Alþýðublaðið - 29.08.1972, Qupperneq 3

Alþýðublaðið - 29.08.1972, Qupperneq 3
NÝ ORÐSENDING FRÁ BRETUM SE6IAST BIÍHIB TIL VIDRÆBHA! Likur benda til, að viðræður geti hafizt aftur við rikisstjórnir Bretlands og Vestur-Þýzkalands um fiskveiðar þessara þjóða hér við land eftir útfærslu fiskveiði- landhelginnar næstkomandi föstudag. Alla vega hafa rikis- stjórnir beggja rikjanna lýst þvi yfir, að þær séu reiðubúnar til að hafa viðræður við rikisstjórn Is- lands um viöhorfin svo fljótt sem báðum aðiium hentar. Þetta eru fyrstu viðbrögð brezku stjórnarinnar við siöustu tillögum islenzku stjórnarinnar, sem fela i sér nokkra tilslökun frá fyrri tillögum. Nú hafa rikis- stjórnir Breta og Vestur-Þjóð- verja hins vegar úrskurð Haag- dómstólsins upp á vasann. t gær afhenti brezki sendi- herrann á tslandi Einari Agústs- nVii P” »»i* • i ITAMI II 1AD IVAItII HAI 5AK IST ,,Nýi vegurinn yfir Kambana mun komast i gagnið i haust eins og ráð er fyrir gert, nema vetur konungur gangi i garð fyrr en vant er og harðari en hann hefur verið undanfarin ár og tefji fram- kvæmdir”, sagði Sigfús 0. Sigfús- Farmhald á 2. siðu. syni, utanrikisráöherra, orðsend- ingu þess efnis, að brezka rikis- stjórnin hafi athugað ákvörðun alþjóðadómsins varðandi bráöa- birgðaráðstafanir vegna máls þess, sem nú sé fyrir dómstólnum og að hún muni reiðubúin til að ’ fara eftir henni. Jafnframt er þvi lýst yfir, að brezka rikisstjórnin sé reiðubúin til að hafa viðræður við rikis- stjórn tslands, svo fljótt sem báðum aðiljum hentar. Sams konar skilaboð hafa borizt frá ríkisstjórn Sambands- lýðveldisins Þýzkalands. Alþýðublaöið hafði i gærkvöldi samband við Einar Agústsson, utanrikisráöherra, en hann kvaðst ekkert geta um orösend- ingar þessar sagt á þessu stigi, en , kvað rikisstjórnina halda fund um málið fyrir hádegi i dag. — DAUFT f SÍLDINNI Frekar dauft var hjá sildveiði- bátunum i Norðursjónum i siðast- liðinni viku. Heildaraflinn er 1632 lestir og heildarsöluverðið tæpar 21 milljónir krónur. 'Meðalverðiði er aðeins 12,85 krónur, sem er mjög lágt. Hæst meðalverð fyrir sildarfarm fékk Hrafn Svein- bjarnars. GK. 23,92 krónur fyrir kilóið, en lægst fór verðið i 3,49 krónur hvert kiló. Alls seldu 26 bátar afla sinn i vikunni, flestir þeirra i Dan- mörku, en aðeins tveir i Þýzka- landi. Samkvæmt þeim upplýsingum, sem AlþýOublaðið hefur fengið.eru lfkur á, að árið 1972 veröi gott berjaár. Þær fregnir höfum viö vestan af Fjörðum, að þar hafi tveir menn verið viö berjatinslu daglangt, og siöan seit uppskeru dagsins Afengisverziun rikisins og fengið fyrir hana sex þúsund krónur. Hvort sú litla á myndinni er að tina fyrir 'Afengið vitum við hins vegar ekki. — TOLF OLVAÐIR VORU TEKNIR UM HELGINA Lögreglan i Reykjavik hafði uppi um helgina herferð gegn ölv- uðum ökumönnum og árangurinn lét ekki á sér standa. Þegar yfir lauk hafði hún staðið aö verki tólf ölvaða ökumenn. Herferðin stóö reyndar stutt eða i nokkrar klukkustundir aðfaranótt sunnudagsins. 1 átta tilfellum var um óyggj- andi ölvunarakstur að ræða, en i fjórum tilfellum þurfti að setja menn i fangageymslur lögregl- unnar og senda þá siðan i yfir- heyrslu hjá rannsóknarlögregl- unni. TVEIR NÁDll JAFNTEFLI VHI KAVALEK Kavalek, stórmeistari i skák, sem staddur er hér á landi til aö fylgjast með heimsmeistaraeinviginu i skák tefldi fjöltefli i ölafsvik siöastliðinn föstudag. 34 þátttakendur úr Ölafsvik og nágrannabyggðum hennar tóku þátt i fjölteflinu og tókst tveimur þeirra að gera jafn- tefli við stórmeistarann, en engum tókst hins vegar að leggja hann. Þeir, sem náðu jafntefli við Kavalek stórmeistara, eru Hinrik Konráðsson og Her- mann Hjartarson. Fjölmargir fylgdust með taflinu. — STRID UM SKÚLABÓKSðLUNA SKOLAFÖLK VILL FA bóksöluna f EIGIN NENDUR Allt virðist benda til þess, aö kalt strið sé hafiö milli Lands- sambands menntaskólanema og Innkaupasambands bóksala. Menntaskólanemar hafa nú pant- aö beint erlendis frá megnið af þeim erlendu kennslubókum, sem kenndar veröa við fjóra af menntaskólum landsins næsta vetur. Hér er um að ræða yfir 10.000 eintök fyrir um 2.700 nemendur og er andvirði bókanna 3—5 mill- jónir króna. Til dæmis er andvirði um 700 eintaka af stærðfræði- kennslubókum um hálf milljón króna. Með þvi aö taka verzlunina meö erlendar kennslubækur I eigin hendur ætla menntaskólanemar aö freista þess að lækka bóka- kostnað sinn verulega, eða um 10—30%. Um það bil þriðjungur þeirra erlendu kennslubóka, sem menntaskólanemar hafa pantað beint, eru gefnar út af danska bókaforlaginu Gyldendal, en vafasamt er, að menntaskóla- nemar fái þessar bækur afgreidd- ar til eigin bókasölu. Innkaupasamband bóksala hef- ur einkaumboð fyrir Gyldendal hér á landi og hefur sambandið lýst þvi yfir bréflega, að þaö muni nota einokunaraðstöðu sina, og neitar aö afgreiða umræddar bækur fyrir menntaskólastigið. Hins vegar mun Innkaupasam- band bóksala væntanlega panta þessar bækur sjálft, þannig að þær verði til sölu i venjulegum bókaverzlunum, en Innkaupa- samband bóksala er einmitt hlutafélag bóksala i Reykjavik. Allar erlendu bækurnar hafa verið pantaðar i gegnum Bóksölu stúdenta og er Alþýðublaðinu kunnugt um, að annar af fram- kvæmdastjórum hennar er nú i Kaupmannahöfn og mun eiga viö- ræður við framkvæmdastjóra Gyldendals um máliö. Þórarinn Þórarinsson, mennta- skólanemi, sem á sæti I bóksölu- nefnd Landssambands islenzkra menntaskólanema, tjáöi blaðinu I gær, að umrædd viðskipti væru að öllu leyti gerð á vegum og á á- byrgð Landssambands islenzkra menntaskólanema en I samvinnu við Bóksölu stúdenta. „Við sjáum ekki betur en okkur geti tekizt að lækka bókakostnað- inn mjög verulega, svo fremi sem nemendur bregðist ekki eigin málstað og verzli við eigiö fyrir- Framhald á bls. 4 3 Þriðjudagur 29. ágúst 1972

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.