Alþýðublaðið - 09.09.1972, Blaðsíða 1
s| mm
•?*' i
.
alþýðu
ARABISK OGNAROLD
f VESTUR-EVRÓPU?
LAUGARDAGUR 9. SEPT. 1972 — 53. ARG. —202. TBL.
Vestur-þýzk stjórnvöld
gerðu víðtækar ráðstafnair
um gervallt landið í gærtil
að vera við öllu búin, ef
arabískir skæruliðar gerðu
alvöru úr því að halda á-
fram hryðjuverkum og
hefna grimmilega félaga
sinna f imm, sem létu lífið í
blóðbaðinu á þriðjudag.
Miklar öryggisráðstafanir voru
einkum gerðar við mikilvægar
oliuleiðslur og einnig við flug-
stöðvar, sem gætu verið hentug til
árása fyrir hina arabisku skæru-
liða.
Landamæraverðir á landa-
■
■-■■'■'. :&l
. <-
é ■ -
■
■ V. '■ < .... ■
* .5 > • ■ ■■> ■;
‘CíSL/; • '■■■>:
& ,! i.•
/ ■'></, ............................... ' - ■'
Alþyðublaóið for i solarhrings ferð á Vesífjtrðamið á fimmtudag. Myndin hér var
tekin viö það tækifæri um 14 milur fra Horni. ,,Tjallinn" var að toga og hefur land
sýn. «1
VID SEGJTlM SITTHVAD AF PESSU.A BAKSlÐU.
AÐKOMUBÁTUNUM STUGGAÐ
FRÁ HÚRPUDISKNUM
Sjávarútvegsráðherra
hefur ákveðið að veita
framvegis aðeins heimabát
um leyfi til veiða á hörpu-
diski i Breiðafirði. Verða
engin leyfi veitt til að-
komubáta, en þeir að-
komubátar, sem þegar
höfðu fengið leyfi, fá að
veiða fram til 1. nóvember.
Þessi ákvörðun hefur mælzt vel
fyrir við Breiðafjörð, en formenn
á aðkomubátum, sem hugðust
stunda þarna veiðar i haust, hafa
brugðist illa við.
Þess má geta, að ákvörðunin
var tekin samkvæmt tillögum
fiskifræðinga, sem telja að hörpu-
disksstofninn þoli ekki nema tak-
markaða veiði.
,,Við litum'á þetta sem bráða-
birgðalausn”, sagði Þóröur As-
geirsson, skrifstofustjóri i sjávar-
útvegsráðuneytinu, þegar við
höfðum samband við hann i gær.
Sagði Þórður, að ráðuneytið
myndi fylgjast náið með fram-
vindu mála i Breiðafirðinum,
hvernig veiðin gengi, hvort ný
skelfiskmið fyndust og hvernig
nýting yrði hjá vinnslustöðvunum
við Breiðafjörð.
Þórður sagði, að með heima-
bátum væri átt við báta sem gerð-
ir eru út frá höfnum við Breiða-
fjörðinn. Nokkrir aðkomubátar
hafa þegar hafið veiðar, og þeir fá
að halda þeim áfram til 1. nóvem-
ber.
Nú hafa upp undir 30 bátar
fengið leyfi til hörpudisksveiða i
Breiðafirðinum, en 25 bátar hafa
ekki fengið leyfi, þótt þeir hafi
sótt um þau. Þá eru enn nokkrir
heimabátar ekki byrjaðir veið-
arnar, og er þvi ekki gott að segja
til um það nú, hvað bátarnir
verða endanlega margir, sem
veiðarnar stundi, þegar mest
verður.
Bátarnir eru misstórir, og sá
stærsti, sem leyfi hefur fengið til
veiðanna, er 200 lestir.
Þórður sagði, að þessi bátur
væri alger undantekning, næst
Framhald á 2. siðu.
mærum Vestur-Þýzkalands og
Austurrikis voru við öllu búnir i
gær, en óttast var, að skæruliðar
hygðust- gera árás á mikilvæga
oliuleiðslu, þar sem hún liggur
gegnum Austurriki frá Trieste.
Lögreglan i Vin upplýsti i gær,
að hún hefði fengið tilkynningar
þess efnis, að þrir bilar fullsetnir
arabiskum „hermönnum” væri á
leið frá Vestur-Þýzkalandi til suð-
urhluta Austurrikis, en landa-
mæraverðir höfðu, er þetta var
skrifað i gærkvöldi, ekki enn orðið
varir við ferðir skæruliðanna.
Landamæra- og tollvarzla við
landamæri Sviss var i gær hert til
muna, eftir að Interpol hafði til-
kynnt svissneskum stjórnvöldum,
að fjórir eða fimm skæruliðar
væru á leiðinni til svissnesku
landamæranna i bifreið með vest-
ur-þýzku skráningarnúmeri, og
hefðu þeir i hyggju að komast til
Sviss og sprengja þar oliutanka i
loft upp.
Svipaðar öryggisráðstafanir
voru i gær gerðar við landamæri
ýmissa annarra rikja Evrópu,
eftir að arabiskir skæruliðar
höfðu svarið og sárt við lagt, að
þeir myndu hefna félaga sinna
fimm, sem létu lifið i blóðbaðinu
utan við Munchen' á þriðjudag.
FLUG-
VÉLAR
GEGN
SKÆRU-
LIÐUM
Herflugvélar fsraelsmanna
gerðu i gær fjöldamargar loft-
árásir á stöðvar skæruliða i Sýr-
landi og Libanon og eru þetta
mestu íoftárásir, sem fsraels-
menn hafa gert á þessum slóðum,
siðan vopnahlé gekk i gildi i ágúst
fyrir tveimur árum.
Fréttaritarar i Mið-austurlönd-
um eru ekki i neinum vafa um, að
þessar árásir eru fyrstu hefndar-
aðgerðir tsraelsmenna vegna
morðanna á iþróttamönnunum
ellefu, sem arabiskir hryðju-
verkamenn úr skæruliðahreyf-
ingunni „Svarti september”
frömdu utan við Ólympiuþorpið i
Munchen.
Samkvæmt upplýsingum tals-
manna fsraelshers i Tel Aviv i
gær voru árásirnar gerðar á sjö
þorp i Sýrlandi og þrjú i Libanon.
Ekki lágu fyrir, er þessi frétt
var skrifuð i gærkvöldi, hvaða á-
hrif þessar árasir hafa haft, en
samkvæmt fregnum fréttastof-
unnar Wafa i Palestinu, kostuðu
þær 29 manns lífið og margir
særðust.
Wafa hermir, að 15 hafi fallið og
tiu manns særzt i herbúðum i
grennd við þorpið Ráfied i
Libanon og 14 manns hafi verið
Framhald á 2. siðu.
MORÐIN SEM VÖKTU
VIÐBJÓÐ HINS SIÐ-
MENNTAÐA HEIMS —
SJÁ2. SÍÐU