. Það er Jón
Leós. fyrrum forstöðumaður
vixladeildar Landsbanka Is-
lands.
ÍRSKU BÖRNIN
KOMA
EFTIR
m
Börnin frá Norður-Irlandi. sem
biskupinn yfir Islandi. Sigurbjörn
Einarsson. hefur boðið til lands-
ins. koma miðvikudaginn 30.
ágúst og dvelja i sumarbúðum
þjóðkirkjunnar i Reykjakoti við
Hveragerði til 13. september.
Börnin eru 20 talsins. 10 drengir
og 10 stúlkur á aldrinum 12—15
ára. og eru frá þeim stöðum á N-
irlandi. sem verst hafa orðið úti i
hörmungum siðustu ára. þ.e. Bel-
fast og Londonderry. og er helm-
ingur hópsins mótmælendatrúar
en helmingur kaþólskur.
Börnin voru valin t.il fararinnar
af opinberri nefnd i N-Irlandi i
samráði við kirkjuyfirvöid. og til-
gangurinn með þessu boði er fyrst
og fremst sá að veita þeim af-
þreyingu og hvild frá hörmungum
heimalands sins.
Hjálparstofnun kirkjunnar sér
um allan kostnað vegna komu
barnanna. dvalarkostnað og flug-
Framhald á bls. 4
SPORTIÐ ENDAN-
LEGA ÚTLÆGT
Menntamálaráðuneytið hefur
heimilaö veiði á 850 hreindýrum á
timabilinu 14. ágúst til 20. sept-
ember næstkomandi. Ekki er öll-
um leyfilegt að fella dýrin, aðeins
svokölluðum hreindýraeftirlits-
mönnum.
Andvirði hreindýranna verður
skipt milli 17 hreppa á
Austurlandi. Verður einn hrein-
dýraeftirlitsmaður ráðinn i
hverjum hreppi, og eftirlitsmað-
urinn i F'ljótsdalshreppi verður
aðalhreindýraeftirlitsmaður.
Hann hefur yfirumsjón með
hreindýraveiðunum og hann mun
dæma um skotfimi hrein-
dýraeftirlitsmanna, en þeir verða
að vera skotmenn góðir.
Sportveiðar á hreindýrum eru
algjörlega bannaðar.
EKKI RIKISSJOOSVIXLANA!
VIÐSXIPTABANKARNIR VILDU
Eins og kunnugt er gaf rikis-
sjóður út svokallaða rikisvixla að
upphæð 300 milljónir króna fyrr á
þessu ári og seldi Seðlabanka Is-
lands.
Varl'upphafi meiningin, að við-
skiptabanjtarnir keyptu þessa
vixla af Seðlábankanum, en ráð
varfyrir þvi gert, að lánastofnan-
Hafnarf jörður —
Fasteignagjöld
Dráttarvextir falla 1. september n.k. á
vangoldin fasteignagjöld til bæjarstjóðs
Hafnarfjarðar. Vinsamlegast gerið skil nú
^G^ar' Innheimtan.
ir gætu selt Seðalbankanum vixl-
ana aftur, þegar fjárhagsaðstaða
þeirra þrengdist eins og iðulega
gerist þegar liða tekur á árið.
Með þessu móti ætlaði rikis-
sjóður aö sjálfsögðu að tryggja
sér forgöngu um lán úr banka-
kerfinu og draga úr lánaveiting-
um til einkaaðila i þjóðfélaginu.
Hins vegar virðastbankarnirekki
hafa verið ýkja hrifnir af þessum
fjármagnstilfærslum.
Samkvæmt upplýsingum, sem
Alþýðublaðið hefur aflað sér, var
Landsbanki Islands eini rikis-
bankinn. sem keypti eitthvað að
ráði af þessum vixlum. Keypti
hann i maimánuði rikisvixla af
Seðlabankanum fyrir 100 milljón-
ir króna. en einhverra hluta
vegna hefur bankaráði og banka-
stjórum Landsbankans ekki litizt
sem bezt á þessi nýrstárlegu við-
skipti. þvi að i júnimánuði hafði
bankinn selt Seðlabankanum að
nýju alla vixlana.
Undirtektir annarra innláns-
stofnana voru aðeins til mála-
mynda. þvi að með aðeins einni
undantekningu, keyptu þær áður-
nefndu rikisvixla af Seðlabankan-
um fyrir aðeins eina milljón krón-
ur hver.
Undantekningin er einn spari-
sjóðanna i höfuðborginni, sem
keypti rikisvixla að upphæð 10
milljónir króna.
Eins og Alþýðublaðið skýrði frá
fyrir nokkrum dögum situr Seðla-
bankinn nú uppi með mestalla
rikisvixlasúpuna, að upphæð
277.100.000.00 krónur. —
ÞETTA ER JU ÞEIRRA STARF
Við birtum i blaðinu i gær mynd
af lögregluþjóni, sem stöðvað
hafði bifreið i Pósthússtræti i þvi
augnmiði að setja ofan i við öku-
mann hennar.
t texta með myndinni var
býsnazt yfir þvi, að lögreglu-
þjónninn gerði þetta og héldi þar
með langri röð flautandi bila fyrir
aftan þann fyrsta.
Við fengum þær upplýsingar i
gær hjá lögreglunni, að þetta
hefði ekki verið gert að ástæðu-
lausu, þvi ökumaður bilsins hefði
gerztsekur um alvarlega yfirsjón
i umferðinni og þvi heföi
lögreglumaðurinn stöðvað hann.
,,Þetta er okkar starf og fyrir
þetta fáum við okkar laun”, sagði
lögreglan.
Föstudagur 25. ágúst 1972