Alþýðublaðið - 06.09.1972, Blaðsíða 6
T.REX eru enn i eldlinunni.
Hljómsveitin sendir frá sér nýja litla plötu nú i
september. Útgáfudagur i Englandi er 8. sept. Titil-
lagiö heitir „Children of the Revoution”. Lagið er
einnig að finna i hinni nýtilorðnu kvikmynd um
T.REX „Born to Boogie”, sem Ringo Starr hefur
gert. B-hliðin hefur að geyma „Jitterbug Love og
Sunken Rags”. Platan er hljóðrituð i Frakklandi.
Kvikmyndir um rokk eru alltaf að
skjóta upp kollinum ööru hvoru. Nýlega er tekið til
við að sýna tvær kvikmyndir i Englandi, þar sem
fram koma ýmsar stórstjörnur. Þær heita „Keep on
Rockin og Sounds og the 70á”. t þeirri fyrrnefndu
koma fram m.æ. Bo Diddley, Chuck Berry og Little
Richard. Myndin er gerð i Toronto. Sú siðarnefnda
var tekin á hljómleikum i Royal Albert Hall. Þar
koma fram m.a Johnny Winter og Santana.
SWEET gáfu út nýja litla plötu nú 1.
september. Hún er samt á engan hátt tengd út-
færslu landhelginnar. Titillagið heitir „Wig Wam, -
Bam”.
John Og Oko Lennon voru fyrir nokkru
boöuð á blaðamannafund með John Lindsey
borgarstjóra New York borgar. Það þótti nokkrum
tiðindum sæta, þvi John Lennon hefur átt i miklu
ströggli við yfirvöld New York og útlendingaeftirlit-
ið vegna framlengingu dvalarleyfis i iandinu.
Fundurinn var þó ekki boðaður i tilefni þess, heldur
var um að ræða tilkynningu þess efnis, að Jon
Lennon ásamt komu sinni og bandarisku hljóm-
sveitinni Elephants Memory, yrðu toppnúmerin á
hljómleikum, sem haldnir yrðu i Madison Square
Garden til ágóða fyrir lömuð börn. — Hljómleik-
arnir voru svo haldnir nú 30. ágúst s.l. og er ekki
vitað annað, en að vel hafi til heppnast. Er nú allt
útlit fyrir, að framlenging dvalarleyfa þeirra hjóna
sé ekki langt undan.
EMI samsteypan tilkynnti fyrir
nokkru hækkun á verði hljómplatna frá og með 1
sept. (merkilegur dagur þessi 1. september).
Þessarar hækkunar ætti að fara að gæta i
verzlunum hér eftir miðjan september. Gert er ráð
fyrir að plötuútgáfufyrirtæki fylgi i kjölfarið.
pop
Það er ekki alltaf, sem þær lita svona
út, söngstjörnur nútimans. Þessar þrjár
mjög svo elegant konur kalla sig
„Three Tons of Joy”, eða Þrjú tonn af
gleði og komu fram á hljómleikum, sem
haldnir voru i Reading einhvers staðar i
Englandi nú i ágúst. Hljómleikarnir
stóðu i þrjá daga og meðal þeirra sem
komu fram voru: Manassas, Mungo
Jerry, Curved Air, Faces og hollenzka
hljómsveitin Focus.
ENGLAND - TOPPURINN:
1 (1) SCHOOL'S OUT ... Alice Cooper, Warner Bros.
2 (3) SILVER MACHINE ... Hawkwind, United Artists
3 (5) POPCORN .................... Hot Butter, Pye
4 (2) SEASIDE SHUFFLE
Terry Dactyl and the Dinosaurs, UK
5 (21) YOU WEAR IT WELL ...... Rod Stewart, Mercury
6 (6) BREAKING UP IS HARD TO DO
Partridge Family, Bell
7 (22) - ALL THE YOUNG DUDES Mott the Hoople, CBS
8 (11) IT'S FOUR IN THE MORNNING
Faron Young, Mercury
9 (4) PUPPY LOVE ........... Donny Osmond, MGM
10 (20) LAYLA ..... Derek and the Dominoes, Polydor
11 (15) 10538 OVERTURE
Electric Light Orchestra, Harvest
12 (18) RUN TO ME ................ Bee Gees, Polydor
13 (16) THE LOCOMOTION ........... Little Eva, London
14 (8) I CAN SEE CLEARLY NOW ... Johnny Nash, CBS
15 (9) ROCK AND ROLL Part II ..... Gary Glitter, Bell
16 (7) SYLVIA'S MOTHER
Dr. Hook and the Medicine Show, CBS
17 (12) MAD ABOUT YOU ........... Bruce Ruffin, Rhino
18 (10) AUTOMATICALLY SUNSHINE Supremes, Motowr
19 (13) CIRCLES .............. New Seekers, Polydor
20 (14) STARMAN ................ David Bowie, RCA
21 (27) I GET THE SWEETEST FEELING
Jackie Wilson, MCA
22 (17) MY GUY .......... Mary Wells, Tamla Motown
23 (23) WORKING ON A BUILDING OF LOVE
Chairman of the Board, Invictus
24 (—) STANDING IN THE ROAD ... Blackfoot Sue, Jam
25 (26) WATCH ME .................... Labi Siffre, Pye
26 (19) BETCHA BY GOLLY WOW ........ Stylistics, Avco
27 (30) CONQUISTADOR ........ Procol Harum, Chrysalis
28 (—) LEAN ON ME ........ Bill Withers, United Artists
29 (—) TOO BUSY THINKING ABOUT MY BABY
Mardi Gras, Bell
30 (25) JOIN TOGETHER ........ ........ Who, Track
(29) WHERE IS THE LOVE
Roberta Flack and Donny Hathaway, Atlantic
6
■ LÁ VID SLYSI -
EN VARD EKKI AF"
,.Lá við slysi en varð ekki af"
sagði kallinn. en á föstudaginn -
50 milnadaginn - lá við tveimur
slysum. og varð ekki af.
Það er ekki að undra þótt eitt-
hvað beri útaf i slikri flugumferð.
sem var þann daginn. þegar segja
mátti að heimspressan væri stödd
á landinu. bæði til að fylgjast með
skákeinviginu. og landhelgisút-
færslunni. sem kom svona eins og
ábætir.
Im hádegisbilið kom flugvél
inn til lendingar á Reykjavikur-
flugvelli. og var að koma með
brezka sjónvarpsmenn frá Vest-
fjarðamiðum. Þegar flugmaður-
inn ætlaði að setja niður lend-
ingarhjólin kom i ljós. að nef-
hjóiið vildi ekki læsast. Hann
kallaði i flugturninn og bað menn
að athuga horfur á þvi. hvort
aðeins væri um að ræða bilun i
aðvörunarljósi. En svo reyndist
ekki. hjólið var greinilega ekki
komið niður.
Þá var ekki um annað að gera
en hnita yfir flugvellinum og
neyta allra bragða við að koma
hjólinu niður. en á hjólaútbúnað-
inum er vist þrefalt öryggi.
þannig að magalending var ekki
fyrirsjáanleg alveg strax.
Á meðan flugmaðurinn reyndi
sitt itrasta til að kippa þessu i lag
brunuðu tveir slökkvibilar flug-
vallarins út. Siðan komu tveir
sjúkrabilar og að lokum flaggskip
Slökkviliðs Reykjavikur.
Þegar flugmaðurinn loksins
ákvað að lenda fór allur þessi floti
út á völl til að bjarga þvi sem
bjargað yrði. En fyrir einstaka
snilld flugmannsins gekk allt að
óskum. hann lenti bara á aftur-
hjólunum til þess að eiga ekkert á
hættu.
Flestum fannst þetta nóg þann
daginn. en slökkviliðið átti þó
eitir að bruna út á flugbraut
aftur.
Það var þegar blaðamaður
Alþýðublaðsins var að koma úr
landhelgisflugi sinu yfir Vest-
fjarðamiðum. Annar hreyfill flug-
vélarinnar fór að leka oliu útaf
Snæíellsnesi. og fljótlega sáu
llugmennirnir sér ekki annað fært
en að drepa á honum. A leiðinni
yfir Faxaflóa tók vélin að tapa
ha'ð. og liklega hafa metrarnir
ekki verið margir, þegar vell-
inum var náð. Að minnsta kosti
lannst blaðamanni hafflöturinn
þ.jóta framhjá i iskyggilega litilli
fjarlægð.
Á llugvellinum tók slökkviliðið
á móti vélinni. en eftir ágætlega
vel heppnaða lendingu tókust
llugmennirnir feginsamlega i
hendur.
SKINNIN
ÁBERANDI
í HAUST OG VETUR
A morgun geta innlendir fata-
kaupmenn skoðað á einum stað
haust- og vetrartízku íslenzkra
fataframleiðenda þegar opnuö
verður 10. kaupstefnan „Islensk-
ur fatnaður” i Iþróttahúsinu á
Seltjarnarnesi.
Þarna sýna 19 framleiðendur
vörur sinar, og á mánudaginn
gafst fréttamönnum kostur á að
sjá hvað á boðstólum verður.
Aberandi er hve loðflikur virð-
ast skipa mikinn sess i „kulda-
tizkunni” og reyndar fróölegt að
sjá hve miklum framförum is-
lenzk skinnfatnaðar framleiösla
hefur tekið að undanförnu.
Einnig er ullarfatnaður hvers
konar áberandi.
Kaupstefnu þessa sækja mjög
margir innkaupastjórar utan af
landi, sem geta þannig meö litilli
fyrirhöfn séð megnið af öllu inn-
lendu fataframboöi og gert öll sin
innkaup á tiltölulega stuttum
tima.
Almenningi veröur hins vegar
gefinn kostur á aö kynnast is-
lenzku fatatizkunni lika, þvi að
föstudags- og sunnudagskvöld
verður tizkusýning þessara fata-
framleiðenda á Hótel Sögu.
TILLITSSEMI KREMLHERRANNA GAGNVART AUST-
ANTJALDSLÖNDUNUM HEFUR AUKIZT STÖRLEGA
Það er útbreidd skoðun á
Vpsturiöndum. að samskipti
Sovétrikjanna við járntjalds-
löndin i Austur-Evrópu
einkennist af löngu liðnu ástandi
og aðferðum sem þá áttu við,
séu i rauninni orðin hrein tima-
villa.
Og beri maður saman hina
lipru og sveigjanlegu stefnu at-
vinnumennskunnar, er þeir
beita svo viða i utanrikismálum
i Þriðja heiminum og á Vestur-
löndum, þá er ekki þvi að neita,
að fyrrgreind skoðun um
gamlan og löngu úreltan
ösveigjanleika gagnvart járn-
tjaldslöndunum virðist eiga sér
margar stoðir i raunveruleikan-
um. Hinar klossuðu og viðbjóðs-
legu aðferðir Rússa i sam-
skiptum þeirra við Tékkósló-
vakiu eiga ekki minnstan þátt i
að þessi skoðun er enn svo al-
mennt við lýði.
Augljóst er i öllu falli, að
Moskva litur á Austur-Evrópu
sem sitt áhrifasvæöi og jafnljóst
er. að Rússareru svo njörvaðir i
hugsun sinni um áhrifasvæði. að
þeir munu eiga fullt i fangi með
að lita á bandamenn sina i
Austur-Evrópu sem jafningja.
Að visu er það svo, að jafnrétti
er afstætt hugtak og það ekki
aðeins i Austur-Evrópu.
Óhjákvæmilega er það svo, að
efnahagslegur, tæknilegur og
hernaðarlegur styrkur færir
þeim. er yfir honum býr. yfir-
burðastöðu. hvað sem hann
kann svo að fjölyrða um „sam-
skipti jafningja”, byggð á
„sameiginlegum hagsmunum
og gagnkvæmri virðingu”.
Maður á ef til vill ekki að vera
með samanburð. en benda má á
hvilik blekking það er að
imynda sér. að litil lönd eins og
Noregur og Danmörk hafi sama
styrkleika i Nato eins og til
dæmis Bandarikin og Vestur-
Þýzkaland.
Moskva er ekki alráð i
samskiptunum.
En jafnvel þótt rétt sé, að
austurevrópupólitik Sovét-
stjórnarinnar sé fólgin i aðferð-
um löngu liðins tima, þá er samt
viðhorf vestrænna manna til
samskipta þessara rikja hrein -
og raunar jafn mikil —
timavilla.
Vist er það svo, að Sovétrikin
fara með alla forystu i Varsjár -
bandalaginu og i Comecon-eína-
hagsbandalaginu. á þvi er eng-
inn vafi og vist eru viðskipta-
frelsi járntjaldslandanna mikil
takmörk sett, en samt er ekki
unnt að tala um einhliða alræði
af hálfu Sóvétstjórnarinnar.
Austur-Þýzkaland hefur marg-
sinnis sýnt að það á sina eigin
hagsmuni, sem Rússar verða að
taka tillit til.
Þótt Austur-Berlin hafi, áur
en lauk, orðið að beygja sig fyrir
hinum miklu sovézku hags-
munum gagnvart Bonn, þá
sýnir samt þróunin siðustu tvö-
þrjú árin. að Moskva getur ekki
sniðgengi Austur-Þýzkaland. 1
þvi efni skiptir það ekki minnstu
máli. að Austur-Þýzkaland er
orðið mikilvægasta viðskipta-
land Sovétrikjanna.
Tvimælalaust er, að Austur-
Þýzkaland er efnahgaslega háð
Sovétrikjunum.en það er
gagnkvæmt. það á við bæði
löndin, þótt i misjöfnum mæli
kunni að vera. Þar er fyrir
hendi spurningin um að taka og
gefa, um gagnkvæmar til-
slakanir og samninga, þar sem
báðir hafa gefið eftir.
Pólland
Samskipti Rússa við Pól-
verja. eftir að Gomulka lét af
völdum. sýna einnig að ástandið
i Austur-Evrópu hefur tekið al-
gjörum stakkaskiptum, enda
harma margir Moskvu-menn að
hinir „gömlu, góðu dagar” eru
ekki lengur fyrir hendi, og
margir vestrænir blaðamenn
skrifa um þróun málaausturþar
eins og ekkert hafi gerzt/ en
sannast sagna er, að bæði hin
hyggna sovézka afstaða gagn-
vart breytingunum um áramót-
in 1970-1971 og afstaða sovét-
forystunnar til Gierek siðar
meir, sýnir vilja af þeirra halfu
til þess að lita á Pólland sem
jafningja, fullgildan samstarfs-
aðila.
Er hinar mikilvægu viðræður
við Nixon fóru fram i Moskvu
gætti Bresjnev þess, að láta
Gierek jafnan vita simleiðis
hvað þeim miðaði og haft var
fullt samráð við Pólverja.
Með þessum hætti gerir
Moskva dáð úr nauðsyninni.
Landfræðileg lega Póllands
hefur afar mikla hernaðarlega
þýöingu og hörð deila milli
Sovétmanna og Pólverja myndi
hafa afdrifarikar og neikvæðar
afleiðingar fyrir stefnu
Bresnjev gagnvart Vesturlönd-
um.
Afstaða sovétstjórnarinnar i
samskiptum þeirra við Pólverja
vitnar þvi um mun meira raun-
sæi og miklu meiri lipurð og
hyggindi i meðferð utanrikis-
mála en stefna Rússa og afstaða
gagnvart Tékkóslóvakiu.
Ungverjaland
Nýjasta dæmið um „villuna F
timaskynjun* Sovétmanna,
sem vestrænir blaðamenn hafa
fjölyrt um, er að finna i sam-
skiptum þeirra við Ungverja-
land. Er i þvi sambandi visað til
sovézkra blaðafrétta og hinna
opinskáu ummæla Focks, for-
sætisráðherra Ungverja, siðast-
liðið vor um ágreining þessara
tveggja landa um afhendingu og
verðlag á hráefni.
En ef maður kynnir sér
gaumgæfilega og með gagnrýni
i huga öll þau gögn þessa máls,
sem aðgengileg eru, kemst
maður að þeirri niðurstöðu, að
margar þær ályktanir, er
dregnar voru á Vesturlöndum,
eru bæði ótimabærar og i of rik-
um mæli hreinar vangaveltur.
Er þvi hér enn eitt dæmið um
það hvernig mat vesturevrópu-
manna á þróun mála austan-
tjalds er býggt á ástandi löngu
liðins tima, með öðrum orðum
úrelt, og jafnframt sýnir þetta
hvernig sérfræðingar vest-
rænna blaða, er lifa og starfa i
Vínarborg, eru staðsettir i um-
hverfi, sem fjarlægir þá heimi
raunveruleikans.
Vissulega eru allir sammála
um það, að Jeno Fock, forsætis-
ráðherra Ungverja, sagði hug
sinn og dró ekkert af. Ekki sizt i
Ungverjalandi kom það mörg-
um á óvart. En það, sem hann
fjallaði um, var þó i rauninni
ekki annað en hagsmunaárekst-
ur. sem að öllu eðlilegu á sér
stað milli tveggja rikja, lika
millum bandamanna. Það er
eftirtektarvert i þessu sam-
bandi, að hagsmunir Rússa og
Ungverja á sviði efnahagsmála
falla ekki alveg saman. Það er
heldur ekki um að ræða neitt
annað austurevrópuland, ef til
vill að Búlgariu undantekinni,
sem telur, að efnahagslegir
hagsmunir þess falli i einu og
öllu að hagsmunum Sovétrikj-
anna.
Vandamál þessa eðlis hafa
ætið verið fyrir hendi milii
kommúnistarikjanna en hið
óvenjulega, sem nú gerðist, var,
að talað var opinberlega um
þau, þar sem fyrr var þeim
haldið leyndum eða um þau rætt
á máli, sem aðeins fáir útvaldir
skildu. Og satt að segja er það
ekki aðeins i Austur-Evrópu,
sem menn hafa átt erfitt með að
venja sig á þann stil, sem Fock
er fulltrúi fyrir. Fréttatilkynn-
ingar opinberra aðila á Vestur-
löndum og blaðamennska þar
sýnir ljóslega, að þar er lika við
marga erfiðleika að etja þegar
lagt er mat á þróun mála. En ég
vil ekki verða misskilinn og vil
þvi að þetta komi fram: Ég er
auðvitað sammála þeirri skoð-
un, að Moskva fylgist náið með
gangi mála i Ungverjalandi.
Annað væri furðulegt. En til
þessa hefur ekkert skeð sem
bendir til þess, aö samskipti
Ungverja og Rússa séu i mol-
um. Þvert á móti hafa Rússar
sýnt'-meðal annars með mjög
vinsamlegu umtali i sovézkum
blöðum- að þeir bera fullt
Framhald á bls. 4
BAKSVIÐ
TIGRIS
viíílil
andfflJay.
straufría sængurfataefnið er nú fyrirliggjandi í mörg-
um mynztrum og litum.
Einnig í saumuðum settum. Kærkomin gjöf, hverj-
um sem hlýtur.
Sparið húsmóðurinni erfitt verk, sofið þægilega og
lífgið upp á litina í svefnherberginu.
Reynið Night and Day og sannfærizt.
1«>Í Samband ísl. samvinnufelaga
INNFLUTNINGSDEILD *
Miövikudagur 6. september 1972
Miövikudagur 6. september 1972
7