Alþýðublaðið - 09.09.1972, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 09.09.1972, Blaðsíða 9
GOLFIÐ BRÁTT BÚIÐ Golftimabiliö cr senn á enda. Um helgina fer fram síðasta opna golfkeppnin hér sunnanlands, en eftir er ein opin keppni á Akur- cyri. Það er BEA keppnin sem fer fram hér sunnanlands um helg- ina. Sú keppni er 36 holur, og hefst klukkan 10 f.h. bæði laugardag og sunnudag: Leikið er á Hólmsvelli við Leiru, hjá GS. Þá hefjast tvö golfmót hjá GR á Grafarholtsvelli um helgina. 18 holu Max Factor keppni fyrir unglinga hefst i dag klukkan 14, og er hún opin öllum drengjum og unglingum. Þá hefst klukkan 13,30 i dag um Blómabikarinn, en þar er um að ræða 18 holu keppni kvenna. Þessi keppni stendur út alla næstu viku. Þetta er Valerij Borzov, sprett- hlauparinn rússneski sem varð fyrsti spretthlaupara i 16 ár til þess að vinna bæði spretthlaup- in á ólympiuleikum. Verðlaunaskiptingin a OL: Sovét hefur forustuna Sovétmenn hafa hlotið flesta verðlaunapeninga á leikunum til þessa, en Bandarikjamenn leiða hina óopinberu stigakeppni leik- anna. Eftir gærdaginn höfðu Bandarikjamenn 539 stig, Sovétmenn 485 stig, Austur-Þjóðverjar 395 stig, Vestur-Þjóðverjar 216,5 stig og Japanir 190 stig. Verðlaunaskiptingin var þessi eftir gærdaginn: t fremsta dálin- " um er gull, siðan silfur, þá brons og loks samanlagöur fjöldi verð- launapeninga. Sovétrikin Bandarlkin Austur Þýzkaland Japan Vestur-Þýzkaland Ástralia ttalia Bretiand Sviþjóð Pólland Ungverjaland Búlgaria Frakkland Noregur Holland Tékkóslóvakia Kenya Nýja Sjáland Norður-Kórea Finnland Danmörk Uganda Kanada Kúmenia Mongólia Sviss 33 22 18 73 27 27 25 69 19 17 20 56 12 7 8 27 8 9 11 28 8 7 2 17 5 3 6 14 4 4 4 12 4 4 4 12 4 3 4 11 3 7 12 22 3 7 2 12 2 4 5 11 2 1 0 3 2 0 1 3 1 3 2 6 1 1 2 5 1 1 0 2 1 0 3 4 1 0 2 3 1 0 0 1 1 0 0 1 0 2 3 5 0 2 3 5 0 2 0 2 0 2 0 2 SOVÉT OG USA f llRSLIT KORFUNNAR Það verða Sovétmenn og Bandarikjamenn sem mætast enn einu sinni i úrslitum körfuknatt- leikskeppni OL. Úrslitaleikurinn fer fram i Munchen i dag, og eru Bandarikjamennirnir sigur- stranglegri. I undanúrslitum unnu Banda- rikjamenn ttali örugglega 68:38, en Sovétmenn áttu i basli með Kúbu, en unnu að lokum 67:61. Kúba og ttalia leika þvi um þriðja sætið. t keppninni um 5. og 6. sætið leiða saman hesta sina lið Júgóslaviu og Puerto Rico. Þar er ekki keppt um verðlaun, heldur keppa liðin um stig i hinni óopin- beru stigakeppni OL. BORZOV: ÞEIR KALLA HANN OFT MANNINN MEfi STALTAUGARNAR Valerij Borzov er óum- deilanlega mesti sprett- hlaupari sem nú er uppi, þaö sannaði hann ræki- lega á yfirstandandi ólympiuleikum, þar sem hann fékk gull bæði i T00 og 200 metra hlaupi. Borzov hefur að sama skapi ekki verið mjög þekktur, enda hlédrægur maður og oft nefndur maðurinn með stáltaug- arnar. Hann lætur nefni- lega aldrei i Ijós gleði né sorg á hlaupabrautinni eða utan hennar. Hann bara lyftir aðeins höndum um leið og hann slitur fyrstur marklínuna. Hér fer á eftir rússnesk grein um Borzov: Valerij Borzov, Evrópu- meistari i spretthlaupi, varð 23 ára þann 20. okt. Þessi hraust- legi maður, sem i bernsku barðist oft við tárin, vegna þess hve hann var lágvaxinn, „litur nú niður á” marga mótstöðu- menn sina, þvi að nú er hann 182 sm. Og 80 kiló. Hann fæddist og ólst upp i Novaja Kakhobka, sem er litil úkrainsk borg við Dnepr. Hvernig hófst iþróttaferill hans? ,,1 upphafi var það fótbolti,” segir Valerij, ” en einhver sagöi mér, að fótboltakappar væru innan við meðalhæð. Þá sneri ég mér að körfubolta. Áhugi minn á frjálsum iþróttum hófst, þegar ég var 12 ára gamall. Iþróttakennarinn i skólanum fór með mig til þjálfara i barna- iþróttaskóla, Boris Vojtas, sem gizkaði auðvitað ekki á, að i hóp nemenda hans hefði bætzt til- vonandi spretthlaupsmeistari. Hann beindi áhuga Valerij að langstökki og kúluvarpi, sprett- hlaupi og viðavangshlaupi. Meginregla Vojtas var að leggja áherzlu á almenna likamsþróun nemenda en ekki undirbúa þá sérstaklegaieinni grein frjáls- iþróttanna. Núverandi þjálfari Borzov Valentin Petrovskij sagði, að Vojtas hefði gert mikið fyrir meistarann, og heföi kunnað að byggja þá undirstöðu sem hæfileiki Valerij grund- vallaðist á. Arið 1966 lauk Valerij miö- skóla og fór að æfa hjá Petrovskij. Þegar hann var 17 ára hljop hann 100 metra á 10,5 sek og 200 metrana á 22.0 sek. ÞRJÚ ÞJÁLFUNAR- KERFI PETROVSKIJ. Valentin Petrovskij, visinda- kandidat i liffræði, helgaði vis- indaritgerð sina vandamálum skiptingar starfs og hvildar i iþróttaþjálíun og visindalegum grundvelli hennar. Þjálfun Borzov er tilraun, sem færir sönnur á kenningar þjálfarans. Arangur Borzov i hundrað metra hlaupi hefur batnað i samræmi viö spádóma Petrovskij. Árið 1967 hljóp hann á 10,4 sek árið 1968 á 10,2 1969 á 10.0. Árið 1972 á hann að komast 100 metrana á 9,8 - 9,9 sek. Þjálfun Borzov fer fram eftir þrem kerfum, svo notuö séu orð þjálfara hans. Kerfi A stuðlar að fullkomnun hraðaþols. Sérhver æfing er endurtekin með stuttu millibili. Kerfi B eykur hraða og kerfi D kemur til hjálpar, þegar þarf að minnka likamsálag. Petrovskij var sá fyrsti i Sovétrikjunum, sem undirbjó spretthlaupara á slikan hátt, visindalega með fyrir fram áætluöum árangri. SIGURHLAUP SPRETTHLAUPARANS. Árið 1968 vann Valerij þrenn gullverðlaun á ungiinga- meistaramóti Evrópu i Leipzig (100, 200 metrar og boðhlaup). Arið 1969. sigraði hann á meistaramóti Sovétrikjanna (lO.Osek), og var i fyrsta sæti á Evrópumeistaramótinu i Aþenu. Enn ein gullverðlaun Evrópumeistara á vetrarmóti Evrópu árið 1970 i Vin. Sigraði Ben Voine og Avory Crokett á Leningradmótinu, sem Banda- rikin og Sovétrikin tóku þátt i. Nú er farið að tala um Brozov, ekki aðeins sem leiðandi i- þróttamann Evrópu, heldur heimsins, en það féll ekki i góö- an jarðveg hjá þeim, sem voru óvanir ósigrum Amerikananna. I iþróttafréttum ameriskra blaða var talað um, að dómarar hefðu ekki tekið eftir þjófstarti Borzov. Sumarið 1971 sigraði sovézki meistarinn Amerik- anana á heimavelli og Berkley, Jim Green og John Merausser drógust aftur úr sovézka hlauparanum. Siðan vann Borzov gullverð- laun á iþróttamóti Sovétrikj- anna, (hljóp 100 metrana á 10,1 sek og 200 á 20,2 sek, sem er Evrópumet) og fékk tvenn gull- verðlaun á sumarmóti i Evrópu i Helsinki. Framhald á bls. 4 Laugardagur 9. september 1972 9

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.