Alþýðublaðið - 06.09.1972, Blaðsíða 5
Alþýðublaðsútgáfan h.f. Ritstjóri Sig-
hvatur Björgvinsson (áb). Fréttastjóri
Bjarni Sigtryggsson. Aðsetur ritstjórn-
ar Hverfisgötu 8-10. — Simi 86666.
Blaðaprent h.f.
MORÐVARGAR AD VERKI
Snemma i gærmorgun réðist hópur vopnaðra
glæpamanna inn i búðir israelsks iþróttafólks i
borginni Munchen i Þýzkalandi, þar sem
Ólympiuleikarnir stóðu yfir. Þessi vopnaði
glæpalýður myrti einn iþróttamanninn, tók
þrettán aðra i gíslingu og hótaði að myrða þá
alla — einn i einu með tveggja klukkutima milli-
bili — ef ekki yrði gengið að ákveðnum kröfum
glæpalýðsins.
Hin skipulögðu morð átti að hefja kl. 5 i gær-
dag. Þetta er skrifað skömmu fyrir þann tima,
áður en vitneskja liggur fyrir urm, hvort unnt
hafi verið að forða israelska iþróttafólkinu frá
blóðhnifum morðvarganna.
Glæpalýður sá, sem hér er að verki, tilheyrir
samtökum Palestínuskæruliða, sem ganga und-
ir nafninu „Svarti september”. Þessi skæruliða-
samtök, sem þykjast vera að vinna að fram-
gangi ákveðinnar pólitiskrar hugmyndar, bera
ábyrgðina á morðum og ránum og snúa fyrst og
fremst geiri sinum að vopnlausum og saklaus-
um borgurum. Hafa þau nú bætt enn einu
hryðjuverkinu á lángan lista afbrota sinna og
hefur auðnast að setja óafmáanlegan blett á
málstað sinn og kynstofn. Það verður langt þar
til fólk af arabiskum ættum getur látið sjá sig i
hópi annarra kinnroðalaust. Þvi hefur glæpa-
lýðurinn, sem kennir sig við Palestinu, áorkað
með hryðjuverkum sinum.
Þau riki hafa verið til, utan arabaheimsins,
sem látið hafa hryðjuverk Palestinuskæruliða
óátalin, — jafnvel stutt þau leynt eða ljóst. Þessi
riki verða nú að hreinsa sig i augum heimsins af
þeim hryðjuverkum, sem hér hafa átt sér stað.
Þvi verður ekki trúað, að nokkur rikisstjórn i
heiminum vilji láta orða sig við þessi glæpa-
mannasamtök eftir það, sem nú hefur gerzt.
Jafnvel stjórnir arabarikjanna verða að gera
sér það skiljanlegt, að enginn málstaður getur
réttlætt svona athafnir. Þær eru unnar af gegn-
umspilltum glæpalýð.
Þjóðir heims geta ekki lengur liðið það að
samtök nokkur hundruð vopnaðra glæpamanna
geti valdið slikum skelfingaratburðum gagn-
vart blásaklausu fólki af ýmsum þjóðernum,
sem skæruliðasamtök araba hafa gert sig seka
um að undanförnu. Þessi glæpalýður getur ekki
haldið þjóðum heims i helgreipum skelfingar-
innar til lengdar. Hundruð milljóna manna um
heim allan — hinir almennu borgarar flestra
landa, kref jast þess af rikisstjórnum sinum, að
voðaverk þessa afbrotahyskis verði umsvifa
laust stöðvuð.
Sá blettur, sem samtök Palestinuskæruliða
hafa sett á arabaþjóðirnar með framferði sinu
verða þessar þjóðir sjálfar að reyna að má út.
Heimurinn krefst þess af þeim, að þær geri
hreint hjá sér og stöðvi þá glæpastarfsemi, sem
fengið hefur að þrifast i þeirra skjóli.
Ef arabaþjóðirnar gera það ekki, þá hljóta
aðrir að verða til þess. Samviska heimsins er
e.t.v. sein að vakna,en þegar hún er vakin þá
getur verið skammt i aðgerðir. Sú hlýtur a.m.k.
að vera von okkar og trú, — friðsamra og vopn-
lausra borgara i þessum heimi. Við krefjumst
þess, að atburðir eins og þeir, sem átt hafa sér
stað i Munchen, gerist ekki aftur. Við heimtum,
að starfsemi afbrotahópsins, sem fyrir þeim
stóð, verði stöðvuð.
ENN SKRIFAR INGI
Skömmu fyrir sibustu helgi
sendi Ingi Tryggvason. blaöa-
fulltrúi, Alþýöublaðinu grein i
tilefni af skrifum þess um
landbúnaðarmál. Vegna
mikilla þrengsla i blaðinu
undanfarna daga, — m.a.
vegna frétta af landhelgis-
málinu — , hefur birting
greinarinnar orðið að biða þar
til nú og er Ingi beðinn vel-
virðingar á töfinni. Grein hans
fer hér á eftir:
i leiðara Alþýðublaðsins 30.
ágúst s.l. er rætt um framleiðni i
landbúnaði og ma. vikið að grein,
sem undirritaður skrifaði i
Morgunblaðið nýlega, en þar var
talið, að tölur i skýrslum Hag-
stofu tslands um tryggingar-
skyldar vinnuvikur i landbúnaði
væru ekki óvéfengjanlegur mæli-
kvarði á vinnuaflsnotkun i at-
vinnuvegunum. Leiðarahöfundur
hneykslast mjög á þvi, að upp-
lýsingar Hagstofunnar séu dregn-
ar i efa. Raunar gerði ég það alls
ekki að öðru leyti en þvi, að ég
taldi ákvæði tryggingarlaganna.
sem Hagstofunni er skylt að fara
eftir. orka tvimælis sem grund-
völlur að mati hins raunverulega
vinnuafls i landbúnaðinum.
Greinilegt er að leiðarahöfundur
hefir alls ekki skilið. hvað
ágreiningur um vinnuaflsnotkun i
landbúnaði og þar með svo kölluð
..vinnuaflsafköst" snýst um. Hins
vegar skortir hann ekki trú og
tekur sér fullt i munn.
Bændur og skyldulið þeirra,
eiginkona og börn á aldrinum 12-
16 ára eru tryggð við land-
búnaðarstörf. nema þau óski sér-
staklega, að svo sé ekki gert.
Þessi trygging er hin almenna
slysatry gging almanna-
trygginganna og mun fátitt, að
bændur biðjist undan henni fyrir
sig og sina, jafnvel þótt þeir vinni
önnur störf jafnhliða búskapnum,
enda er tryggingin ódýr. Gamalt
fólk á sveitaheimilum, sem hefur
einhverjar tekjur af landbúnaðin-
um, er sömuleiðis tryggt. Lág-
markstrygging er 13 vikur, ef
fólkið er talið vinna fyrir fæði
sinu. Ef þvi er greitt kaup, lengist
tryggingartiminn i hlutfalli við
kaupgreiðsluna. Ef gamalt fólk er
talið þátttakendur i sjálfum bú-
rekstrinum er aðalreglan, að það
sé tryggt allt árið. Fólk vill njóta
þessarar tryggingar. Slys geta
hent, hvort sem menn vinna
meira eða minna við búskapinn
og flestir vilja hafa sitt á þurru
gagnvart tryggingunum, enda
frjálst að tryggja sig fullri trygg-
ingu. Yfirleitt sjá menn þvi enga
ástæðu til að segja þessum trygg-
ingum upp, þó önnur störf en
landbúnaðarstörf séu unnin jafn-
hliða búskapnum.
Þegar ákveðið er verðlag land-
búnaðarvara, er samkvæmt lög-
um áætluð vinnuaflsþörfin við bú
af ákveðinni stærð og samkvæmt
þvi er kaup bóndans ákvarðað i
verðlagsgrundvellinum. Það er
rétt hjá leiðarahöfundi Alþýðu-
blaðsins. að fulltrúar bænda hafa
talið kaupgjaldsliðinn of naumt
skammtaðan. En allir hljóta að
skilja, að með ákvörðun kaup-
gjaldsins og annarra gjaldliða
verðlagsgrundvallarins er búið
að ákveöa með samningum i
aðalatriðum hlutdeild bænda-
stéttarinnar i þjóðartek jum.
Arferðissveiflur og þar með mis-
munandi mikil notkun rekstrar-
vara getur þó breytt þessu veru-
lega frá ári til árs. Þegar lærðir
menn fara svo að tala um „vinnu-
aflsafköst” i landbúnaði þá tel ég
það að mestu út i bláinn, þvi að
þessi afköst eru nánast ákveðin
við samningaborð. Eins og fyrr
segir. er ég leiðarahöfundi
Alþýðublaðsins sammála um, að
vinnuþörfin sé vanmetin i verð-
lagsgrundvelli, en að minum
dómi ofmetin, ef byggt er á
skýrslum um tryggðar vinnuvik-
ur. Ef leiðarahöfundur Alþýðu-
blaðsins er reiðubúinn að berjast
fyrir þvi, að bændastéttinni sé
greitt kaup i samræmi við fjölda
tryggðra vinnuvikna, skal ég
verða siðasti maður til að bregða
fæti fyrir þá viðleitni. En ég mót-
mæli þvi harðlega, að réttmætt sé
að nota gjörólikar og ósambæri-
legar tölur við ákvörðun kaups
annars vegar og mat á afköstum
hins vegar. Min skoðun er sú, eins
og áður hefur fram komið, að
framtaldar tryggingarskyldar
vinnuvikur séu rangur mæli-
kvarði á raunverulega vinnuafls-
notkun i landbúnaði. Vil ég nú
leitast við að finna þeim orðum
minum nokkurn stað.
Mjög margt gamalt fólk hefur
að einhverju leyti tekjur af land-
búnaði og er tryggt allt árið. Þvi
miður er ekki til nein rannsókn á
þessum þætti tryggingarmála svo
ég viti, en til að fá örlitla hug-
mynd um þetta gerði ég fyrir-
spurn um hjón. sem ég þekki.
Bóndinn er fæddur 1888 og býr
með syni sinum og tengdadóttur.
Kona eldri bóndans er fædd 1892
og hefur verið að mestu rúmföst
heima hjá sér nokkur undanfarin
ár. Spurningu minni svaraði við-
komandi starfsmaður skattstjóra
á þessa leið: ..Þessi hjón eru
tryggð samanlagt 104 vikur á ári
við landbúnað. Þau hafa allar sin-
ar tekjur af landbúnaði. aðrar en
ellilaun. Þessi ákvörðun um
fjölda tryggðra vinnuvikna er i
samra-mi við reglur okkar, enda
hefur bóndinn ekki óskað eftir, að
trygging verði felld niður."
Sumum kann að finnast, að
dæmi sem þetta sé litið sönnunar-
gagn. En ef við litum á þá stað-
reynd. að meðalaldur þeirra, sem
landbúnað stunda. er mjög hár.
hlýtur mönnum að vera ljóst. að
afköstin fara ekki endilega eftir
fjölda tryggðra vinnuvikna.
Þetta er einmitt ein orsök þess
ósamræmis, sem vissulega er á
milli tryggðra og að fullu
greiddra vinnuvikna i land-
búnaði.
Mjög margir bændur vinna
önnur störf jafnhliöa búskapnum.
Þó mun það misjafnt eftir lands-
hlutum og ýmsum aðstæðum.
Þessi störf eru t.d. ýmis félag-
málastörf, byggingarvinna, bil-
akstur, kennsla, vegagerð,
stjórnun vinnuvéla, sjómennska,
slátrun og ýmislegt fleira. Nær
undantekningalaust munu
bændur og skyldulið þeirra njóta
fullrar tFyggingar við búskapinn
og þar með greiða full slysa-
tryggingagjöld, þótt önnur störf
séu unnin, jafnvel meginhluta
ársins. Ég beindi spurningu til
starfsmanns skattstjóra um þetta
efni. Svar hans var á þessa leið:
..Sem dæmi skal ég nefna, að
N.N. hafði á s.l. ári 288 þúsund
króna tekjur utan heimilis og
aðeins 30 þúsund króna nettó-
tekjur af landbúnaði. Þessi bóndi
og kona hans eru tryggð samtals
104 vikur við landbúnað og 15 ára
sonur þeirra i 13 vikur. Hjónin
hafa tæplega meðalbú, en kaupa
meginhluta vinnunnar við
búreksturinn og greiða auðvitað
slysalryggingagjöld af þeirri
vinnu."
Þau eru að visu mörg dæmin,
þar sem bóndi hefur meirihluta
tekna sinna utan heimilis, en þó
Framhald á bls. 4
BIBUUBARDAGI
Sjötti september árið 1958 er
laugardagur og enn eru land-
lielgisfréttirnar aðalblaðaefnið.
Þcnnan dag birtir Alþýðublaðið
ýmislegt sem gaman er að
glugga i eftirá. Þar má nefna
þetta:
Svarskeytið
Það scgir frá þvi, að daginn
áður bafi borizt svar við skeyti
þvi, sem ritstjóri Alþýðublaðs-
ins sendi skiphcrranum á
brczka herskipinu Kastbourne
ineð fyrirspurnum um niu varð-
skipsmcnn, sem haldið var
föngnum þar um borð. Svariði
kom i skeyti frá freigátunni til
brez.ka sendiráðsins i Reykjavik
og hljóðaði svo i islenzkri þýð-
ingu:
..islenzku gestirnir á East-
bourne hafa þegar tilkynnt skip-
herranum á Þór um talstöð, að
liðan þeirra sé góð og aðbúnað-
ur og hafa þar engu við að
ba:ta.”
Skömmu áður, en svarskeyti
þetta barst brezka hafði Al-
þýðublaðið fengið upplýsingar
um það frá Scyðisfjarðarradiói,
að Eastbourne hcfði loks fcngist
til þess að vcita fyrirspurnar-
skeyti Alþýðublaðsins móttöku,
cn allar tilraunir til þcss að ná
sambandi við frcigátuna og
koma skcytinu á framfæri höfðu
lil þcss tima farið úl um þúfur.
i frétt Alþýðublaðsins um
svarskeytið er á það minnt, að i
fyrirspurnarskeytinu hafi það
sérstaklcga vcrið fram tekið, að
ritstjóri Alþýðublaðsins tæki
ekki mark á svari frá Bretum,
ncma svarskeyti væri undirrit-
að af 2. stýrimanni á Þór, sem
var cinn fanganna.
,,Þar scm svarskeytið er ekki
undirritað af tslendingum, held-
ur brezka skipherranum, undir-
strikar það, að tslendingarnir
eru fangar en ekki gestir frei-
gátumanna”, segir Alþýðublað-
ið.
Heim meö harðfisk
Þá scgir Alþýðublaðið einnig
frá þvi á forsiðu, að brezkir
fréttamenn láti i það skina, að
brczkir þegnar séu ekki óhultir
á götum'Reykjavikur. Birtir Al-
þýðubfaðið mynd af þrem ung-
um brezkum sfiilkum, sem tekin
var á Arnarhóli. og á við þær
viðtal. Segjast stúlkurnar liafa
fyrðasl um þverl og cndilangt
island og aldrei átt öðru en
góðu að mæla. Þær gætu þvi
ekki annað, en horið ba'ði landi
og þjóð vel siiguna og vildu
gjarnan korna aftur. Til Yiiíini-
ingar um islandsferðina hafi
þærkeyptsér harðfisk. sem þa-r
a'tli með út til þess m.a. að gefa
foreldrum sinum bragð.
reiöi
i'ein blaðsins þennan
faliar um úlifundinn á
rlorgi, sem haldinn var
’tvéim dögtini áður«g var fjöl-
mennasti tfl'jjbiAurý. sem þá
haföi.#éiy4\j3flinn,i höfuðborg-
inm. i Aufblaði erffírt ræða Kgg-
er't\(L Þorstcinssonar frá úti-
funrtnHfm undir fyrirsögninni:
,,Sá reiði lapar kappleiknum".
A baksiðu eru birtar fregnir af
mótm ælasa m þy kktum viðs
vegar að af landinu við ofbcldis-
aðgerðum Breta. Sagt er cinnig.
að taugaóstyrkur brezkra tog-
aramanna fari nú sifellt vax-
andi og séu þeir sikallandi á
hjálp frá herskipum i talstöðv-
um sinum. Og svo siðast, en
ekki sizt. Birt er fyrsta frcgnin
um þann þátt þorskastriösins,
sem frægur varð um allan heim
undir nafninu „bibliubardag-
inn”. Frétt Alþýðublaðsins
hljóðar svo:
Fíkni í rangfenginn gróða
„Anderson, skipherra á Hms.
Eastbournc, lauk skýrslu sinni
til brezka flotamálaráðuneytis-
ins i gærmorgun með cftirfar-
andi tilvitnun i Oröskviði Saló-
mons, 29. kapituia, 16. vers:
„Þcgar óguðlegum fjölgar
fjölgar og misgjörðum, en rétt-
látir munu horfa á fall þeirra.”
Eirikur Kristófersson, skip-
herra á Þór, hcfur svarað á
þessa leið: Orðskviðir Saló-
mons, 1. kapitula 17. - 19. vers:
„Þvi að til einskis liggur netið
út þanið i augsýn allra fleygra
fugla, og slikir menn sitja um
sitt eigið lif, liggja i launsátri
fyrir sjálfum sér. Þannig fer öll-
um þeim, scm fiknir eru i rang-
fcnginn gróða. Fiknin verður
þeim að fjörlesti."
Miðvikudagur 6. september 1972
5