Alþýðublaðið - 29.08.1972, Page 6
LANDHELGISGÆZLAN
NÝR LIÐSSTYRKUR GÆZLUNNAR GÆTI
LÍKA KOMID BRETUM í GOÐAR ÞARFIR
Það kann svo að fara að
nýjasti liðsstyrkur landhelgis-
gæzlunnar eigi eftir að koma
brezkum til góða ekki siður en
islenzkum — þvi verði um
mannslif að tefla mun Land-
helgisgæzian ekki spara nýju
Sikorsky þyrluna við björgunar-
störf, og þá er ekki spurt að
þjóðerni.
Þessi nýja þyrla gæzlunnar,
TF-GNA, er mun stærri aö allri
gerð en hin gamla, og er sér-
stakiega gerð með björgunar-
störf fyrir augum, enda upphaf-
lega smiðuð sem björgunar-
þyrla fyrir bandarisku strand-
gæzluna. Það sem einkum gerir
þessa þyrlu hæfa til björgunar-
starfa er aflmikið spil, sem
getur dregið upp tvo menn i
senn, og auk þess er hún það
stór, að hún getur flutt sex
sjúklinga i börum eða 10 far-
þega i sætum.
GNA getur bókstaflega flogið
i hvaða vindi sem er, sagöi
Ólafur Valur Sigurðsson, stýri-
maður hjá gæzlunni, er hann og
Björn Jónsson, flugmaðursýndu
fréttamönnum þyrluna fyrir
skemmstu. Björn er eini flug-
maðurinn, semenn hefur hlotið
réttindi á þessa þyrlu, en stefnt
er að þvi að fleiri flugmenn
gæzlunnar fái réttindi á þyrluna
innan skamms.
Flugþol þyrlunnar er fjórir
timar og hámarkshraði 105
milur, og er hún gerð sem sjó-
bátur, þannig aö hún getur lent
á sjó, — og ennfremur á þrem
varðskipanna, Ægi, Óðni og
Þór.
Við björgunarflug eru flug-
maður og björgunarmaður rétt
eins og tviburar, sagði Ólafur.
Þegar flugmaður undirbýr að-
flugið að björgunarstaðnum er
björgunarmaðurinn eins og
auga flugmannsins, hann fylgist
meö björgunarstaðnum út um
opna lúguna og talar viðstöðu-
laust i hljóðnemann tii flug-
mannsins og lýsir staönum.
Eftir þeirri lýsingu verður svo
flugmaðurinn að fara, þannig að
mjög góð samvinna þarf ætið að
vera milli áhafnarmeðlima og
samstillt lið i þyrlunni.
Vegna styrkleika spilsins er
til dæmis hægt að nota þaö
þannig að læknir eða björgunar-
maður fer niður og er hifður upp
um leið og sá sem verið er að
bjarga, ef þannig stendur á. Um
slikt getur verið að ræða ef veita
þarf slösuöum manni læknis-
hjálp, ef sá sem verið er að
bjarga er fastur o.s.frv.
Þessi nýja þyrla er á allan
hátt mun fullkomnari en sú sem
til var, enda er hún mun dýrari i
rekstri. Aætlað var að meðal-
flugkostnaöur á gömlu þyrlunni
hafi verið um 11 þúsund krónur
á timann, en kostnaður við
hvern flugtima hinnar nýju
þyrlu hefur verið lauslega áætl-
aður um 50 þúsund krónur.
BANGLADESH
EINHVER HRÓPAÐI: FðÐURLAHDSSVIKARI! - OG ÞA GEKK
MÚGURINN MILLI BOLS OG HÖFUÐS A MANNGREYINU
Fyrir um það bil aldarfjórðungi
siðan flutti litill hópur
múhammeðstrúarmanna burt úr
Bihar-héraði i Indlandi. Þeir
hugðust flytja til lands, þar sem
múhammeðstrúarmenn væru i
meirihluta og þeiryrðu hluti þess
meiri hluta. Ferðinni var heitið til
Austur-Pakistans, það var hið
fyrirheitna land. í dag, aðeins 25
árum siðar, virðast örlög þeirra
ráðin, ef til vill um aldur og ævi.
Hópur sá, sem hér um ræðir,
einkenndist öðru fremur af þeim
mörgu kaupsýslumönnum, sem i
honum voru. Þeir voru duglegir,
djarfir, gáfaðir og mjög vinnu-
samir. Verzlanirnar, verkstæðin
og verksmiðjurnar, sem þeir
komu á laggirnar i Austur-Pak-
istan, efldust skjótt og sem þjóð-
arhópur urðu þeir mjög ráða-
miklir i atvinnulifi Austur-
Pakistan.
Sannarlega höfðu Bihararnir
ekki önnur markmið með vinnu
sinni og auöæfum en kaupsýslu-
menn pakistana og bengala.
Munurinn var sá einn, að Bihar-
arnir voru miklum mun duglegri
og náðu mun meiri árangri. í
kjölfar þess sigldu öfundin og of-
sóknirnar. Draumur þeirra um að
renna saman við Bengalina rætt-
ist aldrei. Þegar Vestur-pakistan-
irnir sáu fram á hin endanlegu
slit landshlutanna biðluðu þeir til
Biharanna. Þeir höföu mikilvæga
aðstöðu i þorpunum úti á lands-
byggðinni. Bónorðið var i þvi
fólgið, að þeir sannfærðu Bihar-
ana um að þeir hefðu örsmáa
möguleika á að lifa og starfa I
sjálfstæðu Austur-Pakistan. Þeir
yrðu reknir burt úr landi eða
drepnir af hinum hefnigjörnu
bengölum. i kjölfar þessa bónorðs
og með sannfæringuna um út-
rýmingu i veganesti hófst sam-
vinna þeirra. Siðar meir var hún
lýst sem föðurlandssvik. Það inn-
siglaði örlög þeirra til frambúðar.
Ofsóknirnar og grimmdina i kjöl-
far þess þekkjum við öll.
Þegar litið er til baka fá atburð-
irnir annan svip. Komið hefur i
ljós, að mjög margir bengalir
unnu einnig með pakistönum og
nauðguðu, rændu og brenndu rétt
eins og þeir. En þó ganga þeir
lausir enn þann dag i dag.
1 dag er orðið „föðurlandssvik-
ari” oft notáð i Bangla Desh.
„Gott” er að gripa til þess ef
maður þarf að gera upp sakir við
gamlan óvin. Sorgaratburður
einni i Dacca gerðist með þessum
hætti: Maður nokkur gekk
áhyggjulaus um á einu af mark-
aðstorgum bæjarins og leitaði að
sérstakri vörutegund. Skyndilega
komu þrir menn þjótandi og hróp-
uðu: „Hann er föðurlandssvikari,
við höfum séð nafnið hans i blöð-
unum”. A nokkrum sekúndum
hafði hann verið umkringdur af
4—500 mönnum. Enginn þeirra
bar vopn, þeir beittu aðeins hnef-
um sinum. Eftir fyrstu höggin
hné maðurinn til jarðar og siðan
sást ekki meir. Þegar mannfjöld-
inn dró sig i hlé lá maðurinn
dauður á jörðinni.
Það múgsiðferði, sem ein-
kenndist af óskinni um að vinna
öðrum mein, hefur ætið verið fyr-
ir hendi i landinu, og það hefur
sáð fræjum djúplægra félags-
legra andstæðna milli hinna ýmsu
þjóðahópa i landinu. Stærsta
vandamálið er þó fólgið i hugum
og hjörtum múhammeðstrúar-
mannanna og i múhammeðs-
trúnni sjálfri. Þeir halda þvi stöð-
ugt fram, að Bangla Desh eigi að-
eins að vera fyrir þá. Orsök þess-
arar afstöðu þeirra er ef til vill
hinn félagslegi vanmáttur þeirra.
Þeir eru stærsti þjóðarhópurinn
(55%) en hafa minnsta menntun
ina og búa við frumstæðustu lifs-
skilyrði. Trú þeirra hefur valdið
þeim sinnuleysi og kæruleysi, og
þvi eru þeir venjulega fjandsam-
legir félagslegum framförum.
Minnihlutahópar, eins og t.d.
hinduarnir og santalarnir, búa i
leirhúsum en múhammeðstrúar-
mennirnir búa i bambus-húsum.
Munurinn liggur i þvi, að leirhús-
in hafa þykka veggi, sem i hutum
halda hitanum úti/en hafa einnig
mikið einangrunargildi á köldum
vetrarnóttum. Venjulega eru einn
eða fleiri gluggar á húsum þess-
um og um þá fer loft og ljós. 1
þeim er einnig leirgólf, sem
stendur hærra en jörðin umhverf-
is. Það forðar þvi að raki berist
inn i húsin um regntimann og hef-
ur i för með sér aukið hreinlæti.
Þorp, sem byggð eru þessum
húsum, lita oftast nær mjög þrifa
lega út, bæði utan og innan.
Múhammeðstrúarmennirnir
hirða aftur á móti minna um hi-
býli sin. Bambus-húsin veita skjól
fyrir sólskini, regni og kulda, en
geta vart taliztibúðir eða manna-
bústaðir. Þau eru mun minni og
dimmari og eyðast fljótt fyrir
veðrum og vindum. Bambushús
kostar um það bil 250 taka (u.þ.b.
1800 isl. kr.) en leirhús kostar um
það bil 300 taka.
Þessi litli verðmunur byggist á
byggingarefninu, leirnum, sem er
ókeypis og þarfnast aðeins litils
háttar undirbúnings áður en hann
er notaður. Þakið kostar þvi
mest, en það er gert úr saman-
fléttuðum bambus og grasi. Slikt
hús getur enzt i 15—20 ár, en
bambus-húsin þarfnast viðgerða
eða endursmiði eftir 5—6 ár. 1
þorpum, þar sem fleiri en
múhammeðstrúarmenn búa,
vilja þeir ekki una þvi að aðrir
byggi stærri hús eða öðruvisi en
þeir sjálfir. Gerist það samt hefja
þeir ógnaraðgerðir, sem ýmist
leiða til þess að þeir fá vilja sin-
um framgengt eða að minnihluti
þorpsbúa neyðist til að hverfa á
brott.
Allar þessar andstæður óg mis-
skilningur á rætur i fáfræði og
hinni löngu og erfiðu baráttu fyrir
þvi einu, að halda lifinu. Engin
náð og ekkert réttlæti er til i lifi
bengalanna. Samhygð og sam-
staða heyrir til undantekninga.
Venjulega finnur fólk aðeins til
samstöðu með fjölskyldu sinni.
Hún er heilög og óaðskiljanleg.
Fyrir bengalska fjölskyldu er
takmörkun barneigna og félags-
legt öryggi i fullkominni
andstöðu hvort við annað. Sá,
sem er gamall og barnlaus, verð
ur að deyja.
MYNDIRNAR
Myndir þessar tók
greinarhöfundur í Bangla-
desh er hann var þar á ferð
fyrir skemmstu, en Truls
Öhra er fréttamaður fyrir
fréttastofu norsku
jafnaðarmannablöðin. Á
efri myndinni til vinstri er
forsætisráðherra Bangla-
desh, Mujibur Rahman, á
eftirlitsferð um landið, á
neðri myndinni er snauð
fjölskylda, sem komið
hefur sér fyrir undir ónýtri
járnbrautarlest. Undir
þeirri sömu lest er fangi
bundinn, hefur að öllum
líkindum verið gripinn
fyrir þjófnað.
Það sem vantar er
framleiðslusiðgæði
í malgagni dönsku
neytendasamtak-
anna „TÆNK" birt-
ist fyrir skömmu
grein eftir Egil
Poulsen verkfræðing,
þar sem hann f jallar
um hið nýja „fram-
leiðslusiðgæði", er
hann nefnir svo, og
segirað sé í því fólgið
að framleiðslan end-
ist yfirleitt ekki
n e m a s e m
skemmstan tima.
Enn standa hús bæöi I
Noregi og Danmörku, sem
reist voru fyrir 900—1000
árum, segir höfundur um
leið og hann bendir á það,
að yfirverkfræðingur viö
eitt af stærstu bygginga-
fyrirtækjum i Danmörku
hafi lýst þvi yfir i blaða-
viðtali ekki alls fyrir
löngu, að svo væri til
ætlast að ibúðarhús er það
framleiddi, entust i 50 ár.
Fullyrðir Egil Poulsen að
flest það, sem nú er fram-
leitt, sé af ásettu ráði
framleitt með „inn-
byggðu” endingarleysi, ef
svo mætti að orði komast,
allt frá nælonsokkum upp i
bila og ibúðarhús. Fyrst
eftir að framleiðsla hófst á
nælonefnum, voru þau svo
sterk að þau entust árum
saman, og þá voru einnig
framleiddir bilar, sem
entust i fimmtiu ár. Nú
endast nælonplögg, til
dæmis sokkar, ekki nema i
nokkra daga og bilarnir
verða ónothæfir eftir örfá
ár.
Þannig er þaö yfirleitt
með allan varning nútim-
ans. Hann er framleiddur
með sem skemmsta end
ingu fyrir augum og væri
fróðlegt, segir verkfræð-
ingurinn, að fá hagfræði-
lega skilgreiningu á þvi
hverjum það frumskóga-
siögæði kemur að gagni.
Hinsvegar verður allt
annað uppi á teningnum,
þegar kemur aö mat-
vælaframleiðslunni, segir
hann ennfremur. Þar er
öllum brögöum beitt i þvi
skyni að matvælin þoli
sem lengsta geymslu,
haldi að minnsta kosti
söluhæfu útliti, hvað sem
öðru liður. í þvi skyni
blanda framleiðendurnir
hráefni allskonar
varnarefnum, sem fjarri
fer að eigi nokkurt erindi
ofan i neytandann, sem
hefur ekki hugmynd um
hvað það i rauninni er,
sem hann leggur sér til
munns.
Þetta telur verkfræðing-
urinn að sé ekki annað en
matvælamengun, þvert
ofan i þær skyldur fram-
leiöenda, bæði siöferði-
legar og lagalegar, að
framleiða hreinar og
ómengaðar fæðutegundir.
Þegar þeir bregðist þeim
skyldum, verði neytenda-
samtökin að fylkja liði, og
fylgja fast eftir þeim kröf-
um sinum að strangt eftir-
lit sé haft með matvæla-
framleiðslunni og laga-
ákvæðum fylgt. Séu þau
viðbrögð nægilega skipu-
lögð telur Egil Poulsen aö
viðkomandi stjórnarvöld
verði tilneydd að láta til
skarar skriða gegn mat-
vælamenguninni.
DIPLUMATINN
LOTHAR SCHMID
Nurnbcrg (DAD)Frum-
legar hugmyndir hafa ætið
verið Lothari Schmid sem
listnaut. Hann er nú 44-
urra ára gamall, býr i
Barmberg i Vestur-
Þýzkalandi og er einn af
fremstu skákmönnum
heimsins. Eftir stórsigra á
skákmótum i Svisslandi og
Vestur-Þýzkalandi hlaut
hann nafnbót alþjóðlegs
stórmeistara og um þess
ar mundir tekur hann þátt
i heimsmeistarakeppninni
i bréfskák.
A skákferli sinum hefur
hann teflt við bæöi ráð-
herra og stjórnarand-
stöðuforingja sem og við
fangana i Straubing-fang-
elsinu, þarsem hann hefur
sýnt skáklist sina og átt
rikan þátt i að hefja hana
til vinsælda.
Þrátt fyrir afbragðs
árangur Lothars Schmid
sem skákmanns skin þó
stjarna hans skærast sem
stjórnvitrings skáklistar-
innar. Hann er nú yfir
dómari einvigis þess sem
nefnt hefur veriö einvigi
aldarinnar og það er hans
hlutverk að sjá til þess, að
þau stórmenni skáklistar-
innar, er þar leiða saman
hesta sina, geti átzt við án
truflana og i fullu sam-
ræmi við leikreglur ein-
vigisins og lög og reglur
Alþjóða skáksambands-
ins.
Þegar litið er á þann
heiður og allt það fé, sem i
veði er, hinn mikla skap-
gerðarmun hins ameriska
áskoranda og hins rúss-
neska heimsmeistara sem
og þá miklu spennu, er
rikir i einviginu, mætti
ætla, að það sé ekki vert
verulegrar athygli að
skákmönnunum skyldi
takast að verða sammála
um Schmid sem yfirdóm-
ara, á augabragði og án
ágreinings. Tilnefning
Schmids varð sovézka
skákhöfðingjanum
Sakharov slikt undrunar-
efni, að hann lét opinber-
lega i ljós furðu sina yfir
þvi hvilikur töframaður sá
væri, sem báðir aðilar
væru svo vel sáttir við.
Schmid er lögfræðingur
að menntun og bókaútgef
andi að starfi. Kynslóðum
saman hefur fyrirtæki
hans m.a. gefið út hinar
þekktu drengjasögur eftir
Karl May. Hann er bæði
raunsær og jafnlyndur og
Framhald á bls. 4
6
Þriðjudagur 29. ágúst T972
Þriðjudagur 29. ágúst T972
7