Alþýðublaðið - 30.08.1972, Side 8

Alþýðublaðið - 30.08.1972, Side 8
LAUGARASBIÚ Simi 112075 Baráttan við vítiselda Æsispennandi bandarisk kvik- mynd um menn sem vinna eitt hættulegasta starf i heimi. Leik- stjóri: Andrew V. McLaglen. Myndin er tekin i litum og i 70 mm panavision með sex rása segultón og er sýnd þannig i Todd A-0 formi, en aöeins kl. 9. Kl. 5 og 7er myndin sýnd eins og venjulega 35 mm panavision i litum meö is- lrnzkum texta. Athugiöislenzkur texti er aðeins með sýningum kl. 5 og 7. Athugið aukamyndin Undra- tækni Todd A-O er aðeins með sýningum kl. 9.10 Bönnuð börnum innan 12 ára. Sama miðaverð á öllum sýning- um. HAFNARBÍÚ -- n,m Á KROSSGÖTUM. Fjörug og spennandi ný banda- risk litmynd um sumarævintýri ungs manns, sem er i vafa um hvert halda skal. MICIIAKL DOUGLAS (sonur Kirk Douglas) LEE PURCELL Leikstjóri: ROBERT SCHEER- ER lslenzkur texti. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. TÚNABÍÚ^^^^^ VISTMAÐUIi Á VÆNDISHÚSI („GAILY, GAILY”) IHI Mll(ISnil1(UIXK:illlN('()MI)W 11«NlNIS A NORMAN JEWISON FILM Skemmtileg og fjörug gaman- mynd um ungan sveitapilt er kemur til Chicago um siðustu aldamót og lendir þar i ýmsum æfintýrum. — Islenzkur texti -í- Leikstjóri: Nornian Jewison Tónlist: Henry Mancini. Aðalhlutverk: Beau Bridges, Melina Mercouri, Brian Keith, George Kennedy. Sýnd kl. 5; 7 og 9. Bönnuð börnum innan 12 ára. 8-------------------------- KÚPAVOGSBfÓ Simi 419X5 DINGAKA Kynngimögnuð amerfsk litmynd er gerist i Afriku og lýsir töfra- brögðum og forneskjutrú villi- mannanna. islenzkur texti. Aðalhlutverk: Tom Davis, Marion Davis, Ntoku Makwena, Stanley Baker, Juliet Prowse, Ken Gampu. Endursýnd kl. 5,15 og 9,00 Bönnuð innan 14 ára. HAFNARFlAROARBlð Simi 50249 Byssur fyrir San Sebasfian Stórfengleg og spennandl banda- rísk litmynd, tekin í Mexikó. Leikstjóri: Henri Verneuil. ISLENZKUR TEXTI. Sýnd kl. 9. Bönnuð innan 12 ára. STJÚRNUBIO Simi ,393,; UGLAN OG LÆDAN (Tha owl and the pussycat) tslenzkur texti. Erlendir blaðadómar: Barbara Streisand er orðin bezta grínleik- kona Bandarikjanna Saturdey ltevicw. Stórkostleg mynd Syndicated Columnist. Eina af fyndnustu myndum ársins Woniens Wear Daily. Grinmynd af beztu tegund Times.Streissand og Segal gera myndina frábæra News Week. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Bönnuð börnum innan 14 ára HÁSKÓLABÍÓ Simi 22140 Kvennjósnarinn (Darling Lili) Mjög spennandi og skemmtileg litmynd frá Paramount tekin i Panavision. — Kvikmyndahand- rit eftir William Peter Blatty og Blake Edwards, sem jafnframt er leikstjóri. — Tónlist eftir Henry Mancini. islenzkur texti Aðalhlutverk: Julie Andrews Rock Hudson Sýnd kl. 5 og 9. BOKANIR OGAFTUR BÓKANIR Þeim linnir ekki bókununum i Knglandi. A laugardaginn voru þeir ckki færri en 52 leikmenn- irnir sem fengu nöfn sin rituð i svörtu bækurnar hjá dómur- unum, og fjórir fengu að yfirgefa völiinn. Nú strax i byrjun keppnistimabils, eru bókanirnar orðnar hátt á þriðja hundraðið. Meðal frægra leikmanna bók- aðra á laugardaginn má nefna Bob McNab, Ray Kennedy og Charlie George i Arsenal, Bobby Moorc West Ham, Norman Hunt- er Lceds (kom vist engum á óvart) og Mike England Totten- liarn . George lék sinn fyrsta lcik mcö Arsenal á laugardaginn, og var óðara kominn i vandræði i samskiptum við dómarann. 1 Englandi er nú mikið talað um kaup Derby á David Nish i siðustu viku. og hinaógnarháu upphæð sem hann fór á, 225 þúsund pund. Vilja margir meina, að hann sé ekki virði nema 150 þúsund punda. Það kcmur væntanlega i Ijós. EYIAMEHN ERII GOÐIR 12. FL. Eyjamenn tefla fram sterku liði i II. flokki i ár, eins og raunar undanfarin ár. IBV sigraði i A riðli með miklum yfirburðum og hlaut fullt hús stiga. IBV-Breiðablik 5-2 IBV-Valur 3-1 IBV-KR 5-0 IBV-Vikingur 2-0 IBV-Fram 1-0 bessi frammistaða liðsins þarf ekki svo mjög að koma á óvart, þar sem i liðinu leika nokkrir mjög snjallir leikmenn sem eru fastir leikmenn i I. deildarliði IBV. Má þar t.d. nefna Asgeir Sigurvinsson og Orn öskarsson, hvaða II. fl. lið getur státað af tveimur landsliðsmönnum ? Markvörður liðsins, Arsæll Sveinsson ver einnig mark isl. unglingalandsliðsins. Fleiri at- hyglisverðir leikmenn eru i liðinu og Eyjamenn lita björtum augum til framtiðarinnar. HJ. LÉTTUR SEÐILL NÚNA Liverpool hefur tekiö forystuna 11. deild með 9 stig eftir sigurinn yfir West Ham á laugardaginn. Arsenal gerði jafntefli við Man. Utd. á Old Trafford og hefur tapað stigum I tveim sfðustu leikjum, er I öðru sæti með 8 stig. Þá koma Chelsca, Everton, Ipswich og Tottenham með 7 stig, en 6 stig hafa Leeds og Norwich. Newcastle, Sheff. Utd., Southampton, West Ham og Úlfarnir eru með 5 stig, en Crystal PaL, Derby og Stoke, eru með 4 stig. Birmingham, Coventry, Leicester eru með 3 stig, en á botninum er Man. City, Man. Utd. og WBA með 2 stig. Á siðasta getraunaseðli voru 6 jafntefli, 4 heimasigrar og tveir útisigrar. Úrslit nokkurra leikja komu á óvart, eins og vænta mátti og má þar sérstaklega nefna útisigur Ipswich yfir Newcastle, sigur Norwich yfir meisturunum Derby. Næsti seðill sýnist mér fremur viðráðanlegur og snúum okkur þá að spánni: ARSENAL—CHELSEA 1 Þetta er einn erfiðasti leikurinn á seðlinum að þessu sinni, þvi hér eigast við nágrannalið frá Lundúnum, sem báðum hefur gengið vel i haust. Arsenal hefur hlotið 8 stig og gerði um sl. helgi jafntefli við Man.Utd. á Old Trafford. Chelsea er með 7 stig og vann Man. City heima um sl. helgi. Allir möguleikar eru fyrir hendi i sambandi við þennan leik, en ég spái heimasigri. COVENTRY—STOKE X Coventry hefur gert þrjú jafntefli, en tapað tveim leikjum, báð- um á útivellli, en Stoke hefur unnið einn leik, gert tvö jafntefli og tapað báðum útileikjunum. Bæði liðin gerðu jafntefli um s.l. helgi, Coventry úti við Leicester, enStoke heima við Everton. Heimasig- ur eða jafntefli eru liklegustu úrslitin og spá min er jafntefli. CHRYSTAL PAL.—NEWCASTLE 1 Chrystal Pal. hefur tapað aðeins einum leik það sem af er, fyrir Stoke á útivelli, en gert fjögur jafntefli, m.a. við Derby og Liverpool. Newcastle hefur átt misjafna leiki, unnið tvo leiki, gert eitt jafntefli og tapað tveim leikjum. Heimasigur eða jafntefli eru liklegustu úrslitin i þessum leik og spá min er heimasigur. DERBY—LIVERPOOL X Þá komum við að skemmtilegum og erfiðum leik. Derby hefur gengið illa til þessa, unnið aðeins einn leik, gert tvö jafntefli og tapað tveim leikjum. Liverpool er i efsta sæti með 9 stig, unnið fjóra leikiog gert eitt jafntefli. Ef Derby ætlar að verja titilinn frá i fyrra, þarf liðið að fara að vinna leiki, en trúlega verður róðurinn erfiður gegn Liverpool og þori ég ekki að ganga lengra, en að spá jafntefli. EVERTON—W.B.A. 1 Everton hefur gengið mun betur en i fyrra, þvi nú hefur liðið unnið tvo leiki og gert þrjú jafntefli. Sömu sögu er ekki að segja um WBA, sem er á botninum eftir 5 umferðir með 2 stig, tvö jafn- tefli og þrjú töp. Mér sýnist þvi flest benda til þess, að óhætt sé að spá Everton sigri i þessum leik, sem fram fer á Goodison Park, heimavelli Everton. IPSWICH— TOTTENHAM 1 Ipswich hefur komið á óvart með góðri frammistöðu það sem af er og hefur aðeins tapað einum leik, gert eitt jafntefli og unnið þrjá leiki. Tottenham hefur svo gert það ágætt líka, þvi liðið hefur að- eins tapað einum leik, gert eitt jafntefli og unnið þrjá leiki. Þessi lið hafa þvi bæði hlotið 7 stig. Erfiöur leikur, en ég tek áhættuna og spái heimasigri. LEEDS—NORWICH 1 Eftir öllum sólarmerkjum að dæma ætti hér að vera einn af öruggum leikjum á þessum seðli, þvi mér finnst óliklegt annað en að Leeds vinni þennan gegn nýliðunum i 1. deild. Leeds er nú með 6stig að loknumfimmleikjum, en Norwich hefur hlotið sömu stiga- tölu að loknum jafn mörgum leikjum. MAN CHITY—LEICESTER 1 Man. City hefur aðeins hlotið tvö stig eftir 5 leiki, unnið einn leik, en tapað fjórum leikjum. Leicester hefur hlotið 3 stig, gert þrjú jafntefli og tapað tveim leikjum. Man. City hlýtur að fara að ná sér á strik og ef ekkert óvænt kemur fyrir ætti að vinnast sigur yfir Leicester á Maine Road á laugardaginn. SHEFF.UTD.—SOUTHAMPTON 1 Sheff. Utd. vann WBA á útivelli um sl. helgi og hefur nú hlotið 5 stig, öll á útivelli, en tapað báðum heimaleikjunum. Southampton hefur gert fjögur jafntefli, en tapað einum leik og er þvi með 4 stig. Þótt ég spái Sheff. Utd. sigri I þessum leik, sem þá yrði fyrsti heimasigurinn, er alls ekki hægt að útiloka jafntefli. WEST HAM—MAN.UTD. 1 Þetta er nokkuð erfiður leikur. West ham hefur unnið báða heimaleiki sina til þessa, en gert jafntefli og tapað tveim leikjum úti. Man. Utd. er á botninum i 1 . deild með 2 stig, tvö jafntefli og þrjú töp. Möguleiki er á jafntefli í þessum leik, en heimasigur finnst mér þó koma frekar til greina, enda hefur West Ham unnið báða leiki sina á Upton Park. WOLVES—BIRMINGHAM 1 Úlfarnir mæta nýliðunum Birmingham á velli sinum Molineux Park og ættu að bera sigur af hólmi i þeirri viðureign. úlfarnir byrjuðu illa, en hafa nú hlotið 7 stig eftir 5 leiki, unnið báða heima- leikina, en tapað tveim leikjum úti og gert eitt jafntefli. Birming- ham er með 3 stig, sigur, tap og jafntefli á heimavelli, en tvö töð á útivelli. Q.P.R.—MIDDLESBRO 1 Q.P.R. sem var eitt af toppliðunum I 2. deild i fyrra mætir á laugardaginn Middlesbro á Ellerslie Road i London. Ekki er þessi leikur siður erfiður viðfangs, en leikir i 1. deild og úrslit ekki auð- ráðin. Q.P.R. vann Middlesbro heima i fyrra með 1—0 og geri ég aftur ráð fyrir heimasigri. Miövikudagur 30. ágúst 1972

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.