Alþýðublaðið - 29.08.1972, Qupperneq 1

Alþýðublaðið - 29.08.1972, Qupperneq 1
alþýðu m \ 29. ágúst 1972—53. árg. GÆZLAN VHI ÆFINGAR Aö sjálfsögðu er undirbún- ingur undir þorskastriðið kominn i fullan gang hjá Land- helgisgæzlunni, enda tæp vika þar til fiskveiðimörkunum verður tosað út i 50 milur. Sportsiglingamenn, sem voru á leið til Keflavikur i litlum vél- báti á sunnudaginn, sigldu fram á eitt varðskipanna skammt undan landi, og þegar þeir komu i námunda við það kom i ljós, að skipverjar stunduðu þarna her- æfingar af kappi. Það sem þeir virtust leggja aðal áherzlu á i þessum æf- ingum var tækni, sem er langt frá þvi að vera ný af nálinni. Hana stunduðu forfeður okkar, vikingar, með góðum árangri fyrir þúsund árum. Hernaðartækni þessi er i þvi fólgin að leggja skipinu að skipi óvinarins og ráðast til upp- göngu. Þeir varöskipsmenn beittu þarna krókstjökum af snilld mikilli, og sögðu sport- siglingarmennirnir, að eftir þessa sjón óttist þeir ekki að við munum ekki hafa i fullu tré við Breta.ef til þorskastriðs kemur. Yfirmenn Landhelgisgæzl- unnar hafa ekki viljað ljóstra HREPPSNEFND HAFNAÐI MILLJÓNABOÐI r OG GAF BONDAN UM GIÖF HANS AFTIIR HLBAKA Það er ekki of t sem hreppsfélög taka af skarið og koma i veg fyrir, að peningamenn kaupu upp land- skika við laxveiðiár, og jafnvel heilar jaröir, til þess eins að ná veiðiréttindum. Þetta gerðist þó fyrir skömmu i Aðaldælahreppi i Suður-Þing- eyjarsýslu, er hreppsnefndin synjaði milljónaboði i gamalt samkomuhús i landi Hðlmavaðs, og landskika á bakka Laxár — með öðrum orðum á einum bezta laxveiðistað á landinu, og ákvað að skila Hólmavaðsbóndanum landinu. Forsaga þessa máls er sú, að fyrir allmörgum árum gaf bónd- inn að Hólmavaði hreppnum land undir samkomuhús, og liggur skikinn við Laxá. Veiðiréttur i ánni var að sjálfsögðu undanskil- inn, og heyrði hann undir Hólma- vað eftir sem áður. Nú stendur yfir bygging á skóla annarsstaðar i hreppnum, og þar er fyrirhugað að byggja á næst- unni félagsheimili og iþróttahús. Starfsemi i gamla samkomu- húsinu verður þvi lögð niður fljót- lega, enda húsið litið, og vafa- laust mun skólahúsið gegna hlut- verki þess að einhverju leyti þar til félagsheimilið ris. Þá gerðist það, að fjársterkir aðilar báru fram ósk um að kaupa Farmhald á 2. siðu. ÁREKSTRAMET í FIRÐINUM Lögreglan i Hafnarfirði hafði nógu að snúast um helgina, þv það var engu likara en árekstra alda gengi yfir bæinn. Samtals urðu i bænum i: árekstrar og i einum þeirra ger eyðilegðist splunkunýr lögreglu bill. Þetta er að verða algjört metái hvað varðar árekstra, þvi miðai við sama tima i fyrra hafa orðii 75 fleiri árekstrar þar núna. Sam anlagður fjöldi þeirra er 430. RAUTT UÓS FYRIR A myndinni hér til hliðar er grænt ljós fyrir gangandi fólk, en i Reykjavik var i gær rautt ljós fyrir regnhlifar, þrátt fyrir mikla rigningu. Rokið var nefnilega of mikið fyrir þær, þaö komst i 9 vindstig, en það var mesta rok I byggð i gær. Þetta var landsynningsrign- ing, sem raunar var mjög tak- mörkuð, bundin við annes hérna á Reykjanesskaga, mest i Keflavik, þar rigndi 21 milli- metra á niu timum. I Borgarfirði rigndi ekkert i gær og raunar ekki fyrr en REGNHLÍFARNAR! komið er að Gufuskálum, og sömu sögu er aö segja fyrir austan okkur, og það rigndi. meira að segja ekkert i Vest- mannaeyjum. A Norður- og Austurlandi var hinsvegar sumarbliða, hitinn þar var viða með þvi meira, sem komið hefur i sumar. Hitinn var mestur á Mánár- bakka, 21 stig, 20 á Staöarhóli, og viöa voru 19 stig. 1 dag var gert ráð fyrir hægri sunnanátt sunnan og vestan- lands, og slcúrum. UMFERÐARSLYSIN BORGAR TONER HÆTT1I- SVÆBI Um helgina urðu fjögur um- ferðarslys i Reykjavik og var i tveimur tilfellum ekiö á sex ára gamla drengi. Þessi slys áttu sér stað á Kringlumýrarbrautinni og Háa- leitisbraut. Þá lenti strætisvagn i árekstri viö leigubil á mótum Hjarðar- haga og Dunhaga og gjöreyði- lagðist leigubillinn. Farþegi i bilnum slasaðist litils háttar. Þá var ekið á konu i Borgartún- inu aðfaranótt laugardagsins. Akstursskilyrði voru mjög slæm á þessum tima, svarta myrkur og rigning og kváðust lögreglumenn, sem komu á slys- staöinn vera undrandi, aö á þessu- stað skuli ekki hafa orðið enn fleiri slys. Það, sem gerir ástandið kannski alvarlegast er sú stað- reynd aö á þessum stað eru engar gangstéttir og þegar jörö er biaut notar fólk götuna sjálfa sem gangbraut. STRAND Tuttugu og átta tonna eikar- bátur, Fjóla BA 150 strandaði i fyrrinótt á Meðallandsbugt á milli Nýjaóss og Bergvatns- óss. Veður var gott á þessum slóðum. Þó var nokkur strekk- ingur á suðaustan. Varðskipið Óðinn var statt skammt undan og björguðu varðskipsmenn tveimur skip- verjum, sem voru á Fjólu. NEYDARÁSTAND í VÆNDUM? VÍSINDAMENN FINNA ENGIN SEIÐI í SJÓ ÓT AF SUÐUR- VESTUR- OG MEGINHLUTA NORÐURLANDS Leitarskipið Arni Friðriksson kom á laugardaginn úr ungviðis- rannsóknum i kringum landið. Eins og Alþýðublaðið hefur skýrt frá, var álitið að þessar 'rann- sóknir myndu leiða i ljós, að þorskklakiö hafi að mestu brugðist við landið á þessu ári, og ýsuklakið að einhverju leyti einnig. „Þessi skoðun stendur óhögguð”, sagði Hjálmar Vil- hjálmsson fiskifræðingur i sam- tali við Alþýðublaðið i gær, en Hjálmar var leiðangursstjóri um borð i Arna Friðrikssyni. Hjálmar sagði að leitað hefði verið.i kringum allt landið, að Austfjöröum undanskildum. Eins og i fyrra, fannst ekkert af seiðum fyrir sunnan og suðvestan land. En það sem alvarlegra var, sama og ekkert fannst af seiðum á svæðinu frá tsafjarðardjúpi að Axarfirði, en i fyrra fannst þó nokkurt magn seiða á þessum slóðum. Ekki reyndist unnt að rannsaka svæðið austan Langaness, en álitið var að þar væri eitthvað magn seiða að finna, en þó ekki Framhald á bls. 4 FATT ER SVO MEÐ OLLU ILLT AÐ EKKIFYLGI NOKKUÐ GOTT Seiðarannsóknir Islendinga, 1 samtali við Hjálmar Þessi seiði komast i gagnið árin Þá sýndu rannsóknirnar geysi- Breta og Sovétmanna á haf- Vilhjálmsson fiskifræðing i gær, 1975-76. Styrktu þessar niður- legt magn karfaseiða i Græn- svæðunum kringum landið sýndu kom i ljós að geysilegt magn stöður grun fiskifræðinganna frá i landshafi. Er þar sjórinn fullur af bjartar hliðar ekki siður en þær loðnuseiða fannst fyrir vestan og vor, um að loðnuklakið hafi tekizt karfaseiðum. og ætti bvi ekki að dökku. norðan land i rannsóknunum. mjög vel.Framhald á 2, siðu.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.