Alþýðublaðið - 29.08.1972, Side 5
Alþýðublaðsútgáfan h.f. Ritstjóri Sig-
hvatur Björgvinsson (áb). Fréttastjóri
Bjarni Sigtryggsson. Aðsetur ritstjóm-
ar Hverfisgötu 8-10. — Sfmi 86666.
Blaðaprent h.f.
LOFORÐIÐ EFNT?
Á meðan núverandi fjármálaráðherra, Hall-
dór E. Sigurðsson, var aðalmálsvari stjórnar-
andstöðunnar i rikisf jármálum var söluskattur-
inn eitur i hans beinum. Þá flutti hann margar
og langar ræður um þennan „óréttláta” skatt,
sem bæði væri orðinn allt of hár og allt of langær
sem tekjuöflunarleið fyrir rikissjóð. Hvað eftir
annað lýsti hann sig andvigan þvi tekjuöflunar-
formi sem farið er með álagningu söluskatts og
annara likra skatta, svo sem virðisaukaskatts,
og taldi slika skattheimtu óréttláta með mesta
móti. Undir þetta tal tóku aðrir þáverandi
stjórnarandstæðingar, — svo sem Alþýðubanda-
lagsmenn.
Nú hefur Halldór E. Sigurðsson verið fjár-
málaráðherra nokkuð á annað ár og meðreið-
sveinar hans aðrir úr stjórnarandstöðunni forð-
um tið eru nú samverkamenn hans i rikisstjórn.
Á þessu röska ári hefur ein svonefnd endurskoð-
un á skattakerfinu verið framkvæmd og önnur
stendur nú yfir að sögn ráðherranna. Samt hef-
ur ekkert verið hreyft við söluskattinum að ráði.
Hann hefur ekki verið lækkaður hvað þá heldur,
að hann hafi verið felldur niður, eins og Halldór
E. Sigurðsson gerðist svo margorður um á sin-
um tima.
Hin svonefnda endurskoðun rikisstjórnarinn-
ar á skattakerfinu hefur áþreifanlega leitt það i
ljós, að affarasælla er, að búið sé að tilkynna
meginatriði hennar fyrirfram, svo hægt sé að
leiðrétta vitleysurnar áður en þær bitna á fólk-
inu i stað eftir á, eins og nú á sér stað. Einmitt
þess vegna leyfir Alþýðublaðið sér nú að spyrja
Halldór E. Sigurðsson hvort afnám söluskatts-
ins sé ekki neitt meginverkefni þeirrar endur-
skoðunar, sem nú stendur yfir á skattakerfinu
og hvernig hann ætli að sjá rikissjóði fyrir þeim
tekjum, er við það tapast.
Sjálfsagt stendur ekki á svarinu frá ráðherr-
anum eða málgagni hans, Timanum, fyrir hans
hönd.
MAGNÖS KOMINN HEIM
Nú um þessa helgi mun iðnaðarráðherra,
Magnús Kjartansson, hafa komið heim frá
Svisslandi, en þangað fór hann i boði Alu-Suisse,
auðhringsins, sem rekur hér álverksmiðju i fé-
lagi við islenzka rikið, Hefurferðalagiðvonandi
verið skemmtilegt fyrir Magnús og án efa hefur
hinn svissneski auðhringur gert vel við hann.
Á meðan Magnús Kjartansson hefur dvalið i
boðsferð þessari ytra hefur margt á dagana
drifið fyrir þjóð hans, sem nú á i erfiðri baráttu
fyrir lifshagsmunum sinum. Alþjóðadómstóll-
inn i Haag lagði eyrun við röddum Breta og
Vestur-Þjóðverja og gaf út úrskurð gegn is-
lenzkum hagsmunum. Þann úrskurð nota nú
andstæðingar okkar i landhelgismálinu til ákafs
andróðurs gegn okkur og islenzka rikisstjórnin,
að iðnaðarráðherranum undanteknum, situr á
stöðugum fundum þar sem fjallað er um þróun
málsins, enda landhelgismálið komið á lokastig.
Magnús Kjartansson heyrir til nýrri kynslóð i
forystusveit flokks þess, sem upphaflega hét
Kommúnistaflokkur Islands, siðar Sameining-
arflokkur alþýðu — Sósialistaflokkurinn og nú
Alþýðubandalagið. Forystumenn þess flokks
hafa ætið lagt mikið upp úr þvi, sem nefnt hefur
verið hið alþjóðlega auðvald. Enginn þeirra þó
með þeim hætti, sem Magnús Kjartansson hefur
nú gert, og kemur fram i þvi að hann þiggur
skemmtiferðarboð alþjóðlegs auðhrings á ör-
lagastundu þjóðar sinnar.
lalþýduj
LEIDINLEG MISTOK I
LANDHEL61SMÁLINU
Það voru uggvænlegar fréttir,
sem Alþýðublaðið hafði eftir Sig-
fúsi Schopka, fiskifræðingi, s.l.
fimmtudag. Þar sagði fiskifræð-
ingurinn, að rannsóknir, sem þá
voru á lokastigi, bentu til þess, að
þorskklakið i ár hefði algerlega
brugðizt og raunar ýsuklakið
einnig að verulegu leyti. Sagði
Sigfús enn fremur, að þessar upp-
lýsingar hefðu enn aukið á
áhyggjur fiskifræðinga, þvi nú
vissu þeir ekki um neinn góðan
þorskstofn á leiðinni til að standa
undir afla á íslandsmiðum. Bætti
Sigfús þvi við, að allar góðar
vonir sem menn hefðu bundið við
árganginn frá 1964, hefðu
brugðizt — m.a. vegna gifur-
legrar ofveiði á smáfiski af
þessum árgangi.
Ótíðindi
Þessar fréttir, sem Alþýðu-
blaðið varð fyrst til að segja, eru
óhugnanlegar. Þær fela það i sér,
að þorskstofninn á Islendsmiðum
er i hættu. Visindamenn vita ekki
um neinn sterkan árgang til þess
að standa undir sókn veiðiskipa á
þessi mið. Þeir árgangar, sem
hafa komið vel út úr klaki, hafa
verib eyddir með gengdarlausri
veiði á smáfiski og milljónaverð-
mæti hafa þannig farið i súginn.
Og upp á siðkastið hefur i tilbót
klakið brugðizt svo engin von er,
að úr rætist.
A sama tima fleygir fiskveiði-
tækninni fram og öflugum veiði-
skipum fjölgar á íslandsmiðum.
öllum þessum flota er nú stefnt
að siþverrandi fiskigengd og
sóknin i smáfiskinn —- fisk, sem á
eftir að taka út oft meira en helm-
ing af eðlilegri stærð og þyngd —
er hömlulaus.
Þannig er nú verið að eyða af
sjálfum „höfuðstóli” auðlegðar
Islandsmiða. Verði öllu meira af
honum tekið fer fyrir Islands-
miðum eins og svo mörgum
öðrum fiskimiðum, t.d. miðunum
undan austurströndum Banda-
rikjanna, svo illa verða stofnar
nytjafiska leiknir, að þeir bera
aldrei sitt barr.
Þessi óhugnanlega framtiðar-
mynd hefur nú færzt enn nær
okkur. Upplýsingar fiskifræðing-
anna um ástand þorskstofnsins á
miðunum við Island og hafa gert
það að verkum. Sú staðreynd, að
þrátt fyrir stóraukna sókn Breta
á fslandsmið þá tekst þeim senni-
lega ekki að afla nema innan við
helming þess magns, sem þeir
drógu úr sjó á þessum sömu
miðum árið 1970, —hún bendir til
hins sama. Fyrir Islending eru
slik tiðindi ekki slæm tiðindi úr
einni atvinnugrein. Fyrir Is-
lending er slik frétt þjóðarvá.
Aldrei hefur okkur verið ljósari
en nú nauðsyn þess að færa út is-
lenzka fiskveiðilögsögu og auka
verndun fiskistofnanna á Islands-
miðum svo forða megi þeim frá
útrýmingu.
Líka við sjálf
Og fiskveiðilögsagan verður
færð út. Þangað til ab svo verður
eru nú aðeins nokkrir dagar. Þar
höfum við allan siðferðilegan rétt
okkar megin, þvi þar er þjóðin að
verja lifsafkomu sina og um leið
að koma i veg fyrir eyðingu lifs á
stórum hafsvæðum, en slik
verndunarráðstöfun hlýtur að
vera ekki aðeins fslendingum,
heldur mannkyninu öllu til heilla,
— a.m.k. þegar fram i sækir.
Við erum einnig sannfærðir um,
að við munum vinna i baráttunni
fyrir stækkun fiskveiðilandhelg-
innar.
En við verðum einnig ab gera
okkur grein fyrir þvi, að við
þurfum að gera meira til að
vernda fiskistofnana á Islands-
miðum fyrir rányrkju, en að færa
fiskveiðilandhelgina út. Það eru
t.d. fleiri, en aðeins Bretar og
Vestur-Þjóðverjar, sem stunda
hömlulitlar veiðará smáfiski. Við
berum þar sjálfir nokkra.
Mér er sagt, að i heilum lands-
hlutum sé smáfiskurinn undir-
staða alls afla nú um þessar
mundir. Mestallur sá fiskur, sem
komið sé með að landi, sé undir-
málsfiskur.
Þarna eigum við Islendingar
við okkur sjálfa að sakast. Rán-
yrkja er rányrkja, — hvort sem
hún er stunduð af innlendum eða
EFTIR HELGINA
erlendum aðilum. Þótt ekki sé
tekið mið af öðru en sóma okkar
sjálfra, þá getum við ekki horft
framhjá þvi þegar við sjálfir
gerumst á einhvern hátt brotlegir
við verndunarsjónarmiðin. Og sú
viðbára að það sé engan fisk að
fá, nema hálfvaxinn smáfisk, er
engin afsökun. Við getum ekki
borið fyrir okkur sams konar af-
sakanir og við neitum með réttu
að taka gildar hjá öðrum.
Sjávarbúskapur
Um leið og við færum út fisk-
veiðilögsögu okkar, þá verðum
við einnig að setja okkur sjálfum
strangari reglur varðandi veiðar
þar sem einhver hætta er á of-
veiði eða rányrkju. Viðreisnar-
stjórnin sá svo um, að Islendingar
eiga nú vel búin og nýtizkuleg
rannsóknar- og fiskileitarskip.
Fiskifræðingar okkar hafa þvi til-
tölulega góða abstöðu til þess að
fylgjast með ástandi fiskistofn-
anna við Island og gefa aðvörun,
þegar eitthvaö er að ganga úr-
skeiðis.
Þessum aðvörunum eigum við
tslendingar að sinna. Eftir út-
færslu fiskveiðilögsögunnar
getum við tekið upp skipulagða
nýtingu þeirra miða, sem liggja
innan við 50 milna linuna og hafið
nokkurs konar visindalegan
„sjávarbúskap” ef svo má segja,
— eba a.m.k. visi að slikum bú-
skap. Slik nýting á auðlindum
hafsins er einmitt það, sem koma
skal, og hvers vegna ættum við
Islendingar ekki að reyna að riða
fyrstir á vaðið með tilraunir i þá
áttina á svipaðan hátt og við
höfum nú tekiö forystu um
verndunarmálin? Við höfum allt
það til að bera, sem þarf, svo slik
tilraun geti borið árangur. Vel
menntaða og hæfa visindamenn
og ágætan skipakost til rann-
sóknarstarfa. Auðug fiskimið
við strendur landsins.
Þegar vib höfum unnið sigur i
landhelgismálinu þá væri slikt
verkefni hrifandi viðfangsefni og
verðugt. Ef til vil verður islenzka
þjóðin sú fyrsta i heiminum, sem
fer að búa með fisk i sjónum á
svipaðan hátt og maðurinn hefur
um aldaraðir búið með kvikfénað
á landi. 1 framtiðinni getum við
vel gert slikar tilraunir. Við
höfum góðar vonir, um, að þær
myndu takast. Þvi ekki að reyna?
Við verðum að vanda okkar
verk
Þótt við höfum vissulega góðan
málstað að verja i landhelgismál-
inu, þá verðum við þó engu að
siður að vaka yfir hverju fótmáli
okkar og ihuga vandlega það,
sem vib gerum og hyggjumst
gera. Við verðum að einbeita
okkur að þvi að gera sem fæst
mistök i kynningu áróðri og
öðru starfi og ef okkur verður það
á, að gera einhver mistök, þá
eigum við að læra af þeim.
Þannig komum við i veg fyrir, að
slik mistök verði gerð aftur.
Töluverðar umræður um ýmis
framkvæmdaratriði af tslands
hálfu i sambandi við landhelgis-
málið hafa orðið eftir að Alþjóða-
dómstóllinn i Haag sendi frá sér
úrskurð sinn á dögunum. Þær
umræður hafa ekki snúizt um úr-
skurð dómsins, — allir Islend-
ingar eru sammála um, að honum
beri að mótmæla, á hann beri
aðeins að lita sem ábendingar, en
ekki endanlega dómsniðurstöðu
m.a. vegna þess, að dómstóllinn
hefur enn ekki fjallað um lögsögu
sina i málinu, og að Islendingar
eigi ekki að kvika frá fyrir-
ætlunum sinum um útfærslu þann
1. september.
En dómurinn kom samt sem
áður almenningi á tslandi tals-
vert á óvart. Fólkið i landinu
telur, að úrskurðurinn bendi til
þess, að dómendurnir þekki litið
sem ekkert til málsins og byggi
þvi dóminn á mjög röngum for-
sendum. I þvi sambandi hefur
það mjög komið fram hjá al-
menningi, að það hafi verið mis-
ráðið af islenzku rikisstjórninni,
að hafa engan málsvara i Haag til
þess að kynna dómendunum hina
islenzku — og réttlátu hlið mál-
anna.
Málsvarar rikisstjórnarinnar
hafa sagt, að slikt hefði ekki verið
hægt vegna þess, að i þvi hefði
falizt óformleg yfirlýsing um, að
Islendingar samþykktu lögsögu
Alþjóðadómstólsins i landhelgis-
málinu. Þetta er alls ekki rétt.
Það var og er enginn vandi að
ganga svo frá málum, að tilvist
islenzks fulltrúa i Haag hefði
jafnvel enn betur undirstrikab
mótmæli tslands við lögsögu
dómstólsins og þvi haft þver-
öfugar afleiðingar við það, sem
rikisstjórnin vill vera láta. Auk
þess að færa fram rök fyrir þeirri
afstöðu okkar að viðurkenna ekki
lögsögu dómstólsins i málinu
hefði hinn islenzki fulltrúi getað
unnið i Haag mikið og gott kynn-
ingarstarf á málstað okkar og
marga grunar, að dómurinn hefði
hljóðað öðru visi, ef islenzk rödd
hefði heyrzt i Haag á þeim tima,
þegar dómendurnir gerðu upp
hug sinn i málinu.
Þungamiðjur átakanna
Atökin i máli eins og land-
helgismálinu fara fram á
mörgum vettvöngum. Avallt er
þó einhver þungamiðja i þessum
átökum öllum, — einhver staður,
þar sem hámark orrustunnar er.
Á slikum stöðum verðum við Is-
lendingar ávallt að hafa mál-
svara frá okkur. Þar megum við
ekki gefa andstæðingum leikinn
eftir.
Siðla sumars 1972 var þunga-
miðjan i átökum um landhelgis-
útfærsluna um nokkra hrið i
Haag, — þar sem Alþjóðadóm-
stóllinn hefur aðsetur sitt. Þann
baráttuvettvang höfðu andstæð-
ingar okkar valið og voru mættir
þar með liði sinu.
En íslendingar komu ekki á
vettvang. Bretar og Vestur-Þjóð-
verjar gátu þarna farið sinu fram
mótspyrnulaust. A meðan voru
málsvarar okkar fslendinga upp-
teknir við annað, þar sem þungi
átakanna var ekki eins mikill.
Alrhenningur á tslandi telur
Framhald á 2. siðu.
5
Þriðjudagur 29. ágúst 1972