Alþýðublaðið - 25.08.1972, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 25.08.1972, Blaðsíða 11
Kross- gátu- krílið 2 E/r*S Fi.n/R RtKT SKOÓR Rwr? iv-r-r ur/6 V/Ð/ KOPfíS , //V/V SuÐA /cornu V£/?/C ÞREiíR VRTN/ V WEIRn ftL FflÐ/P sk *>-r 3efiD/l C £/</</ rvOT H/TFft /fíBRK /?P FljöT £NT) UflL/P t MJÚK þvOTr Tv/hl FR TÆKT SftmHL ‘bK ST V DÚTlR C A) t^ N X tlA t" >1 s 't) U\ i) ' H U\ < s T' 5: > xi ■ Cð Ci k) ú c Hún sagöi, er birti yfir svip Lindsay: „Hreyfðu þig ekki. Ég hef ströng fyrirmæli. Nú ert þú algerlega á minu valdi, og ég hef ekki hugsað mér að láta þetta tækifæri ganga mér úr greipum. Hugsaðu þér allt óréttlætið frá þvi, að við vorum stelpur, sem ég get jafnað”. Meðan Nora var að glettast, var hún ekki aðgerðar- laus. Hún stakk hitamæli upp i Lindsay og greip þétt um úlnlið hennar. Lindsay hætti að sýna mótþróa, og hún var fegin að hafa Nóru hjá sér. ,,Þú liggur að minnsta kosti ekki banaleguna”. Nóra stakk mælinum i sliður sitt. ,,Nóra, reyndu að vera alvar- leg. Þú veizt eins vel og ég, að þetta var aðeins höfuðverkur. Það er óþarfi að gera veður út af þessu”. Nóra svaraði ekki. Hún skrifaði inn á spjald. Er hún sneri sér aft- ur að systur sinni, sagði hún að nú þyrfti að þvo henni.Lindsay mót- mælti harðlega. „Hvilik vitleysa. Ég er ekki...” ,,Heyrðu nú, Lyn. Ég hef fengið minar skipanir. Það er hyggilegast að leyfa mér að vinna i friði”. Glettnin var horfin úr svip Nóru.og hún var ákveðin á svip. ,,Frá hverjum fékkst þú skip- anir?” Lindsay var jafnákveðin á svip eins og systir hennar. ,,Frá Matthews trúnaðarlækni. Og frá Shane Gillingan, hinum nýja yfirmanni þinum?” „Shane Gilligan... nýja yfir- manni...”, sagði Lindsay, eins og hún tryði ekki sinum eigin eyrum. ,,En hvað um Gregory?” „Vertu nú róleg. Ég yrði manna siðust að fara að skipta mér af þinum málum, en það eru vissir hlutir, sem þú verður að vita. Ég ætla að sækja vatn og handklæði, og við getum talað saman, á með- an ég er að þvo þér”. Nóra gaf henni nánar gætur, meðan hún talaði. Er Lindsay svaraði ekki tók hún þögn hennar sem samþykki og flýtti sér út. ,,Jæja”. Lindsay gat ekki leng- ur leynt óþolinmæði sinni. Nóra heyrði samt, að uppgjafartónn var i röddinni. Hennar starf yrði svo miklu auðveldara, ef Lindsay hlustaði þegjandi á hana. „Taktu eftir þvi, Lyn, að það sem ég ætla að segja þér er bæði spitalaslúður og staðreyndir. Þú veizt, að það getur verið erfitt að greina hvort frá öðru á þessum stað”. Nóra vann rösklega. ,,Ég ætla að segja þér sannleikann fyrst. Shane Gilligan er nýi yfir- skurðlæknirinn. Yfirhjúkrunar- konan tilkynnti það við morgun- verðarborðið i morgun. Hann er Ástraliumaður og... jæja, ég þarf ekki að segja þér frá manninum sjálfum. Bar hann þig ekki hingað i gærkvöldi eins og deyjandi svan? Að minnsta kosti er það helzta umræðuefnið þessa stund- ina”. Hún barði Lindsay þéttingsfast á lærið til merkis um, að hún ætti að snúa sér við. „Þetta hlýtur að hafa verið mikið áfall fyrir Gregory. Hann vissi ekkert um þetta”. Orðin köfnuðu næstum i koddanum. Hún sá ekki, að svipur Nóru harðnaði. „Gregory Martin hafði meira en órökstuddan grun um það, hvað var að gerast. En hann vissi ekki, að aðrir höfðu komizt að þvi, hvað hann ætlaði sér. Endanleg ákvörðun var tekin með mestu leynd". Nú var Nóra komin að erfiðasta hluta frásagnar sinnar, og leitaði að orðum. Þótt Lindsay hlustaði á hana, var óvist, að hún tryði henni. ,,Þú getur eins vel sagt mér afganginn. Þú hefur aldrei kunn- að að tala utan aö hlutunum”. Nóra sagði þetta rólega, en hún ýtti höndum systur sinnar frá sér, sneri sér við og horfði i andlit Nóru. Nóra dró djúpt andann og byrjaði hikandi. ,,t fyrstu var Gregory Martin talinn hæfasti umsækjandinn vegna reynslu sinnar. En margir læknanna voru ekki fyllilega ánægðir með hann. Þú veizt meira um þetta en ég,Lyn, en mér skilst, að þeir áliti, að gangi ekki að hann fái nærri ótakmarkað vald. Þeir héldu þvi fram i skýrslu, sem þeir lögðu fyrir nefndina, að hann ætti til að láta eiginhagsmuni ganga fyrir öryggi sjúklinga. Ég veit ekki, hvort þessi fullyrðing er sönn, en það ættir þú að gera”. Nú var hún bú- in að létta á hjarta sinu og beið eftir storminum. En Lindsay kom henni á óvart. Aö visu var hún þvinguð á svip, en það var lika allt og sumt. ,,Er þetta slúður eða sannleik- ur? ” „Sannleikur. Þetta er kannski dálitið orðum aukið. Þetta frétt- ist, þegar Pam Little var tekin til bæna. Hún heldur þvi fram, að Gregory Martin hafi verið hrifinn af henni um nokkurt skeið, eða siðan Adams sagði upp störfum. Og hún hefur leyft honum að lita á hverja trúnaðarskýrslu, sem hef- ur komið frá nefndinni um væntanlega ráðningu". ,,En ég skil þetta ekki”. Lindsay virtist ráðþrota og leið. Augu hennar virtust stór i fölu andlitinu. ,,Nei, þú skilur þetta ekki. Þú getur ekki skilið svona fram- komu. En leyfðu mér að halda áfram. Það versta er eftir”. Nóra dró enn djúpt andann og byrjaði. ..Læknarnir, sem ég nelndi áðan, mæltu með bér” ,,Mér?” Lindsay reisti sig á oln- bogann og starði undrandi á Nóru. ,,Ég skil ekki, hvernig ég kem þessu máli við”. „Getur þú það ekki?” Augu Nóru skinandi björt, er hún leit ástúðlega á systur sina. „Það litur út fyrir, að allmargir séu á annarri skoðun. Þeir álita að þér 'komi þetta við. Þeri mæltu með þvi að þú yrðir ráðin til starfsins skamma stund aðeins. Og að lenginm ársr.ynslu yrði Lindsay Page ákjósaníegasti læknirinn til að skipa stöðuna.” Nóra sá, að þessi tiðindi komu Lindsay gersamlega á óvart. Og hún var ekki hissa á þvi. Enda þótt Lindsay teldi sjálfa sig sæmi- legan lækni, hafði hún aldrei þótzt framúrskarandi góð. „Ertu að gefa i skyn, að Gregory hafi vitað þetta?” Nóru brá, er hún fann, hve mikill sársauki lá aö baki þessar- ar spurningar. „Hinn sautjánda þessa mánaðar sýndi Pam Little Gregory Martin afrit af viður- kenningu nefndarinnar á þessum meðmælum. Hún er m jög viss um þetta atriði". ,,0g tveimur dögum siðar opin- beruðum við trúlofun okkar,” sagði Lindsay, og rödd hennar varð nærri aö hvisli. ,,0g þú flýttir þér að hjálpa honum við fyrirætlanir hans. Þrátt fyrir tilraunir okkar til að halda aftur af þér, þurftir þú að segja öllum, að læknisferli þinum ff Fætur hans drógust i sleipri leðjunni og hann rann og skrik- aði eftir forugum götuslóð- anum, Allt i einu hrasaði hann og féll ofani eitthvað mjúkt, og þegar hann þreifaði fyrir sér með höndunum. uppgötvaði hann að hann hafði dottið i djúpa gryfju fulla af nýviðar- greinum, hann breiddi þær efstu yfir sig eins og teppi, féll i djúpan draumlausan svefn og svaf þarna alla nóttina. Þegar hann vaknaði á ný, var enn rigning, en greinarnar höfðu skýlt honum og enda þótt hann væri enn rakur hvar hon- um hlýrra. Hann var hungr- aður, en þar eð hann hafði engan mat var ekkert um annað að gera en að staulast áfram. Allan þann dag hélt hann áfram i rigningunni og dró á eftir sér fæturna, sem urðu blýþungir af forinni. Um kvöldið kom hann að kartöfluakri og rótaði von- góður i honum öllum, en fann engar kartöflur. Enn rigndi og honum var hræðilega kalt, en hann hélt áfram i myrkrinu þar til hann kom að hlaða af viöar- bolum við rætur trés, fleygði sér niöur á milli þeirra og sofnaði. Er hann vaknaði morguninn eftir hafði stytt upp þótt enn ýrði úr lofti. Hann fékk maga- krampa og hungrið svarf að honum. Þegar hann reis á fætur, snerist skógurinn i kringum hann eins og hringekja og hann féll endilangur á jörðina. Hann stóð upp aftur og hallaði sér upp að tré, þar til hann hafði náð jafnvæginu. Þá lagði hann af stað, hægt og með herkjum. Alltaf viö og við létu fæturnir undan honum, en hann stóð jafnóðum upp aftur og hélt áfram. Það birti i lofti og sólin tók að skina, geislar hennar hresstu hann og kættu, yljuðu honum og vöktu hjá honum nýjan ásetn- ing. En blóökreppusóttin hélt áfram að draga úr honum mátt og brátt rann allt út i móðu fy/ir augum hans. Hann gat með erfiðismunum gr nt slórt skógarrjóður framundan sér. Þangað staulaðist hann, en leið og hann kom þanga ' ' fæturnir undan honum oj. missti meövitund. Þegar hann rankaði við sé. aftur fann hann að nhver var að toga hann upp og taidi vist að nú hefði hann aftur vcrið tekinn til fanga, en var of veikburða til að láta sig þaö nokkru skipta. Hann sá ekki annað en skugga, og skugginn hreyfðist með hon- um um leið og hann dró hann upp af jörðinni og reisti hann upp viö tré. En skugginn varð að manni með góðlegt, brosandi andlit, sem talaði til hans á máli, sem var ekki þýzka. Yeo- Thomas gat ekki svarað, en sá af merkjunum á tötralegum einkennisbúningi mannsins, að þetta var striðsfangi. Loks tókst honum að stynja upp nokkrum orðum á friinsku og þá svaraði maðurinn honum slitróttá sama máli, að hann væri júgóslav- neskur striðsfangi. sem ynni þarna i nágrenninu. — Ég er Frakki á flótta, sagði Tommy þegar hann gat komið upp orði. Hann þurfti ekki að taka fram að hann væri hungr- aður og uppgefinn — það gat Júgóslavinn séð sjálfur. Þeir brostu hvor til annars af þeirri vinsemd sem fylgir sam- eiginlegu skipbroti. Yeo-Thom- as reyndi að risa á fætur, en hneig strax niöur aftur. Júgó- slavinn hristi höfuöiö, lyfti hon- um upp og bar hann lengra inn i rjóðrið, þar sem hann skoröaöi hann upp við tré. — Moi cherch- er manger. vous rester ici, pas bouger, reposer, sagði hann. i Ég sækja að boröa, þú vera hér, ekki hreyfa, hvila I. Svo fór hann og skildi Yeo-Thomas eftir einan. Júgóslavinn kom aftur að vörmu spori og ýtti við öxlinni á Yeo-Thomas, sem enn lá i hálf Yeo-Thomas gerðu öngviti. Upp ur skjóöu, sem hann hafði um öxl sér, dró hann hálfpundshleif af brauði og flösku af hvitvini. — Manger, sagði hann, þegar hann hafði skorið sneið af brauðinu, en þegar Tommy reyndi að borða það seldi hann upp. Júgóslavinn lét hann þá dreypa á vininu og við þaö færðist ylur og lif i aðframkominn likama Tomm- ys. Júgóslavinn skar nú brauðið $ niöur i litla teninga og tróð þeim i vasa Tommys. Siðan dró hann upp úr mal sinum litinn lérefts- poka með hönk , lét vinflöskuna i hann og fékk Yeo-Thomas. — Pour vous, sagði hann. Bonne chance. Tommy var of hrærður og of 'fc máttfarinn til að mæla orð af viirum. Hann skók hendi mannsins og Júgóslavinn brosti f} til hans. Méfier, sagði hann. ýí Dangereux. Ici beaucoup de Sj soldats allemands. iVarlega. ífe llættulegt. Hér margir þýzkir hermenn.l Á bjagaðri en ^ skiljanlegri frönsku sagði hann Yeo-Thomas að biða þangað til hann gæfi honum merki um að fara yfir auöa svæðið fram- y undan, þar sem margir þýzkir $ hermenn væru að störfum $ skammt frá. Og meira sagöi ~í hann ekki áður en hann skildi jjS við Tommy, en brosið sagði allt g sem þurfti og einnig að Tommy skyldi ekki hafa áhyggjur af þvi % sem hann sjálfur átti ósagt. Klukkustund siðar gaf hann merki um að öllu væri óhætt og if. Yeo-Thomas lagði enn land und- ir fót, endurnærður og hresstur af vininu. Þegar hann kom að trjánum hinum megin við engið sneri hann sér við til að veifa Júgóslavanum, sem stóð og bar við skýin og himininn og veifaði á móti. 11 Föstudagur 25. ágúst 1972

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.