Alþýðublaðið - 25.08.1972, Blaðsíða 3
á nótt
TRASS-
ARNIR
ÆTÍÐ
ÞEIR
SÖMU
Eltingaleikur
við suma
bátana tram
Al' og til heyrast i útvarpinu
auglýsingar frá Tilkynninga-
skyldu.þar sem hinn og þessi bát-
urinn er beðinn að hafa samband
við næstu strandstöð. Eru það oft
sömu bátanöfnin, sem aftur og
aftur er auglýst eftir.
„Jú, þeir eru ansi miklir trass-
ar á sumum bátunum”, sagði
Benedikt Alfonsson hjá Tilkynn-
ingaskildunni, þegar við höfðum
samband við hann, og smelltum
reyndar af honum mynd i leið-
inni.
,,Það má segja að það séu
nokkrir bátar, sem alltaf eru að
gleyma sér, og ef þeir stæðu sig
betur má segja að sáralitið væri
um að bátargleymdu að tilkynna
staðarákvörðun sina”, sagði
Benedikt.
Bátarnir tilkynna sig fljótlega
upp úr hádeginu, og um þrjúleytið
er byrjað að kalla á þá báta sem
ekki hafa svarað. Margir hlusta
ekki nógu vel á talstöðvarnar, og
þvi getur eltingarleikurinn við
bátana náð langt fram á kvöld.
Mörgum kemur þetta eflaust
spánskt fyrir sjónir þvi tilkynn-
ingaskyldan er fyrst og fremst
sett á stofn bátunum til öryggis.
A sumrin er vakt 10 tima á
sólarhring, og er Benedjkt annar
tveggja manna, sem sjá um til-
kynningaskylduna á sumrin, en
hann er annars kennari að starfi.
A veturna er vakt 16 tima á sólar-
hring, og sjá einnig tveir menn
um tilkynningarskilduna þá. Á
sumrin fara svo þessir tveir á sjó-
inn „til að hvila sig”, eins og
Benedikt sagði.
Eins og myndin sýnir, er þröngt
um tilkynningaskilduna, enda er
búnaðurinn ekki mjög margbrot-
inn, spjaldskrá, simi og fjarriti.
„Okkur er alveg sama um
þrengslin, en það er verra að sjá
ekki yfir höfnina úr herbergi okk-
ar hérna i Slysavarnarfélagshús-
inu”, sagði Benedikt.
„HASARLEIKUR OG FALSKAR
FORSENDUR”- SEGIR NIXON
Chieago (ntb—reuter)
Nixon forseti Bandarikjanna réðist harkalega á frambjóðanda
demókrata, George McGovern i gær og tillögur hans um niðurskurð
hernaðarútgjalda.
Forsetinn sagði, að ef McGovern væri sjálfur forseti i Hvita húsinu,
myndi hann ekki fara i „hasarleik” með öryggismál Bandarikjanna á
þeim fölsku forsendum, að með þeim hætti mætti spara útgjöld rikis-
ins.
1 ræðu sem Nixon hélt i gær lýsti hann yfir andúð á þeirri stefnu, sem
George McGovern fylgir i varnarmálum.
Tillaga McGoverns gerir ráð fyrir, að 170.000 bandariskir hermenn
verði kvaddir heim frá Evrópu og að dregið verði úr útgjöldum rikisins
til hermála sem nemur 30 milljörðum dollara.
1 ræðu, sem Nixon hélt i Chicago á leið sinni frá Miami Beach i gær,
sagði forsetinn, að ef tillögur McGoverns næðu fram að ganga, yrðu
þær þess valdandi, að Sovétrikin yrðu valdamesta riki heims, en
Bandarikin i öðru sæti. —
SEX FLUGFÉLÖG ANN-
AST ÞJÚDFLUTNINGANA
London, ntb-reuter:
Sjö brezk flugfélög urðu i gær ásátt um að vinna saman að flutning-
um hinna um það bil 50.000 Ugandabúa af asiskum uppruna, sem hala
brezk vegabréf, en skipað hefur verið að yfirgefa landið á næstu tiu vik-
um.
Hér verður um að ræða einhverja mestu mannflutninga i sögu venju-
legs farþegaflugs i heiminum.
Brezka félagið BOAC og sex leiguflugfélög munu taka flutningana að
sér og hafa félögin ákveðið, að farið kosti 70 pund frá Uganda til Bret-
lands, og hafa félögin farið þess á Ieit við brezku stjórnina að hún gangi
1 ábyrgð fyrir greiðslum fargjaldanna.
Gert er ráð fyrir, að nokkur hluti þessa fólks, sem nú neyðist til að
flýja Uganda, muni aðeins dvelja skamman tima i Bretlandi.
London (ntb — reuter)
Atvinnuleysi i Bretlandi er nú meira en það hefur nokkru sinni verið
á þessum árstima siðan 1945.
Samkvæmt nýjum tölum um atvinnulausa i landinu, voru hinn 14.
ágúst s.l. 930.123 skráðir atvinnulausir. Hefur atvinnulausum i Bret-
landi þannig fjölgað um hvorki meira né minna en 60.000 á aðeins ein-
um mánuði.
Atvinnuleysið er langmest i Norður-lrlandi, en þar er hlutfallstala
atvinnulausra 9%, en annars staðar i Bretlandi er hún 3,6%.
TVEIR MENN DÆMDIR TIL FANGELSIS-
VISTAR FYRIR MANNDRÁP AF GÁLEYSI
Tveir menn voru fyrir skömmu
dæmdir til fangelsisvistar i saka-
dómi Reykjavikur fyrir
manndráp af gáleysi og var i báð-
um tilfellum um banaslys i um-
ferðinni að ræða.
Slysin, sem um er að ræða eru
þau, þegar ekið var á tvær
fullorðnar konur á Hringbraut
snemma i janúar á siðasta ári og
ungan guðfræðinema, Rúnar Haf-
dal Halldórsson, snemma i april
sama ár.
Ákvörðun hefur verið tekin um
það hvernig islenzku varðskipin
eiga að bera sig að við vörslu
landhelginnar eftir 1. september.
Að sögn Baldurs Möller ráðu-
neytisstjóra i dómsmálaráðu-
neytinu, verða þessar fyrirætlan-
ir ekki gefnar upp.
„1. september verður fært út i
50 milur, og þá ber Landhelgis-
gæzlunni að ganga út frá þvi sem
sinu hlutverki að gæta þeirra
landhelgi sem hún bezt getur”,
Sá sem valdur var að bana
kvennanna tveggja er 27 ára
gamall og hlaut fjögurra mánaða
varðhaldsdóm, en hinn, 19 ára
gamall piltur fékk sex mánaða
fangelsisdóm. Báðir eru dómarn-
ir óskilorðsbundnir. Auk þess
voru þeir sviptir ökuréttindum
ævilangt.
Ástæðan fyrir þvi, að pilturinn,
sem olli dauða guðfræðinemans,
fékk strangari dóm er sú, að hann
var undir áhrifum áfengis, þegar
var það eina sem Baldur viidi um
málið segja.
1 samtalinu við Baldur kom það
fram, að Landhelgisgæzlan
treystir sér ekki fyrst um sinn að
veita fréttamönnum aðstöðu um
borð i varðskipum eða flugvélum
gæzlunnar. En að sögn Baldurs
verður þessi afstaða endurskoðuð
fljótlega eftir 1. september. „Við
teljum ekki unnt að veita frétta-
mönnum aðstöðu meðan framrás
atburða er ennþá ómótuð”, eins
og Baldur orðaði það.
slysið átti sér stað.
Tildrög slyssins, sem konurnar
tvær dóu I, eru þau, að þær voru á
leið norður yfir Hringbrautina
skammt frá Tjarnarendanum.
Okumaðurinn kvaðst við yfir-
heyrslur ekki hafa séð til ferða
þeirra fyrr en rétt áður en hann
hemlaði, en þá hafi það verið of
seint.
Konurnar urðu fyrir vinstra
framhluta bilsins og köstuðust
upp á frambretti hans.
önnur konan lézt samstundis,
en hin stórslasaðist og lá hún
nokkurn tima meðvitundarlaus á
sjúkrahúsi áður en hún iézt.
I hinu slysinu var ekið aftan á
guðfræðinemann, þar sem hann
var á gangi skömmu eftir mið-
nætti.
Slys þetta þótti mjög óhugnan-
legt, þar sem Rúnar heitinn var á
gangstéttinni, þegar ekið var á
hann og sá sem olli slysinu, var
undir áhrifum áfengis.
ATTA AVIS-
ANIR KOMN-
AR FRAM
Rannsóknariögreglunni i Hafn-
arfirði hafa nú borizt átta af þeim
46 ávisunum, sem talið er að
skriíaðar hafi verið út úr heftinu,
sem stoliö var frá Krossá i Kjós
fyrir skömmu.
Það var fyrrverandi kaupamað-
ur á bænum, sem stal ávisana-
heftinu og fór siðan i landshorna-
ferðalag með tveimur kunningj-
um sinum fyrir fé, sem þeir kom-
ust yfir á þennan hátt.
Upphæð þessara átta ávisana
er i kringum 65 þúsund krónur.
Enn eru ókomnar fram 38 ávis-
anir og af þeim sökum er ógern-
ingur að gera sér grein fyrir
hversu há heildarfjárhæðin er.
SITUR í VARÐ-
HALDI VEGNA
FJÁRSVIKA
Nú situr maður i kringum þri-
tugt i varðhaldi á Akureyri vegna
fjársvika, sem hann hefur gerzt
sekur um.
Maður þessi komst á einhvern
hátt yfir tvö ávisanahefti úr ibúð i
Reykjavik fyrir skömmu og gaf
út ávisanir úr þeim.
Hér er ekki um ávisanafals að
ræða þvi að á allar ávisanirnar
skrifaði hann sitt rétta nafn og þvi
flokkast þetta undir svik.
Málið er enn i rannsókn, en
fram hafa komið ávisanir, sem
hann hefur náð fé út á , á þennan
hátt, upp á 30—40 þúsund krónur.
GÆZLAN GERIR
SEMBEZIHÚN
PCTIIO fyrirætlanirnar
ULI Ull EKKI GEFNAR UPP
3
Föstudagur 25. ágúst 1972